11.4.2010 | 04:48
Refur komst í bleikt
Það slær alltaf óhug að manni þegar fréttir berast frá Finnlandi. Hér nægir að nefna nokkrar fyrirsagnir: "1500 manns með niðurgang eftir að hafa borðað of mikið af gölluðum Panda lakkrís", "1000 manns með harðlífi vegna þess að þeir hafa borðað of mikið Fazer súkkulaði", "hnífar á útsölu" og "14 með bráðaastma eftir sauna-maraþon í Tuurku".
Þessi nýjasta frétt frá Finnlandi um rebba, sem drap 16 flamingóa, er hins vegar upplífgandi. Til að halda bleika litnum á flamingóum er þeim gefið bleikt fóður, m.a. rækjuúrgang og annað bleikt. Eftir að hafa drepið og jafnvel étið eitthvað af bleiku illfygli, tel ég ótvírætt að rebbi hafi tekið gýfurlegum litabrigðum.
Samkvæmt fréttastofu Rauða Refsins, taldi rebbi sig hafa myrt í sjálfsvörn. Hann fann þefinn af kjúklingum en mætti "leggjalöngum, skrækjandi og flagrandi hommapútum", svo notuð séu hans eigin orð. Hvað getur refur gert við slíkar kringumstæður? - Æi, nú er best að hætta, annars fæ ég örugglega athugasemdir herskara reiðra, samkynhneigðra flamingóa það sem eftir er dags.
![]() |
Refurinn komst í feitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fáfræði | Aukaflokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 1354129
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Reiðu flamingóarnir eru örugglega ekki vaknaðir, svo þú getur hallað þér aftur á koddann framyfir hádegi.
Ragnhildur Kolka, 11.4.2010 kl. 09:13
Haaa skemtilegur lestur.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 11.4.2010 kl. 13:59
Hvað er annars að frétta af Jahve gamla? Er hann ern?
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.4.2010 kl. 14:05
Er þetta tekið af Fox news?
Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2010 kl. 16:35
Ragnhildur, þú hefur hrætt alla flamingóa í burtu. Ég er þér ævinlega þakklátur.
Sigurbjörg, viele Küsse, en þetta er reyndar bölvað rugl sett saman á óguðlegum tíma í algjöru óráði, enda bý ég í ESB landi.
Siggi, gott að þú ert ekki of upptekinn í að granda páfanum og hafir smá tíma hér á þessu guðlega bloggi. Því er að svara um Jahve, Siggi, að hann er bæði ern og hefur aldrei verið sterkari og erfiðari þjóð sinni. Hann verður ekki bældur niður eins og hinn kristni Gvöð, þótt einstakir musterisþjónar hans níðist á börnum. Það er víst engin sæla að vera barnaníðungur og rabbí. Slíkir karakterar eru ofsóttir til enda jarðarinnar og þar troðið í Gehenna. Milljarður þjóna svo hinum þriðja Stórguði, honum Allan, sem er svo vinsæll á fréttastofu RúV. Þessi fólksfjöldi telur það fínt að spámaðurinn, hvers minning sé ávallt blessuð, hafi gifst 6 ára stúlku. Eru nógu mörg fangelsi í Englandi til að halda fólki inni fyrir að leggja blessun á slíkt óeðli og barnaníð? Eru til nógu mörg tugthús fyrir alla Íslendinga, sem troða súkkulaðieggjum í börn sín meðan þau eru látinn horfa á hálfnakinn gyðingsræfil á krossi. Slíkt myndi Jahve aldrei láta viðgangast, aldrei. Hrakin börn Jahve minnast þess hvernig forfeður Houdinis, Copperfields og Uri Gellers léku á Faraó og hvernig Davíð lét umskera Filisteana.
Já, trúarbrögð veita okkur skemmtan og sálustyrk. En af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Sum trúarbragðanna eru einfaldlega betri en önnur, og ég held Siggi, að það sé farið að renna upp fyrir þér. Þú sérð hvað er gert við perverta í Gamla Testamentinu?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.4.2010 kl. 16:47
Ég er farinn að gleyma en endilega segðu mér hvað er gert við perverta í Gamla testamentinu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.4.2010 kl. 19:23
Ég er nú á því að trúarbrögð líkist mest brögðum í fjölbragðaglímu. Sem mér finnst ljót sjón og leið. Þó skyldi ég horfa ef þeir mættu í hringinn Jahve gamli og Allan (já, veri hann ævinlega sæll) og tækju eina rimmu. En halda með hvorugum. Onei.
Ósmekklegasta musteri trúar sem ég hef nokkru sinni séð var guðahús kaódista í Tælandi. Þar trónaði svastika á turntoppi. Þó ríkti friður inni fyrir, þrátt fyrir að alls kyns óskapnaði ægði saman. Mér hlýnaði um hjartarætur við að sjá að hálfnakti gyðingsræfillinn á krosstrénu hafði verið skreyttur með blikkandi ljósaseríu og blikkaði hann auðvitað til baka, enda er hann gamall kunningi. Það var eitthvað næstum því íslenskt og þó sérstaklega Reykjavíkurlegt við þetta ornament. Samt voru ekki jól.
Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 23:38
Ekki er það nú alveg samkvæmt bókinni að áar þínir og Gellers hafi snúið á faraóinn. Það var almættið alsjáandi, sem kaus að herða hug hans gegn þeim í stað þess að mýkja hann, sem hefði verið ennþá þrifalegra. Fyrir það fékk hann tækifæri til að murka lífið úr öllum frumburðum dýra og manna í landinu nema náttla þeirra sem voru í klíkunni.´ (Hafði raunar drepið allan búfénað tvisvar áður í plágunum á undan).
Hann var þó eitthvað glámskyggn þann daginn, svo hann varð að láta áana merkja hjá sér dyrastafina með lambsblóði til að hann tæki nú ekki feil á morðrúntinum.
Merkilegast finnst mér að þessir þjáðu þrælar skyldu eiga dyrastafi og lömb, og líklegast hurð og hús, sem voru ekki greinanlegri en svo frá húsum kvalaranna að það þurfti að merkja þá sérstaklega svo hann gæti skippað yfir þær. Hvað hét nú hátíðin Yom Skippúr?
Úr þessum lúxus flúðu svo menn í 40 ára auðnargöngu, þar sem almættið algóða gerði allt sem í hans valdi stóð til að gera lífið sem líkast helvíti á jörð, en áarnir lofuðu hann þó fyrir miskun hans þegar hann ákvað að hætta við plágur og pyntingar ef menn lofuðu hann og prísuðu nógu mikið. Alltaf verið svolítið hégómlegur kallinn.
Held að það hefði verið betra að hann hefði haldið sig til hles eins og hann gerði í 34 milljarða ára fram að þessu, þegar hann fann það skyndilega hjá sér að hjálpa nokkrum hræðum óumbeðið til að flytjast úr 3 herbergjum og eldhúsi í hella í gróðurlausu klungri án nokkurra landgæða. Jafnvel uppgötvaðist síðar að þetta er eini flekkurinn á öllu svæðinu sem ekki hefur dropa af olíu í jörðu. Innflutt blý er þó þarna nóg í jörðu að mér skilst.
Þetta meikar allt fullkominn sens er það ekki?
Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2010 kl. 02:50
Hvur skrambinn, er ég svona skelfileg?
Ragnhildur Kolka, 14.4.2010 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.