Leita í fréttum mbl.is

Samlíkingar biskups eru ógeđfelldar

Barbíbiskupinn

Biskup Íslands lýsir ţví yfir, ađ saklaust fólk hafi veriđ sakfellt í Guđmundar og Geirfinnsmálinu, og ađ ţađ hafi veriđ vegna ţess ađ lýđurinn hrópađi eins og lýđurinn forđum í Jerúsalem. En hvađ hrópađi ţá lýđurinn í Jerúsalem forđum, frú biskup?

Vafalaust hefur guđ biskupsins sagt henni allt af létta um örlög Guđmundar og Geirfinns, fyrst hún getur básúnađ ţennan sannleika sinn út á Páskadag. Vćri ţví vel viđ hćfi ađ hún upplýsti ríkissaksóknara um endalok tvímenninganna fyrst ţeir sem dćmdir voru fyrir morđin eru allir saklausir og upp risnir.

Lengi ţarf ađ leita til ađ finna annađ eins auvirđilegt lýđskrum. Tími syndaaflausna kirkjunnar er greinilega ekki liđinn og nú gerir biskup lítiđ úr lögum og rétti á Íslandi. Fćr hún ţetta vald sitt hjá Guđi?

Biskupinn segir: „Minnihlutahópar hafa ţurft ađ berjast fyrir réttindum sínum og ţví ađ fá ađ vera eins og ţau eru". Agnes biskup Sigurđardóttir telur hins vegar, ađ enn megi segja hvađ sem er um minnihlutahóp ţann sem kirkjan hefur i aldarađir kennt um morđiđ á Jesú, og ţađ án nokkurra sannanna, og ofsótt hana ţar ađ auki. Ţvílík ósvífni! Ćttum viđ ekki ađ fá Ögmund Jónasson og Gísla H. Guđjónsson til ađ rannsaka ţađ mál? 

Biskupinn telur sig aldeilis standa nćr almćttinu en ađrir, er hún getur dćmt heilu ţjóđirnar eins og hún gerir.

En undrar ţetta mann, ţegar argasta hatur sem til er er ţuliđ upp í kirkjum landsins ár hvert. Passíusálmarnir, uppfullir af hatri 17. aldar. Ţeir voru sannindi lýđsins á 17. öld, ţegar gyđingar höfđu engan rétt. En á Íslandi er gyđingum sem mótmćla dýrkun íslensku ţjóđkirkjunnar á Passíusálmunum sagt ađ éta skít og ađ ţeir skilji ekki hina miklu íslensku list.

Samlíking meintra morđingja tveggja manna viđ Jesúm, sem og viđbjóđsleg ásökun um ađ gyđingar hafi hrópađ eftir dauđa Jesús, er frumstćđ ásökun og hatur, sem biskup ţróađs ríkis ćtti ađ vera hafin yfir. En hún er greinilega biskup skrílsins.

Og hvađ hrópađi svo lýđurinn forđum í Jerúsalem og hvađ hrópađi lýđurinn á Íslandi í morđmálinu? Ég man nú ekki til ţess ađ lýđurinn hafi hrópađ mikiđ. Alvarleg mál um mannsdráp voru rannsökuđ, ţau fóru fyrir dómstóla og ţađ er eđli réttarríkis, en ekki ađ biskup skríls gefi út billegar syndaaflausnir á hátíđum.

Biskupinum er velkomiđ ađ skýra mál sitt hér á blogginu.


mbl.is „Vegna ţess ađ lýđurinn hrópađi“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 31. mars 2013

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband