Leita í fréttum mbl.is

Nýskipaður sendiherra BNA á Íslandi er fyrrverandi umskurðalæknir

DrGunter

Ólíkindadýrið Trump hefur ráðið nýjan sendiherra BNA á Íslandi. Hann heitir Jeffrey Ross Gunter og er frá Kaliforníu. Sjá hér.

Gunter er húðlæknir en einnig gyðingur og hefur á fyrri árum starfað við að framkvæma umskurði. Nú fjarlægir hann mest vörtur og krabbaæxli sem hvítir menn fá í of mikilli sól.

Sumir segja að Trump sé óútreiknanlegur, en í þessu tilfelli læðist að mönnum sá grunur að val Trumps á sendiherranum hafi verið mjög ígrundað vegna þess að umskurðarbann var til umræðu á Íslandi. Það tel ég persónulega ólíklegt. Portkonur þær sem lélegi lögfræðingurinn Cohen borgaði, segir að Trump sé ekki umskorinn sjálfur og dýrki forhúð sína. Ég trúi því að hæfileikar Cohens i fjarlægingu kýla muni brátt koma í ljós.

Áður en Gunter missir sólbrúnkuna í Reykjavík, legg ég til að Dr. Gunter fjarlægi vörtuna sem vex umhverfis rassgatið á forsetanum  í Washington. Í Reykjavík getur hann fjarlægt brúna blettinn á nefi þeirra Íslendinga sem ekki halda vatni yfir Trump og dýrlegheitum hans.

Vinur minn einn í Los Angeles sem er heilaskurðlæknir, skrifaði mér:

Gunter is the only dermatologist in the US who doesn´t think Trump is a wart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

 Ef einhver getur upplýst mig um hver JHT sem gerir andgyðinglega athugasemd við frétt Washington Post er, þætti mér vænt um að heyra í ykkur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.8.2018 kl. 08:14

2 Smámynd: Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir

Þessi nýi sendiherra Bandaríkjanna er varla í fleiri störfum. Hann þarf þess líklega ekki. En eflaust verða margir ánægðir með að fá þennan nýskipaða vin Trump til að vera á Íslandi sem sendiherra.

Ef þú ert að hugsa um það hvort Trump sé umskorinn eða ekki, þá er hann það MJÖG líklega. Á þeim tíma sem hann fæðist þá eru nánast allir drengir sem fæðast í Bandaríkjunum umskornir. Í dag hafa konur sem fæða drengi þar, val með þetta.

Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir, 23.8.2018 kl. 15:43

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

 Guðrún, þú ert svo að segja staðkunnug, Þ.e.a.s. í BNA. En þú hefur ekki á réttu að standa um að allir drengir á þeim tíma sem Trump fæddist á hafi verið umskornir. Mikil andstaða var meðal þess á meðal fólks af þýskum ættum. Trump lét illa þegar barnabarn hans, sonur Kushners, var umskorinn en það telja sumir að hafa verið "act of solidarity" https://thelapine.ca/trump-says-uncircumcised-men-are-un-american-and-smell-bad/ En líklega hljóta allar konurnar sem segjast hafa lent í honum fyrir neðan beltisstað að vita hvernig hann e hengdur að neðan, eða hvort það sé yfirleitt nokkuð að sjá. Þær ævintýrakonur sem séð hafa tól forsetans hljóta að geta sagt okkur hvað er títt úr neðra. 

Konur fæða börnin, en menn eiga nú enn mikinn þátt í getnaðinum, og hafa því einnig valið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.8.2018 kl. 16:33

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Svona skrif eru ekki svaraverð og höfundur ætti að fara í innhverfa íhugum

Halldór Jónsson, 24.8.2018 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband