14.4.2014 | 17:26
Morðið á hæðinni fyrir ofan
Í gærmorgun snæddi ég sunnudagsárbít með minni fallegu konu. Börnin sváfu sem fastast eftir langan laugardag. Við hjónin fórum víða í tíma og rúmi í samræðum okkar á þessum rólega tíma sem sjaldan gefst. Umræðuefnið yfir kaffinu voru ýmsir meðlimir fjölskyldna okkar, og er best að fara ekki út í um hverja var rætt til að gera ekki upp á milli manna.
Talið barst að ömmu minni sálugu í Hollandi, Elísabethu, sem dó fyrir nærri 30 árum síðan. Ég minntist allt í einu atburðar sem ég hafði ekki hugsað um í áraraðið og sem gerðist í háhýsi því sem föðuramma mín bjó í á horni Hengelolaan og Beresteinlaan í den Haag í Hollandi. Öldruð kona, á svipuðum aldri og amma mín, sem bjó á hæðinni fyrir ofan var myrt, og fundust sundurbútaðar líkamsleifar konunnar í svörtum plastpokum í lítilli tjörn í nágrenninu. Mikil skelfing greip um sig og okkur varð um og ó þegar við fréttum af þessum hræðilega atburði. Tími fjöldamorðanna var upp á sig besta og ég held að föður mínum hafi ekki liðið vel að vita af móður sinni í þessari blokk.
Eftir morgunkaffið settist ég við tölvuna til að sjá hvort einhvern tíman hefði fundist morðingi, því ég man ekki eftir því að hafa heyrt nokkuð um það, þó ég muni samt að amma mín hafði sent föður mínum einhverjar blaðaúrklippur um morðið í von um að hann kæmi og passaði hana. Og viti menn, hinn alvitri vefur gaf svörin þegar ég sló inn götunafnið og "oude moord", þ.e. gömul morð.
Morðið var framið árið 1978 og myrta konan var 77 ára gömul kona, Clara van Enger að nafni. Hún var gyðingur, sem misst hafði mestan hluta fjölskyldu sinnar í síðara stríði og sem snúið hafði til einhvers konar hindúisma eða Búddatrúar og dvalið á Indlandi þremur árum fyrir morðið. Hún kallaði sig nú Chandramani, sem þýðir fallega lótusblóm. Það nafn stóð orðið á dyrabjöllu hennar og póstkassa. Amma mín hafði einnig lýst því yfir, eftir að hún útskrifaði sig sjálfa af elliheimili sem hún flutti inn á um tíma og keypti íbúðina sína á Hengelolaan, að hún færi á námsskeið í Búddatrú og íhugun. Þetta þótti föður mínu afar fyndið man ég, en mér þótti það mjög gott hjá þeirri gömlu.
Ég las, að skömmu eftir að morðið var framið hafði lögreglan í den Haag búið til svokallaðan "prófíl" fyrir meintan morðingja nágrannakonu ömmu minnar. Hann átti að vera sadisti, sem kunni til verka með kutann, því líkið hafði verið vandlega bútað niður og engin ummerki fundust í íbúðinni um að morð hefði verið framið.
Síðar kom hins vegar í ljós að hinn fílefldi sadisti, sem annað hvort átti að vera "flinkur skurðlæknir" eða eða "laginn slátrari", var í raun aðeins tvítug stúlka, Sanju K. frá Nýju Dehli á Indlandi, sem að sögn hollenskra fjölmiðla vó minna en 45 kg. Frú van Engers hafði boðið henni með sér frá Indlandi. Van Engers hafði lofað fátækum föður stúlkunnar, sem vann við dýraspítala í New Dehli sem van Engers studdi ríflega fjárhagslega, að setja dóttur mannsins til mennta og veita henni gott líf í Hollandi. Annað varð víst upp á teningnum. Frú van Engers var ekki eins frjáls í anda og stúlkan hafði haldið, því hún gaf ungu stúlkunni ekkert olnbogarúm og stúlkunni þótti hún ver eins konar heimilisþræll hjá van Engers. Hún mátti ekki einu sinni senda bréf til Indlands og varð að afhenda van Engers vegabréf sitt og ganga í gömlum fötum af henni.
Einhverju sinni rifust þær og lagði þá Sanju K. til gömlu konunnar með hnífi með þeim afleiðingum að frú van Engers lést af sárum sínum. Í örvæntingu sinni hóf indverska stúlkan að skera líkið í hæfilega stór stykki svo hún gæti ráðið við að bera van Engers út úr blokkinni - án þess að tekið væri of mikið eftir henni við þá iðju. Neðst í byggingunni var lítil verslunarmiðstöð og þar gat verið margt um manninn og martir gætu tekið eftir burði á stórum pokum. Sanju K. kastaði svörtum ruslapokum með líkalmsleifum van Engers, einum eftir einum, í nálæga tjörn og dauðhreinsaði íbúðina. Þetta var að minnsta kosti sú skýring, sem þessi fegurðardís frá Indlandi gaf lögreglu og fyrir dómstólum, og hlaut hún aðeins 3. ára fangelsisdóm fyrir morðið, þótt saksóknari hefði krafist 5 ára fangelsis. Dómurinn yfir henni var staðfestur í hæstarétti. Allir fjölmiðlar voru sammála um að frú van Engers hefði verið hin versta norn og sérvitringur, en indverski morðinginn fórnarlambið. Hin unga og fallega Sanju K. var ein til frásagnar um allt.
Eftir þessar nýju fréttir af morðinu, sem ég hef nú fundið á veraldarvefnum, er mér einhvern vegin rórra, þó ég hafi ekki hugsað um málið til fjölda ára. En það er dálítið einkennileg tilfinning að einhver hafi verið myrtur á hæðinni fyrir ofan ömmu manns, og að vitnisburður morðingjans hafi einn ráðið dómsuppkvaðningu.
Skrýtið er einnig að hugsa til þess að stóra, gamla klukkan úr íbúð ömmu minnar, sem nú hangir hér bak við mig þegar ég skrifa þessar línur, hafi eitt sinn hangið fáeinum metrum neðan við íbúðina þar sem hin fallega, indverska Sanju K. bútaði niður gamla konu fyrir 36 árum síðan. Ætli réttlætinu hafi verið fyllilega framfylgt í þessu morðmáli? Ég er bara mest fegin því að amma mín fékk sér hund í stað húsþræls.
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 7
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 1352580
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Alltaf gaman að hressilegum morðsögum, ekki síst þegar fólk er listilega skorið í búta. Hver ætli hafi svo orðið saga morðynjunar eftir að hún slapp úr fangelsi. Kannski er húnn enn á lífi og mundar kutann.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2014 kl. 00:12
Morðynjan Sanju. Það hljómar eins og indversk gyðja sem maður sér á þessu litfögru helgimyndum Indverja. Ég reyndi að gúgla og skoða hollensk blöð á vefnum, en ekkert kom. Eftir 1993 og minningar eins blaðamanns árið 2003 hefur mér að vitandi enginn í Hollandi skrifað um þessa konu.
Hún væri 55 ára í dag, ef hún er á lífi. Kannski hefur hún flutt til annars lands og orðið söngkona, þó svo að ég sé nú ekki að hugsa um hana Leonice okkar Íslendinga. Hún sker bara og bútar menn með orðum einum. Nei, ég held að Sanju sé í dag eigandi sláturhúss í Nýju Dehli.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.4.2014 kl. 06:08
Var þetta ekki bara hún Maha Kali sem flutti til Hollands?
FORNLEIFUR, 15.4.2014 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.