25.6.2010 | 21:41
Samhengi hlutanna
Vondu Zíonistunum í Ísrael varð það á að drepa svokallaða "aðgerðasinna" á ferjum friðarins, sem sendar voru frá hinu friðelskandi ríki Ataturks til að veita íbúum og hryðjuverkasamtökunum á Gaza aðstoð í baráttunni við eina lýðræðisríkið við botn Miðjarðarhafs. Tilgangur ferðarinnar var, að sögn öfgafyllstu farþeganna, einnig að gerast píslarvættir. Hvar er betra að verða það en undan ströndum Ísraels, ríkis, sem bræður í öfgunum vilja afmá af landakortinu? Vestrænir gyðingahatarar (les vinstri menn), sem flestir eiga glæsta fortíð í taumlausri aðdáun á stjórnmálastefnu, sem á flest mannslíf á samviskunni á síðari tímum, fylgdu með til að þjónusta og bera vitni.
Vegna blindu, og mestmegnis siðblindu, fjölmiðla og ofsa sjálfskipaðra vaktmanna friðar og frelsis, heyrðum við nær eingöngu fréttir um þessi tyrknesku skip og þá 10 "aðgerðasinna", sem Ísraelsher felldi m.a. vegna þess að hermenn Ísrael máttu fótum sínum fjör að launa.
Í íslenskum fjölmiðlum heyrðum við eða lásum ekki neitt, eða afar takmarkað um þá 2254 einstaklinga, sem urðu fórnarlömb Öfgaíslams í maímánuði 2010. Lítið fór fyrir fréttum af þeim 1768 sem misstu lífið í apríl, þeim 2536 sem misstu lífið í mars, þeim 1556 manna sem drepnar voru í febrúar eða af þeim 2166 sem drepnar voru í janúar, í allt 10.280 manns, sem Öfgaíslam felldi í bræði sinni og ofsa á fyrri hluta árs 2010. Geri aðrir betur. Ekki fór mikið fyrir friði í heimi öfgaíslams, og hví ætti maður að trúa því, að mikill friður hafi verið um borð á "friðarfleyinu" Marmaris.
Útgerðarmaðurinn Erdogan á Tyrklandi, sem gerir út á friðarveiðar án kvóta er mikill maður. Nokkrum dögum áður en Ísraelsríki var bölvað og ragnað og nær útlægt gert úr heimi hér fyrir að verja strendur sínar, fangelsuðu Tyrkir (Friðarpostulinn Erdogan og Co.) 340 kúrdísk börn fyrir að taka þátt í "and-tyrkneskum" mótmælahöldum. Börnin voru dæmd í 5 ára fangelsi eftir þeim lögum sem gilda á Tyrklandi um and-tyrknesk athæfi. Í maí 2010 voru 73 drepnir í átökum milli tyrkneska hersins og kúrdískra andspyrnumanna og aðgerðarsinna. Síðan 1985 hafa 40-50.000 Kúrda verið myrtar af tyrkneskum herjum í baráttu sinni fyrir frjálst Kúrdistan. Írakar, Sýrlendingar og Tyrkir hafa framið skipulögð fjöldamorð á Kúrdum. Erdógan, sem vill yfirlýst gera Tyrkland að stórveldi í Miðausturlöndum, sendir friðarskip til Ísrael á meðan hann níðist á börnum. ESB horfir á hann í biðstofu sambandsins, jafnvel með meiri forundran en á Össur stórborgara Skarphéðinsson.
Í maí 2010 voru 432 manns myrt í Darfur. Þann 7. júní bárust fréttir af því að 600 manns hefðu verið drepin í Súdan, þótt aðeins hefði verið hægt að staðfesta 491 þessara drápa. En engin staðfesting barst til Íslands. Ekki var greint frá þessum drápum öfga-og útþensluíslams í vinaútvarpi Hamas, RÚV.
Gleymum heldur ekki öllum drápunum sem öfgaíslamskir hryðjuverkamenn stunda í Afganistan og í Írak. Íslendingar heyra um sum þeirra, en láta það eins og vind um eyrun þjóta. Sumir gerast svo djarfir að heimta heri Vesturlandaþjóða heim og afsökun frá Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddsyni.
Ekki fá Íslendingar mikið að vita um baráttu aðgerðasinna og frelsisafla í Íran, sem barin eru niður með hrammi öfgaíslams og frelsishetjurnar eru hengdar á torgum úti án þess að Bogi Ágústsson gráni við tilhugsunina um það.
28 . maí 2010 voru meira en 100 meðlimir Achmedi-greinar Íslams í Pakistan drepnir. Það heyrðist varla um þessi dráp fyrir látunum gegn Ísrael. Gyðingar eru líka minnihlutahópur í hafi öfgafyllstu trúarbragða jarðarinnar um þessar mundir. Sama dag í maí slátruðu maóistar (eru þeir enn til??) meira en 100 manns í lest á Indlandi. Ég man ekki eftir því að hafa lesið um það í íslenskum fréttum eða heyrt. Er sía á internetinu á íslenskum fjölmiðlum, sem gerir það að verkum að Ísrael er eina ríkið sem menn nenna að þjösnast á, eða eru alls staða svona lítilsigldir sumarstrákar eins og á RÚV.
Þann 7. júní 2010 greindu mannréttindasamtök í Jemen frá því að 55 manns, og þar af mest óbreyttir borgarar, hefðu verið myrtir af Bandarískum herafla þar í landi.
Í maímánuði árið 2010 voru minnst 764 manns drepin í Pakistan, bæði hermenn, óbreyttir borgarar og hryðjuverkamenn. Þar ríkir líka vargöld. Veldur það vilhöllum fjölmiðlun og riddurum réttlætis og rétttrúnaðar á Vesturlöndum áhyggjum á sama hátt og "krabbameinið" eins og sumir íslenskir bloggarar kalla Ísrael? Nei, ekki aldeilis, þeir sofa bara ágætlega í sjálfumgleði sinni yfir því að vera síðustu daga heilagir.
Er þörf fyrir frekari tölfræði? Er ekki ljóst, að einhverjir hafa misst allt í senn; sjónina, heyrnina og eiginleikan til rökhugsunar, já jafnvel vitið? Eru menn í samhengi, þegar þeir fara hamförum út af 10 drápum á mönnum sem höfðu afar ógöfugar ástæður til að hjálpa bræðrum á Gaza, meðan 2254 manna voru drepnar, og það aðeins í maí vegna þeirrar öfgatrúar sem fær fljótandi friðarsinna til að eltast við píslavættisdauða?
Eru menn ekki staurblindir, þegar þeir telja það eðlilegt, að friðarfloti sé sendur frá landi þar sem börn eru dæmd í fimm ára fangelsi vegna þess að þau tilheyra minnihlutahóp sem vill sjálfstæði?
Þessi grein var unnin upp úr grein í The Mideast Forum eftir dr. Yohai Sela, og er tileinkuð fréttamönnum RÚV, sem eru einstaklega illa upplýstir, eða bara sjúklega fordómafullir.
Að lokum: Söngur salamistanna!, því öll þráum við friðinn - aðferðirnar til að hlotnast hann eru bara mismunandi...
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 26.6.2010 kl. 21:28 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1352319
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Ísraelar er með sýn vandamál án Palestínu.
http://www.youtube.com/watch?v=wQqOxprjEHQ
Þetta pinkulítið land er fjórum sinnum minna en Ísland samt halda þeir áfram að fjölga sér eins og rottur.
Ísrael fjöldi:7,587,000
Ísland fjöldi:317,593
Haredi kk gyðingar eru gagnslausir sem láta konurnar vinna meðan þeir lesa tóruna 6 klst á dag.
Stríðið í Írak og Afganistan væri auðveldara ef þeir gerði það eins og í myndinni Munich eða eins og Mossad í Dubai.
Svo er það þreytt ef þú gagnrýnir gyðing ertu kallaður gyðingarhatari. Ef þú gagnrýnir múslima ertu kallaður islamophobia.
Arnar (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 22:49
Arnar, það er ekki verið at tala um að gangrýna gyðinga. Það er öllum heimilt, eins og gagnrýni á kristna er í lagi, ef það er þá gagnrýni. En það sem þú sérð meðal vinstri manna Vesturlöndum er ekki gangrýni. Vinstri menn sem líkja Ísrael við krabbamein og syrgja að Hitler hefði ekki lokið ætlunarverki sínu, er sjúklegir gyðingahatarar. Menn sem skrifa "Ísrael, Ísrael über alles" og halda að þeir styðji með því Palestínumenn, eru andlega veikir.
Gyðingahatarar eru t.d. þeir sem ekki geta unað gyðingum lands þess sem þeir búa í, Ísraelsríkis. Gyðingahatarar eru þeir sem aðstoða þau öfl, sem á stefnuskrá sinni hafa útrýmingu Ísraelsríkis. Málið er ósköp einfalt, ef þú vilt gyðinga og land þeirra feigt og sýnir það á ógeðfelldan hátt í beinum og óbeinum stuðningi við t.d. Hamas eða nasista, eða gerir lítið úr sögu þeirra, trú, þjáningu og reynslu eða elur á öfund eða hatri í garð þeirra er maður gyðingahatari.
Hugtakið Íslamófóbía er ekki ýkja gamalt og var fundið upp af fólki sem greinilega er ekki annt um Íslam, þó svo að það haldi að það sé það.
Múslímar gera afar lítið úr trú sinni með þeim öfgum sem henni eru tengd. Það væri líklegast engin "íslamófóbía", ef öfgar Íslams væru ekki svo miklar, og veldu ekki svo miklum dauða og hernaði. Hvernig er er hægt annað en að fá sig saddan af Íslam, þegar maður sér þessi trúarbrögð notuð til réttlætingar á endalausum morðum, árásum og jafnvel útrýmingu eins og við sjáum nú síðast í Súdan. Menn ættu frekar að spyrja sig, hvort Íslam hafi ekki alltaf verið það sem við köllum fasisma. Við sjáum það í dag í því að Íslam þolir enga minnihluta, hvorki trúarbrögð né minnihlutahópa sem krefjast réttar síns (t.d. Kúrda). Palestínumenn eru hins vegar orðnir ímynd baráttu Múslíma. Hinir minnihlutarnir sem múslímar ofsækja og drepa vilja gleymast.
Gleymum svo ekki, að það eru Jórdaníumenn sem hafa drepið flesta Palestínumenn á síðari tímum, ekki Ísrael. Þ.e.a.s. bræður Palestínumanna í trúnni.
Eitt enn: VANÞEKKING getur einnig verið og valdið gyðingahatri. En oft veldur líka pólitískur ofstopi og öfgar, sem eiga það til að ganga í ættir, eins og þunglyndi og áfengissýki. Börn nasista í Þýskalandi sem öskra á eyðingu Ísraels, eða börn komma og nasista á Íslandi sem gera það sama, ættu frekar að leita að sálarró, en að vera með eða styðja öfgar í garð lítils ríkis sem á fullt í fangi með að verja sig fyrir öfgum og ofstopa í nafni hatursfullrar trúarbragðatúlkunar, sem nú er farin að sjást í miklum mæli í Evrópu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.6.2010 kl. 07:07
Ísraelar eru seigir.
sex daga stríðið er eitt mesta hernaðarafrek allra tíma.
Ég tel að ef þjóðir vilja fara með her sinn gegn Ísrael, jafnvel hinir öflugu Tyrkir, þá ættu þær að hugsa sig tvisvar um !!
Fjöldi hermanna er alls ekki það sama og gæði...
Mér sýnist að það sé kominn tími á að Ísrael sýni alþjóð að nýju að lítil dýr geta bæði haft stórar tennur og bitið fast.
runar (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 10:57
Frábær grein hjá þér Villi.
Óskar Sigurðsson, 26.6.2010 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.