26.10.2013 | 15:27
Saxi læknir á förum til Noregs
Það væsir ekki um læknastéttina á Íslandi. En alltaf þarf hún, flugmennirnir og flugumferðarstjórarnir, nágrannar hennar í Arnarnesinu og Garðabæ, að væla manna mest um kjör sín. Þetta eru sjálfskipaðir kóngar eymdarinnar á Íslands - þeir sem sökkva lægst þegar kreppan er mest.
það er þó engin ástæða til að skríða fyrir þessum iðnaðarmönnum, sem eru álíka grófir í hótunum og aðstoðargengi Vítisengla. Veikt fólk er tekið í gíslingu vegna græðgi og gíslatökumennirnir bera því við að "ástandið" á spítölum á Íslandi sé hræðilegt. Því trúi ég nú ekki fyrr en ég sé samanburð við ríki í sömu stöðu og Íslendingar.
Læknar hafa margir hverjir notið góðs af námslánum og launum meðfram námi sem annað langskólamenntað fólk fær aldrei. Því er furðulegt að sjá sérfræðinga í læknastétt, sem hlotið hafa menntun sína á kostnað íslenskra skattgreiðanda og þéna 25 millur á ári, hóta því opinberlega að flytja til útlanda vegna þess að þeir eru haldnir ólæknandi græðgi.
Stundum hvarflar það að manni, að framhaldsþáttur í fréttum RÚV um "ástandið" á spítölum landsins sé pólitískur áróður þar sem græðgi lækna er notuð til að herja á núverandi stjórnarmeirihluta sem er að reyna að láta enda ná saman. Lái mér það hver sá sem vill.
Í landinu langa, þangað sem aumingja landflótta læknarnir" sækja, eru miklu fleiri sjúklingar á göngunum og læknalaunin eru hlutfallslega lægri en á Íslandi.
Hjartalæknirinn sem kom fram á Stöð 2 í gær og greindi frá því án þess að roðna, að hann sé sama sem fluttur til Noregs til að vinna, gerir það vegna þess að þar getur hann fengið hærri laun en á Íslandi. Vitanlega. Hvar annars staðar í heiminum ætli það sé hægt? Hann ætti t.d. að sjá rúmin á göngunum á dönskum spítölum. Þar er ekki þörf á læknum. Þar fengi hann hann ekki 2.040.433 kr., en það voru laun mannsins á Íslandi árið 2010, ca. 92.000 Dkk. á mánuði (sjá hér). Það er sömu laun og tekjuhæstu heimilislæknarnir í Danmörku hafa og eru þeir meðal best launaðra læknar í Danaveldi.
Flestir norskir læknar fá reyndar ókeypis menntun í Danmörku, þar sem svo fáir eru teknir inn á læknadeildirnar í Noregi. Ætli það sé vegna þess að norska ríkið geti ekki borgað menntun þeirra vegna þess að allar olíukrónurnar fara í að ráða gráðuga lækna frá Íslandi?
Flóttalæknirinn sem var með 2 millur á mánuði árið 2010 skrifaði þetta árið 2011 í Læknablaðið:
Það er reynsla þeirra sem best þekkja til kjaraviðræðna að sjaldnast náist verulegur árangur án sérstakra aðgerða eða hótana um slíkt af hálfu launþega. Nú ber svo við að læknum á Íslandi fer óðum
fækkandi og menn sækja unnvörpum í betra vinnuumhverfi og kjör í nágrannalöndum. Okkur læknum ber skylda til að sporna gegn þessari þróun með því að reyna að bæta starfsumhverfi okkar hér. Slíkar umbætur munu ekki nást fram án þess að læknar séu tilbúnir sem sameinaður og samhentur hópur að grípa til sértækra aðgerða. Ekki er víst að tími gefist til slíks nú á þessu ári en ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Með góðri undirbúningsvinnu gætu læknar horft fram á enn sterkari stöðu gagnvart samnningsaðilum sínum á næsta ári, sem vonir standa til að bjóði upp á hagfelldari efnahagsaðstæður en við nú búum við.
Látum bara þess mikilmennskubrjáluðu iðnaðarmenn flytja til Noregs öfganna og bjóðum hingað í staðinn góðum en minna gráðugum kollegum þeirra frá Austur-Evrópu, sem örugglega þykja kjörin prýðileg miðað við það sem er í boði heima hjá þeim.
Ja, vi elsker dette landet
Nýr þjóðsöngur íslenskra lækna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1352575
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Láta þá sem flýja til Noregs eða eitthvers annars lands að borga upp kostnaðinn sem námið þeirra kostaði íslenska skattgreiðendur. Get ekki séð neina sanngirni í því að íslenskir skattgreiðendur borgi nám fyrir flóttamenn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.10.2013 kl. 16:26
Hef heyrt að lyfjafræðingar séu að flytja út til Noregs líka, þeir hafa jú bara meðal-laun.
Aðalbjörn Leifsson (IP-tala skráð) 26.10.2013 kl. 17:08
En þeir eru víst atvinnulausir Alli minn, þar sem gráðugir apótekarar ráða ómenntaðar litlar skvísur til að afgreiða þunglyndislyfin.
FORNLEIFUR, 26.10.2013 kl. 17:40
Þetta er að nota sér vikindi annara, sér og sínum til framdráttar. Svona innrættir læknar mega fara hvert sem þeir vilja.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 26.10.2013 kl. 18:06
Eru þeir ekki að hóta óbeinum fjöldamorðum með því að hóta að lama spítalana hér? Það liggur á milli línanna.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2013 kl. 18:11
Þetta var góður pistill, Fornleifur frændi.
Már Elíson, 26.10.2013 kl. 23:15
Takk fyrir pistilinn og ég tek undir með Rafni Haraldi hér fyrir ofan.
Þórólfur Ingvarsson, 26.10.2013 kl. 23:37
Og hvar býrð þú? Í Danmörku er það ekki ?
thin (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 10:48
Thin???, já já í Danmörku, og er það orðinn glæpur? Ég er þar víst ekki vegna góðra launa, svo mikið er víst. Þau hef ég engin, engar bætur, ekkert, lifi bara á loftinu og ástinni - en barátta íslenskra lækna er alveg svakaleg. Þeir lifa þetta varla af.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.10.2013 kl. 12:11
Það er gott að lifa á ástinni. Til hamingju með það.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 12:12
Sorglegur pistill!
Sá sem skrifaði pistilinn hefur greinilega ekki hugmynd um hversu mikil vinna liggur á bakvið þessa menntun (bókleg og verkleg) og vinnu. Svo er talað um lán sem sumir læknar taka (LÍN lán í flestum tilfellum) sem gefins sem er ekki raunin, enda eru þau borguð tilbaka eins og hjá öllum öðrum sem taka LÍN lán óháð því hvaða menntun er valin. Einnig þurfa flestir að sækja sérnám erlendis sem kostar sitt.
Grunnám í læknisfræði eru 6 ár. Fyrstu 3 árin bókleg og næstu 3 árin verkleg og bókleg. Hluti af verklega náminu er viðvera á spítalanum á mismunandi vöktum og vinnutímum sem er launalaus. Eftir útskrift eiga allir læknar að vinna í eitt ár, kandidatsári. Mikil vaktavinna og mikið álag. Vaktirnar og álagið minnka lítið með árunum.
Grunnlaun hjá nýútskrifuðum læknum eru um: 340.000,- kr. Þegar eru t.d. skoðaðar launatölur frá VR (http://www.vr.is/kannanir/launakonnun-2013/launatolurnar-2013/...-atvinnugrein-og-starf/) og valið tölvunarfræðing sem vinnur dagvinnu frá 8-16 eða 9-17 þá eru grunnlaun þar að meðaltali: 622.000,-kr (þá erum við að tala um 6 ára nám eða styttra eftir atvikum). Þetta er næstum helmingi hærri grunnlaun en hjá nýútskrifuðum læknum.
Mjög auðvelt er að velja einhvern sem á tugi ára vinnureynslu að baki, 12 ára nám og setja þann einstakling sem viðmið allra lækna. Þeir reynslumestu vinna mjög mikið og ef þeir fá þessi laun sem er verið að tala um þá eiga þeir þau fyllilega skilið. Sérfræðilæknar hafa margir hverjir stóran hóp skjólstæðinga sem hafa persónulegt netfang og/eða símanúmer og það er hringt í þá einnig utan vinnutíma.
Hver læknir hefur gefið spítalanum marga tíma sem eru ólaunaðir.
Áhuginn og umhyggjan er mikil hjá starfsfólki heilbrigðiskerfisins. Ástæðan fyrir því að það hefur verið gott heilbrigðiskerfi á Ísland er vegna duglegs og vel menntaðs starfsfólks.
Bestu kveðjur,
Hanna Sesselja Hálfdanardóttir unglæknir
P.s. Vona innilega að fólk hætti að tala illa um aðra á netinu án þess að vita alla söguna. Skemmtileg og uppbyggileg umræða er mun betri og höfum við öll þörf á henni til að bæta okkur í því sem við tökum okkur fyrir hendur.
Óska ykkur öllum góðrar helgi og vona að þið fáið að njóta hennar í faðmi fjölskyldu og vina á meðan spítalar landsins eru mannaðir allan sólahringinn, vaktir heilsugæslunnar til staðar og annað starfsfólk sem kemur að heilbrigðiskerfinu að vinna til þess að sinna öllum sem eru á Íslandi og þurfa á þjónustunni að halda.
Hanna S. Hálfdanardóttir (IP-tala skráð) 1.11.2013 kl. 17:52
Ætli það geti verið að þú annars ágæti pistlaskrifari sért búin að yfirfæra gyðingahatur í annað hatur? Læknahatur?
Svei mér ef það lítur ekki þannig út.
Gyðingar voru einmitt hataðir fyrir að vera oft á tímum duglegir. Fyrir að vera læknar, listamenn eða menntafólk sem fólk þáði gjarnan ráð frá en það án þess að vilja eiginlega greiða fyrir. Þess vegna var þeim kennt um græðgi og peningaást mannkyns.
Er óeðlilegt að læknar vilji geta lifa svo vel af starfa sínum sem mögulegt er? Ábyrgðin er mikil. Hver vill sjálfum sér eða sínum skurðaðgerð hjá Dr. Saxa?
jonasgeir (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 09:11
Þetta þykja mér verulega ómálefnaleg skrif og með ólíkindum hvernig höfundur kemur orðum að málefninu. Þegar fólk ákveður að tjá sig á netmiðlum eða á öðrum opinberum vettvangi þykir mér eðlilegt að kynna sér vel efnið áður lagt er af stað í svæsnar blammeringar með ólátum, upphrópunum og uppnefningum. Það er alveg ljóst að höfundur þessa pistils kemur nokkuð af fjöllum hvað varðar það sem er að gerast og um ræðir í heilbrigðiskerfi Íslands og hefur lítið kynnt sér efnið af alvöru. Ég starfa sem deildarlæknir í sérnámi á skurðsviði LSH og á að baki 6 ára krefjandi háskólanám, eitt ár í starfsnámi (kandídatsár) og 2 ára starfsreynslu og er með 383.000 í mánaðarlaun og heilmikil námslán að baki. Ég vinn að meðaltali 60 klst á viku þrátt fyrir reglur um annað (150% m.v. 40 klst vinnuviku) og sé 16 mánaða gamla strákinn minn ekki mikið sökum vinnu. Vinnuaðstæður eru lélegar og álag mikið. Ekki veit ég betur en að annað langt nám í HÍ sé lánshæft hjá LÍN (sem eru vísitölubundin og geta verið heilmikil byrði). Ég gæti skrifað langan pistil sem svar við þessum skrifum en tel það ekki hafa mikið upp á sig. Ég harma þó að verða þess áskynja að fólk upplifi ástandið svona en vil jafnframt koma á framfæri að þetta er hinn mesti misskilningur og því fer fjarri að kjarabarátta lækna snúist um ólæknandi fégræðgi. Launamál lækna (og fleiri stétta, s.s. hjúkrunarfræðinga, kennara o.fl.) er raunverulegt vandamál sem þarf að takast á við og ekki málefnalega að kippa út einstaka tölum úr öllu samhengi.
Tinna Arnardóttir (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 03:48
"Jón Ásgeir"
Hér eru smá staðreyndir fyrir þig. Meðal þeirra 6 milljóna gyðinga sem myrtar voru í síðara heimsstyrjöld voru X læknar (ég þekki ekki töluna). Ég veit þó að hlutfallslega voru ekki fleiri læknar á meðal þeirra myrtu en hlutfall lækna meðal hópa sem ekki var útrýmt í Evrópu. Skoðun fólk á því að myrtir gyðingar hafi allir verið sprenglærðir er mýta. Gyðingar fengu í flestum löndum utan Austurríkis og Þýskalands ekki eðlilegan aðgang að fögum eins og læknisfræði. Þeim var meinað um aðgang vegna kynþáttafordóma kristinna lækna og annarra í þjóðfélaginu.
Þar fyrir utan vitum við að læknar sem voru gyðingar, tókst frekar, fram yfir gyðinga í örðum stéttum, að flýja Þriðja Ríkið/Stórþýskaland. Það var auðveldara fyrir þá marga, en aðra borgara undir hæl nasismans, að komast til annarra landa, helst þó Bandaríkjanna. Í sumum löndum var það þó þannig, að læknar settu sig upp á móti komu gyðinga úr sömu starfsstétt. Í Svíþjóð og Danmörku komu læknar í veg fyrir að læknar af gyðingaættum gætu fengið störf eða flýð til landanna. Á Íslandi var þetta einnig tilfellið!!!! Karl Kroner og Felix Fuchs, sem ég hef skrifað um http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3313400 voru ekki velkomnir. Vilmundur landlæknir reyndi t.d. að koma í veg fyrir að kaþólskir læknar ynnu á Íslandi og starfræktu spítala. Enn er verið að reyna að koma í veg fyrir að læknar frá öðrum löndum vinni á Íslandi.
Jón Ásgeir, samlíking þín er helsjúk og leitaðu þér vinsamlegast lækninga áður en þú vænir mig um gyðingahatur
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.11.2013 kl. 18:21
Tinna Arnardóttir og Hanna S. Hálfdanardóttir
Þið völduð ykkur vissulega starf sem er erfitt og það er mikil eftirspurn og samfélagsþjónusta og þörf í starfi ykkar. Ég veit ég vel að laun ykkar eru í byrjun ekki há miðað við helv. tölvuelítuna, sem enn trekkir laun eins og aldrei hefði orðið hrun á Íslandi. Þörfin þar virðist meiri en heilbrigðið. Enda sjáum við ástandið á þjóðinni!
Aðrir en þið, með ykkar 6 ára menntun og tveggja ára starfsreynslu, eru með miklu lengri menntun, doktorsgráðu - en ganga samt um atvinnulausir eða með langtum lægri laun en læknar. En þeir væla ekki að óþörfu. Þeir vita, að t.d. jarðfræði og bókmenntafræði er ekki "lífsnauðsynleg" og það er einu sinni ekki not fyrir þá sem sérfræðinga á lengri vöktum nema að það verði eldgos eða að Einar Már skyldi taka upp á því að fá Nóbelsverðlaunin. Þeir lifa eftir efnum og finna ekki stöður í Noregi sem bjóða betur.
Allir vita, af hverju læknar á Íslandi, og jafnvel í Danmörku fara (eða hóta að fara) til Noregs. Það eru hinu óheyrilegu laun sem menn fá þar, sem aðeins jafnast á við eitthvað á meðal sérfræðinga á Mount Sinai og í læknasápuóperum. Í Danmörku er nú skylda að menn verði að fara í sérnám að loknu embættisprófi innan 4. ára. Menn segja, án þess að fótur sé fyrir því, að það sé auðveldara að fá slíkt í Noregi. Svo er ekki. Nú eru sum svæði í Danmörku farin að bjóða læknum 1 milljón kr. bónus á ári ofan í 1 milljón króna laun, sem menn fá í laun. Það er sjúkt og sem betur fer ekki hægt á Íslandi, enda Ísland ekki í ESB sjálfsafneitun eins og Danir, sem halda að þeir séu stórveldi.
Laun ykkar geta ekki hækkað úr samræmi við laun annarra í þjóðfélagin. Þið eruð einfaldlega ekki hinir almáttugu LÆKNAGUÐIR sem þið voru einu sinni. Það er liðin tíð. Virðing fyrir ykkur dalar einnig í hvert sinn sem þið takið allt og alla í gíslingu í launa- og græðgisbaráttu ykkar.
Viljið þið segja ykkur úr lögum við það þjóðfélag sem ól ykkur, farið til Noregs og verðið rík og "hamingjusöm". Á Íslandi erum við ekki rík í krónum og aurum. Engin olía smyr ríkidæmi okkar, en það er margt sjúkt fólk sem þeir sem yfirgefa skútuna hefðuð átt að sinna, en svíkja með því að yfirgefa landsmenn sína.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.11.2013 kl. 18:26
Kæri Vilhjálmur,
Þú hefur rétt á þínum skoðunum en tel þú eigir að vera málefnalegur og fyrirmynd fyrir ungt fólk.
Læknastéttin og aðrar heilbrigðisstéttir inniheldur fólk sem fer í þetta nám af áhuga og metnaði eins og flestir sem velja einhvern annan menntaveg.
Langar að skrifa margt fleira en tel þig ekki líklegan til að lesa það með opnum augum og líklegur til að svara með neikvæðni og niðurrífandi skrifum eins og hér að ofan.
Óska þér alls hins besta og vona innilega að framtíðar pistlar þínir verði með uppbyggilegri hætti ef snýr að gagnrýni.
Bestu kveðjur,
Hanna Sesselja Hálfdanardóttir
P.s. Málefnalegir pistlar frá sérfræðingum, deildarlæknum, kandidötum og læknanemum hafa verið í fjölmiðlum sl. mánuði og snúa þeir flestir ef ekki allir að öryggi sjúklinga.
Hanna S. Hálfdanardóttir (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 22:26
Ágæti Vilhjálmur,
Án þess að ég finni mig knúna til að upplýsa þig sérstaklega tel ég aðeins rétt að minnast á, lesenda vegna, að það er einmitt það sem læknar eru að fara fram á hér, þ.e. að fá launahækkun í samræmi við launahækkanir annarra í þjóðfélaginu. Laun lækna á síðustu 5 árum hafa hækkað um 4% sem er langum minna en hjá öðrum stéttum. Nýverið birtist frétt á mbl um að laun kennara hafi hækkað minnst á þessu tímabili, eða um rúm 27% ef mig minnir rétt en almennt er miðað við ca. 30% hækkun. Kaupmáttur hefur minnkað verulega og verðbólgan vaxið á þessum tíma svo læknar hafa verið að lækka allverulega í launum á þessum tíma og dragast verulega aftur úr almennri launaþróun þjóðfélagsins. Þess má geta að fyrir þessa þróun var ónægja með laun almennra lækna (og sérfræðinga reyndar líka).
Ég verð að viðurkenna að það kemur á mig að lesa skriftir þínar, orðalag og annað, sbr. ,,læknaguðir" og vona svo sannarlega að skoðanir þínar hér endurspegli ekki upplifun þína af íslenskum læknum samtímans. Upp til hópa hef ég að langmestu leyti bara kynnst virkilega góðu og vel gerðu fólki sem kýs að starfa við þessa stétt vegna hugsjónar og löngunar til að láta gott af sér leiða og verulegur minnihluti (ef einhverjir) sem hafa kosið þetta ævistarf peninganna vegna, en almennt séð verður maður seint ríkur af þessu starfi hér á Íslandi.
Mér er mjög umhugað um að standa vörð um íslenskt heilbrigðiskerfi og vil sjálf helst geta starfað við mitt fag hér á landi en eins og hlutir hér hafa þróast er framtíðin ekki björt og það veldur mér og mörgum öðrum stórum áhyggjum. Launamál eru aðeins hluti af heildarvandanum en eru þrátt fyrir það málaflokkur sem þarf að taka á og þarf að vera í lagi. Einmitt til þess standa vörð um mannauð okkar, sem eins og þú réttilega bendir á, er verulega dýrmætur og afar slæmt að missa frá okkur gott fólk því að í því liggur mikil fjárfesting íslenskra skattgreiðenda.
Læt þetta vera mín lokaorð en langar að benda þér á að notkun á stórum gildishlöðnum orðum í hita leiks hafa seint aukið trúverðugleika og traust áheyrenda/lesenda. Ég hef ekki lesið frá þér pósta áður en sá bara þennan póst vegna ábendingar samstarfsaðila. Gat vart orða bundist yfir orðræðu þinni og gat því ekki hamið mig að skrifa nokkrar línur.
Gangi þér vel í hverju því sem þú tekur þér fyrir hendur og vona, rétt eins og þú, að íslenskt heilbrigðiskerfi muni standa þessa erfiðu tíma af sér og okkar góða fólk muni áfram vilja starfa hér á okkar ágæta landi.
Tinna Arnardóttir (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.