Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017
19.1.2017 | 08:16
Þeir urðu sakborgningar í nótt
Þessi frétt Mbl.is greinir ekki frá neinum "sakborningum". Takið eftir orðinu: SAKBORNINGUM sem ég nota. Í gær var í sumum fjölmiðlum talað um, og haft eftir Grími Grímssyni, að
"mennirnir væru grunaðir um að hafa upplýsingar um hvarf Birnu Brjánsdóttur, en að hann vildi ekki staðfesta hvor þeir væru grunaðir um saknæmt athæfi."
En í nótt, þegar ég hafði samband við fréttamann RÚV varðandi skilgreiningar hans í frétt sem hann breytti eftir að ég gerði athugasemd við hana, voru þrímenningarnir frá Grænlandi sem leiddir voru frá borði, orðnir sakborningar. Fréttamaður Útvarpsins tjáði mér þetta - sjá einnig tölvupóstskipti okkar hér. Fréttamaðurinn skrifaði þetta:
"Ég þarf ekki að spyrja Stöð 2, ég talaði við Grím áðan. Hann tók af allan vafa.
Fyrirsögnin er breytt vegna þess að fréttin uppfærðist. Ég bætti inn setningu eftir ábendinguna frá þér áðan - þó hún væri endurtekning á efni sem kom fram fyrr í fréttinni.
En þú getur alveg verið viss. Það leikur enginn vafi á að mennirnir eru grunaðir.
Sakborningar er orðið sem Grímur notaði í viðtali við mig."
Grímur Grímsson lögreglumaður staðfesti þannig við RÚV í nótt fyrir kl. 03.00 að Grænlendingarnir sem færðir voru í land í járnum væru sakborningar, en það kallaði hann þá ekki í gær. Eitthvað hlýtur að hafa komið í ljós við yfirheyrslur?? um borð á skipinu á leið til hafnar eða strax við komuna til Reykjavíkur.
Vona ég svo að Grímur Grímsson, hafi farið að lögum við yfirheyrslur á sakborningunum og virt réttindi mannanna sem sakborninga t.d. rétt þeirra til að fá upplýsingar um kæruefni samanber 1. mgr. 32. gr. oml. (lög um meðferð opinberra mála) og 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur var á Íslandi með lögum nr. 62/1994. Vonandi verður réttur þessa sakborninga til að neita að svara spurningum sem varða refsiverða hegðun sem þeim er gefið að sök, samkvæmt 3. mgr. 32. gr. oml. virtur.
Á Íslandi ríkja enn ágæt lög fyrir sakborninga, þó svo að sagan sýni okkur að lögreglan sé ekki alltaf með þau á hreinu. Í nótt var vitaskuld farið að ofangreindum lögum. Ég býst ekki við öðru.
Rannsókn í skipinu lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 22.1.2017 kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.1.2017 | 13:37
Vitfirring er æðsta dómsstig Íslands
Hvarf ungrar, fallegrar konu slær óhug að allri íslensku þjóðinni. Allir tala um málið og hugsar hver sitt. Svo eru þeir sem hugsa meira upphátt en aðrir og það er líka hollt. Enn betra er víst þegar menn tala við sjálfa sig í einrúmi, það er merki um miklar gáfur. Mig grunar að fáir rabbi mikið við sjálfa sig á Íslandi.
Það sem sumt fólk hefur að segja á spjallþráðum fjölmiðla um hvarf Birnu Brjánsdóttur er miklu fremur fordæming í garð óþekktra og ímyndaðra "glæpamanna" en meðkennd með þeirri týndu og fjölskyldu hennar. Strax í upphafi umræðu um hvarfið lýsti ung kona því yfir að hún hefði leitað að rauðum KIA bíl við Keili vegna þess að þar búa margir útlendingar. Getur verið að ungt fólk á Íslandi telji að óathuguðu máli að útlendingar geti einir verið valdir að hvarfi íslenskrar konu. Furðar þá nokkurn að óhæfir dómarar dæmi í málum í slíku landi?
Hér má sjá glaðlegan starfsmann PolarSeafood að störfum. Margir Íslendingar eru búnir að dæma hann og þjóð hans fyrir hvarf Birnu Brjánsdóttur. Víkingasveitin er á leið í skipið hans. Hér geta menn skoðað auglýsingaefni PolarSeefood.
Svo fór málið út fyrir allan þjófabálk, þegar menn fóru að dæma Grænlendinga á togara. Ekki var fyrr búið að tengja sjómenn á togaranum Polar NANOQ við að hafa tekið KIA bifreið að láni, en að fólk var farið að hamast á fjölmiðlum, t.d. á DV (en ekki bara á DV). Þótt 150 KIA-bifreiðir á þessari gerð og í þessum lit séu til á Íslandi, var einhvers staðar ákveðið að sjómenn á grænlenskum togara væru líklegastir til að hafa setið í þeirri bifreið sem sást bregða fyrir í upptöku frá Laugaveginum. Allt í einu voru Grænlendingar orðnir glæpamenn í hugum Íslendinga. Í skoðunum fólks á t.d. DV og FB kom í ljós að fólk sá fyrir sig "eskimóa" og villimenn sem annað hvort höfðu myrt Birnu eða numið hana á brott á skipinu. Hvað gerist eiginlega í höfðinu á sumu fólki á Íslandi? Eru útlendingar alltaf versta fólkið á Íslandi? Eru menn ekki skriðnir úr fjárkofunum ennþá, því greinilega er ekki mjög hátt til lofts?
Miðað við hve lág glæpatíðni Grænlendinga er á Íslandi, þá eru litlar líkur á því að álykta eins og fólk gerir. Hugarórar um brottnám íslenskrar konu í grænlenskum togara er víst mest til komin af því að Íslendingar horfa of mikið á bandarískt sjónvarpsefni. Suma dreymdi um að nú yrði henni drekkt á Grænlandshafi, því "Grænlendingarnir fréttu að upp hefði komist um þá". Lesið DV. Svo sjúk er umræðan.
Menn mega heldur ekki gleyma því, að þeir sem vinna á grænlenskum togurum eru ekki allir Grænlendingar. Ef einhverjir af áhöfninni hafa haft einhver afskipti af Birnu Brjánsdóttur, gætu það hafa verið sannir Norðmenn, Danir, Færeyingar, Pólverjar og annarra þjóða kvikindi. Menn verða einnig að muna, að flest fyrirtæki í sjávarútvegi á Grænlandi eru sjaldnast í eigu eða undir stjórn Grænlendinga. Framkvæmdastjórar Polasseafood eru ekki Grænlendingar. Henrik Leth eða Jørgen Fossheim, sem er nýkominn til Íslands til að vera með áhöfn NANOQs þegar þeir koma til hafnar, eru hvorugur Grænlendingur. En í stjórn fyrirtækis þeirra hefur þó setið Grænlendingar sem enga forsendu höfðu til að stjórna fyrirtækjum, t.d. skíðakappinn Michael Binzer, sem á yngri árum keppti á skíðagöngu á Ólympíuleikum, en laug síðar um menntun sína í Noregi, þar sem hann lauk ekki einu sinni námi í íþróttalýðháskóla sem hann var á.
Þótt stjórnarfyrirkomulag í grænlensku efnahagslífi sé oft keimlíkt því íslenska og útgerðamenn þar álíka misjafn sauður og þeir sem gera út á Íslandi, er ekki þar með sagt að grænlenskir sjómenn séu morðingjar vegna þess að þeir taka bíl á leigu á Íslandi. En ef þeir eru líkir íslenskum sjómönnum, gætu þó vitaskuld verið undantekningar.
En hvað fær hluta islensku þjóðarinnar til að dæma áhöfn grænlensk togara? Svarið er að mínu viti: Léleg fréttamennska og furðuleg starfsemi íslenskrar lögreglu, sem mig grunar að hafi séð of margar amerískar glæponamyndir. Þar er sá svarti og indíáninn alltaf líklegastir til að hafa framið ódæðin.
Hingað til hafa nú flest ódæðin á Íslandi verið framin af Íslendingum sjálfum. MUNIÐ það landar góðir. Íslendingar eru dugmestu glæpamenn Íslandsögunnar og sumir þeirra ríða líka hrossum í frístundum sínum.
Mannréttindi | Breytt 22.1.2017 kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 232
- Frá upphafi: 1353052
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 176
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007