Leita í fréttum mbl.is

Tuusula

kullervos_curse

Atburđir dagsins í Tuusula í Finnlandi slá harmi á alla viti borna menn. Mađur getur ađeins spurt sjálfan sig hvađ veldur svona tilgangslausu brjálćđi? Af hverju ţurfa sumir menn ađ draga ađra međ sér í dauđann? Erfitt uppeldi, ástarsorg, stundarbrjálćđi eđa eitthvađ annađ? Ekkert virđist rökrétt í svona glćp.

Fjölmiđlar eru farnir ađ geta sér til um hvađ gerđist í höfđinu á piltinum sem framdi ódćđiđ, og skrifa nú ađ hann hafi sagst taka SSRI geđlyf. Skólamorđingjar í Bandaríkjunum hafa einnig veriđ á ţessari tegund "gleđilyfja". Íslendingar eiga reyndar Norđurlandametiđ í notkun ţessara lyfja.

Skotvopn ćttu ekki ađ vera á heimilum manna á ţessum lyfjum.

Ef SSRI lyf, eđa röng notkun ţeirra, geta valdi sturlun, ćtti ađ banna ţau ţegar og íslensk yfirvöld ćttu ađ fá heimild til ađ samkeyra lyfjaupplýsingar viđ upplýsingar sínar um vopnaeign landsmanna. Íslendingar eru ađ mörgu leiti líkir Finnum. Höfum vađiđ fyrir neđan okkur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur D. Haraldsson

Er ţetta spaug, Vilhjálmur? Ég trúi varla ađ ţér geti veriđ alvara...

Guđmundur D. Haraldsson, 7.11.2007 kl. 23:26

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Íslendingar eru líkir Finnum, ţađ hefur sýnt sig. 

En mér er líka fúlasta alvara međ allt hitt! Bönn og bođ, innan eđlilegra lýđrćđislegra marka, geta komiđ í veg fyrir fleiri slys og jafnvel vinsćla geđsjúkdóma og -raskanir, sem ég held ađ séu ekki eingöngu arfgengir kvillar.

Átröskun var t.d. ekki algengur sjúkdómur á 19. öld á Íslandi. Löngun manna til ađ eiga riffil, ţegar Bónus et. al. geta bođiđ ferskt kjöt og í  frystikistum, bendir eindregiđ til ţess ađ menn séu enn á veiđimannastigi. Ţunglyndir veiđimenn geta veriđ hćttulegri örđum en rjúpum og gćs.

Hins vegar held ég, ađ samkeyrsla lyfjaskrár viđ byssuskrá muni ekki gefa marga kandídata, sem eru á gleđitöflum á fjöllum. Sumir fá alla gleđi sína og kikk úr ţví ađ deyđa ađra, stundum dýr ...... en ţví miđur stundum menn. 

Menn međ "veiđimannagen" eru oft fatalistar eins og forfeđur ţeirra. ţeir eru flokksdýr og álíta sig vera reddara og leiđtoga flokksins. Ţeir hafa ekki enn fattađ ađ ţađ eru konurnar, sem hafa töglin og hagldirnar og ţróađri heila en ţeir. Ţeir ná bara í matinn međ ţví ađ nota vopn og líkamlegt vald. Ţegar veiđimenn fortíđarinnar gátu ekki náđ í mat, tóku ţeir oft ákvarđanir fyrir allan hópinn og hugsun ţeirra ţunglyndustu hefur örugglega veriđ: "Ef ég get ekki veitt, verđa allir ađ deyja". Ef til eru svoleiđis menn í dag, er betra ađ taka frá ţeim vopnin, en ađ fylla ţá af lyfjum sem kannski ekki virka.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.11.2007 kl. 08:07

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Međal Forn-Grikkja og Rómverja urđu ungir menn lögráđa hálfţrítugir. Ég tel ađ ţađ hafi veriđ góđ ástćđa til ţess.

Elías Halldór Ágústsson, 8.11.2007 kl. 18:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband