Leita í fréttum mbl.is

In nomine Jesu vel Fatah?

 
Sabbah kyssir Pabba

Nú stingur kaþólska kirkjan aftur. Heldur illilega og rýtingurinn er langur. Ég leyfi mér að kvarta, hvað sem Jón Valur Jensson, patríarkinn okkar í íslenskum bloggheimum, kveinar. Rómversk-kaþólski patríarkinn í Jerúsalem, Michel Sabbah, hefur lýst því yfir að hann sé mótfallinn Ísraelsríki. Hann segir að Ísrael yrði að "gefa upp á bátinn gyðingleg einkenni sín" og í stað þess beita sér fyrir "stjórnmálalega, eðlilegu ríki fyrir kristna, múslimi og gyðinga".

Sabba og Abu Mazen

Patríarkinn er Palestínumaður, svo orð hans eru kannski skiljanleg. En geta Kirkjan og Íslam ekki lifað ágætu lífi í Ísrael, alveg eins og það er pláss fyrir allar trúarstefnur á Íslandi, þrátt fyrir að þjóðkirkjan sé lútersk? Af hverju alltaf þessir afarkostir.

Hvers konar "Herrenvolk" hugsunarháttur er þetta hjá patríarkanum. Gyðingar mega ekki búa í smábyggðum í Palestínu og nú mega þeir heldur ekki eiga sér ríki nema að þeir gefi upp gyðingleg einkenni sín. Yfirgangur þessi er óhemjulegur og ég vona svo sannarlega að kaþólska kirkjan taki ekki þátt í honum og ávíti patríarkann.

 

Sabbah og Hamas

Sabbah ætti heldur að gæta að hjörð sinni í íslamistaríkinu Gaza, þar sem kristnir hafa verið ofsóttir af Hamas og myrtir. En frá því er vitaskuld EKKI SAGT í íslenskum fjölmiðlum frekar en því að kristnir menn eru ofsóttir af Múslimum á Vesturbakkanum. Íslenskir fjölmiðlar eru eins og strútar með hausinn á bólakafi í kviksyndi.

Ég fann því miður ekki mynd af Sabbah með Ísraelsmanni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

það frábæra við að hafa Jón Val fyrir patríark kaþólskra á Íslandi er að þegar Lithárnir og pólverjarnir fara að læra íslensku og lesa bloggið kemur sannleikurinn í ljós.

gleðileg jól

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.12.2007 kl. 19:17

2 Smámynd: Linda

Sæll Vilhjálmur, mér blöskar þetta, þrátt fyrir að þetta komi ekki á óvart, þetta er tímans tákn.  Sá sem er Kristinnar trúar og áttar sig ekki á því að Jesú var Rabbíni og Gyðingur er ekki alveg að fatta málið í heild sinni.  Sjáðu hér hvernig Múslímar vanvirða helga grafreitin hans Jósúa, Nun og Calev, smelltu hér

Linda, 19.12.2007 kl. 19:34

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já og þeir munu sjá að Jón Valur er góður maður með skoðanir. Ég held ekki að þeir verði fyrir vonbrigðum með hann. Skoðanir eru til að ræða þær og það gerir Jón Valur, manna mest.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.12.2007 kl. 19:40

4 identicon

Ætli patríarkinn sjái ekki eins og aðrir sem hafa komið til Ísraels að ríkið byggir á kerfisbundnum rasisma?

Egill (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 23:52

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vilhjálmur minn, ég hef einu sinni, hygg ég, minnzt á Michel þennan Sabbah eða Sabah, það er að finna í þessari vefgrein. Fjarri fer því, að ég sé hlynntur þeim hlutdræga manni, sem jafnvel daðrar við, að sjálfmorðssprengjumenn Palestínu-Araba séu afsakanlegir.

Engan racisma sé ég hjá Ísraelsmönnum, sama hversu menn eins og Hjálmtýr Heiðdal reyna að halda slíku fram og telja öðrum trú um það (í fráleitlega hlutdrægri grein í Lesb.Mbl. á laugardaginn). 

En minnst skil ég í þessari áherzlu á mig hér á síðunni! 

Jón Valur Jensson, 20.12.2007 kl. 00:59

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég biðst afsökunar, Jón Valur, því ég blandaði tveimur hlutum saman í færslu minni um Sabbah patríarka. Eitt er kirkjan og orð hennar sem þú verð ötullega sem trúmaður, annað eru dauðlegir menn, eins og Sabbah, sem stjórna Kaþólskri kirkju. Í hvert skipti sem ég hef slegið inn orðið kaþólskur hefur þú komið inn með athugasemd áður en orðið var farið að þorna á blogginu mínu og ávítað mig, og oftast réttilega. Fáfræði minni get ég um kennt. Ég læt þó mistök mín standa, því ég tel mig ekki hafa gert lítið úr þér.

Allt þetta fólk sem hrópar "Rasimi" og telur sig vera betra fólk en annað, vegna þess að að lifir í "siðmennt" og "vantrú" sýnist mér vera ósiðmenntað, sjálfelskt lið sem hefur gert hatur og dýrkun á "fullkomleika" mannsins að trú sinni. Rasisminn er reyndar oftast sterkastur hjá því fólki. Hvernig ætli það haldi jólin? Aumingja börnin þeirra. Eru engar hátíðir, engin kerti ekkert ljós?  Jú að sjálfsögðu, þetta rugl í þeim er allt "spil for galleriet" til að þóknast öðrum siðapostulum. Örgustu vantrúarmenn krjúpa vissulega á bæn við rúmið sitt á kvöldin og biðja til Guðs um að þeir vinni í Lottó og að Ísraelsmenn hverfi af yfirborði jarðar og örugglega læða þeir líka inn ósk um að fjölskylda þeirra megi vera hraust og hamingjusöm.  Líkindi þess að þeir fái stóra vinninginn er stærri en að Ísraelsmenn hverfi.

Ég er viss um að manneskjan getur ekki án trúar verið. Þeir sem ekki viðurkenna það eru fullir af hræsni, en það sem bjargar þeim í þunglyndi þeirra og fullvissu er í raun barnatrúin.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.12.2007 kl. 06:34

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll "Samhyggð" og velkominn. Mér þætti vænt um að þú kæmir fram á bloggi mínu undir eigin nafni. Það er engin ástæða að fela sig bak við nafnleynd ef maður getur staðið bak orða sinna.

Til annarra gesta. Hér eru trúaðir, jafnt sem trúleysingar, velkomnir. Fólk sem elur á þörf á að útrýma Ísraelsríki vegna þess að þeir styðja málstað öfgamanna sem beita hryðjuverkum í baráttu sinni, ættu hins vegar að leita sér að örðum vettvangi til að fá útrás. Málstaður ykkar er vonlaus, þekking ykkar er sama og engin og hatur ykkar er oft óbærilegt. Palestínumönnum er gerður bjarnargreiði með stuðningi ykkar. Finnið ykkur ný hobbý.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.12.2007 kl. 06:57

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hugsanlegt er, að daður Michels Sabbah við múslima sé hans aðferð til að halda söfnuði sínum á lífi. Það eru hins vegar ekki Gyðingar sem ofsækja katólikka í Ísrael. Það eru múslimskir Arabar, af sama sauðahúsi og Sabbah. Hins vegar ef Sabbah er af ættbálknum Tamim (Banu Tamim), eins og flestir Arabar í Palestínu, siglir hann líklega undir fölsku flaggi og styður heimsvaldastefnu (Jihad) Múslimanna.

Mér finnst eftirfarandi ummæli Sabbah benda til stuðnings hans við Jihad, fremur en áhyggjur af morðóðum Aröbum:

The State of Israel encompasses 78 percent of historical Palestine…….The remaining 22 percent was occupied by Israel in 1967 and this is all Palestinians want—a small part of what they had before 1947. This is not too much to ask. They want that 22 percent to be free of occupation, all of it. Israel cannot have both things—security and occupation. They must give up occupation for security.

Þessi ummæli eru dæmigerðar falsanir á sögulegum staðreyndum. Leikur sem múslimum er einkar tamur. Palestína hefur aldreigi verið sjálfstætt ríki. Á þessum slóðum getur einungis Ísrael státað af fortíð sem sjálfstætt þjóðríki.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.12.2007 kl. 11:26

9 identicon

Ánægjulegt og nauðsynlegt að um þetta sé rætt á þennan hátt. Takk fyrir.

Sólveig Hannedóttir (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 12:18

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mig var farið að gruna, að Michel Sabbah væri engin friðardúfa. Hann er einfaldlega í flokki með öfgafullum Múslimum og þeim mun auðvirðilegari en þeir, að hann felur sig að baki kærleiksríkum boðskap Kristindóms. Hér er úttekt eftir Joseph D'Hippolito, á þessum ofstækisfulla klerki: Patriarch of Terror.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.12.2007 kl. 14:20

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Um leið og ég þakka þér, Vilhjálmur, góð orð, sem ég þó naumast stend undir, vil ég nefna það, sem ég gleymdi að hafa með í innlegginu í nótt, þ.e. að Michel Sahbah er alls ekki góður fulltrúi kaþólsku kirkjunnar í málefnum Landsins helga og að yfirlýsingar hans eru ekki talaðar í umboði páfans né heimskirkjunnar kaþólsku. Það væri verðugt verkefni fyrir þig að taka ýtarlegar fyrir öfgakennd ummæli erkibiskups þessa gegnum tíðina.

Jón Valur Jensson, 20.12.2007 kl. 14:32

12 identicon

Æji ég lofaði víst einhvern tíman að commenta aldrei aftur á bloggið þitt en bara stóðst ekki mátið:

"Hvernig ætli það haldi jólin?"

Well, ég er náttúrulega með jólatré, smá svona jólaskraut hér og þar, alveg hellingur af kertum, jólaseríu úti á palli og svo náttúrulega aðventuljósið.  Er það ekki eitthvað gyðinga dót?  Ættir að vera ánægður með það.  Og svo borða ég góðan mat bæði með nánustu fjölskyldu og svo líka með hinum ýmsu ættingjum í ótrúlegum fjölda af jólaboðum sem ég fer í á 3-4 dögum.  Pakkar, má ekki gleyma þeim.  Svo er bara slappað af með fjölskyldunni, svona inn á milli matarboða og jólaballa, og reynt að njóta þess að vera til.

Og þá veistu hvernig trúleysingi heldur upp á jólin, líður þér nokkuð betur?  Nei, hélt ekki. 

Og varðandi allt rasista tal þá ættirðu aðeins að slaka á og reyna að komast yfir þitt eigið hatur á múslimum og þá sérstaklega palestínubúum áður enþú ferð að gera öðrum upp skoðanir.  Þú ert alveg einstaklega fordómafullur einstaklingur.  Auðvitað leynast örugglega rasistar í Siðmennt og Vantrú eins og annarstaðar það er bara heimskulegt að stympla alla trúleysingja rasista eins og þú gerir.

Og áður en þú ferð að ásaka mig um að vilja útrýma ísrael og eitthvað þvíumlíkt rugl þá vill ég taka það fram að ég er ekki hlynntur hryðjuverkum, mér finnst gyðingdómur, kristni og íslam allt jafn tilgangslaust og ég er bara nokkuð viss um að gyðingar upp til hópa eru alveg ágætasta fólk.  Og ef ég fengi að ráða þá væru allir palestínumenn og ísraelsmenn (reyndar allir kristnir/gyðingar og múslímar ef út í það er farið) tengdir saman með rafskautum, hverjum og einum þeirra úthlutað svona takka sem gefur öllum hinum af hinni trúnni 'stuð'.  Þá færi þetta pakk kannski að læra hvað orðin 'umburðarlyndi' og 'kærleikur' þýða..

Arnar (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 16:40

13 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Arnar, umburðalindi þitt, kærleikur og siðmennt er svo mikil, að ég er alveg viss um að þú munir eiga Gleðileg Jól alveg fram að Páskum. Ég samgleðst þér að þú hafir ekki úthýst öllum þeim trúarlegu athöfnum sem tengjast jólunum. Kannski ertu bara trúleysingi til þess að geta rifist og formælt fólki i bloggheimum.

Nei, aðventuljós er ekki gyðingadót. Þetta sýnir að þú veist greinilega ekkert um það sem þú fordæmir og hafnar.

Vegna hins sérstæða áhuga þíns á rafmagni, mæli með því að þú finnir þér SM klúbb og stundir raflostatortúr með jafningjum, áður en þú kallar mig hatursmann Palestínumanna.  Þú hatar hins vegar þá sem trúa, vanvirðir þá og kallar öllum illum nöfnum. T.d. Pakk. Ég man nú ekki eftir því að hafa notað orðið pakk um Palestínumenn.

Já, svona er nú munur á fólki.  

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.12.2007 kl. 19:10

14 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Leiðinlegt að sjá svona málefnaþurrð. Hatarar kalla aðra hatara og þykjast betri fyrir vikið! Ja svei attan.

Brynjólfur Þorvarðsson, 20.12.2007 kl. 20:15

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gott að það kom inn réttlátur maður, Brynjólfur Þorvarðarson heitir hann. Hann er velkominn því hann hatar ekki.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.12.2007 kl. 20:33

16 identicon

Pakk == heimskt lið sem drepur aðra í tilgangslausum hefndarárásum og gerir heiminn af verri stað en hann þarf að vera.

  • palestínskir hryðjuverka menn == pakk
  • ísraelskir landnemar í ólöglegum landnemabyggðum == pakk
  • öfgatrúaðir, af hvaða trú sem er, sem halda að þeir og þeirra trú sé betri en allt annað og réttlæti allt sem þeir gera == pakk.

Hata ég Pakk?  Ekkert frekar en ég hata heimskingja almennt, hatur er kannski ekki rétta orðið enda nefndi ég það ekki, mér leiðist pakk en heimskingjar geta verið alveg ágætir svona inn við beinið.

Raflostdæmið hefur ekkert við áhuga eða áhugaleysi mitt á sadomisma að gera.  Hugmyndin er reyndar komin (til mín) úr Simpsons (þeir hafa hugsanlega stolið henni einhverstaðar annarstaðar) þar sem fjölskyldan fór í svona hatursmeðferð þar sem hvert þeirra gat gefið öllum hinum raflost, en náttúrulega gátu hinir gefið þeim sama raflost til baka.  Ekki ósvipað þessum hatursdráps hringavitleysu sem er td. í gangi í ísrael og palestínu, hópur A drepur einhvern úr hóp B sem drepur aftur einhvern úr hóp A.. nema hvað engin deyr.  Ég var ekki að segja að ég ætlaði að fara útdeila raflostpyntingum til allra trúaðra heldur láta þessa hópa sem hata hvern annan gefa hvor öðrum raflost þangað til þeir fatta hversu tilgangslaust og heimskulegt þetta hatur þeirra er.

Hata ég trúaða af því að ég er trúleysingi?  Ekki svo lengi sem ég fæ að vera trúleysingi í friði.  Virði ég þá?  Nei, akkuru ætti ég að gera það.. virði þá sem gefa mér ástæðu til þess og byggi það ekki á trúarskoðunum þeirra.  Kalla ég þá 'öllum illum nöfnum'?  Nei, orðaforði minn nær yfir miklu fleiri 'ill' orð en 'pakk'.

Í fljótu bragði er bara tvennt sem ég man eftir að 'hata'; brokkoli af því að mér finnst það vont og ketti af því að ég er með ofnæmi fyrir þeim. 

Arnar (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 10:44

17 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Arnar, láttu þér líða vel yfir hátíðirnar. Vonar þú farir ekki í Jólaköttinn fyrst þú hefur ofnæmi fyrir kattardýrum og hatar þau. Þú missir af miklu. Haltu bara áfram að vera trúlaus. Ekki er ég sérstaklega trúaður heldur. Ekki hata heimskingjana, það gerir maður ekki þegar maður er vel upplýstur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.12.2007 kl. 11:29

18 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ísraelsríki byggir harla mikið á trúarlegum stoðum. Það væri fyrra að neita því. Ef Haukur Ísleifsson, sem er því miður nýgenginn í Vantrú, hefur ímugust á trú, er hann vart mikill stuðningsmaður tilvistar Ísraels.

Ég held þó að Haukur sé nokkuð trúaður og hafi ratað rangt þegar hann lenti í vef Vantrúar.

Þessi gífuryrði hjá Vantrúarmönnum, sem ég hef tekið fyrir áður á bloggi annars manns http://stefani.blog.is/blog/stefani/entry/357613/ finnst mér benda til heilaskemmda. Þið eruð alltaf bölvandi og ragnandi, og í vondu skapi.

Verið bara glaðir yfir því að vera trúleysingjar og látið trúað fólk í friði. Það kemur afar lítið út úr samræðum ykkar á milli. "Trúboð" trúleysingja í Vantrú er mjög fyndið fyrirbæri. Þið boðið ykkar skoðanir af meiri heift en dómsdagsprestar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.12.2007 kl. 11:46

19 identicon

"Þessi gífuryrði hjá Vantrúarmönnum.."

  • Allt þetta fólk sem hrópar "Rasimi" og telur sig vera betra fólk en annað, vegna þess að að lifir í "siðmennt" og "vantrú" sýnist mér vera ósiðmenntað, sjálfelskt lið sem hefur gert hatur og dýrkun á "fullkomleika" mannsins að trú sinni. Rasisminn er reyndar oftast sterkastur hjá því fólki.
  • ..þetta rugl í þeim er allt "spil for galleriet" til að þóknast öðrum siðapostulum.
  • Örgustu vantrúarmenn krjúpa vissulega á bæn við rúmið sitt á kvöldin og biðja til Guðs um að þeir vinni í Lottó og að Ísraelsmenn hverfi af yfirborði jarðar
  • Þeir sem ekki viðurkenna það eru fullir af hræsni, en það sem bjargar þeim í þunglyndi þeirra og fullvissu er í raun barnatrúin.
  • Málstaður ykkar er vonlaus, þekking ykkar er sama og engin og hatur ykkar er oft óbærilegt.
  • Vegna hins sérstæða áhuga þíns á rafmagni, mæli með því að þú finnir þér SM klúbb og stundir raflostatortúr með jafningjum
  • Þú hatar hins vegar þá sem trúa, vanvirðir þá og kallar öllum illum nöfnum.
  • ..finnst mér benda til heilaskemmda. Þið eruð alltaf bölvandi og ragnandi, og í vondu skapi.
  • Þið boðið ykkar skoðanir af meiri heift en dómsdagsprestar.

Jú, ég kallaði eitthvað pakk pakk og viðurkenni fúslega að hatast við brokkoli og ketti, er þó hvorki meðlimur í Vantrú né Siðmennt. Hver fer með gífuryrði?

Ein af ástæðunum að ég get ekki aðhyllist ekki kristna trú er það hvað það er fljótt að gleymast þetta með að elska náungan, bjóða hinn vangan og gera ekki öðrum það sem maður vill ekki að þeir geri manni.

Hvernig gengur annars að vera ekkert sérstaklega trúaður og halda að manneskja geti ekki án trúar verið?

Arnar (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 13:44

20 identicon

"Kannski ertu bara trúleysingi til þess að geta rifist og formælt fólki i bloggheimum."

Ó nei, þar komst upp um mig.  Trúaðir geta náttúrulega ekki rifist og formælt fólki í bloggum.. nei nei.  Ef þeir gætu það myndi ég sko frelsast eins og skot.

Arnar (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 13:48

21 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já Arnar, eins og ég sagði, hafðu hægt um þig um jólin og forðastu rafmagn og

a) rifrildi um trúarbrögð

b) umræður um stjórnmál 

c) stæla við jólasveininn 

d) heimsóknir á bloggið mitt.

Allt þetta æsir þig og fær blóðþrýstinginn til að hækka upp úr öllu valdi.

Annars fjallaði þetta blogg um yfirlýsingar patríarka í Palestínu. Einhver komment á þau?

Bless

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.12.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband