Leita í fréttum mbl.is

Ólafur biskup hinn građi - enn ein ferđin

Kirkjan og mađurinn

Enn eru heimildir ađ berast um gífurlega kynlífsfíkn Ólafs heitins Skúlasonar biskups Íslands og ţjóđkirkjuprests. Fjölmiđlar sleikja út um. Netmiđillinn Eyjan hefur bókstaflega fengiđ fullnćgingu.  Skríllinn mettast og trúleysingjarnir fá sannanir fyrir máli sínu. Mađur furđar sig á ţessari nýju umferđ. Fara menn nćst og dansa á gröf biskups eđa grafa upp gjörninga Ólafs í Dakota? Fíkn Ólafs virđist muni geta fullnćgt ţörfum ýmissa manna í langan tíma. Ég ćtla ađ láta mér nćgja ţennan pistil.

Nú síđast kom safarík saga frá fyrrverandi organista og talmeinafrćđingi, sem segist hafa veitt biskupi andlegan stuđning og međferđ ţegar ásakanirnar um "kvennamál" (svo notađ sé orđ organistans) hans brutust upp á yfirborđiđ. Átti biskup viđ talmein ađ stríđa? Eđa hafđi organistinn reynslu af međferđ á prestum og biskupum? Ekki kemur fram í Samtíđarmönnum, ađ organistinn hafi stundađ sálusorgarstarfsemi.

Hvađ í samvisku talmeinafrćđingsins gerđi, ađ hann ţagađi yfir ţví ađ hann hafđi komiđ ađ Ólafi ofan á ungri konu á stuttum brúnum kjól á árunum 1972-77 verđur hann líklega mest ađ eiga viđ sjálfan sig. Merkilegt ađ hann man svona vel eftir vinstri fćti síra Ólafs.

Eftir stendur ađ trúarbrögđ eru auđveldasta leiđin til ađ misnota veikleika annarra. Trúarbrögđ og hatur. Veriđ sterk í trúnni, sama hver hún er, en trúiđ fyrst og fremst á dómgreind sjálfra ykkar. Hún kemur í veg fyrir ađ građir karlar noti Guđs nafn til ađ fá lausn sinna áhuga- og vandamála.

Ţađ er dómgreindarleysi, eđa talmein, hjá organistanum, Birgi Ás, ađ hafa ekki sagt strax frá ţví sem hann sá. Ţá hefđi Ólafur Skúlason ef til vill aldrei orđiđ sá smánarblettur á kirkjunni, sem virđist ćtla ađ fylgja henni nokkuđ lengi. Ţögnin og frćnka hennar ţöggunin eru líka syndir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Ţađ er kúnst ađ skrifa svona skemmtilega um jafn leiđinlegt mál. E.t.v. vćri ţó hćgt ađ gera út ţessu söngleik?

Júlíus Valsson, 14.8.2010 kl. 11:10

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Júlíus, ţađ er ekkert viđ ţetta mál sem er skemmtilegt. Ţótt sumir hafi mikla ánćgju af ţví, og líklega af óförum annarra almennt. Blúsmessa vćri frekar viđ hćfi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.8.2010 kl. 11:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband