Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020

Svecia non optima est

Tegnell

Æi, það er ugglaust ekki gaman að vera Anders Tegnell.

En honum sjálfum er ekki einum um að kenna. Tegnell er afsprengi af stærra, sænsku vandamáli.

Svíar hafa síðan um 1960 litið á sig sem þjóð sem leyfðist signt og heilagt að vera með dómharðan vísifingurinn á lofti gagnvart öllum þjóðum; Sér í lagi beindan gegn þeim sem alþjóðlega stefna Krata leggur í einelti í misskildum stuðningi við hryðjuverkasamtök hrjáðra þjóða sem frelsa sig með morðsveitum í skugga öfgafullrar trúar sem fótumtreður öll nútímamannréttindi.

Við sjáum líka afbrigði af þessum ofmetnaði (hybris) Svía, þegar sænskir sagnfræðingar telja að Svíar hafi bjargað gyðingum á flótta frá Danmörku. Það gerðu Svíar vitaskuld ekki, og voru í raun mótfallnir til að byrja með, eða þangað til að þeir fengu bréf frá danska sendiráðinu í Washington, sem ritað var af fyrrverandi sendifulltrúa í Reykjavík, manninum sem einnig á stóran heiður af ákvörðun Bandaríkjamanna að leggja blessun sína yfir lýðveldisstofnunina á Íslandi. 

Í því bréfi C.A.C. Bruns var lofað að Danir myndu borga fyrir dvöl gyðinga sem Svíar björguðu. Sú "skuld" var vitaskuld aldrei innheimt, en sænskir stjórnmálamenn gleymdu henni þó alls ekki. Áður en bréfið, sem aldrei hefur verið nefnt í sænskum bókum,var skrifað í Washington ætluðu Svíar sér alls ekki að hjálpa gyðingum. Þeir hjálpuðu hins vegar gjarnan Þjóðverjum með hergagna og liðsflutninga til Finnlands og Rússlands.

Sjálfsánægjustefna Svía, sem smitað hefur af á Íslandi á frekar hæfileikalausu fólki sem stundaði stutt og lítilmótlegt nám við sænska háskóla, áður en það settist í ævilangar feitar ríkisstöður á Íslandi. Þessi blindstefna Svía hefur vafalítið einnig valdið dauða Palmes. 

Að ógleymdum Volvo, sem er ekki besti bíll í heiminum (þótt góður sé), og að Ikea er nasistabúlla sem lokar á mönnum munninum með kjötbollum. 

Í dag geta Svíar heldur ekki tekið á vandamálum þeim sem fjölmargir nýnasistar þeirra eru; eða á öfgahópum þeirra sem þrífast á meðal innflytjenda í landinu.

Svíþjóð er ríki sem á erfitt með að taka á vandamálum - vegna skoðanaeinokunar og sjálfsblekkingar sem leitt hefur af sér þjóðfélag, þar sem einn maður eins og Tegnell með sænsku heilkennin getur valdið óhemjumiklum usla. Sænska lýðræðið er orðið spegilmynd þar sem besserwisserinn og einræðisherrann talar við sjálfan sig og hlustar ekki á aðra en sjálfan sig. Að vera læknir með slöngusýn bætir ekki málið í landi þar sem kjánaleg pólitísk rétthugsun tröllríður öllu.

Svíþjóð er vandamálið - ekki aðeins Tegnell.


mbl.is Sænski sóttvarnalæknirinn viðurkennir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband