Leita í fréttum mbl.is

Felix kom í heimsókn

Ruben og Felix 3

Felix á leik viđ Rúben, son minn

Hann Felix kom í heimsókn til mín í nóvember. Ţađ vćri ekki í frásögur fćrandi, ef Felix hefđi ekki fćđst í Reykjavík áriđ 1936 og veriđ fyrsti gyđingurinn sem fćddist á Íslandi. Honum var reyndar vísađ úr landi međ foreldrum sínum, Hans og Olgu, og systur áriđ 1938. Fjölskyldan Rottberger fékk ađ fara í land í Kaupmannahöfn. Ţađ gátu ţau ţakkađ C.A.C. Brun sendiráđsritara í Danska sendiráđinu, en um ţann merka mann má einnig lesa hér og hér. Um sögu Rottberger fjölskyldunnar efter 1938 má lesa í bók minni Medaljens Bagside, sem út kom í Danmörku áriđ 2005. (Saga ţeirra á Íslandi hefur m.a. veriđ sögđ af Einari heitnum Heimissyni og Ţór Whitehead).   

Nćstu árin eftir brottvísunina frá Íslandi voru ekki dans á rósum. Flóttamenn, og sér í lagi gyđingar, máttu ekki vinna, og ţeim voru settar alls kyns skorđur. Fjögur barna Rottberger fjölskyldunnar urđu viđskila viđ foreldra sína, sem neyddust til ađ flýja án barnanna til Svíţjóđar í október 1943. Börnunum var komiđ fyrir á barnaheimili á Fjóni. Ţar sem eitt ríkasta bćjarfélagiđ í Danmörku, Sřllerřd, sem sett hafđi börnin í fóstur á Fjóni, ţótti sárt ađ sjá af fé til uppihalds barnanna, stakk barnaverndarnefndin upp á ţví ađ ţau yrđu send til Ţýskalands áriđ 1944. Lögreglusaksóknari nokkur í Kaupmannahöfn, sem var velviljađur gyđingum, kom sem betur fer í veg fyrir ţađ.  

Eftir stríđ héldu erfiđleikar fjölskyldunnar í Danmörku áfram. Danir vildu lítiđ fyrir ríkisfangslausa gyđinga gera. Danska bćjarfélagiđ, sem ćtlađi sér ađ losa sig viđ Rottberger börnin til Ţýskalands áriđ 1944, rukkađi skuldir og framfćrslufé sem ţađ taldi Hans Rottberger skulda sér. Hans Rottberger neitađi ađ borga, enda var ţađ eindćmi ađ slíkt vćri tekiđ til innheimtu. Máliđ fór alla leiđ til hćstaréttar Danmörku, ţar sem einn dómari sá loks fáránleika málsins. En ţótt málinu vćri vísađ frá, hafđi Rottberger fjölskyldan ákveđiđ ađ yfirgefa Danmörku og setjast ađ í Ţýskalandi. Hún var búinn ađ fá nóg.

Hans og Olga gengu út úr Kaupmannahöfn međ stóran hóp barna og međ tveggja hćđa barnavagn, sem Hans Rottberger hafđi útbúiđ fyrir yngstu međlimi fjölskyldunnar. Fjölskyldan settist ađ í Konstanz í Ţýskalandi. Felix Rottberger býr nú í Freiburg í Ţýskalandi, ţar sem hann umsjónamađur grafreits gyđinga og samkundhúss borgarinnar. Nú eru flestir ţeir gyđingar, sem búa í Freiburg, frá Sovétríkjunum fyrrverandi.

Felix kom í ţetta skipti til Danmörku sumpart fyrir minn tilstuđlan. Hann hélt stutta rćđu í samkunduhúsi gyđinga í Kaupmannahöfn á minningardag um Krystalnóttina 1938. Hann talađi einnig viđ börn í grunnskóla gyđinga í Kaupmannahöfn. Hann hélt sömuleiđis fyrirlestra á eyjunum Mřn og Fjóni. Felix talar dönsku eins og menn gerđur á 5. áratug síđustu aldar og hefur engu gleymt. Ţađ birtist viđtal viđ Felix í danska vikublađinu Hjemmet (Nr. 1, 2007), sem margar íslendingar kaupa enn, en sem ég hef enn ekki séđ.  

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Já, einhverra hluta vegna má helst ekki minnast á Helförina hér á landi, og alls ekki nefna stefnu íslenskra stjórnvalda hvađ snerti flóttamenn frá Ţýskalandi.

Snorri Bergz, 25.1.2007 kl. 15:46

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er ţögnin ekki ţćgilegust?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.1.2007 kl. 14:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband