Leita í fréttum mbl.is

Daniel Pipes í Kaupmannahöfn

Daniel Pipes in Copenhagen

Ég fór í dag til ađ hlusta á súpermann zíonistanna, Daniel Pipes, sem er staddur í Kaupmannahöfn. Hann hélt erindi í kjallaranum á safnađarheimili gyđinga í Kaupmannahöfn. Ekki ćtla ég ađ endurtaka ţađ sem mađurinn sagđi, ţví ađ miklu betra er ađ upplýsast á heimasíđu Daniels Pipes sjálfs

Eftir fyrirlesturinn fékk ég áhugaverđar fréttir. Upplýsingar ţćr sem ég lét Simon Wiesenthal stofnuninni í Jerúsalem í té um danska stríđsglćpamanninn Sřren Kam, eftir ađ Ţjóđverjar neituđu ađ taka mál hans fyrir rétt,  hafa valdiđ ţví ađ danskir gyđingar krefjast ţess ađ danska dómsmálaráđuneytiđ flýti rannsókn á ţeim glćpum Kams sem ég benti mönnum á. Áđur en ţađ gerđist var danski dómsmálaráđherrann búinn ađ biđja dönsku lögregluna um ađ ganga í máliđ. Ţýsk yfirvöld ţegja og ţýskt sendiráđsráđunaut hér í Kaupmannahöfn tjáđi dagblađinu Politiken nýlega, ađ hann hefđi skipun ađ ofan um ađ tjá sig ekki um máliđ.

Nú, aftur í veruleikann, ţegar ég hélt heim á leiđ var eitthvađ um ađ vera. Lögreglan hafđi safnast saman í flokkum međ brynvarđa bíla á Gammel Torv og viđ norđuhliđ Vorrar Frúar Kirkju. Sá ég ekki betur en ađ danska löggan vćri komin međ bíla frá hollensku löggunni. Kallađi ég af gamni blótsyrđi á hollensku, sem sýndi mér ađ hollenskar löggur höfđu ekki fylgt lánsbílunum, ţví engin viđbrögđ voru viđ skrćkjum mínu. Tvćr ţyrlur voru á sveimi yfir miđborginni. Ekki ţćtti mér ólíklegt ađ einhver muni snapa sér fćting í kvöld og lögreglan geti kýlt kúlu á hausinn á nokkrum unglingum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband