Leita í fréttum mbl.is

Réttlćti handa Jonathan Pollard!

Allir međ einhverja söguţekkingu vita hver Alfred Dreyfus var og af hverju hann var dćmdur í ćvilanga ţrćlkun. Ákćran hljóđađi upp á landráđ og njósnir, en gyđingahatur var afgerandi ástćđa fyrir ţví ađ hann var dćmdur til dvalar á Djöflaeyju. Viđ vitum einnig hvernig Frakkar í endalausri sjálfumgleđi sinni hafa síđan "framreitt" Dreyfus: eins og franskan hana međ einglyrni og vaxađ yfirvaraskegg. En svona leit hann nú út í raun og veru, karlgreyiđ, áriđ 1895:

Dreyfus sviptur tign

Miklu líkari skagfirskum heiđabónda en frönsku stertimenni, ekki satt? Dreyfus fékk uppreisn ćru međ hjálp góđra manna. 

Allir bloggarar á Íslandi hafa örugglega lesiđ framhaldsöguna af fangelsun Snorra G. Bergssonarsem grunađur var um hryđjuverk á flugvelli í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Ţađ tók einhverjar klukkustundir fyrir bandarísk yfirvöld ađ taka sönsum í ţví máli og leysa Snorra úr prísundinni. En í máli Jonathans Pollards hefur ekkert gerst í tćp 22 ár. Jonathan Pollard fékk lífstíđardóm fyrir njósnir í ţágu Ísraelsríkis, vinaríki Bandaríkjanna. Njósnir Pollards komu í veg fyrir hryđjuverk.  Um sekt hans og málsbćtur er hćgt ađ lesa á heimasíđu stuđningsmanna hans og í stuttu máli í samantekt konu hans.

Ţađ sem er ógeđfellt viđ mál Pollards er ţyngd refsingarinnar miđađ viđ ţá refsingu sem ađrir njósnarar hafa fengiđ i BNA. Bandarískur mađur, sem hefur njósnađ fyrir Sádí Arabíu gengur laus. Sá mađur er ekki gyđingur eins og Pollard. Er ţađ tilviljun, eđa er glćpur Pollards stćrri en glćpur njósnara Sádi Araba?

Ţađ er viđ hćfi hér ađ minnast ţess ađ ţeir sem dćmdir eru fyrir njósnir fyrir Ísraelsríki í Arabaríkjum fá ekki lífstíđardóma! Pollard hefđi fyrir löngu veriđ kominn úr fangelsi ef hann hefđi lent í steininum í einhverju nágrannaríki Ísraels.

Free Pollard

Ţú lesandi góđi getur gert ţitt til ađ fá Jonathan Pollard leystan úr haldi međ ţví ađ senda bréf til Bandaríkjaforseta og beđiđ hann um ađ náđa Jonathan Pollard.Er ekki kominn tími til ađ senda bréf til Bush?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband