Leita í fréttum mbl.is

Flóttafólk

Kempner 

Nú vilja dönsk stjórnvöld ólm vísa flóttamönnum frá Írak úr landi. Lengi er hćgt ađ deila um, hvort ţađ er harđbrjósta afstađa, ađ senda fólk til síns heima, ţar sem öfgahópar slátra saklausu fólki á hverjum dagi. Sérstaklega ef einnig er tekiđ tillit til ţess ađ Danir taka ţátt í baráttunni viđ ţessa öfgahópa; Í baráttu ţar sem árangur erfiđisins hefur enn ekki sést. En sama hvađa skođun mađur hefur á ástandinu í Írak og lausn ţess, virđist engin glóra í ţví ađ senda fjölskyldur međ börn niđur í darrađadansinn í Bagdađ. Í versta lagi verđur flóttaflólk frá Írak, sem dönsk yfirvöld senda aftur til síns heimalands, sprengt í tćtlur.

Myndin hér af ofan er af gyđingnum Alfred Kempner, sem var flóttamađur á Íslandi og í Danmörku. Honum var vísađ úr landi á Íslandi og til stóđ ađ gera ţađ sama í Danmörku áriđ 1941. Hann hafđi ţó heppnina međ sér og komst síđar til Svíţjóđar haustiđ 1943. Ţađ gerđu ekki ţeir gyđingar og pólítískir flóttamenn, sem dönsk yfirvöld sendu úr landi til Ţýskalands nasismans – ótilneydd!  Um örlög ţessa fólks í fanga- og útrýmingabúđum Ţjóđverja má lesa í bókinni Medaljens Bagside, sem kom út í Danmörku áriđ 2005 og sem hćgt er ađ nálgast á ýmsum bókasöfnum á Íslandi.

Ţótt ekki sé ávallt hćgt ađ líkja saman stöđu flóttamanna á mismunandi tímum, verđa siđferđisleg gildi ađ vega ţyngra en allt annađ, ţegar menn íhuga heimsendingar á fólki sem hefur flúiđ land sitt vegna ógnarstjórnar og stríđs. Mađur sendir ekki manneskjur í opinn dauđann.  

Eftir ađ bókin Medaljens Bagside kom út í Danmörku voriđ 2005, bađst Anders Fogh Rasmussen forsćtisráđherra Dana opinberlega afsökunar á međferđa danskra yfirvalda á flóttafólki 1940-43.  Ef flóttafólk frá t.d. Írak eđa Íran er sent út í óvissuna, og jafnvel beint í dauđann, er ég hrćddur um ađ erfitt verđi ađ taka viđ afsökunarbeiđnum í framtíđinni. Danmörk verđur ađ standa sig í baráttunni viđ ţau öfl sem hrakiđ hafa fólk frá Írak, en einnig í stuđningi viđ ţá sem flúiđ hafa hryđjuverk. Ţađ er líka auđvelt ađ vera á Íslandi og sakna Saddams, óska ţess ađ hann verđi “afhengdur” og ţurfa ekki ađ hafa neinar áhyggjur af fólkinu sem flýđi ógnarstjórn hans. 

Ef flóttamađur var sendur til Íraks í fyrra, átti hann á hćttu ađ verđa eitt af 34.000 fórnarlömbum ofbeldisverka eđa einn af 36.000, sem sćrđust vegna hryđjuverkanna, og ţađ samkvćmt tölum SŢ.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband