19.3.2010 | 16:41
Steinar í götu Dana
Ég hef ásamt öðrum hér í Danmörku, sem sitja í stjórn Selskabet for Dansk Jødisk Historie, hrint af stað verkefni til að minnast fórnarlamba nasismans og meðreiðarsveina þeirra í Danmörku. Verkefni þetta kallast Snublesten, og gengur út á að setja litla steina með messingplötu í gangstéttir fyrir utan hús þau, þar sem bjuggu þeir sem sendir voru úr landi af dönskum yfirvöldum og nasistum á stríðárunum, og voru síðar myrtir í fanga- og útrýmingarbúðum nasista.
Á messingplötuna verður grafið nafn og upplýsingar um þann sem minnst er. Hugmyndin er upphaflega ættuð frá Þýskalandi og mun listamaðurinn Gunter Demning, sem sett hefur þúsundir slíkar steinar í götu Þjóðverja, einnig setja þessa steina hér í stéttir Kaupmannahafnar, og annarra bæjarfélaga Í Danmörku.
Verkefnið er enn fjárvana, en í dag var greint frá því á vefsíðu Jyllands Posten. En það blað er sem kunnugt lesið um allan heim, eftir að einhver teiknari teiknaði svona listgóða teikningu af ljótum karli, sem ætlaði allt að gera vitlaust. Nú hljóta góðir menn að hjálpa til að gera þetta verkefni okkar verði að veruleika.
Kannski eiga einhverjir á Íslandi nokkrar krónur aflögu? Ég vildi bara nefna þetta, ef einhver hefði vonda samvisku á Íslandi. Ísland var enn í Ríkjasambandi við danska Konungsveldið, þegar þessir glæpir voru framdir. Ég greindi frá glæpum þessum í bók, sem út kom árið 2005 og sem örugglega er enn hægt að kaupa mjög ódýrt hjá forlaginu Vandkunsten, en einnig mun hún vera til á betri bókasöfnum á Íslandi.
Meginflokkur: Helförin | Aukaflokkar: Mannréttindi, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.3.2010 kl. 11:33 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Viðreisnarklappstýran
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 8
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 1354533
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Ef gyðingar yfirleitt segja teikninguna góða, af ljóta "kallinum" má búast við að stuðningsmenn "kallsins" verði illskeyttari við gyðinga en nasistinn forðum !
enok (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 18:47
Bókstafstrúarmaðurinn Enok. Ég skrifaði "listagóða teikningu" og það í samhengi við annað, og hvergi skrifaði ég að gyðingum þætti hún teikningin góð. Er írónía útlæg á Íslandi eftir hrunið? Þegar teikning æsir milljónir manna og gerir þá hálfsturlaða, hlýtur teikningin að vera góð! Nóg um það Jyllands-Posten er lesinn um allan heim, vegna þessarar merku teikninga sem við þorum ekki að birta. Þá verðum við að bíða enn lengu í biðröðum á flugvöllunum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.3.2010 kl. 18:57
Er þetta svona einfalt? Og voru þetta listagóðar teikningar? Já reyndar en þetta voru skrípómyndir sérstaklega pantaðar af ritstjórn JP til að ögra tilteknum minnihlutahópi í Danmörku.
Og af hverju hafnaði Carsten Juste ritstjóri JP í kjölfarið að birta "listagóðar teikningar" sem Íranskt dagblað birti af fórnarlömbum helfararinnar. Þar var líklega um að ræða minnihlutahóp í Danmörku sem JP vildi ekki móðga.
En hugmyndin um skildina í gangstéttina er góð
Thrainn Kristinsson (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 11:49
Gott framtak. Annars hef ég verið að lesa um framgöngu Króata og Letta í helförinni. Jafnvel grimmustu SS mönnum ofbauð á stundum hvalalosti þessara þjóða gagnvart gyðingum. Það hefur verið undarleg þögn um aðkomu þeirra.
Finnur Bárðarson, 20.3.2010 kl. 15:56
Já Þráinn, Jyllands Posten tókst ætlunarverk sitt. En Þráinn, Múhamed var ekki neitt fórnarlamb. Í hans nafni er verið að drepa fólk í dag, og mismunandi deildir Íslam berast á banaspjót - í hans nafni. Þegar þeir svo sáu mynd af honum, í danskri útgáfu, varð allt vitlaust. Það vissu menn fyrir.
Árás íranskra yfirvalda á fórnarlömb nasismans hefur hvorki framkallað árásir á sendiráð Írans eða annarra múslímalanda, né hótanir um hryðjuverk. Holocaust-teikningar í Múslímalöndum kalla einvörðungu skömm yfir þau lönd og yfir þá múslíma sem nær daglega birta slíkar myndir og sem yfirlýst telja gyðinga, kristna og fólk af enn öðrum trúarbrögðum sér óæðra fólk.
Nasistar og öfgamúslímar eiga það sameiginlegt, að telja skrípamyndir af fórnarlömbum stríðs til skemmtiefnis. Það er vegna þess að þessir hópar eiga það sameiginlegt að vilja allt í bál og brand, og einn hópurinn vitnar í Múhameð máli sínu til stuðnings. Hinn vitnar í þýskan vitleysing sem var jafnvel ljótari en Múhameð í Jyllands-Posten.
En þessi teikning af spámanninum kemur ekki steinum til minningar um fórnarlömb fjöldamorða nasismans neitt við. Það var bara greint frá þessum steinum í sama danska dagblaðinu og teikningar af spámanninum birtast. Ég ætla svo bara að vona, að álíka margir sjái þessa grein og þeir sem sáu myndina af blessuðum karlinum honum Múhameð. Megi minning hans og ásjóna batna!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.3.2010 kl. 16:18
Já Finnur, framganga Lettneskra SS-manna var ljót. Áður en Waffen SS-sveitin Kurland var stofnuð, höfðu margir lettneskir menn tekið þátt í morðum á gyðingum í Lettlandi og þeim gyðingum sem þangað voru fluttir. Talið er öruggt að Letta hafi sjálfir staðið að morðum á helmingi þeirra gyðinga sem í Lettlandi voru myrtir. Um daginn marséruðu gamlir SS menn i Lettlandi eins og þeir gera árlega. Þeir segjast allir saklausir, og segjast aðeins hafa verið að berjast gegn kommúnismanum og hættunni sem stafaði af Rússum, sem reyndar eru meirihluti þeirra Letta, sem búa í Riga í dag.
Það eru örugglega fantar á meðal allra þjóða, ef aðstæður leyfa.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.3.2010 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.