13.8.2009 | 22:52
Dansk knippelsuppe
Gyðingurinn, sem hangir á krossinum yfir altarinu í Brorson kirkju í Kaupmannahöfn, hefði ekki átt mikla möguleika í nótt. Hann hefði verið sleginn og sendur með fyrstu flugvél úr landi, væntanlega til Auschwitz, eins og trúbræður hans, sem Danir seldu í hendur nasista á árunum 1940-43.
Knippelsuppe er kölluð sú kvöldmáltíð sem lögreglan gefur fólki í Danmörku, þegar það mótmælir friðsamlega. Helsta hráefnið í súpuna eru kylfur og fúkyrði. Súpu þessari var aftur útdeilt sl. nótt í Kóngsins Kaupmannahöfn. Löggan barði hressilega og gekk einnig til altaris, grá fyrir vopnum, til að hrekja nokkra flóttamenn úr kirkjunni. Þetta getur nú vart talist góð landkynning fyrir Danmörku.
Flóttamenn frá Írak, sem fengið höfðu leyfi prests kirkjunnar að dvelja í Brorson kirkjunni á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, voru í nótt fjarlægðir þaðan með grimmdarlegri hörku og valdi. Lögreglan var auðvitað að vinna vinnu sína, eins og alltaf. Talsmenn Kaupmannahafnarlögreglunnar segja að löggurnar hafi komið í stutterma skyrtum, en hafi þurft að enda aðför sína að flóttamönnunum í bardagabúningum. Fimm stuðningsmenn flóttamannanna sem í kirkjunni voru, voru handteknir og fangelsaðir. Lögreglan barði óspart á friðsömu fólki sem sat á jörðinni. Sjö Írakar hafa þegar verið sendir beina leið til Bagdad. Framkvæmdastjóri Lögreglunnar í Kaupmannahöfn, Johan Reimann (ætli hann sé frændi Lasse Reimanns sendiherra Dana í Reykjavík?), sem er þekktur skussi og fauti þegar að málum flóttamanna kemur, segir aðförina að flóttafólkinu í fínasta lagi.
Ráðherrann sem sér um málefni flóttamanna í Danmörku kippir ekki í kynið. Hún heitir Birthe Rønn Hornbech. Faðir hennar, Christen Reinold Rønn, sem var prestur, var mikil hjálparhella fjölda gyðinga í Danmörku. Ég hef skrifað um hann í bók minni Medaljens Bagside. Hann er í mínum huga hetja.
En Birthe, dóttir hans, er hins vegar harður banani, og lítið fyrir að fórna embætti sínu fyrir háleitar skoðanir. Lögfræðimenntun hennar hefur víst aldrei rúmað mannúðarlöggjöf. Hún fer hart eftir lagabókstafnum. Birthe þessi var einu sinni valin mest kynæsandi lögreglukona Dana (sjá mynd). Hún segist líka vera kristin, og fyrir utan að vera ráðherrann, sem á að sjá um innflytjendamál, er hún einnig kirkjumálaráðherra Dana. Sem veraldlegur verndari kirkna hefur hún á vegum Drottins ávítt prestinn, sem hafði gefið Írökunum hæli í kirkjunni.
Margir biskupar Danmörku hafa líka sýnt vanþóknun sína á stuðningi við flóttafólkið. Þeir eru greinilega líka á vegum Guðs, sem hefur orðið svo leiðinlega grimmur á síðustu árum. Meirihluti Dana er líka á því að það hafi verið rétt að rýma kirkjuna og senda ræflana þar til Íraks.
Dönsk nefnd sem ferðaðist til Írak, og þorði ekki einu sinni að fara til hættulegri svæðanna í Írak, komst meira að segja að þeirri niðurstöðu að enn væri hætta á stríði í Írak, og að borgarstríð gætur gosið upp þaðan sem Bandaríkjamenn hyrfu af vettvangi. En dönsk yfirvöld vilja samt senda fólkið í kirkjunni til Írak.
Harka Dana gegn flóttafólki er ömurleg. Stundum finnst mér Danir mjög ömurleg þjóð og aftarlega á merinni. Meirihluti þeirra telur líka samvinnu við nasista í síðustu heimsstyrjöld hafa verið nauðsynlega sér til frama. Dönsk stjórnvöld sendu saklaust fólk í dauðann á stríðsárunum, en stæra sig samtímis af því að hafa bjargað fólki, þótt björgunarmenn hafi í raun verið harla fáir og ekkert haft nein tengsl við þau stjórnvöld sem höguðu sér eins og lóða tík í kringum morðóða þýska rakkann.
Danir hafa ekkert lært.
Deilt um aðgerðir gegn flóttamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.8.2009 kl. 09:41 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 1352303
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Hvers vegna völdu múslimarnir kirkjuna, sem griðarstað?
Gústaf Níelsson, 13.8.2009 kl. 23:27
Presturinn bauð þeim. Hann hefur líklega starfað eftir þeirri andargift sem Guðssonurinn hefur innblásið hann af. En mér finnst það fallega gert af honum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.8.2009 kl. 23:33
Já þetta er góður og skilningsríkur prestur á aðstæður fólks. Gestir prestsins hafa kannski hugleitt að taka upp kristna trú? Það er ekki slorlegt að hafa skjól í Kristi.
Gústaf Níelsson, 13.8.2009 kl. 23:40
Nú er ég hissa á þér Villi tilli (smá uppnefning...þér finnst það svo gaman sjálfum) Þú ert að verja ofbeldi gegn Múslímum.
Batnandi mönnum er best að lifa.
brahim, 14.8.2009 kl. 02:24
"Brahim", ekki rétt. Ég er að andmæla ofbeldi gegn hverjum sem er. Múslímar, sem þurfa á hjálp að halda, t.d. flóttamenn frá Íran og Írak eiga að fá hjálp, og hvers vegna ekki í kirkju. Hún auglýsir grimmt manngæsku og að ekki sé gerður greinamunur á fólki. Flóttamenn sem eru með ofstopa í nafni Allah þurfa einnig að fá hjálp til að komast aftur heim, þar sem slíkar kenndir eiga frekar heima en á okkar breiddargráðu.
Danir eiga erfitt með þessi mál. Þeir eiga erfitt með að hjálpa þegar hjálpar þeirra er þörf. En þeir eiga líka erfitt með að segja fólki sem notar Íslam til yfirgangs að fara í rass og rófu. Það er leiðinlegt fólk. Fólkið í Brorson kirkju er ekki sérstaklega trúað fólk. Einn þeirra var t.d. elliær.
Meirihluti Palestínumanna, sem fengið hefur hæli í Danmörku, hefur verið sjálfum sér og öðrum til vansa. Íranar hafa það t.d. ekki. Danir hafa hins vegar gert allt fyrir Palestínumenn og lítið fyrir Írana. Stundum launar kálfurinn ekki ofeldið.
En öllum ber að hjálpa, ef þeir eru ofsóttir af t.d. öðrum múslímum.
Gústaf, það eru alltaf nokkrir múslímar sem leita alfarið á náðir kristinnar trúar, en það eru fleiri Danir sem leita á náðir Öfgaíslam. Það voru líka margir Danir sem leituðu skjóls í nasismanum. Nasismi og Öfgaíslam eru um margt líkar kenndir.
Öfgar heilla oft manninn, einnig kristnir öfgar, en í þeim drepa menn ekki eins marga og áður fyrr.
Best hefði nú verið að við værum öll gyðingar, og aðrir hefðu ekki verið að stela frá Gyðingdómi og skrumskæla hann með Guðs syni og spámanni sem hægt er að misnota til að hneppa fólk í andlegan þrældóm í stórum hluta heims okkar. Það er ógnvekjandi og óverjandi. Fórnarlömbum slíks þrældóms og ófriðar sem af honum hlýst ber að hjálpa, en við eigum ekki að bjóða þrældóminn, mannfyrirlitninguna og ófriðinn velkominn. Við höfum haft nóg af honum. Það er engin ástæða til að endurtaka afglöpin.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.8.2009 kl. 06:19
Það er eitthvað að í dönsku þjóðarsálinni. Ég á ekki gott með að benda á nákvæmlega hvað það er en saga síðustu aldar sýnir að Danir hafa "siðferðisvitund" sem íbúar hinna norðurlandanna skilja ekki.
Guðmundur Jónsson, 14.8.2009 kl. 08:59
Mikið teki ég undir flest af því sem þú segir hérna Vilhjálmur. Danir eru kristin þjóð og maður skyldi ætla að þeiri gætu sýnt það á einhvern hátt í verki. En svo virðist ekki vera ef margir biskupar styðja lögregluna í þessum aðgerðum og meirihluti þjóðarinnar líka. Maður skyldi halda að ''eiga skjól hjá Kristi'' merkti að kristin samfélög ættu til eitthvað af mannúð og mildi, að trúarbrögðin sem þau aðhyllast veittu skjol fyrir vondum verkum, t.d. ofsóknum. Það merkir auðvitað ekki að það sé skjól undir einhverri tiltekinni kristmynd í tiltekinni mynd heldur að kristnar þjóðir séu í rauninni kristnar. Háðsyrði Gústafs Níelssonar hér á athugasemdunum eru því ekki aðeins óviðeigandi heldur bera vitni um grunnan skilning en fyrst og fremst kæruleysislegt mannúðarleysi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 08:59
Í tiltekinni kirkju á þarna að standa á eftir tiltekinni kristmynd.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 09:01
Það var sem sagt slorlegt að ''eiga skjól í Kristi''. Þar var ekkert skjól. Hjá þessu kristna danska samfélagi er boðskapur Krists ekki meðtekinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 09:02
Þú varst greinilega ekki á staðnum og því er lítið að marka þínar lýsingar af þessum atburðum, sem þú greinilega hefur úr bt.dk og eb.dk.
Ég aftur á móti var á staðnum (bý í götunni) og get fullvissað þig um að lögreglan fór ekki yfir strikið! Jújú einhverjir fengu að finna fyrir gúmmíkylfum, en aðeins þeir sem höfðu krækt höndum saman og lágu í götunni. Gúmmíkylfurnar eru notaðar til að fá fólk til að sleppa takinu svo hægt sé að bera það yfir á gangstéttirnar. Lögreglan var skyrtuklædd í kirkjunni í byrjun en þegar flóttamennirnir byrjuðu að kasta lauslegum munum að henni neyddust þeir til að setja á sig hjálma (myndir af því hafa birst í fjölmiðlum). Kampklæddir lögreglumenn komu mun seinna til leiks og ég á videoupptökur sem sýna að það var skyrtuklædda deildin sem sá um að fjarlægja mótmælendur af götunni fyrsta hálftímann eða svo. Meirihluti mótmælendanna voru "atvinnumótmælendur" sem streymdu að úr öllum áttum þegar sms-keðjan var sett af stað. Atvinnumótmælendur eru flestir anarkistar, sem hafa oft það markmið að ögra lögreglunni við störf og helst að slást. Þeir fimm sem voru handteknir voru ekki handteknir í kirkjunni heldur niðri á Kapelvej, þar af tveir þeirra fyrir líkamsárás á lögreglufólk.
Óháð því hvað manni finnst um réttindi flóttafólks þá er alveg lágmark að kynna sér staðreyndir á því sem gerðist í fyrrinótt áður en maður blastar því á vefinn.
nafnlaus (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 16:33
Nafnlaus (ég skýri þig hér með Valdimar), ég var ekki á staðnum. Það er satt. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er til mikið af atvinnugóðgerðarfólki. En meðan Danir eru hræddir við ofbeldismenn úr röðum innflytjenda og skríða fyrir sumum þeirra, er engin ástæða til þess að henda fólki úr landi, þegar það virkilega þarf á hjálp að halda. Danir ættu frekar að henda úr landi glæpamönnunum meðal innflytjenda sem skjóta á lögreglumenn og smygla eitri til Danmörku. Þeir voru óferjandi Jórdaníu, óferjandi í Palestínu, óferjandi í Líbanon, óferjandi í Túnis, og óferjandi í Danmörku. Löggan þorir ekki að slá þá með kylfum. Þá verða þeir ásakaðir um þjóðarmorð eða eitthvað álíka.
Ég les nú ekki EB og BT eins og þú heldur. Hef einfaldlega ekki tíma til þess. En í dag fékk ég sendar lýsingar blaðamanns EB sem birtar voru í dag og sýna hvers konar pakk sumt "stuðningsfólk" flóttamannanna er. Þetta fólk er að leika sér að örlögum flóttafólksins og er í raun alveg sama um það.
En því miður get ég ekki verið sammála þér um valdbeitingu lögreglunnar. Ertu að halda því fram að Jyllands Posten og Berlingske Tidende séu að falsa kvikmyndir eða taka þær úr samhengi?
Farðu varlega þarna. Nýlega stungu innflytjendur Íslending þarna í grenndinni. Kannski varst það þú? En en ég held nú ekki að þeir sem það gerðu hafi komið úr Brorson kirkju. Vandi Dana er Öfgaíslam sem sameinast hefur glæpastarfsemi. Flóttamenn verða ekki allir eins og glæpalýðurinn sem Danir eru orðnir svo þreyttir á. En fjölmiðlaumfjöllun veldur því oft að Danir dæma alla innflytjendur í Danmörku út frá rotnu eplunum og skítseiðinu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.8.2009 kl. 19:55
Getur kallað mig það sem þú vilt.
Hvað áttu við með að halda því fram að ég haldi því fram að Jp og berlingske séu að falsa myndir? (Ég skrifaði í fyrra svari að ég ætti video af atburðunum, og það er tekið upp af mér). Ef þú skoðar myndirnar vel og vandlega þá sérðu að löggan er ekki hlaupandi út um allt berjandi mann og annan. Þú sérð aftur á móti lögguna nota kylfur og hnefa á þá sem sitja á miðri götu í þeim tilgangi að hindra för ökutækjanna. Ég er ekki að halda því fram að löggan hafi tekið á þeim með vetlingatökum, heldur notar lögreglan það vald sem hún hefur gagnvart fólki sem hindrar störf hennar. Auðvitað er lögreglan líka mannleg og þess vegna hafa einhverjir sennilega fengið högg á "óréttmætan" hátt. Hvað átti lögreglan t.d. að gera þegar fólk kastaði sér undir rútuna? Stoppa og ræða við það í góðu, eða? Ég sá líka hóp fólks skríða undir lögreglubíl sem var að bakka í þeim tilgangi að geta æst sig og látið lögregluna líta illa út á ljósmyndum!
Ég hef séð margt og mikið í gegnum árin hér á Nørrebro, bandekrig, bz í Rantzausgade og á Åboulevarden, Ungdomshuset og fleira. Ég hef því séð margar pró mótmælendur sem svífast einskis bara í þeim tilgangi að fá að berjast við lögguna. Einmitt þess vegna get ég mig geta dæmt út frá því sem ég sé með mínum eigin augum hvort um sé að ræða lögregluofbeldi eða ekki!
Ég veit að flóttamannalöggjöfin í DK er mjög ferköntuð og málin eru ekki meðhöndluð fyrir dómstólum með vitnum, fólk bíður í fleiri ár eftir dómi osfr. Þess vegna eru örugglega einhverjir sem fá synjun á landvistarleyfi sem í raun ættu að fá leyfi. Fólk sem hefur gerst brotlegt við dönsk lög á t.d. ekki rétt á landvistarleyfi og, nú ætla ég ekki að staðhæfa neitt, en ef ég man rétt þá átti það við um fleiri af þeim írökum sem héldu til í kirkjunni, dæmdir fyrir líkamsárás og fleira. Samkvæmt þinni eigin skilgreiningu er það einmitt fólk sem vísa á úr landi.
Að tengja vaxandi ofbeldi minnihlutahópa við flóttamennina í kirkjunni er mjög absúrd í mínum augum því sem betur fer þá hef ég sjálfstæða hugsun og dæmi ekki alla fyrir gjörðir annara.
Að auki vil ég benda á að glæpastarfsemin hefur lítið með islam að gera, þar sem alls ekki allir úr t.d. Blågårdsbanden eru múslimar. Þetta tengist aftur á móti meira mismunandi menningarheimum og því að vaxa upp samkvæmt menningu gamla landsins heima fyrir en í hinni frjálsu Danmörku í skólanum og úti á götu. Um þetta hafa verið gerðar margar rannsóknir sem sýna að ungir menn eiga oft í erfiðleikum með að feta sig áfram í lífinu við þessar aðstæður og það getur orðið til að þeir mynda minni grúbbur og samkenndin sem þeir finna getur leitt til andstöðu þeirra við annan hvorn menningarheiminn ... og oft fellur valið á þann frjálsa einfaldlega af hræðslu við hinn gamla.
Nú bý ég sem sagt nánast í hringiðu stríðsins milli HA/AK-81 og Blågårdsbandens, með aðalbækistöðvar strákanna í nokkura metra fjarlægð, og ég viðurkenni alveg að fordómar mínir hafa aukist. Mínir fordómar beinast bara ekki að mögulegri trú þeirra heldur að virðingarleysi þeirra við samfélagið. Þessir strákar eru ekki að gera hlutina í nafni allah heldur eru þeir að að berjast um fíkniefnamarkaðinn í KBH.
nafnlaus (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 07:25
Færslan átti ekki að verða svona löng, sorry ef ég er að blokka dálkinn þinn.
Vonandi líturðu framhjá öllum stafsetningar- og málfarsvillunum. Hef búið hér lengi, skrifa sjaldan á íslensku og tala aðeins íslensku heima fyrir.
nafnlaus (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.