Leita í fréttum mbl.is

Nebúkadnesar og Lilja í Berlingske Tidende 1938

Nebúkadnesar og Lilja 2

Í fyrra las ég yfir lista yfir verk Halldórs Laxness sem komiđ hafa út á dönsku. Listinn birtist í danskri gerđ Halldórs Guđmundssonar á merku ritverki hans um Laxness sem kom út hjá bókaútgáfunni Vandkunsten. Ég gerđist einnig svo frćgur ađ hafa fengiđ hugmyndina ađ kápu ţeirrar bókar.

Ég var harla viss um ađ Halldór og ađstođarmenn hans hefđu gert tćmandi lista, en nú um daginn ţegar ég var ađ vinna viđ ritstjórn tímaritsins RAMBAM, fékk ég í hendur eintak af Sřndags Magasinet af Berlingske Tidende frá 9. janúar 1938. Ţađan fékk ég mynd viđ grein um kolbrjálađan gyđing, sem uppi var á 19. öld em uppnefndur var Gale Nathansen. Grein um hann frá 1902, sem var full af gyđinghatri, sá Berlingske Tidende ástćđu til ađ birta áriđ 1938, og ţá međ teikningu eftir hinn ástsćla skopteiknara Dana, Storm P. Hann var reyndar nasisti og lék sér međ öđrum nasistum, ţýska hernámsliđinu og Gunnari Gunnarssyni í Nordische Gesellschaft á 4 og 5. áratugnum.

En aftur ađ efninu. Á bls. 2. í Berlingske Sřndags Magasin birtist smásagan Lilja eftir Halldór Laxness, kynnt sem 'Lilja. Historien om Nebukadnesar Nebukadnesarson i Liv og Dřd' međ forláta teikningu af Lilju og Nabúkadnesar. Teikningin var eftir Gerdu Ploug Sarp, sem var í andspyrnuhreyfingunni í stríđinu og var handtekin af Gestapo áriđ 1944 og skrifađi merka bók um dvöl sína í fangabúđum nasista í Frřslev.

Ţessa ţýđingu á sögunni  'Lilja. Sagan af Nebúkadnesar Nebúkadnesarsyni í lífi og dauđa', úr smásagnasafninu Fótataki Manna, sem kom út á íslensku áriđ 1933, hefur fariđ fram hjá ţeim sem söfnuđu ţýđingum á verkum Laxness. Bara ef ég hefđi ţekkt ţessa ţýđingu í fyrra ţegar ég las listann hans Halldórs yfir og áđur en bókin kom út. Reyndar er samkvćmt Gegni til ljósrit af ţessari ţýđingu í Ţjóđarbókhlöđunni Landsbókasafni. 

Hver ćtli hafi ţýtt söguna yfir á dönsku? Ég tel líklegt ađ ţađ hafi veriđ Gunnar Gunnarsson? Hvađ segja sérfrćđingarnir á Skriđuklaustri?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband