30.12.2014 | 11:34
Farið öll til Noregs, sem fyrst!
Norðmenn bjóða betri kjör, nýjan bíl og meira fjör. Þar að auki þjást Norðmenn auðvitað miklu meira en Íslendingar og í anda Florence Nightengale heitinnar er vitaskuld um að gera fyrir íslenskar hjúkkur að fórna sér og fara til Noregs með íslensku læknunum sem þangað hóta að fara. Þar geta þær hjálpað til i allri eymdinni í stað þess að aðstoða fólk sem veikist vegna fátæktar, þegar það getur ekki lengið fengið atvinnuleysisbætur á Íslandi.
Því er haldið fram af formanni hjúkrunarfræðinga, að hundruð starfssystkina hans hafi leyfi til að vinna í Noregi. En það er auðvitað innantóm lygi. Ég skora á Ólafa G. Skúlason að sanna mál sitt!
Hér er greinilega verið að notast við klassískar íslenskar læknalygar! Eins og þegar læknar halda því fram að þeir hafi lægri laun en læknar í Slóvakíu (sjá hér). Nokkrir tugir hjúkrunarfræðingar hafa fengið leyfi til að vinna í Noregi. Málanámskeiðin í norsku sem haldin hafa verið fyrir hjúkkur hafa nú ekki beint orðið til þess að hundruð hjúkka hafi leyfi til að vinna í Noregi.
Svo fara hjúkrunarfræðingar venjulega til Noregs í stuttan tíma í senn. Það gera hjúkrunarfræðingar frá Danmörku líka, þegar þær langar í meiri aur og smá utanvaktaævintýr í knallhytta. Þegar vinnan er miðluð í gegnum vikar-þjónustur eru launin vissulega hærri en þegar maður ræður sig í fastar stöður. En mest er boðið upp á afleysingar í nokkrar vikur í senn og flugið er borgað.
Oft er ekki hægt að treysta á þessar vinnumiðlanir. Vinnumiðlunin Helsenor er annáluð fyrir svik og pretti og Centric Care sem ásakar Helsenor er víst ekki miklu áreiðanlegri.
Spurningin sem vaknar er, hvort Íslendingar séu ginnkeyptari fyrir lygi en aðrar þjóðir??
Maður verður líka að spyrja sig, af hverju ríkt land eins og Noregur hefur ekki "framleitt" nóg magn af hjúkkum? Fara norskar hjúkkur til enn ríkari landa, eða eru þær ekki til? Hjúkrunarfræðingar í Noregi eru líka í launabaráttu.
Kannski hefur skyndilegur skeggvöxtur norskra hjúkrunarfræðinga í kjarabaráttum orðið til þess að atvinnumöguleikar hafa skapast fyrir íslenskar hjúkkur.
Sjúklegar ýkjur í lækna og hjúkrunarfræðingastétt Íslands virðast liggja í genunum. Þessi andskoti hefur borist hingað við landnám. Á þessu áróðursspjaldi er því haldið fram að "Tíu Þúsund hjúkrunarfræðingar í Noregi hafi yfirgefið fag sitt". Grunar Gvend, að sú tala sé úr lausu lofti gripin eins og margt í röksemdafærslu heilbrigðisstétta. En hver veit, kannski eru hundruðin af íslenskum læknum sem ráðnir eru á norsk sjúkrahús svo leiðinlegir, að norskar hjúkkur flýja. Sú tilgáta er engu síðri en yfirlýsing um að 10000 hjúkrunarfræðingar hafi yfirgefið fagið í Noregi. Stundum, og reyndar oft fara hjúkkur í barnseignarfrí. Dæmi þekki ég af því frá dönskum spítölum að ein deild þurfti að fá 80 afleysingarhjúkkur, því fastahjúkkurnar voru svo frjósamar í kór. En 10.000 hjúkkur sem hverfa bendir einna helst til þess að Svarti dauði herji enn í afdölum Noregs, eða að Breivik eigi bróður sem útrými hjúkrunarfræðingum.
Hér áður fyrr fóru margar norskar hjúkrunarkonur og þjónuðu SS á vígstöðvunum. Þær kunnu nóga þýsku, svona álíka og íslenskir hjúkrunarfræðingar pluma sig á norsku. En þar fyrir utan voru SS-hjúkkurnar allsleipar í rúmmensku.
Norskar SS-hjúkkur gerðu sitt til þess að þýskir hermenn gætu drepið fleiri. Þær eru alltaf veikar fyrir áróðri, stúlkurnar í hvítu kirtlunum.
Það er vitanlega algjörlega óferjandi að ríkasta land heimsins sé að flytja út vandamál sín og lokka til sín íslenskar hjúkkur vegna þess að velferðakerfi þeirra er meingallað.
Góða ferð hjúkkur, þetta er frjáls heimur. Ef þið getið ekki lifað af á Íslandi, þá er um að gera að bjarga sér úti í heimi.
Norðmenn bjóða betri kjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 231
- Frá upphafi: 1353051
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 175
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
NNN heita samtök í Kanada, sem hugsanlega gætu skýrt eitthvað af hjúkkuflóttanum frá Noregi
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.12.2014 kl. 11:58
Æ Vilhjálmur minn ætlarðu ekki næst að ráðast á rafvirkja og tölvunarfræðinga og annað vinnandi fólk sem fer erlendis. Þetta er birtingarmynd atgerfisflótta þar sem launakjör eru ekki samkeppnishæf. Við fáum fólk til Íslands til að vinna á skítalaunum í ferðaþjónustinni og búa í ólöglegu verksmiðjuhúsnæði í nokkurs konar gettóum á höfuðborgarsvæðinu. Reyndir hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur starfskraftur en þær eru fæstar menntaðar erlendis eins og sérfræðilæknar sem íslenska ríkið þarf að ná tilbaka.
Það geta ekki allir þegið bætur og skammað og litið niður á vinnandi fólk og fagstéttir og klárlega mun aukin samkeppni um ákveðið vinnuafl leiða til launahækkanna. Það gerist hvað varðar tölvunarfræðinga, rafvirkja og mun gerast hvað varðar aðrar stéttir sem eiga auðvelt með að fara erlendis í betur borguð störf.
Gunnr (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 13:47
Hver er sinnar gæfu smiður Vilhjálmur. Þökk sé frelsinu (EES/Schengen) gefst fólki nú tækifæri til þess að rjúfa vistarböndin við Framsóknar-mafíuna og þrælapískara LíÚ/SA.
Það þarf enginn að láta hafa sig að fífli lengur á þessu volaða skeri, hafi menn á annað borð vott af sjálfsvirðingu og sjálfstæði í eiginlegri merkingu þess orðs.
Hafi fólk áhuga á betra lífi í réttlátara samfélagi þá fer fólk og spjarar sig í útlöndum. Auðvitað spjara sig ekki allir - hvorki á Íslandi né annars staðar. Best gengur þeim skiljanlega sem af forsjálni hafa valið að afla sér hagnýtrar alþjóðlegrar menntunar. Slíkt stendur öllum til boða sem áhuga og áræðni hafa.
Að minnsta kosti þangað til Vigga Hauks tekur sér stöðu í vélbyssuhreiðri á Keflavíkurflugvelli og skýtur landflóttamenn í bakið eins og þá sem flúðu yfir Múrinn í DDR.
Róbert Björnsson, 30.12.2014 kl. 14:16
Hvað ertu, Vilhjálmur, að hvetja menn til að fara til Noregs, þegar þar er samdráttur fram undan? Norska krónan hefur fallið verulega síðustu vikuna vegna mikillar lækkunar olíuverðs á alþjóðamarkaði. Þetta leiðir af sér fækkun starfa. Ertu ekki nógu nálægt Noregi þarna í Köben til að vita af þessu?
Jón Valur Jensson, 30.12.2014 kl. 14:39
Róbert, hvaða lyfjum ert þú á? Ég er einmitt að hvetja Íslendinga til að fara til Noregs og Slóvakíu. En íslenskir læknar eða hjúkkur eru ekki á leiðinni, nema út í búð að kaupa. Þetta væl í þeim er aðeins til að ná sér í hærri hýru en allir aðrir fá í hinu auma þjóðfélagi, sem er nú ekki aumara en svo, að það hafði ráð á því að styrkja þig í dýrt sérnám. Hvar ertu nú. Upp á einhverjum kvisti í Lúxemborg þegar þú ferð ekki i Lederhosen upp að Berchtesgaden.Til hamingju með frelsið!
Ísland er ekki volað sker. Vist í ESB fullvissar flesta um það. Þú er bara svo hátt uppi í skýjunum, launalega séð, í þínu fagi. En ekki öfunda ég þig. Lúxmborg er ekki beint skemmtilegasti staður í heimi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.12.2014 kl. 14:41
Jú, Jón Valur, ég þykist nú vita hvernig ástandið í Noregi er. Vel gæti verið, að vinnutækifærum fyrir Íslendinga fari fækkandi á næstunni í Norvegi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.12.2014 kl. 14:46
Það er svo að lækkun olíuverðs og lækkun norsku krónunar gæti í raun haft öfug áhrif fyrir Ísland.
Lækkun norsku krónunar mun þýða vítamínsprautu fyrir fiskvinnslu og annan iðnað í Noregi og þar mun samkeppnin við íslenskan fiskiðnað harðna og það mun vanta bæði sjómenn og vant fiskverkunarfólk hvort sem það er af íslensku bergi brotið eða pólsku/litnesku en vinnur á Íslandi.
Lækkun norsku krónunar mun í raun draga úr gríðarlegum straumi hjúkrunarfræðinga eða lækna frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi og það mun í raun geta bitnað hart á íslenska heibrigðiskerfinu. Það eru ráðningafyrirtæki sem fá bónus fyrir að skaffa hæft fólk, það mun auka pressuna á Ísland. Verktakagreiðsla fyrir afleysingar dagvinnu fyrir sérfræðng eða heimilislækni er um 50.000 Nkr á viku (ekki mánuð) fyrir dagvinu eða hærri og ef þessu fylgja vaktir getur þetta meira en tvöfaldast. Norska krónan þyrfti að lækka ansi mikið til að gera það óhagkvæmt að ráða sig til Noregs.
Það er spáð stöðugum og lágum vöxtum í Noregi meðan það er ennþá óljóst hvernig íslenska hagkerfið lendir. Heilbrigðisstarfsmenn hjá hinu opinbera í Noregi hafa lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna en þess njóta ekki íslenskir læknar á Landspítala.
Það þýðir ekkert að gera lítið úr fólki eins og hjúkrunarfræðingum og hæsta máta ósmekklegt að kenna norska hjúkrunarfræðinga við nasisma eða vera með einhverja kvennfyrirlitingu af því að þetta er kvennastétt.
Það er eru ekki vistabönd á Íslendingum og heimnurinn er stór.
Gunnr (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 17:54
Kvenfyrirlitning? Veistu hvað margar þær fóru til að hjálp Hitler, Gunnr, að til að lappa upp á þýska hermenn svo þeir gætu drepið fleiri gyðinga og lamið á kommúnistum? Yfir 1000 norskar "frontsystur" eru skráðar og yfir 300 voru enn að bjarga aríska aumingjanum á austurvígstöðvunum í lok stríðsins.
Stétt hjúkrunarkvenna í Noregi varð norsku þjóðinni til skammar. Þær hafa nú aftur hlaupið af vaktinni í landi sínu og enginn veit hvert, og íslenskar afætur fara og fylla upp í skörðin eins og hrægammar. Svo var á tímabili ekki nóg af norðmönnum sem fóru í þetta nám. Þeir fóru frekar til Danmörku til að læra læknisfræði, því svo fáir komist að á læknadeildum Noregs. Noregur er að borga það sem þeir spöruðu í kennslu. Íslendingar borga því þeir missa sína lækna og hjúkrunarfólk. Rétt væri að kæra Noreg fyrir þennan nánasahátt. Noregur ætti að greiða íslenska ríkinu skaðabætur. En við vitum svo hins vegar öll, að Noregsferðalög íslenskra heilbrigðisstétta er fyrst og fremst mýta. Flestir eru læknarnir í Svíþjóð þar sem þeir ílentust eftir framhaldsnám.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.12.2014 kl. 18:11
Það að einhverjir tugir norskra hjúkrunarfræðinga voru nasistar og hjúkruðu sárum þýskum hermönnum hefur ekkert með veruleikan að gera í dag. Þær voru raunar dæmdar fyrir þetta í réttarhöldunum eftir stríðið í Noregi.
Raunar virðist þetta vera nokkuð einkennandi fyrir málflutning þinn eins og hjúkrunarfræðingar í dag hafi eitthvað með þetta að gera. Þú ert fornleifafræðingur Vilhjálmur og það er ákaflega auðvelt að finna ýmislegt misjafnt úr heimi fornleifafræðinnar sem oft á tíðum var lítið annað en rán á fornminjum og arfleið þjóða og fáar fræðigreinar hafa eins ljóta sögu. Það er samt enginn að segja að þú sem einstaklingur eigi þarna eitthvern hátt.
Sérmenntun á íslenskri læknastétt hvort sem það eru skurðlækningar, lyflækningar og undirsérgreina er öll fengin erlendis frá og fyrir þetta hefur íslensk þjóð ekkert greitt. Ætli það séu ekki um 1/3 sérfræðilækna á Landspítalanum er með til vibiðbótar doktorsgráðu (PhD) frá erlendum háskólum að viðbættri sérgrein eða sérgreinum og það er í raun ekkert sem íslenskir skattgreiðendur hafa greitt fyrir. Það eru sumir sem virðast halda það að íslensk heilbrigðisstarfólk sé í vistaböndum. 40% íslenskra lækna starfa erlendis. Það eru engar ýkjur að íslenska heilbrigðiskerfið getur verið gleypt í einum bita og er á góðri leið að verða varhlutalager fyrir heilbrigðiskerfi nágrannalandanna.
Gunnr (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 19:28
100 tugir hjúkka voru SS-gærur! Ekki nokkrir tugir. Vona að þú mælir ekki skammtana niður í sjúklingana þína með álíka töluspeki.
Lifðu heill Gunnr, þó þú farir ekki til Noregs. Gleðilegt ár!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.12.2014 kl. 20:06
Þetta er ófremdarástand og íslensk þjóð er í úlfakreppu og heilbrigðiskerfið er að "ganga plankann" og því miður bíður hrollkaldur veruleiki við endann. Það verður geysilega erfitt að klifra upp aftur. Það bíður kaos á illa mönnuðu og niðurnýddu heilbrigðiskerfi þar sem allir grundvallarþættir gefa sig á sama tíma en því miður er stór hluti íslenskrar þjóðar ekki enn að átta sig á þessu. Aðrar og miklu stærri þjóðir sérmennta td. sína lækna en íslenska heilbrigðiskerfið gerir það ekki og því er hættan miklu meiri og ef menn missa niður heilbrigðiskerfið mun það taka áratugi að byggja aftur upp. Það kemur enginn til að fórna afkomu fjölskyldu sinnar til að misvitrir íslenskir stjórnmálamenn geti verið að spreða skatttekjum í sín heimahéruð í gæluverkefni með að flytja til opinber störf eða að lækka kvótaleigu eða bruðlið í bankageianum bæði Íbúðarlánasjóð, lífeyrissukkið og alla hina vitleysuna. Sorry ég held að margir séu hreinlega búin að fá yfirdrifið nóg og séu að undirbúa för héðan að fullu eða einhverju leiti. Því miður gæti þetta orðið það stór blóðtaka að íslensk heilbrigðiskerfi yrði í raun óþekkjanlegt eftir.
Ég vona svo innilega að þessi svartsýni mín fær ei staðist en það eru gríðarlega stórir árgangar lækna í Noregi og Svíþjóð sem fara á eftirlaun á næstu árum og stór hluti ungra lækna eru konur sem eignast börn og vilja minna starshlutfall og aldursdreifing Evrópu og heimsins þýðir að það þarf enginn að óttast atvinnuleysi í heilbrigðisþjónustunni og þar er andað ofan í hálsmálið á Vesturlöndum enda er eftirspurnin eftir vestrænni heilbrigðisþjónustu gríðarleg og vaxandi.
Því miður verður ekki hægt að kaupa þetta á Ebay eða í Bónus.
Glðilegt ár¨!
Gunnr (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 20:41
Gunnr.
Það er líklegt að allir þessir sérfræðilæknar sem þú nefnir hafi verið á námslánumöll þessi ár við að afla sér sérfræðimenntunarinnar sem og doktoreringarinnar. Sömuleiðis hafa þeir að líkindum greitt einhver skólagjökd - mis há þó og fengið fyrir þeim lán.
Þessi lán eru íslenskir skattgreiðendur að niðurgreiða því lánin eru ekki á eðlilegum vöxtum - heldur sérlega lágum og almennir skattgreiðendur borga þann brúsa 100%
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.12.2014 kl. 06:50
Vilhjálmur. Þú skrifar eins og þú sért á Sossanum. Ert þú á Sossanum ? Held það svei mér þá,,
Kristinn J (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 12:39
Hvað er landflótta grafarræningi að vilja uppá dekk?
Ufsi (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 12:55
Kristinn M.J, Nei ég fæ ekki sossann. Ég fæ ekkert í Danmörku. En þú ert auðvitað einn að þessum sem sparkar í fólk sem ekkert hefur og hefur tök á því sem píparaiðnaðarmaður. Kristinn hvernig gengur annars með pípurnar og söluna á húsinu. Enginn gefur 58 millur í þennan kassa þinn í Grafarvogi. Tókstu of mörg lán fyrir hrun? Ég held það svei mér þá.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.12.2014 kl. 14:12
@Predikari
Sérnám í læknisfræði er ekki lánshæft frá LÍN og PhD nám í læknisfræði ekki heldur. Þetta er byggt á sænskum, dönskum, norskum, bandarískum rannsóknarstyrkjum og launum og ekki á verðtryggðum íslenskum lánum sem betur fer fyrir viðkomandi. Raunar eru styrkir að hluta í nágrannalöndum meðan þetta eru lán á Íslandi. Ef þetta yrði lánshæft hefði alla vega enginn efni á að koma til Íslands miðað við íslenska launataxta starta á núlli með ca. 1 einbýlishús í verðtryggðu láni frá LÍN. Raunar eru menn rukkaðir frá LÍN og missa öll réttindi á Íslandi þar á meðal í íslenska heilbrigðiskerfinu og margir eru það lengi að þeir eru búnir að missa atkvæðisréttinn. Ef fólk kemur tilbaka er það og fjölskyldan ótryggt í 1/2 ár þannig að það er ekkert geypilega mikið sem dregur fólk til Íslands.
Gunnr (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 16:48
Gunnr.
Það breytir ekki því að grunnlæknisnámið hér heima er lánshæft og af því bera skattgreiðendur fjármagnskostnað sem læknarnir sem starfa erlendis greiða ekki sjálfir.
Hugmyndin um að námslán, sem ekki nýtast að námi loknu hér á landi þar sem lánþegi flyst utan og strarfar ekki hér, beri markaðsvexti eftir brottflutninginn. Það er í raun danngirniskrafa í alla staði.
Það er ekkert til sem er ókeyois málsverður - það er ávallt einhver sem greiðir - þá er aðeins sanngjarnt að sá sem neytir greiði sjálfur fyrir.
En við sérferæðinámið og doktoreringuna vinna viðkomandi læknar á sjúkrahæúsi í því landi sem þeir nema fræðin, enda hluti af náminu.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.12.2014 kl. 20:23
@Predikarinn. Skólagjöld, kjör námslána ættu að koma fram í launakjörum að loknu námi. Það að breyta kjörum námslána er nú ólögleg mismunun enda hvernig væri það að ríki að rukka hvert annað fyrir menntun fólks og setja vistabönd á ungt fólk. Þetta er brot á fjórfrelsinu og algjörlega á skjön við EES samninginn sem betur fer og menn geta ekki innheimnt slikt í öðrum EES löndum. Raunar er LÍN að rukka fyrir námslán fyrir látna námsmenn sem er í raun óþekkt í öðrum löndum. Raunar ættu íslendingar að greiða fyrir sérmenntun lækna. Hin Norðurlöndin greiða styrki meðan Ísland ætlar að taka vexti af námslánum og mörg störf fyrir íslenska ríkið eru það illa borguð að það borgar sig ekki að mennta sig. Læknir sem lokið hefur grunnámi og kandídatsári fær um 360-380 þúsund krónur á mánuði miðað við 40 stunda vinnuviku og 6 ára læknanám að viðbættu einu kandídatsári. Menntaskólakennari er með amk. 5 ára nám. Leikskólakennari með 4 ára nám er í raun Veðurfræði er 5 ára nám sem fer fram erlendis og margt annað mætti telja. Raunar eru menn að hvetja fólk til að fara erlendis vegna lélegra kjara á Íslandi og til þess að gera hárra námslána án þess að tekjur fylgi þessu. Menn fara þá út fyrir íslenska krónuhagkerfið.
Gunnr (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 21:33
Gunnr.
Já - koma í veg fyrir mismunun og setja strax markaðsvexti á öll násmslán. Það hlýtur að vera mismunun og brot á jafnræðisreglu sem og EES reglum að einungis námsmenn fái niðurgreiðslu á vexti sína og hafa einir aðgang að því.
Annað hvort fá allir niðurgreidda vexti eða enginn. Hvers vegna í ´ósköpunum er verið að niðurgreiða þessa vexti á annað borð ? Hver fór fram á það ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.12.2014 kl. 23:34
@Predikari
Það var eitt sinn eitthvað sem hét jafnrétti til náms en Ísland getur auðvitað valið aðra leið en nágrannalöndin. Valið leið Bandríkjanna og komið á skólagjöldum og þvílíku. Klárlega mun enginn fara í láglaunastörf hjá íslensa ríkinu hvort sem það eru læknar, kennarar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, tölvunarfræðingar eða aðrir og það mun þurfa að skrúfa upp launin umtalsvert. Viðbúið að fólk fari erlendis og það enda mun fólk ekki verða lánshæft við íbúðarkaup og viðbúið að það myndi ekki hafa efni á að kaupa sér hús á Íslandi sem augljóslega myndi enda í hruni á íbúðarmarkaði og fólk flytti af skerinu og hætti að greiða í íslenska lífeyrissukkið. Ísland er raunar verst mennaða land OECD og við gætum auðveldlega orðið fátækasta ríi Evrópu með þessu móti. Kanski við gætum byggt ríkisrekna áburðaverksmiðju til að framleiða áburð í niðurgreidda landbúnaðin með niðurgreiddu rafmagni eða aðrar æðislegar viðskiptahugmyndir. Gleðilegt ár!
Gunnr (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.