Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2018

Aumingja (karl)mađurinn

Lektor Lucy HR
Karlmennskuspjall er hópur pungţungra karla í opinberu leynifélagi á Facebook. Ţeir óttast mjög um hag sinn, ţví ţeir hafa uppgötvađ of seint ađ konur eru líka menn og ađ og fáeinar ţeirra eru bara nokkuđ klárar - ţótt hćgt sé ađ deila um allar hinar. Konan mín er t.d. klárari en ég, og ţá er nú ekki mikiđ sagt.

Ţessi hópur karla, í klípu og sálarkreppu í leynisellu á FB, hefur í mikilli leynd sagt sína skođun á "veikara kyninu". Ţví kom ţeim á óvart ađ einn í sniglavinafélaginu ţeirra var hankađur í einstakri karlmennsku sinni og stóryrđum og rekinn af Háskóla í Reykjavík fyrir óvćgileg orđ um stúlkubörnin ţar. Einhver laumukarl (kona) hafđi nefnilega laumast inn á ţessa harđlokuđu leynisellu spćldra og önugra karla, Karlmennskuspjalliđ. Slík vinnubrögđ sýna vitaskuld útsjónarsemi og lymskulegheit kvenna og jafnfram heimsku og afdalahátt karla í hinni endalausu baráttu kynjanna.

Nú er einn lögfrćđinganna sem tókst ađ gera dćmda skáta úr morđingjum fenginn til ađ verja einn félagann í leynisamtökunum Karlmennskuspjall sem fór yfir strikiđ. Ţađ sem sá reglubróđir gerđi er náttúrulega miklu verra en nokkuđ morđ. 

Ég kenni í brjósti um karla sem telja konur vera vandamál fyrir sig. Vitaskuld er til nóg af vitavonlausum konum í mikilvćgum stöđum sem karlar gegndu áđur međ mismunandi árangri. Málefnaleg gagnrýni á slíkar konur, sem minna á karla, á ađ vera leyfileg líkt og ţađ er leyfilegt ađ karlar séu gagnrýndir fyrir léleg vinnubrögđ. Konum leyfist hins vegar ađ halda sínum stöđum án ţess ađ svara gagnrýninni, eđa eru greindari en karlar ţví ţćr segja ekki neitt, svara ekki, halda kjafti. Karlar láta ávallt karlalega, en konurnar vita upp á sig skömmina, enda aldrei eins vissar í sinni sök (sakleysi) og karlar.

Ég hef alltaf haft einstaklega gaman af konum í ţrívídd eđa fleiri víddum, og konur međ mikiđ í farteskinu (les heilabúinu) hafa heillađ mig mest, sérstaklega ef ég skil ţćr ekki og ţćr skilja mig alls ekki.

Karlmenn skil ég hins vegar miklu verr en konur og ţykja ţeir flestir leiđinlegir, sjálfselskir, sjálfsuppteknir og sjálfhverfir. Takiđ orđiđ sjálf (sem fundiđ var upp af konu en stoliđ af karli) - og bćtiđ hvađa orđi sem er viđ - og ţađ passar viđ karla.  Ţeir eru međ stór egó. Svo vel vill ţó til ađ sjálfsöruggir menn međ stór egó heilla flestar konur og ţar međ er mannkyninu viđ haldiđ, međ öllum göllunum.

Ég er fyrir löngu búinn ađ gefast upp fyrir kvennaveldi framtíđarinnar, ţar sem mikill friđur mun ríkja á ströndinni í  heimshitanum. Ég fer brátt ađ heimta meiri virđingu af konu minni sem er útivinnandi, međan ađ ég er heimavinnandi karl, kokkur, eldhúsrella, hreingerningamađur og málari svo fáeitt sé nefnt.  "Hann Vilhjálmur hélt svo fallegt heimili fyrir konuna sína" verđur vonandi sagt um mig.

En ég ţori bćđi, get og vill - Og nú heimta ég heimshitnunarbćtur.

Billedresultat for Freddie mercury cleaning gif

Efst er mynd af elsta femínistanum sem sérfrćđingar hafa fundiđ. Hún er lagin viđ ađ trođa sér alls stađar inn. Myndin mun hafa veriđ tekin á ráđstefnu í Háskólanum í Reykjavík í vor.


Viđ bíđum í bragganum

Dagur Braggi Eggertsson

A fundi borgarstjórnar Reykjavíkur 2. október 2018 var ţetta ákveđiđ: 

Tillaga borgarfulltrúa Miđflokksins um óháđa rannsókn vegna braggans í Nauthólsvík Borgarstjórn samţykkir ađ óháđur ađili rannsaki hvers vegna framkvćmdir viđ endurgerđ braggans í Nauthólsvík fóru langt fram úr kostnađaráćtlunum. Til grundvallar rannsókninni verđi athugađ hverjir höfđu umsjón međ verkefninu, gáfu heimildir fyrir framúrkeyrslunni, hvort verkefniđ hafi veriđ bođiđ út og hvađa verktakar unnu ađ verkinu. 

Međan ađ viđ bíđum í bragganum eftir ţví ađ birt verđa nöfn ţeirra sem unnu í happadrćtti ţessu, ţar sem rúmar 400 milljónir voru mjólkađar úr sjóđum Reykjavíkur, minnist mađur ţess hve Ţór Magnússon fyrrverandi ţjóđminjavörđur var alltaf svo neikvćđur hvađ varđar endurbćtur á stríđsáraminjum hér á árum áđur. Var ţađ einfaldlega vegna ótta viđ fyrirsjáanlega kostnađ? Ég held ađ hann hafi í lokin hćtt ađ hlusta á flokkana sem sáu eftir ţví ađ Hitler heimsóttu ekki Íslands, og frekar óttast ţá gćđinga sem hann sjálfur vandi á húsafriđunarspenann og sem blóđmjólkuđu hann reglulega; Átu hann jafnvel. Hver veit, kannski er einhver úr ţeirra röđum enn ađ maka krókinn í opinbera kerfinu.

Óháđ rannsókn mun vonandi veita svörin, en svona til upplýsingar frétti ég ađ á háskóla ţeim sem kona mín vinnur á í Danmörku var heildarkostnađur viđ ađ reisa risastóra braggabyggingu til rannsókna, međ öllum kostnađi, um 700.000 DKK. Ţađ eru tćplega 12.400.000 ISK.

Eins og skipstjórar fara niđur međ skipum sínum standandi í brúnni, ber borgarstjórum ađ bera fulla ábyrgđ á ţví sem fer úrskeiđis í rekstri borgarinnar sem ţeir stýra. Furđulegt er ađ Dagur Barrack geti ekki sagt almenningi strax, hvernig svo stórum fjárhćđum er dreift á uppmćlingaađalinn og teiknigammana. Lögreglurannsókn á málinu kemur vitaskuld vel til greina. Ţjófnađur um hábjartan dag er einmitt eitthvađ fyrir lögguna.

Viđ bíđum öll í bröggunum, nýs og betri dags og vonum ađ ţađ ţurfi ekki ađ borga nokkur hundruđ milljóna til lögfrćđinga og erlendra matsfyrirtćkja í braggabissness til ađ fá ţann permanentađa í ráđhúsinu til ađ segja okkur skilmerkilega frá ţví sem gerđist.


Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband