27.11.2013 | 13:10
Nafn fórnarlambsins
Morgunblaðið hefur í þessari viku sagt frá meintum, ónafngreindum fórnarlömbum séra Georges og Fräulein Müller í Landakoti. Segjast fórnarlömbin ekki hafa fengið nægar bætur frá kirkju sinni. Lýsingar á meintum glæpum látinna starfskrafta kirkjunnar er allar safaríkari og klámkenndari en þær lýsingar sem koma fram í skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar. Þó svo að rannsóknarnefndin hafi ekki geta fengið staðfestingar hjá vitnum, sem sum fórnarlömbin nefndu til sögunnar, þá er Morgunblaðið t.d. með lýsingu á því að gæslukona ein í Riftúni hafi ekkert aðhafst þegar drengir voru valdir úr með valdi til að eyða nóttinni naktir í koju með sr. George.
Það er skrítið að enginn muni eftir þessu nema þolandi sjálfur. "Gæslukonan", sem blaðakona Morgunblaðsins nefnir til sögunnar, var algjörlega á ábyrgð hennar, því fórnalambið mun hafa sagt blaðakonunni að þetta hafi verið nunna og að hún héti "Nelly". Blaðamaðurinn umritaði því agnarlítið staðreyndir, sem er náttúrulega vítavert athæfi. Blaðakonan viðurkenndi svo að þarna væri um nunnuna Nellie McLaughlin að ræða. Nellie þessi er í dag þekkt og virt nunna á Írlandi. Rannsóknarnefndin hafði samband við hana og kannaðist hún ekki við þá hræðilegu atburði sem áttu að hafa gerst þegar hún vann á Íslandi.
Mikið virðist líka hafa gerst í Riftúni frá þeim árum að ég var þar (1969-70) og fram til þess að einn drengur var færður séra George "að fórn" á nóttu hverri, þar sem drengurinn sængaði nakinn með prestinum og var misnotaður. Sá sem því lýsir nú fyrir trúgjörnum lesendum Morgunblaðsins segir að hann hafi verið færður til "koju" séra Georges. 8-9 árum áður en þetta fórnarlamb segist hafa verið í Riftúni, svaf George ekki í koju. Hann svaf alls ekki í svefnfskálanum, heldur í íbúðarhúsinu í Riftúni, tugum metra frá svefnskálanum.
Heldur nokkur heilvita maður á Íslandi að aðrir drengir á aldrinum 6-13 ára í Riftúni hafi ekkert tekið eftir slíkum aðförum og hafi ekkert gert þegar leikfélagar þeirra voru teymdir óviljugir í bólið til séra Georges? Þögnin hentar ykkur nú!
Ef ég hefði orðið vitni að slíkum aðförum að öðru barni, hefði ég umsvifalaust sagt foreldrum mínum frá því. En ekkert slíkt átti sér stað í Riftúni.
Myndin sýnir börn að leik í Riftúni árið 1969. Ljósmyndari er Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson og ég tók einnig þær myndir sem þið sjáið hér neðar. Þarna má sjá Henning Busk, sem í dag er hjartalæknir í Magdeburg, dreng sem hét Klemenz, sem ég veit ekki hvar er niður kominn í dag, einnig Eirík son Gunnars Friðrikssonar sápuframleiðanda, en Eiríkur er í dag kennari í Walddorfskólanum. Einnig má sjá Helga Kárason, sem í dag er mikill trúmaður og Ísraelsvinur. Maður man ekkert eftir nöfnum á stelpum frá þessum árum enda ekki kominn með áhuga fyrir slíkum verum þá. Þarna sést einnig í bakið á systursyni Müller sem er í hvítum sokkum. Drengurinn var haldinn kvalarlosta. Tvær stúlknanna eru hærri en hinar og eru það ugglaust systur sem áttu franska móður og bjuggu lengi á Ægisíðu í íbúð sem áður hafði tilheyrt foreldrum mínum. Ætli nokkuð af þessu fólki hafi annað en góðar minningar úr Riftúni? Gaman væri að fá viðbrögð.
Ætli Marc (eða Marco), sem kom ofan af Velli, það er Herstöðinni (fremst), eða Bjarni Ben Bjarnason bróðir Ricós og Jossís (fyrir miðju) eða þessi ljóshærði aftast, hafi orðið fyrir barðinu á vonda tvíeykinu í Riftúni? Ég efa það. Þeir hefðu nú bara barið hjúin.
Hundurinn á Þóroddsstöðum er ekki til frásagnar lengur, en hann, hænsnin og gæsirnar á nágrannbænum lifðu vel af matarúrgöngum frá Riftúni yfir sumarmánuðina. Við krakkarnir fórum með úrgangana í brúsa, nema þegar við vorum sett í bann af Müller. Hún setti í sífellu slík "schtröff" á börn fyrir minnstu sakir.
Eitthvað verulega kínkí er í gangi þarna, ef trúa má þeim sem vita allt um kirkjuóeðli. Bak við dyrnar á bak við stúlkurnar uppi á stólunum var altari kapellunnar/leiksalarins í syndaselinu Riftúni. Við hliðina á altarinu var herbergi Müller, og ef trúa á öllum þeim sögum sem nú teljast til sannleika á Íslandi hefur hún "fornikerað" þar með séra George, þegar hann var ekki að misnota börnin sem hún færði honum úr svefnskálanum.
Klemenz með hænu. Klemenz var ættingi systur Klementíu, sem einnig starfaði í Riftúni. Hún húðskammaði eitt sinn Muller fyrir mína hönd.
Blaðamaður Morgunblaðsins upplýsir, að rannsóknarnefndin sem lauk störfum árið 2011 hefði haft samband við manninn að fyrra bragði árið 2011. Blaðamaðurinn hefur svo skýrt það út fyrir mér, því það undraði mig hvernig rannsóknarnefndin gat fengið slíkar upplýsingar, ef þær höfðu ekki komið fram í fjölmiðlum eða í erindi frá fórnarlambinu sjálfu. Una Sighvatsdóttir blaðamaður skrifar: " Kveikjan var, eftir því sem ég best veit, sú að annar maður sem rannsóknarnefndin ræddi við nefndi nafn míns viðmælanda og taldi sig vita að hann hefði fengið sömu meðferð. Rannsóknarnefndin hefur líklega viljað fá staðfest hvort það væri rétt." Þetta hljómar mjög undarlega, þar sem í skýrslu nefndarinnar kemur eftirfarandi fram í lýsingu á máli þessa tiltekna fórnarlambs:
"Jafnframt kom þó fram að viðkomandi væri að mestu leyti að segja rannsóknarnefndinni frá í fyrsta sinn." (sjá bls. 73).
Þetta verður að skýra ásamt mörgu öðru ósamræmi á milli skýrslunnar og þess sem fórnarlömbin tjá sig um á safaríkan hátt í fjölmiðlum nú þegar þau fá ekki þá peninga sem þau bjuggust við. Ég stend fast á þeirri skoðun minni, að nefndin hafi ekki verið starfi sínu vaxinn. Hún talaði við biskup (Gijsen, sem nú er látinn) sem sannað hefur verið á að átti til undarlega hegðun gagnvart ungum drengjum í hans vörslu, en ekki var reynt að rannsaka fortíð séra Georges í Hollandi, sem er flekklaus. En Gijsen var notaður sem "karketervitni" fyrir séra George!
Lesið meira um málið í síðustu færslu, þar sem ég er með kafla úr bréfum mínum frá Riftúni 1969-70.
Flokkur: Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 20:36 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 1352110
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Sæll Vilhjálmur. Ég veit að þú ert ekki neitt svo mjög elskur að Kristi og hans félögum og síst ertu elskur að kaþólikkum. En það gleður mig að þú skulir verja Georg gegn illu umtali. Þú hefur birt myndir og upplýsingar sem eru trúverðugar. Hafi Georg verið góður við börnin þá á hann að fá kredit fyrir það. Ég held að þú sért eini maðurinn sem heldur uppi vörnum fyrir hann í dag. Ég trúi þér og því sem þú segir. Gott að vita að þú hefur ekki tekið við neinum mútum til að halla réttinum. Haltu áfram að framfylgja réttlætinu.
Aðalbjörn Leifsson (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 17:05
Af hverju ætti ég að vera elskur að Kristi? Ég virði bara öll trúarbrögð, ef þau eru ekki notuð til ódæðisverka og öfgahaturs.
Ég held ekki uppi vörnum fyrir séra George heitinn. Ég talaði aldrei við manninn eftir dvöl mína í Riftúni. Ég segi sannleikann nákvæmlega eins og ég upplifði hann. Ef hann hverfur, hvort sem það er úr trú eða öðru lífi manna, þá hverfur maðurinn.
Ég fæ hins vegar fullt af vildarpunktum í 7. himni. Eru það mútur?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.11.2013 kl. 21:13
Hvað er sannleikur?
Ha ha að komast upp í 7. himin kemst enginn nema með "himmelfart-expressen" ég er að vonast til að komast upp í 3. himininn með gullvagninum, kemst ekki hærra vegna alls svínarísins sem ég vinn við. Nei það eru ekki mútur Vilhjálmur heldur er það mýta. :-)
Aðslbjörn Leifsson (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 06:00
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.11.2013 kl. 09:20
Það hefur verið gaman að fylgjast með þessum skrifum þínum. Eg skil vel hvers vegna krakkarnir í Riftúni kölluðu þig Villa speking, því mér er til efs að nokkur annar hafi skrasett dvöl sína með slíkri nákvæmni sem þú. Sjálf for ég aldrei í sumarbúðir, var bara send í sveit þar sem ég vann myrkranna a milli. Éinhver myndi í dag kalla það barnaþrælkun, en ég naut þess og hefði ekki viljað hafa misst af þessari reynslu fyrir nokkurn pening. Í minningunni voru allir dagar sólskinsdagar.
Ég vann á Landakotsspítala á þeim árum sem þú tilgreindir. Þekkti ekki séra Georg, en minnist aðeins að allir virtust sammála um að hann væri góður maður. Skrif þín núna styðja það, sérstaklega þar sem þú hefur engra hagsmuna að gæta að bera blak af honum.
Ragnhildur Kolka, 28.11.2013 kl. 11:11
Beztu þakkir aftur, dr. Vilhjálmur, fyrir þínar greinargóðu frásagnir af þessum málum. Mjög verður að efast um nýframkomnar netfrásagnir af séra Georg, og átt þú umfram aðra heiðurinn af því að hafa kippt fótunum undan ýmsu sem þar hefur verið haldið fram, eða gert það ýmist ótrúverðugt eða hæpið,
Í stað mikilla peningaútláta af hálfu fjárvana kirkjunnar hefur Sigríður Laufey Einarsdóttir, kaþólsk kona austan af Héraði, BA í guðfræði og djákni, í þessari grein sinni á Moggabloggi (við einn Mbl.is-pistilinn) lagt til góða lausn sem mér sýnist bæði hófsöm og réttsýn og verðugt að nota í þessu máli: "einlæg afsökunarbeiðni biskups Kaþólsku kirkjunnar er það eina rétta," segir hún, "boðuð sé guðsþjónusta/iðrunarstund þar sem við leikmenn kirkjunnar erum öll með." Sú tillaga Sigríðar, að því er snertir aðkomu leikmanna og raunar presta líka, minnir á iðrunargöngu lútherskra (sem ég tók reyndar þátt í) á Þingvöllum á Kristnihátíðarárinu 2000, vegna Drekkingahyls og illrar meðferðar á konum (og karlmönnum líka) í Stóradómstíð.
Sigríður virðist þó all-trúuð á sögurnar ljótu af séra Georgi, en segir: "Veraldlegir fjármunir bæta ekki slíka meðferð." Það er að vísu rétt, en hafi þessi maður farið í sálfræðimeðferð, ætti sálfræðingurinn að geta borið um það, með leyfi mannsins, að vandamál tengd Georg hafi verið um að ræða, hafi svo verið, og þá mætti eflaust endurgreiða manninum sálfræðiráðgjöfina. Honum finnst 82.000 litlar bætur fyrir sig og varð þó ekki fyrir beinni kynferðislegri áreitni nema e-r(t) meint tilvik hjá sr. Georgi, án þess að nein kynfæri komi þar við sögu. Lausn kirkjunnar á heldur ekki að felast í því að gefa sér neina sök sr. Georgs að ósönnuðu máli, og ákærendur hefðu betur borið fram ásakanir sínar, meðan hann var enn lífs.
Viðkomandi manni virðist vaxa í augum, að kirkjan "fái" 90 milljónir árlega frá "ríkinu" og sér kannski einhverja von fyrir hlut handa sér af þessu, en þetta eru meðlimagjöldin skatttengdu frá safnaðarfólkinu, ekki ríkisframlag, og ég trúi biskupi, að kirkjan sé "blönk", það kostar ekki lítið að reka allar þessar kirkjur og kapellur víða um land og greiða bíla- og ferðakostnað innan lands og að borga starfsmönnum hennar (þ. á m. á annan tug presta) laun eða uppihald.
Hér hafa jafnvel áratugum saman verið borguð fasteignagjöld af dómkirkjunni í Landakoti og öðrum kirkjum, ólíkt mörgum kristnum löndum, og ekki batnaði fjárhagur kirkjunnar við það, að veraldleg yfirvöld hafa með rangindum tekið sér allt að 30% af sóknargjöldunum. Kaþólska kirkjan verður sjálf að borga prestum sínum laun, ólíkt Þjóðkirkjunni, og á sama tíma er hún enn að reyna að borga stórfé í niðurgreiðslur láns vegna Landakotsskóla, en henni var ekki leyft að stækka skólann með nýjum byggingum nema með því að leyfa einu húsinu þar (prestahúsinu gamla) að halda sér þar, í stað þess að flytja það burt, en þetta var að kröfu húsafriðunarnefndar ríkisins, og kostaði um eða yfir 100 milljónir kr. að endurgera húsið -- og var þó skipt um (nánast) hverja einustu fjöl í því! (já, heimatilbúnar "fornleifar", Fornleifur minn!).
Jón Valur Jensson, 28.11.2013 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.