15.6.2010 | 13:16
Haturslistamaður Íslands 2010 fundinn
Hér var í gær mynd eftir Inga Jensson, sem
umsjónamaður Morgunblaðsbloggsins
bað mig um að fjarlæga kl. 01.16, þann 16.6.
2010. Ingi Jensson var fyrst beðinn um að
fjarlægja listaverkið sitt á blogginu hjá sér.
Ég geri ráð fyrir því að umsjónamaður
bloggsins hafi beðið um að myndin hafi verið
fjarlægð, eftir að hafa lesið athugasemdir
mínar hér fyrir neðan. Við erum því miður
eftir að sjá birtingu fjöldans alls af teikningum
eins og þeirri sem Ingi skóp, því margir
listamenn
nota list
sína til
að sýna
hatur
sitt í stað
þess að
gefa pólitíska skoðun sína í ljós.
Hatrið er stundum skiljan legt í stjórnmálum, en þegar
hatrið bitnar á trú manna og uppruna, þá er það lögbrot.
שָׁלוֹם
Ingi Jensson heitir snjall skrípóteiknari, sem meira að segja hefur moggablogg og mörg önnur blogg til að koma sér og verkum sínum á framfæri, jafnt á Íslandi sem erlendis. En eins og við vitum gerast skrípóteiknarar oft sniðugari en þörf er, líkt og standpínutrúðar verða leiðinlegir, þegar þeir fara í pólitík. Skrípóteikningar geta haft geigvænleg áhrif. Þetta sáum við með teikningarnar af Múhameð. Það lá við heimsstyrjöld. Allir vissu að Múslímar yrðu fokillir, þegar einhver færi að teikna Múhameð, því hann var svo mikilvæg persóna, en reyndar líka fjöldamorðingi.
Ég birti ekki myndir af Múhameð spámanni nema til neyddur með sverðið yfir höfðinu. Mér finnst hann ekki það áhugaverður að það taki því að ímynda sér hvernig hann leit út. Ég lítilsvirði heldur ekki trú annarra, ef ég get komist hjá því.
Það gildir ekki um Inga Jensson, sem teiknaði myndina hér fyrir ofan og birti nýlega undir titlinum Shalom, mate! með þessum ummælum: Ein gömul sem hægt er að endurnýta og endurnýta og endu... (teikning).
Þetta er vissulega ekki spámaður, sem Ingi hefur teiknað, heldur sjöarma ljósastika, Menorah, sem hann hefur einnig merkt með svo kallaðri Davíðsstjörnu. Þetta er óvirðing við fornt trúarlegt tákn, og það varðar við hegningarlög að óvirða trú annarra. Ætli Ingi Jensson viti það? Ætli þeir, sem ráða hann á Englandi og í Hollandi til að teikna fyrir sig, viti það? Hvernig væri nú ég gengi úr skugga um það?
Það vekur athygli mína, að Ingi skrípó er með þessa mynd af blóðugu trúartákni á íslensku bloggi sínu, en ekki á erlendum og alþjóðlegum heimasíðum sínum. Hann veit kannski að svona ósómi gengur víst bara á Íslandi? Eða er hann bara einfaldur, sköllóttur trúður eins og hann teiknar sjálfan sig. Haturslistamannalaunin fara í ár til Inga Jenssonar.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Fáfræði, Helförin, Mannréttindi | Breytt 16.6.2010 kl. 07:13 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1352575
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Kæru lesendur og Ingi Jensson ef þú lest þetta,
Í dag bað nýr umsjónamaður bloggsins, hún Soffía Haraldsdóttir, mig um að fjarlægja setningu sem ég hafði skrifað í tengslum við færslu um grein Der Spiegel um hvalveiðar á Íslandi, þar sem það var gefið í skyn að hvalveiðistopp gæti orðið krafa fyrir upptöku Íslands í ESB. Ég kallaði færsluna Stop the ESB væling.
Ég lék mér þá af orðum Egils Helgasonar, sem skrifað hafði um þessa grein og ánægju sína af að borða hvalkjöt. Í stað hvals setti ég Þjóðverja. Þetta varð auðvita afar mannætulegt og ósmekklegt af mér og fór fyrir brjóstið á Íslenskum meðlimi SDP í Berlín og einhverjum öðrum, sem urðu hræddir um að ég vildi borða þá, eins og gyðingurinn í Kazakstan.
Ég var beðinn um að fjarlægja setningu úr færslunni. Eftir að hafa talað við umsjónarmann bloggsins, ákvað ég að fjarlæga alla færsluna. Auðvitað vill ég ekki brjóta reglur bloggsins.
Það var hins vegar yfirvegur ætlun mín að ögra, því á síðustu vikum hafa sést ógrynnin öll af svipuðu yfirlýsingum og ég kom með um Þjóðverja, um Ísraela og gyðinga/Gyðinga/Ísraelsmenn á Moggablogginu og öðrum miðlum, t.d. á Eyjunni hjá Agli Helgasyni.
Eitthvað að þessum ósóma hefur verið fjarlægt, en ekki allt.
Má Ingi Jensson þá hafa myndina hér að ofan á sínu bloggi? Mér er vitanlega spurn? Hún er árás á trú þjóðar.
Verða umsjónamenn bloggsins ekki að sýna jöfnuð.
Það er ekki tómatsósa eða sulta sem kemur upp úr ljósastikunni hans Inga Jenssonar. Þetta á að vera blóð. Myndin á að sýna það sama og ég skrifaðu um Þjóðverja í dag: Blóðþorsta. Ég get undirbyggt rök mín fyrir því úr sögu Þjóðverja, en það getur Ingi Jensson ekki gert um gyðinga, sem lengst af hafa verið fórnarlömb alls kyns haturs, ofsókna og blóðþorsta. Myndir, eins og Ingi Jensson hefur gert sig sekan um að skapa, hafa sést áður í ofsóknarferlinu. T.d hjá nasistum í Þýskalandi, Kommúnistum í Sovétinu hjá öfgamúslímum um allan heim og síðast hjá vinstri mönnum á síðustu dögum heilögum.
Slíkar myndir eru af öllum sérfræðingum taldar til gyðingahaturs, nema í Íran.
Gyðinghatur Inga Jenssonar hefur staðið á Moggablogginu í tvær vikur, og engin hefur séð neitt athugavert við þær. Enginn hefur haft samband við listamanninn.
Ögrun mín, þar sem ég setti Þjóðverja í hvals líki og sagði mönnum að borða þá eins og hval var bannað eftir hálfan dag.
Það er margt skrítið á blogginu. Vonandi að menn læri af því.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.6.2010 kl. 19:14
Gyðingahatur er viðurkennt á Vesturlöndum og Íslendingar eru námfús þjóð sem fljót er að tileinka sér hjarðsiði stórþjóðanna.
Framsýnir prófessorar í breskum háskólum vilja leggja af öll samskipti við ísraelska vísindamenn. Vísindaleg nálgun við verkefnin virðist ekki vera hluti af ráðningasamningi þeirra. Rabbæinn sem tók upp á filmu eiturspýjuna sem kom út úr Helen Thomas hefur fengið morðhótanir en enginn deilir á St. Helen. Velsæmisins (eða atkvæðanna) vegna var hún látin taka pokann sinn, en líklega höfðu menn beðið eftir tækifærinu um einhvern tíma. Fulltrúi Sýrlands upplýsir öryggisráðið um að ísraelsk æska sé alin á hatri og löngun til að "rífa hold óvinarins með tönnunum og drekka blóð hans". Enginn hreyfði mótmælum á fundinum við þessum rógi.
Sýrlenski ambassadorinn hefur líklega ekki haft réttan texta á myndbandinu sem þú settir á síðuna þína um daginn eða hann veit sem er að engin andmælir ásökunum á gyðinga. Jafnvel þegar þær eru 800 ára gamlar og aldrei átt við rök að styðjast.
Ragnhildur Kolka, 15.6.2010 kl. 20:59
Hringdi Soffía í þig eða skrifaði hún þér tölvupóst þannig að þú hringdir í hana? Ef þú fékkst tölvupóst, var þér þá sett einhver tímamörk til að fjarlægja setninguna?
Ég spyr vegna þess að ég er ákaflega forvitin um ritstjórn blog.is ... ea réttara sagt vegna þess að ég skil hana ekki.
Um daginn sagði einhver eitthvað á blogginu sem blog.is þótti ekki við hæfi og þá var blogginu hans bara lokað umsvifalaust ... engin viðvörun ... enginn séns á að fjarlægja viðkomandi setningu ... enginn tölvupóstur ... engin upphringing ... bara BANG ... lokað.
Sjálfur sendi ég þeim tölvupóst og óskaði svara um ákveðið atriði í ritstjórn þeirra en fékk engin. Svo setti ég fyrirspurn inn á kerfisbloggið sem var ekki virt viðlits.
Svo skrifaði ég þetta en hef ekki fengið nein raunveruleg svör.
Mér finnst óþægilegt að hafa þetta svona vegna þess að mér finnst maður hafa einhverja óskilgreinda fallöxi yfir sér sem getur bara allt í einu tekið af manni höfuðið af því að einhverjum á blog.is líkar ekki við eina setningu á blogginu manns.
Það er ekki eðlileg ritstjórn að mínu mati. Miklu frekar kúgun.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 21:08
Guðbergur grefill. Ég fékk tölvupóst, þar sem ég var beðinn um að fjarlægja setningu, sem vissulega var ekki við hæfi, en hún var í sama stíl og margt sem hægt er að finna á blogginu varðandi gyðinga og Ísraelsríki. Ég var að ögra bloggumsjónarmönnum.
Engin tímamörk voru sett fyrir fjarlægingunni og tilmælin voru hin vinsamlegustu. Ég hringdi sjálfur í Soffíu, og var mikið niðri fyrir. Ég náði ekki Davíð Oddson. Davíð hefði örugglega rekið hana á nóinu, ef ég hefði beðið hann um það. Hann þekkir sambönd mín. En nú er Soffía svo ný, að ég held að þetta sú byrjunarörðuleikar í þessu leiðinlega starfi, að þurfa að banna okkur Bloggvitleysingunum að hitna í hamsi, og ég ætla ekki að biðja Davíð um að reka hana. Hann veit líka að mistök eru mannleg. En þegar menn hafa röð af mistökum sem öll varða við lög, og það fær að standa er auðvitað ástæða fyrir umsjónamenn bloggsins að staldra við.
En það eru of margar yfirlýsingar hjá sumum bloggurum sem varða við lög og eru áníðsla á almennu velsæmi. Þú hlýtur að sjá það Guðbergur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.6.2010 kl. 21:49
Ragnhildur, stundum mætti halda að við værum enn stödd á miðöldum.
Sýrlenski sendiherrann var líklega að lýsa ástandinu heima hjá sér á Sýrlandi, þar sem Ísrael er ekki til að landkortum í skólaatlasnum, og þar sem grafreitir gyðinga, t.d. sá stærsti í heimi, hafa verið eyðilagðir.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.6.2010 kl. 21:53
Já, já, ég hef oft séð það á blogginu ... margt sem fer algjörlega yfir öll velsæmismörk ... ég sá meira að segja mun verri (að mínu mati) ummæli nokkurra bloggara um gyðinga en þau sem nafni þinn viðhafði og fékk skyndilokun fyrir.
Þess vegna skil ég ekki ritstjórnarstefnuna ... hvað er það sem ræður því að við suma er ekkert sagt, aðrir fá viðvörun og tækifæri til að leiðrétta en á restina er bara lokað ... Búmm ... og engin séns á að opna aftur?
Það langar mig að vita.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 22:00
Soffía nær væntanlega ekki í gegnum alla vitleysingana. Það yrðu að vera 20 manns á þessari velsæmisdeild svo það yrði hægt.
En við getum auðvitað hjálpað henni, með því að láta hana vita um það sem fer fyrir brjóstið á okkur.
Líklega hefur Soffíu grunað, að ég var vísvitandi að ögra, og hefur þess vegna ekki lokað á mig án nokkurs fyrirvara.
En ef ég hefði ítrekað haldið því fram, dag eftir dag, að það hefði átt að kála öllum Þjóðverjum eftir stríð, hefði ég ekki orðið forviða ef Soffía frænka hefði lokað á mig í einum grænum, án þess að senda samúðarkveðjur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.6.2010 kl. 22:09
Já, jæja ... ekki finnst mér það mikið jafnrétti ef sumir fá viðvörun en aðrir ekki. Og það er í sjálfu sér ekkert skrítið að menn haldi áfram að fara yfir velsæmismörk ef þeir fá enga viðvörun ... þannig að það getur ekki verið réttlátur mælikvarði.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 22:35
Kæri Vilhjálmur Örn,
Túlkun hvers og eins við lestur pólitískra teikninga fer alfarið eftir einstaklingnum, hans bakgrunni og viðhorfi til lífsins.
- og þó ég sé auðvitað ósammála nafngiftunum tveimur sem þú hefur smellt á mig - svo ekki sé nú minnst á 'sektina' að skapa - þá lest þú þessa teikningu á þinn hátt - svarar svo á þinn hátt og þannig er-það-bara...
- og þar við situr.
Vinaleg kveðja,
ingi
PS. Fékk vinalegan póst frá Soffíu og var beðinn að taka myndina niður ...þú þarft þá eflaust að gera slíkt hið sama.
Ingi Jensson (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 22:59
Ekki fæ ég séð hvernig síðuhöfundur fer að því að túlka mynd Inga Jenssonar sem "blóðþorsta".
Hér er ansi frjálslega farið með. Ég sé ekkert athugavert við myndina og verð að leiðrétta síðuhöfund þar sem að myndin brýtur engin lög eins og hann heldur fram.
Hitt er annað mál að síðuhöfundur er ekki dómari og getur ekki gefið út dóma um sekt eða sakleysi, samanber;
"Myndir, eins og Ingi Jensson hefur gert sig sekan um að skapa"
Hér var ekki vísað í undangengin dóm.
bkv.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 04:09
Hvernig fólk tekur gríni lýsir fyrst og fremst hugsanahætti þess sjálfs og innræti. Þetta ættir þú að íhuga svolítið Vilhjálmur Örn.
Gunnar Heiðarsson, 16.6.2010 kl. 04:42
Gunnarar tvei, það er einnig skoðun Morgunblaðsins, að teikning Inga sé óhæf til birtingar vegna fordóma í garð trúarbragða og minnihlutahóps.
Ég fjarlægði myndina með gleði að morgni 16. júní þegar ég sá beiðni umsjónamanns bloggsins. Ég tel þetta vera sigur. Ef menn verja það að birta ekki ásýn spámannsins Múhameðs, eins og íslenskir fjölmiðlar hafa gert, þá er líka ástæðulaust að vanvirða margþúsundára gamalt trúartákn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.6.2010 kl. 05:35
Kæri Ingi Jensson, við höfum ekki sömu skoðun á gildunum, ég virði það. En hefur þú birt teikningar af Múhameð eða óvirðandi myndir af Jesús Kristi, Búdda eða einhverju álíka?
Ég er mjög opinn fyrir trúarlegu gríni. Á það jafnvel til að gera at í sumum trúuðum bloggvinum mínum. En ég birti ekki blóðugan kross, þegar fréttir berast af prestum sem framið hafa barnaníð. Það er ekki kristindómur sem hefur framið verknaðina, heldur "venjulegir" menn.
En þessi teikning þín, kæri Ingi, var ekki mikið skemmtileg og heldur ekki stór karíkatúrlist. Menorah gyðinga hefur verið skotspónn fólks sem ekki líkar við Ísraelsríki og gyðinga.
Ég tel vart að þú sért gyðingahatari, án þess að þekkja þig, því aðrar teikningar þínar eru svo blíðar, jafnvel dálítið smáborgaralegar. Annað sem þú gerir, t.d. teikning þín af áhorfendum á Eurovision er hrein snilld, þó gert sé góðlátlegt grín af samkynhneigðum í Hollandi. Stór hluti áhorfenda eru hommar og íslenska sveitin var vel í holdum.
Vertu ánægður með að þú fékkst ekki haturslistalaunin. Það er svo ljótt á CV-inu
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.6.2010 kl. 05:54
Góð ádeiluteikning (skopmynd) er 1000 áhrifameiri en texti. Menn geta skrifað hundruði greina þar sem menn geta nota hvaða orðfæri sem er á móti Ísrael og enginn tekur sérstaklega eftir því ... en bara með einni teikningu er Ingi örugglega kominn með „file“ hjá leyniþjónustunni í Tel Aviv. Í hinni gömlu Evrópu geta blaðamenn skrifað nær hvað sem þá lystir ... en ef skopmyndateiknari gengur of langt að einhverja mati, þá eru jafnvel þúsundir tilbúnar að drepa hann. Áhrif skopmynda og teiknara er mikill á Íslandi og margir óttast þá. Einhverjir gera þá að „hirðteiknurum“ ...sumir þeirra kaupum og sölum. Vottur af mútum eða þöggun annara er birtingamynd alls þessa! Allt eftir uppskrift spillingarinnar á Íslandi.
Steinn Hrútur, 16.6.2010 kl. 09:34
Steinn Hrútur, þetta er ekki alveg svona einfalt. Á Íslandi er hægt að skrifa fjári margt, sem ekki mundi líðast í öðrum löngum. Menn fara oft yfir línuna á Íslandi, vitandi að það eru kannski engir til að fylgjast með þeim. Gagnrýni er góð og holl, en sum gangrýni skreytt með óþverrahætti. sem ekkert kemur því við sem verið er að gangrýna.
Ég þekki ekki til heims skopmyndateiknara á Íslandi. En ég held að teiknarar veljist að málgögnum og fjölmiðlum eftir því "grunnpólitíska" litrófi sem fjölmiðillinn er í. Líkast til hefur þú rétt fyrir þér í því að á Íslandi hafi menn verið stöðvaðir fyrir óþægilegar pólitískar skopteikningar. Það er lítilfjörlegt, sérstaklega í ljósi þessi að frekar ógeðfellda teikning af trúartákni sem spýr út úr sér blóði var áður birt á íslensku fjölmiðli, án nokkurra andmæla, og það á blaði þar sem ritskoðun og skoðanaþvingun hefur ugglaust farið fram frá hendi eigendanna. Ég er að tala um DV.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.6.2010 kl. 10:29
Vilhjálmur Örn, það er eftir hverjum og einum hvernig hugsun og upplifun verður þegar hann sér mynd eða teikningu. Texti er mun skýrari og oftast ljóst hvað höfundurinn á við! Teiknari getur farið að „línunni“ eða aðeins yfir hana til að ná fram sem mestum viðbrögðum – Ingi Jensson er mjög fær í þessu. Vandamálið er að það er stór munur í hugum manna hvar þessi lína er og eins er hún misjöfn hjá fólki á milli efnisflokka!
Ég ætla Inga ekki það að hafa viljað viðhaft „óþverrahátt í hita leiksins“! Að mínu mati gekk Ingi of langt í þessari teikningu og hún kallaði fram ógeðfelda tilfinningu, ... EN í mínum huga efldi hún samúð með sögu gyðinga.Steinn Hrútur, 16.6.2010 kl. 11:30
Það er ekki saga gyðinga sem þarf á samúð að halda, heldur lifandi gyðingar. Ísraelsríki er nú einu sinni ríki margra þeirra. Fleiri myndu setjast þar að ef það væri ekki eins hættulegt og raun ber vitni.
Hver vill búa í landi, þar sem nágrannar manns vilja útrýma manni og afneita sögu manns? Ég skil vel að Íslendingar eigi erfitt með að setja sig inn í þetta.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.6.2010 kl. 12:30
Ja... „samúð“ var kannski ekki vel valið orð hjá mér – „skilningur“ hefði kannski verið betra orð. Ég starfaði sem framkvæmdastjóri í um 7 ár í fyrirtæki sem var í eigu „Auschwitz-gyðinga“ (öldruð hjón) og fylgdist því kannski betur en ella með málum í Ísrael. Það mín skoðun að Ísrael hafi ekki spilað skynsamlega pólitík á seinustu árum.
Steinn Hrútur, 16.6.2010 kl. 14:17
Það er svo alltaf hægt að rökræða og deila um, án þess að vilja útrýma fólki.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.6.2010 kl. 14:25
Skopteiknarar ýkja samtímann, teikningu Inga væri líka hægt að túlka á þann hátt að Ísraelsmönnum blæði vegna árása (Ingi er nú samt líklegast búin að taka allan vafa um það, geri ég þó ráð fyrir). Annars aðhyllist ég frelsi og að ritskoðun eigi að vera í lágmarki.
Baldvi (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:40
Baldvin, ég er nokkuð viss um að Ingi hafi nú ekki túlkað teikningu sína sem Ísraelsríki sem blæddi og þannig var verkið ekki birt upphaflega í DV.
Ég aðhyllist einnig frelsi til tjáningar. En frelsi er líka fólgið í að falla ekki í gryfju tjáningarforms sem ekkert hefur með frelsi eða frelsisást að gera. Listaverk af sömu gerð og það sem Ingi gerði hafa verið búin til á Gaza og í arabaheiminum til fjölda ára, Í löndum þar sem mannréttindi eru fótum troðin og þar sem sannleikurinn á erfitt uppdráttar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.6.2010 kl. 18:01
tja,
"það er einnig skoðun Morgunblaðsins, að teikning Inga sé óhæf til birtingar vegna fordóma í garð trúarbragða og minnihlutahóps."
Nú hvað kerfistjórnarfólk á mbl.is ákveður um þessi mál segir þó ekki neitt um réttmið eða "sekt" gefur þó sitthvað til kynna um ritstjórnaráherslur þar á bæ. Þær eru að hluta til virðingarverðar en ekki í þessu tilfelli.
Hvernig menn oftúlka list hvaða nafni sem hún nefnist er þeim síðan vissulega frjálst, en þau áhrif sem fólk verður fyrir við að við að njóta listar mega þó ekki slæva dómgreind neytandans við greininguna.
Þess vegna er ég hræddur um að síðuhöfundur sé ekki alveg búin að bíta úr nálinni með listelskandi umvandannir sínar:)
sandkassi (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 01:19
Gunnar Waage, tjahhh, ég held ekki að Mbl. sé að oftúlka list, í þessu ákveðna tilviki. Þeir eru bara að fara eftir landslögum. Það mættu fleiri gera. Allir eru að bauna á útrásarvíkinga og brjóta svo sjálfir lög, og það hegningarlög, eins og þeim sýnist, vegna þess að þeir hafa fengið ókeypis vettvang hjá Mbl. til að ybba gogg og koma skoðunum sínum og svartagalli á framfæri.
Við höfum á síðustu árum séð þetta trúarlega tákn gyðinga notað á ýmsan hátt. Sumum þykir þetta greinilega voða fyndið, en flestir túlka þetta sem gyðingahatur, (anti-semitismi). Dæmi um "listræna" túlkun á trúartákni gyðinga:
eins og forkur með líkamspörtum á
eins og sprautur með eitri
eins og byssuhlaup og fallbyssuhlaup
eins og eldkastarar
eins og stunguvopn sem stungið hefur barn
Nú bætti Ingi Jensson við ljósastiku með blóðslettum, sem gusast og skvettast upp úr ljósahöldunum. Blóðhver eða blóðgosbrunnur. Teikning hans er að mínu mati aum viðbót við þessa "merku listasögu" sem þróast hefur meðal nasista í Þýskalandi, í Sovétríkjunum og öðrum ráðstjórnarríkjum, í múslímskum ríkjum og meðal vinstri manna í ýmsum löndum. Árið 2009 birti DV þetta, þeir hafa oft farið yfir sæmileg mörk til að selja bleðilinn.
Listelskandi menn um allan heim? Eða gyðingahatarar og fólk sem á bágt um allan heim?
Þitt er valið Gunnar, ef þú vilt hafa þetta upp á vegg hjá þér, Þá ertu með öllu smekklaus að mínu mati. Ég hef ekki oftúlkað eitt eða neitt.
Morgunblaðið hefur heldur ekki oftúlkað neitt. Þeir tóku bara mið af því sem íslensk hegningarlög segja. Þeir vilja ekki málaferli. DV sem birti þetta, er rekið af fólki með áhættuvilja.
Það er miklu betra að lenda þessu máli svona, en að heimur gyðinga uppgötvaði ljóta "list" á Íslandi, og færi svo að kveikja í íslenskum sendiráðum, hætta að kaupa íslenskar afurðir og hætta að ferðast með Icelandair. Ég segi kannski ekki að það verði svo hörð viðbrögð, en Ingi gæti valdið miklum usla fyrir okkur.
En af hverju heldur þú, Gunnar, að Ingi hafi ekki birt þetta á erlendum vefsíðum sínum, þar sem hann kynnir list sína?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.6.2010 kl. 07:03
Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt þetta, þ.e. um þetta trúartákn Gyðinga og hve viðkvæmt það er að afbaka það.Þegar ég sá þessa mynd hans Inga fyrst þá sá ég nákvæmlega ekkert fyndið við hann enda skyldi ég ekki hvað átti að vera svona fyndið fyrr en ég las þína færslu.
Þegar dönsku teiknararnir birtu teikningarnar af Múhammeð og allt varð vitlaust út af þeim þá var það í fyrsta skipti sem ég vissi hversu viðkæmt það var. Og um daginn las ég einhverja umræðu hér á Netinu þar sem síðuhöfundur birti mynd af helsta leiðtoga Bahaí-trúar og ég komst að því hversu viðkvæm sú myndbirting er í augum Bahaí-fólks.
Samt er ég orðinn fimmtugur. Sýnir auðvitað hversu lítið ég hef sett mig inn í trúarbrögð.
Fyrir forvitnis sakir. Veistu Vilhjálmur hvort fleiri trúarbrögð í heiminum glími við að aðrir séu að gera "grín" að trúartáknum þeirra og að því sé illa tekið.
Margoft hef ég nefnilega séð gert grín að kristnum "táknum" Guði, Jesú, krossinum, Maríu mey, postulunum og fleiru og fleiru. Margoft hef ég líka heyrt og lesið það sem kalla má Guðlast.
Aldrei man ég eftir því að kristnir hafi gert neitt mál úr því þótt vafalaust hafi einhverjum sárnað einhvers staðar. Með "mál" á ég við fjöldamótmæli, viðskiptabann, Skemdarverk, dauðadóma og þannig "mál".
Nú velti ég því fyrir mér hvernig þetta sé hjá Hindúum, Búddadýrkendum, Ásatrúarfólk o.s.frv.
Þekkirðu það eitthvað?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 10:54
Þetta er á misskilningi byggt, ritstjórnarlegar ákvarðanir mbl.is byggjast ekki alfarið á því hvað er löglegt heldur einnig vissu orðspori sem blaðið vill halda uppi.
Ég er hræddur um að 7 kertastjakinn sem fjallað er um verði ekki eignaður Gyðingum með öllu. Ef að listamenn ættu að forðast allar mögulegar vísannir í tákn sem að einhverjir trúarhópar hafa eignað sér, þá verður lítið eftir af list.
Hvað mun seljast af Íslenskri list skiptir engu máli. Söluferlið gerir fyrirbærið ekki að list og viðskiptin eru engin viðurkenning á listfengi.
Því væri Íslendingum hollast að hugsa minna um reglur hvort sem er markaðsins eða annarra afla pólitískra eða trúarlegra en gera þess í stað tilraun í það minnsta til þess að vera trúir sjálfum sér og þar með listinni.
Mér þykir myndin af kertastjakanum vera nokkuð skemmtileg sem og aðrar myndir Inga, hvort að þær eru list læt ég listamanninn um að dæma enda er það hans mál að ákveða.
Hér er aftur á móti verið að ritskoða list og er það ekkert nýtt hjá mbl.is, sem dæmi þurfti ég að fjarlægja video um daginn sem vísaði í yfirhylmingu núverandi páfa á misnotkun á einum 200 drengjum.
Til að byrja með voru útskýringarnar þær að þær brytu í bága við skilmála mbl.is en þegar ég fór fram á nánari skýringar á því og óskaði eftir nákvæmri tilvísun, þá brugðust skýringarnar.
Niðurstaðan er sú að ef að einn eða fleiri vitfirrtir ofsatrúarmenn kvarta, þá skal fyrirbærið fjarlægt, end of story. Þá þyrftu mbl.is menn að "hugsa um sitt orðspor sem væri nú ekki allt of gott".
Ég sagði náttúruleg mína skoðun á því að fávitar eins og Snorri í Betel og Jón Valur J væru þeir sem kæmu slíku óorði á bloggið enda tapaði hvaða fjölmiðill sem er á að hafa slíka öfgamenn í framvarðarsveit á bloggi.
En fjandinn, þetta er bara mín skoðun hehe:)
sandkassi (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.