Leita í fréttum mbl.is

Aumingja (karl)maðurinn

Lektor Lucy HR
Karlmennskuspjall er hópur pungþungra karla í opinberu leynifélagi á Facebook. Þeir óttast mjög um hag sinn, því þeir hafa uppgötvað of seint að konur eru líka menn og að og fáeinar þeirra eru bara nokkuð klárar - þótt hægt sé að deila um allar hinar. Konan mín er t.d. klárari en ég, og þá er nú ekki mikið sagt.

Þessi hópur karla, í klípu og sálarkreppu í leynisellu á FB, hefur í mikilli leynd sagt sína skoðun á "veikara kyninu". Því kom þeim á óvart að einn í sniglavinafélaginu þeirra var hankaður í einstakri karlmennsku sinni og stóryrðum og rekinn af Háskóla í Reykjavík fyrir óvægileg orð um stúlkubörnin þar. Einhver laumukarl (kona) hafði nefnilega laumast inn á þessa harðlokuðu leynisellu spældra og önugra karla, Karlmennskuspjallið. Slík vinnubrögð sýna vitaskuld útsjónarsemi og lymskulegheit kvenna og jafnfram heimsku og afdalahátt karla í hinni endalausu baráttu kynjanna.

Nú er einn lögfræðinganna sem tókst að gera dæmda skáta úr morðingjum fenginn til að verja einn félagann í leynisamtökunum Karlmennskuspjall sem fór yfir strikið. Það sem sá reglubróðir gerði er náttúrulega miklu verra en nokkuð morð. 

Ég kenni í brjósti um karla sem telja konur vera vandamál fyrir sig. Vitaskuld er til nóg af vitavonlausum konum í mikilvægum stöðum sem karlar gegndu áður með mismunandi árangri. Málefnaleg gagnrýni á slíkar konur, sem minna á karla, á að vera leyfileg líkt og það er leyfilegt að karlar séu gagnrýndir fyrir léleg vinnubrögð. Konum leyfist hins vegar að halda sínum stöðum án þess að svara gagnrýninni, eða eru greindari en karlar því þær segja ekki neitt, svara ekki, halda kjafti. Karlar láta ávallt karlalega, en konurnar vita upp á sig skömmina, enda aldrei eins vissar í sinni sök (sakleysi) og karlar.

Ég hef alltaf haft einstaklega gaman af konum í þrívídd eða fleiri víddum, og konur með mikið í farteskinu (les heilabúinu) hafa heillað mig mest, sérstaklega ef ég skil þær ekki og þær skilja mig alls ekki.

Karlmenn skil ég hins vegar miklu verr en konur og þykja þeir flestir leiðinlegir, sjálfselskir, sjálfsuppteknir og sjálfhverfir. Takið orðið sjálf (sem fundið var upp af konu en stolið af karli) - og bætið hvaða orði sem er við - og það passar við karla.  Þeir eru með stór egó. Svo vel vill þó til að sjálfsöruggir menn með stór egó heilla flestar konur og þar með er mannkyninu við haldið, með öllum göllunum.

Ég er fyrir löngu búinn að gefast upp fyrir kvennaveldi framtíðarinnar, þar sem mikill friður mun ríkja á ströndinni í  heimshitanum. Ég fer brátt að heimta meiri virðingu af konu minni sem er útivinnandi, meðan að ég er heimavinnandi karl, kokkur, eldhúsrella, hreingerningamaður og málari svo fáeitt sé nefnt.  "Hann Vilhjálmur hélt svo fallegt heimili fyrir konuna sína" verður vonandi sagt um mig.

En ég þori bæði, get og vill - Og nú heimta ég heimshitnunarbætur.

Billedresultat for Freddie mercury cleaning gif

Efst er mynd af elsta femínistanum sem sérfræðingar hafa fundið. Hún er lagin við að troða sér alls staðar inn. Myndin mun hafa verið tekin á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband