12.7.2009 | 08:09
Hirðfífl heimsins
Það er greinilegt, og verður æ greinilegra, að íslensk yfirvöld og embættismenn, jafn fyrir sem eftir hrunið, voru og eru hópur óhæfra lassaróna, sem vissi lítið nema um ímyndað ágæti sitt.
Þeir lofsungu spillinguna, sem saklaust fólk þarf nú að súpa seyðið af, og voru álíka sofandi á verðinum og íslensku bankaúlfarnir voru vakandi, þegar þeir rúðu einfalda féð og átu fyrir framan augun á þessum snillingum á Alþingi og ráðuneytunum. Aðalfjárhirðirinn á Bessastöðum var í sæluvímu allan tíman og leitaði leiða með Ingibjörgu Sólrúnu til að Ísland fengi hlutverk á meðal þjóðanna.
Það sem kemur fram í þessari frétt kemur fram í skjölum sem hollenskir sérfræðingar við háskólann í Amsterdam höfðu aðgang að, og sem þeir skrifuðu skýrslu um - skýrslu sem hollenskir vitleysingar sem trúðu á Icesave-reikninga ætla að nota til að fara í mál við Íslendinga - skýrslu sem íslensk yfirvöld voru ekki að hafa fyrir að birta á www.island.is og eða láta þýða fyrir sig sjálfa og íslensku þjóðina.
Íslendingar eru nú taldir vera ein vitlausasta þjóð á jörðu, gjaldþrota, en samt enn í miðri ofurneyslu. Við erum vitleysingar á ölmusu "góðra manna" úti í heimi, og enn eru stjórnmálamenn og embættisblækur að leita sér að útópíu og hlutverki á meðal þjóðanna. Það hlutverk í heildarmyndinni er nú fundið. Íslendingar eru hirðfífl heimsins.
Þetta eru eins og óþekk börn í sandkassaleik. Nú halda kratakrakkarnir að þeir geti komið þjóðinni inn í ESB-útópíuna, með því að selja almenning í ánauð með Icesave skuldinni sem kratar skelltu á þjóðina. ESB er enn ein ímyndunin, enn einn flóttinn frá veruleikanum.
Við fyrirgefum þeim ekki, þótt þau hafi ekki vitað hvað þau voru vitlaus.
Starfsmenn AGS mótmæltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:14 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 1352301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Góðan og blessaðan daginn Vilhjálmur, þetta er aldeilis ádrepa!
En ég verð því miður að viðurkenna að maður getur ekki annað en verið sammála þér. Menn voru farnir að gagnrýna fyrir um 2-3 árum eða réttara sagt pískra, því meðvirknin og samtryggingin var svo sterk að menn þorðu ekki að ganga fram fyrir skjöldu enda hefðu þeir verið afhausaðir. 5. valdið hafði keypt upp hin elementin. Menn vissu þetta áður en enginn gat sagt það ekki frekar en í sögunni um Nýju fötin keisarans. Sumpart var þetta framkvæmt í nafni hagfræðikenninga sem voru gerðar að trúarkennisetningum og voru hafnar yfir gagnrýni og sumpart í krafti persónudýrkunnar. Við gætum lengi rakið þessa hörmungarsögu og hluti þjóðarinnar hefur ekki enn áttað sig á að margir þátttakendur í hrunadansinum eru enn við stjórnvölinn. Eftir stendur þetta: Íslendingar eru fámenn þjóð sem lengst af hefur lifað við óblíða náttúru. Íslendingar eru augljóslega auðtrúa en tæplega verri en gengur og gerist þó misjafn sauður sé í mörgu fé og einmitt þessir fáu en "misjöfnu sauðir" skuli hafa orðið forystusauðir. Á því berum við misjafnlega mikla sök. Hollendingar og Bretar eru ekki að reyna að koma á réttlæti. Þeir vilja ná í peninga fjárglæframanna sem reyndar komu aldrei með þá til Íslands. Þá er spurningin þessi. Er maklegt að refsa komandi kynslóðum Íslendinga og hrekja þær úr landi vegna afglapa fjárglæframanna og handlangara þeirra úr stjórnmálastétt?
Ég segi nei, ég vil réttlæti en það felst ekki í því að gera óborna Íslendinga að Ísþrælum. Við getum aftur á móti drukkið vatnsþynnta mjólk og bitið í harða skorpu.
Ég fæ ekki betur séð en "smiðirnir" séu í góðri samvinnu við Breta að leita að "bökurum" til að hengja. Það mun einungis fullkomna óréttlætið.
Sigurður Þórðarson, 12.7.2009 kl. 09:38
Viðbót:
Fólk í miklum vanda er ólíklegra til að taka rökréttar ákvarðanir og getur flúið í skjól hillinganna. Er Samfylkingin svo ábyrgðarlaus að hún sé, vonandi óviljandi, að koma þjóðinni í enn meiri vanda með Icesave þannig að einhverjir fari að sjá sýnir?
Sigurður Þórðarson, 12.7.2009 kl. 09:53
Samfylkingin, Samfylkingin, Samfylkingin! Ég er engin vinur Samfylkingarinar en ef aðrir væru við völd myndu þeir fá skammirnar. Mér finnst svona flokkaeinsýni ósköp þreytandi. Sjálfstæðisflokkurinn myndi áreiðanlega ekki hafa staðið sig betur ef hann væri nú vil völd. Hvaða stjórnvöld sem eru verða að súpa seyðið af fíflsku þjóðarinnar síðustu ár. Ekki má gera Íslendinga að þrælum. En hvað vilja menn? Að Íslendingar, sem létu stjórnvöld komast upp með allt sem þeir gerðu, þurfi ekki að horfast i augu við gerir sínar. Það sýnist mér reyndar enginn vilja gera. Engir virðast vilja bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Allir æpa bara um þrælahald og kúgun. Við viljum bara halda áfram að sukka ábyrgparlausn og skeytingarlaus um allt og alla nema okkur sjálf. Og hana nú!
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.7.2009 kl. 11:13
Kæri nafni, þetta er ekki fyllilega réttmæt gagnrýni hjá þér. Ég geng ekki erinda neins flokks og hef ekki undanskilið neinn flokk gagnrýni. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur báru höfuðábyrgð á einkavinavæðingu bankana og kvótakerfinu. Enginn hefði frekar óskað þess en ég að Samfylkingin væri, þó ekki væri nema, skömminni skárri.
Allir flokkar, Alþýðubandalagið ekki undanskilið, nema VG hafa stundað einkavinavæðingu.Núverandi stjórnarflokkar verða ekki sakaðir um að hafa komið kvótakerfinu , þó einstaka ráðherrar, (Steingrímur) hafi greitt atkvæði með framsalinu, en þeir verða heldur ekki sakaðir um að reyna að afnema það.
Enginn flokkur er þó fjær mínum skoðunum en Samfylkingin í EB en þar fyrir utan er frammistaða þeirra í Icesave er til skammar.
Verður ekki hver að éta úr sínum poka?
Það er svo aftur fræðileg spurning hvort einhver annar hefði hugsanlega staðið sig jafn illa. Verðum við ekki að halda í einhverja von til að lífið verði bærilegt?
Hafðu það annars sem best í sólinni.
Sigurður Þórðarson, 12.7.2009 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.