4.10.2013 | 12:07
Forhúðin sameinar menn í hatrinu
Það virðist sem Marlene Rupprecht, þýskum krata og hópi sósíalista, þar á meðal Ögmundi Jónassyni, sem situr og borar í nefið í heilbrigðismálanefnd Evrópuráðsþingsins (Council of Europe), ætli að takast það sem Hitler tókst ekki: Að útrýma gyðingum og Gyðingdómi í Evrópu. Það gera sósíalistar og aðrir með því að hvetja til banns á umskurn drengja. Umskurn drengja er siður mikilvægur gyðingum og múslímum og mikilvægur hluti trúarbragða þeirra.
Gyðingar eru umskurðir á áttunda degi frá fæðingu nema eitthvað leyfi það ekki, en múslímar eru umskurðir á annan hátt og hafa sumar umskurnarvenjur þeirra farið í taugarnar á mönnum, þótt framgangur umskurna í flestum löndum Evrópu séu undir góðu eftirliti lækna og ekkert í líkingu við fjöldaumskurn þá sem sést hér á myndinni. Myndin neðst er oft notuð af þeim sem vilja banna umskurn, enda ekki beint kræsileg. Notkun áróðursmynda í umræðunni um umskurn drengja er mjög frumstæð og hatursfull. Ef ekki er sýnd agúrka eða gulrætur sem skornar eru með risavöxnum hnífi, er nef- og fingralausi maðurinn settur á forsíðuna:
Kratar í Evrópuráðsþinginu vilja láta banna umskurn drengja. Það er kaldhæðni örlaganna að þessari stóru, þýsku konu, Marlene Rupprecht, sé svo umhugað um typpi þeirra þjóðar sem þýska þjóðin var nærri búin að útrýma. Hún ber sama ættarnafn og einn ógeðslegasti teiknari nasistaritsins Der Stürmer, Philipp Rupprecht. Það er líklega algjör tilviljun, en nafnið vekur ekki góðar minningar.
Kratar eru ekkert ósvipaðir nasistum þegar að áhuga á typpum múslíma og gyðinga kemur. Það er vissulega skrítið fólkið blandar þessum typpaáhuga sínum við mannréttindi. T.d. mannréttindafrömuðurinn Ögmundur Jónasson. Hann er nýlega búinn að leyfa moskur á Íslandi, eins og vera ber, en nú vill hann banna trú og siði þeirra sem moskurnar reisa. Er ekki töluverður tvískinngungur í því, Ömmi minn? Ekki nema von að þú hafir verið sauðalegur og boraðir í nebbann þarna undir umræðinni og góðum rökum tyrknesks fulltrúa í Evrópuráðsþinginu. Er ekkert annað að gera fyrir íslenskan þingmann en að sitja í Salzburg og rugla um forhúð annarra.
Það furðulega gerist, þegar að umræðu um umskurn typpa kemur, að örgustu nasistar, kratar, vinstri menn, mannréttindafrömuður, barnaníðingar og barnaverndarfólk sameinast allir ósk sinni um að vernda forhúðina á drengbörnum. Vitaskuld er áhuginn á þessari forhúðarvernd mismunandi. Nasistar vilja gyðinga og múslíma einfaldlega í burtu og því fagna því öllu sem skerðir trú þeirra og tilverurétt. þeir eru þegar búnir að gera Rupprecht að frelsishetju.
Þáttur umboðsmanna barna á Norðurlöndum og heimildafölsun fréttastofu RÚV
Umboðsmenn barna á Norðurlöndunum voru reyndar á undan Frau Ruppbrecht úr Svartaskógi til að samþykkja bann við umskurn drengja. Þó svo að engin lög banni umskurn á Íslandi, vill umboðsmaður barna á Íslandi banna umskurð og bendir á ákvörðun norrænu umboðsmannanna sé komin til vegna fyrirspurnar frá 16 ára pilti á Íslandi. Sjá hér . Fyrirspurnin er ónafngreind. "Drengurinn" skrifar:
Umskurn drengja
Mega foreldrar á Íslandi ákveða þegar maður er lítið barn og hefur ekkert vit að umskera mann? Hvað svo ef manni líka það ekki þegar maður er eldri? Mega foreldrar neyða mann í óþarfa lýtaaðgerð þegar maður hefur ekki aldur né vitsmuni til að neita því?
En hlustið svo á umsögn RÚV (hér) og sjáið og sannreynið, að annað hvort er RÚV að skreyta fréttina, eða að umboðsmaður barna hefur sagt rangt frá. "Drengurinn" ónafngreindi spyr ekki hvort það hafi verið rétt af foreldrum hans að umskera hann sem lítinn. Það kemur ekkert fram í fyrirspurninni á vef umboðsmannsins sem sýnir að "drengurinn" hafi verið umskorinn. RÚV setti smá "forhúð" á fréttina til að mata hana ofan í þjóðina. Meðalið þjónar tilganginum. RÚV falsar fréttir. Það er ekkert nýtt og mætti vel skera burtu sum apparötin á fréttastofu þeirrar stofnunar, sem eru algjörlega til óþurftar.
Auðvitað er ég ekki vafa um að sú gamla stofnun RÚV hafi hér enn og aftur sýnt hæfileikleysi sitt til að koma sannleikanum til skila. Ég geri mér líka grein fyrir því að Umboðsmaður barna leggur tillögu sína fram með hagsmuni barna fyrir brjósti. En í þessu tilviki er ljóst að umræða um mosku í Reykjavík verður vitanlega spyrt umræðu um "grimmd" við umskurn barna. Umræðan er á það lágu stigi. Umskurn barna múslíma og gyðinga á Íslandi má ekki banna.
Reðurfræðingar Íslands
Múslímahatararnir sem "elska gyðinga" eru að sjálfsögðu í vanda með að velja nú "á síðustu tímum heilögum". Eða eiga gyðingar nú að gefa upp umskurn fyrir "vináttuna" sannkristinna við þá? Nei, takk! Slík vinátta er fals.
Um daginn var íslenskur læknir, Guðmundur Pálsson, með athugasemd á facebook sinni um tillögu við bann við umskurn í Svíþjóð, sem er runnin undan sömu rót og bann það sem menn vilja fá á Íslandi. Þar sem hann er læknir tjáði hann sig af þekkingu og skynsemi og gagnrýnir ríkisafskipti Svía. Á facebook Guðmundar komu auðvitað í heimsókn mestu mannvinir heims, kratar og aðrir sérleyfishafar á sannleika og ást, og gerðust mjög reðurfróðir. En meirihluti athugasemda var frá þenkjandi fólki. Meðal þeirra var Gísli Gunnarsson sagnfræðingur. Gísli er greinilega frekar reðurglöggur. Í athugasemd við mann sem vill láta banna umskurð segir Gísli: Umskurður karla, fjarlæging húðsepa, er allt annað en fjarlæging líffæris. Ekki voga þér að bera þennan fornegypska sið að skemma kynfæri kvenna við sakleysalega húðaðgerð. Ég lét gera það á mér rúmlega fimmtugum og sé eftir að hafa ekki gert það um tvítugt. Líklegast hefur Gísli verið að pínast með of þröngan kraga alla ævi sína. Menn sem slíkt gera geta ekki alltaf notið kynlífs sem skyldi. Gísli Gunnarsson og aðrir benda á hve óheppilegt og ranglátt það sé að líkja umskurn drengja við umskurn telpna. Þarna talar skynsemin.
Þegar typpin lengjast á mannskepnunni og forhúðin ekki með, munum við sjá aukinn vanda af þröngri forhúð. Typpin á Grikkjum í dag eru ekki eins og litlu krílin sem ólympíumeistarar fornaldar strípluðust með. Þess vegna væri umskurn ágætis lausn um allan heim, nema kannski á Íslandi þar sem typpin eru enn flest lítil og afar hrædd undir feldinum.
Viktoría drottning Breta trúði því að hún ætti ættir að rekja til Davíðs konungs, líkt og Jesús, svo hún fyrirskipaði að allir karlar ættar sinnar yrðu umskornir. Þannig er Karl prins og allir bræður hans húfulausir og umskornir af rabbína. Hins vegar hafa synir Karls fengið að halda rúllukraganaum vegna séróska Lady Di, sem ekki var af Davíðs ætt, en þó frekar ólm í karlmenn sem ekki höfðu háan kraga á honum litla sínum. Hún var reyndar með einum slíkum í bíl þegar hún ók yfir móðuna miklu. Segið svo ekki að þeir séu ekki vinsælir, þeir sem klæddir hafa verið úr skinnvestinu.
Það minnsta sem menn geta verið, þegar þeir eru að tjá sig um umskurn, er að vera umskornir sjálfir. Hinum kemur það einfaldlega alls ekkert við. Þeir eru í öðrum flokki og geta rætt hnakkaostarækt og kyrkingarforhúð án þess að við, sem lausir erum við kragann, skiptum okkur af því. Börn gyðinga og múslíma eru þeirra ábyrgð en ekki á ábyrgð einhverrar boldangskerlingar úr Svartaskógi og fyrrv. BSRB formanns úr Reykjavík. Frau Rupprecht ætti frekar að hafa framsögu um offituvandamálið sem hún er greinilega efniskenndur umboðsmaður fyrir. Ég legg til að svínakjöt, bjór og Oktoberfest verði bönnuð nú þegar í Evrópu!
Ég vildi leggja hér við mynd af besefanum á sjálfum mér til að sýna ykkur að umskurn hefur farið fram á Íslendingi með ágætum árangri, en eins og þið vitið ætti ég enga framtíð fyrir mér í bandarískum stjórnmálum ef ég setti slíka mynd út á öldur ljósvakans. Ég vill heldur ekki gleðja snót og guma of mikið þegar maður fær ekki einu sinni borgað fyrir þessi ritstörf til varnar umskurn. Farið á www. Þar er víst allt fullt af umskornum typpum af öllum gerðum og þeim sem enn hafa kjötrönd. Önnur líffæri eru þarna líka og er mikil eftirspurn. Látið ekki hatrið og fordómana í umræðunni um umskurn villa ykkur sýn og notið líffærið á milli eyrnanna.
Þessi læknir neitar að umskera eða aðstoða við umskurn, og brýtur með því lög. Þeir foreldrar sem hann neitar að aðstoða eiga umsvifalaust að kæra hann til yfirvalda.
Bið ég menn að varast að brjóta gein 233a í hegningarlögunum í athugasemdum við þessa færslu. Engin lög banna umskurn á Íslandi og meðan að einn forstöðumaður Barnspítala Hringsins, Þráinn Rósmundsson, leikur Guð og bannar umskurn, þá er illt í efni. Er Þráinn meðvitaður um að fylgismenn einna þeirra trúarbragða sem framkvæma umskurn á drengjum, eiga sín á meðal hlutfallslega flesta lækna sem hlotið hafa nóbelsverðlaun í lækningum? Þráinn Rósmundsson brýtur lög ef hann ætlar að banna að framkvæma umskurð á barnaspítala Hringsins. En ef karlinn þráast við og brýtur lög, eru sem betur fer til læknar á læknastofum "út í bæ", sem hjálpa við framkvæmd umskurna múslíma. Sá trúarlegi þáttur, sem sjálfsagt er að læknar hjálpi við, er ekki neitt sem kemur 16 ára strák sem skrifar til umboðsmanns barna, frekar en Ögmundi Jónassyni við. Ef Þráinn Rósmundsson hefur látið banna umskurnir í tvö ár, hefur hann brotið lög í tvö ár.
Flokkur: Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 13:03 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1352577
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Ef ekki má "grípa inn í líkama barns" af ástæðum sem eru menningarlegar frekar en læknisfræðilegar væri þá ekki sjálfsagt að banna tannréttingar í fegrunarskyni, "gender assignment" barna með blönduð kyneinkenni, lýtaaðgerðir á börnum með fæðingargalla sem ógna ekki heilsu o.s.frv.?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 12:36
Einmitt Hans, þetta er frekar vanhugsað hjá hinum góðhjörtuðu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.10.2013 kl. 12:55
Kjánalegur samaburður hjá þér Hans, í fyrst lagi eru tannréttingar oftast gerðar til að laga bit. Og að laga skarð í vör eða slík einkenni er ekkert sambærilegt við umskurð barna.
Hvernig færð þú út Vilhjálmur að það útrými gyðingum að neita þeim um að umskera ómálga börn?
Ef Guð hefði talið forhúðina óæskilega hefði hann örugglega ekki haft hana með í upphafi .... eða hvað. Er ekki Guð alvitur og alsjáandi?
Ég hef sjaldan heyrt annað eins rugl, og þegar hugsað er út í hvernig þetta mál byrjaði í fjölmiðlum, þar sem drengur sem varð fyrir umskurði ungabarn sendi umboðsmanni alþingis fyrirspurn um af hverju þetta liðist. Ekki var hann á því að skerða hans allra heilasta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2013 kl. 15:04
Kæri Fornleifur, Skemmtilega orðaður og myndskreyttur pistill eins og þér er einum lagið. Ekki nóg með það að Gyðingar eigi færustu lækna og vísindamenn veraldar heldur er skopskyn ykkar sömuleiðis töluvert yfir meðallagi eins og dæmin sanna í Hollywood. ;) En ég samhryggist ykkur þó að fara á mis við þá upplifun sem heilir taugaendar í frenúlunni veita okkur Au-Naturelle gaurunum sem sluppum við þessa fremur ógeðfelldu afskræmingu og sjúkt barnaníð í æsku...í Guðs nafni eins og vanalega. Hvers konar „menning“ er það sem ræðst á kynfæri varnarlausra smábarna með hnífasetti? Fyrir mér, trúleysingjanum, virðast flest trúarbrögð byggja á einhversskonar djúpstæðri kynferðislegri brenglun...svo mikill er áhugi og fókus trúaðra á kynlíf og kynfæri að svæsnustu „rassistarnir“ á Gay Pride eiga ekki roð í ykkur!!! ;) Og hvernig var það...átti Maðurinn ekki að hafa verið skapaður í Guðs-mynd? Því þá þessi „fæðingargalli“? Og fyrir okkur sem „trúum“ á Þróunar-„kenninguna“...virkar svolítið skrítið að þessi „óþarfa“ skinn-tutla hafi ekki horfið af homo sapiens og öðrum spendýrum fyrir löngu löngu síðan!? Meira að segja botnlanginn þjónar okkur jú tilgangi þó svo sá tilgangur sé blessunarlega ekki lífs-nauðsynlegur...en bætir meltinguna.
Þér er ansi tíðrætt um hugtakið „hatur“. Í mínum eyrum hljómar það oft í besta falli sem brandari en oftast sem svolítið þreytt og „billeg“ undankomuleið til að komast hjá hvers kyns gagnrýni á ógeðinu og vitleysunni í trúarbrögðunum...og eitthvað sem ég get ekki borið mikla virðingu fyrir...né þeirri áráttu að kalla annan hvern mann nasista og þá augljósu fyrirlitningu sem þú berð í garð þjóðverja og skiptir þá engu í þínum huga hvort þeir séu fæddir eftir stríð og séu allt annað en nasistar... en já alveg rétt...þið trúar-nöttararnir trúið á "erfða-syndina", enda ófærir um gagnrýna rökhugsun.
En ég er auðvitað allt í senn feitur, trúlaus og vinstrisinnaður Krati, kynvillingur og ESB-landráðamaður sem býr í Þýskalandi og borða Schweine-schnitzel í annað-hvert mál og geng meira að segja stundum um í Lederhosen! ;) Vona samt að þú „hatir“ mig ekki fyrir vikið...eða er hugtakið „hatur“ kannski orðið jafn „teygjanlegt hugtak“ í íslensku og orðið „strax“? Eða eru sumir fordómar kannski verri en aðrir? Bestu kveðjur með vinsemd og væntumþykju og von um að þú losnir úr viðjum „hatursins“ á okkur með heilu typpin og heilbrigðu skynsemina...þó ákveðin öfund í okkar garð sé skiljanleg! ;)Róbert Björnsson, 4.10.2013 kl. 15:22
Bullrökstuðningur er þetta.
Það banna heldur engin lög skurðaðgerðir til að fjarlægja hand- eða fótleggi.
Samt myndu ALLIR læknar neita að framkvæma slíkar aðgerðir nema brýna nauðsyn beri til.
Ef menning gyðinga lifir ekki það af að umskurður drengja verði lagður af, þá er ekki mikið varið í þá menningu.
Skeggi Skaftason, 4.10.2013 kl. 15:59
Skeggi, mundu að það er líka menning múslíma sem er í húfi. Þeir búa á Íslandi og byggja moskur, sem fólk er þegar farið að hatast út í. Menningu gyðinga ættu menn, sem fela sig aumkunarverða á bak við fölsk nöfn ekki að tjá sig um, því moldarkofarnir sem við eru báðir komnir úr sáu stærri ungbarnadauða gegnum aldirnar en meðal fátækustu og ofsóttustu drengbarna gyðinga. Hreinlæti bjargaði fólki. Þú kemur ekki hreinn til dyranna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.10.2013 kl. 16:12
Til Hamingju Róbert, með Lederhósen-kaupin. Fáum við einhvern tíma mynd af þér í þeim brókum? Segðu mér ertu líka kominn með lítið svart yfirvaraskegg? Eitthvað ertu nú að misskilja hlutina, eða eru ESB menn orðnir fórnarlömb umskurðar og Helfararinnar sem meirihluti Þjóðverja kaus yfir sig árið 1933? Eða kannski eru samkynhneigðir á Lederhósen í Þýskalandi komnir í grenjandi samkeppni við gyðinga um fórnarlambshlutverkið?
Ef þú sérð ekki hver mikil rökvilla og rugl þessi sending þín er, þá er nú farið að fara um mig með þig sem flugvélviðgerðamann. Gott að þið hafið handbækur ykkur til aðstoðar. Sjáðu t.d. hatrið í setningu þinni um "hnífasettið".
Ég verð að viðurkenna að þú ert vitaskuld sérfræðingur í typpum, en rugl þitt um taugaenda í sem eyðilagðir eru í frenulum sýnir að áróðurinn virkar. Ég verð að bera þér fréttirnar. Þú er hugsanlega gay gyðingahatri á leðurbrókum. You said it, not me. Og eigum við ekki öll að singja Spring Time for Hitler and Germany... Manni getur ekki annað en líkað við svona fyrirbæri eins og þig, en leðurbrækurnar... það er meiriháttar kinky! Þú lofar okkur mynd hér á umskorna síonistablogginu.
Segðu mér í hverju felst hér að ofan yfirlýsing þín um hatur mitt í garð Þjóðverja?
Ásthildur Þórðardóttir. Gyðingdómi er nú í öðru hvoru landi bannað að slátra dýrum sínum og nú mega þeir ekki umskera syni sína. Það er ekki nein merki þess að gyðingar séu velkomnir. Þegar þeim er ekki bannað þetta eru aðrir að reyna að sprengja þá eða drepa. Sömu bönnin settu nasistar á og þú hefur í áraraðir verið að segja okkur af barnelskum Austurríkismanni (nei, ekki Hitler) sem þú og fjölskylda þín umgangist, sem er sérfræðingur í hve vont fólk gyðingar eru. Ég hef lengi safnað molum þínum um það hvað þessi elskulegi Austurríkismaður hefur sagt þér um gyðinga, og nú er kannski kominn tími til að láta fólk vita meira um hvernig konan í Kúluhúsinu hugsar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.10.2013 kl. 16:59
Lederhosen eru klárlega málið Villi! :) Hér er myndin sem þú baðst um... og hin skemmtilega kaldhæðni örlaganna er sú að hún var tekin í sumar á frægum fjallstindi nokkrum við Berchtesgaden í Bæjaralandi hehe...úfff...sem gæti náttúrulega misskilist! ;)
Annars hló ég mikið af þessu áðan... http://www.visir.is/samkynhneigdir-ariar-taka-hondum-saman/article/2013131009532
En hér er myndin af leðurhommanum við Arnarhreiðrið (ef linkurinn virkar):
https://plus.google.com/photos/118199952143317794672/albums/5930958924508156993/5930959902005434882?banner=pwa&pid=5930959902005434882&oid=118199952143317794672
Róbert Björnsson, 4.10.2013 kl. 18:24
Hvað kemur þessi Austurríski vinur minn umskurði barna við?
Ég á líka góða vini frá Ísraels í Austurríki, þau þurftu að flýja frá Tel Aviv vegna þess að þau voru fólk sem vill jafnræði frið og umburðarlyndi. Því var þeim ekki sætt að vera þar.
Ég á líka vinkonu íslenska sem bjó 11 ár í Ísrael, á þar börn og barnabörn. Hennar afstaða er önnur til þessara þjóðar. Ég hef líka hitt ýmsa gyðinga á ferðalagi hér og spjallað við þau um daginn og veginn, fólk eins og ég og þú.
En heimsyfirráðastefna þeirra sem ráða í Ísrael, yfirgangur þeirra við hertekna þjóð, og rasismi þeirra í garð þeirra sem áttu landið sem þeim var þröngvað í, er þess valdandi að ég fyrirlít þá stjórnunarsemi, frekju og ofbeldi sem ráðamenn virðast fá að viðhalda meðan þjóðir heims líta í aðra átt. Það er í mínum augum viðurstyggileg framkoma, og ég er ekkert hrædd við að viðurkenna það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2013 kl. 18:49
Og hvaða lög á læknirinn að hafa brotið?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 20:15
Ef læknir lokar t.d. á hjálp við umskurn, þá er hann að brjóta læknalög og alþjóðlega sáttmála sem Íslendingar hafa undirritað. Þráinn hefur ekkert leyfi og engan rétt til að banna læknisfræðilega aðstoð. Hann á ekki Barnaspítala Hringsins. Afstaða hans mun aðeins valda því að umskurnir munu fara fram í heimahúsum og það getur haft hættur fyrir börn í för með sér. Þessi fyrirskipun læknisins er mjög vanhugsuðu og lítilmótleg.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.10.2013 kl. 21:11
Alveg er ég viss um að Þráinn læknir telur það mannréttindi að konur láti framkvæma fóstureyðingu. Það tel ég líka og hef ekkert á móti þeim, en fæ ekki skilið að bann við umskurn sé mikilvægara en bann við fóstureyðingu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.10.2013 kl. 21:13
Það er rétt hjá þér, Þráin hefur engan rétt til að banna læknisfræðilega aðstoð. Læknar mega hinsvegar hafna öllum þeim aðgerðum sem teljast ekki lífsnauðsynlegar.
Hann hefur því fullan rétt á að taka fyrir óþarfar aðgerðir innan þess teymis sem hann stýrir.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 21:26
Með fullri virðingu fyrir þinni trú þá stenst tenging þín milli trúarofsókna á Evrópuþinginu og umræðum um umskurð ekki skoðun þegar horft er á aðra hluti sem tengjast málinu.
Ég veit ekki hvaðan þú færð það út að þessi athöfn sé bundin við múslima og gyðinga. Fullt af öðrum hópum, t.d. kristnir og aðrir trúarhópar í Miðausturlöndum (sem heyra hvorki undir gyðingdóm né íslam), umskera börnin sín við fæðingu. Mætti þar nefna líbanska innflytjendur í Evrópu (t.d. í Svíþjóð og Frakklandi) sem þyrftu að sætta sig við þessa löggjöf, á sama hátt og múslimarnir. Kristnir menn sem stunda þetta, eins og Líbanir, yrðu ekki yfir bannið hafnir. Einnig er hægt að minnast á Norður-Ameríkubúa sem iðka þetta, sem eru heldur ekki gyðingar eða múslimar.
Því mætti segja með þínum rökum að "hatrið" í Evrópuþinginu beinist að öllum trúarbrögðunum sem rekja rætur sínar til Abrahams. Ég myndi heldur legga til að við ættum að kalla umskurð ungbarna menningarlega hefð þó vissulega eigi hún rætur sínar í tilteknu trúarriti. Ennfremur, ef við horfum á þetta sem menningarlega hefð er ekkert sem stendur í vegi þess að hún sé rædd á Evrópuþingi án þess að menn fari í þann gír að tengja við gyðinga- eða múslimaofsóknir.
Tryggvi Brynjarsson (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 22:46
Tryggvi Brynjarsson, ég geri mér grein fyrir því að aðrir en gyðingar og múslímar stunda umskurn á drengjum og dreg ekkert úr vanþóknun minni á óeðli þeirra sem vilja banna hana, hvaða nafni sem þeir vilja kalla það bann.
Ég leyfi mér að hugsa um ljóshærðu morðingjana í Treblinka sem skutu börn og hrintu þeim ofan í brennandi fjöldagröf. Þeir voru líka á móti umskurn og öllu því sem gyðingar gerðu.
Hatur á múslímum í Evrópu dag er tengt skoðun hins ljóshærða, "velmeinandi", óumskorna herrafólks, sem enn er að siða heiminn til og leggja afarreglur fyrir aðra.
Ég leyfi mér einnig að minnast læknanna sem neituðu að aðstoða gyðinga á 4. áratug síðustu aldar og stéttarbræðra þeirra sem stunduðu morð í fanga- og útrýmingarbúðum nasista á 5. áratugnum. Upp í huga mér kemur þá sjálfkrafa kollegi þeirra, lítill karl eins og Þráinn á Barnaspítala Hringsins. Hann telur sig geta bannað fólki aðstoð á spítala þar sem hann er yfirmaður og þar sem hann þiggur laun sem greidd eru af skattpeningum þjóðarinnar. Meðan ekki er bannað að umskera drengi á Íslandi getur Þráinn ekki sett eigin lög og þaðan að síður fréttakona á RÚV sem kann ekki að vitna rétt í texta.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.10.2013 kl. 23:53
"Þegar typpin lengjast á mannskepnunni og forhúðin ekki með, munum við sjá aukinn vanda af þröngri forhúð."
Einmitt!
Jóhann (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 00:43
Ekki veit ég betur en að ofbeldi gegn börnum sé bannað á Íslandi. Skrýtið að saka þá sem fylgja þeim lögum um lögbrot og hatur... Vonandi eru verða allir þeir sem veitast að ómálga börnum og skera líkama þeirra dæmdir og fangelsaðir eins og lög gera jú ráð fyrir. Varla kemst fólk upp með að limlesta smábörn nú á dögum. Að vísa í einhverjar fornar kreddur sér til afsökunar er engin vörn.
Ekki fyrir svo ýkja löngu þótti sjálfasagt að brenna konur sem taldar voru nornir á báli. Núna er þeir sem stunda slíkt auðvitað dæmdir fyrir morð, og þeim er engin vörn í því að þeir töldu þetta athæfi guði þóknanlegt.
Þeir sem stunda það að skera börn, geta ekki gefir sér það að þeir verði ekki kærðir og þeim verði refsað, fyrr frekar en síðar. Ofbeldi í nafni trúar verður vonandi útrýmt fljótlega.
Hörður Þórðarson, 5.10.2013 kl. 05:35
Jóhann, og þau breikka líka!
Hörður, mundu að þeir sem brenndu nornir voru ekki umskornir. Þeir voru líklega með of þrönga forhúð og gátu ekki haft samfarir við konur, hötuðust út í þær og komust gegnum kirkjuna í hlutverk böðulsins.Stærstu kvenhatarar allar tíma voru örugglega með of þrönga forhúð.
Að skera börn. Orðaval þitt lýsir þér best. Húðsepi er skorinn af og þú tala um að "skera börn". Í Bandaríkjunum voru flestir drengir umskornir. Þú telur vitanlega eins og múslímar að þeir séu allir réttdræpir fyrir að "skera börn". En þú ert ekki einu sinni með múslímunum í þessum öfgum þínu, því þeir "skera líka börn" eins og Bandaríkjamennirnir og gyðingar. Þú heldur kannski að þeir verði allir vinir ef þeir hætti að "skera börn" og geri eins og Hitler og Stalín, skjóti þau, gasi, svelti og útrými. Þeir voru ekki umskornir líkt og þú og vildu ekki "skera börn", en engir hafa drepið eins mörg börn í sögunni, nema þá þeir sem stundað hafa fóstureyðingar á síðustu 60 áratugum.
Þráinn skurðlæknir tekur glaðlega að sér fóstureyðingar, en neitar að skera ónauðsynlegan húðsepa af drengbörnum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.10.2013 kl. 06:48
Takk fyrir svarið, ég hafði gaman af því.
Hörður Þórðarson, 5.10.2013 kl. 07:45
Vilhjálmur,
þú ert að tala um hluti sem þú virðist ekki skilja, eða viljandi misskilja. Forhúðin er ekki "húðsepi". Þú veist betur en það.
http://en.wikipedia.org/wiki/Foreskin
Einar Karl, 5.10.2013 kl. 07:55
Einar Karl, já ég hef heyrt að sumir hugsi með forhúðinni og velta henni og gæðum hennar mikið fyrir sér, bretti henni upp og niður og rúlli fram og aftur og geri alls kyns hundakúnstir. Þeir vita greinilega að þeir hafa eitthvað meira út úr henni en þeir sem ekki hafa þennan kraga. Hvað mörg Kb er hægt að geyma í forhúð veit ég hins vegar ekki, en vart getur það verið mikið. En þetta er húðsepi, sem hentugur er til að safna óhreinindum undir og hana nú!!!
Vegna þróunar geta sumir ekki rúllað upp og framið hreingerningar. Börn fæðast stærri og í sumum menningarsvæðum komast börn vart út úr móðurkviði nema með hjálp dr. Kobba kviðristu. Penisstærð hefur einnig aukist vegna velmegunar og meiri tíma sem menn virðast hafa til að dýrka apparatið. Forhúðin fylgir einfaldlega ekki þeirri supersæsun. Það er einfaldlega ekki gott að vera með 3XXX typpi og forhúðina í Small. Flestir þeir sem missa forhúðina á fullorðinsárum róma þær umbætur sem koma í kjölfarið. En ég er ekki þar með að mælast til þess að þú látir skera af þér þetta mikilvæga skynfæri þitt.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.10.2013 kl. 09:35
Mér finnst umskurður á börnum, hvort sem það eru drengir eða stúlkur, svívirðilegt athæfi.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 17:25
H.T. Bjarnason. Þú ert líka lítið gefinn fyrir múslíma, svona almennt, er það ekki?
FORNLEIFUR, 5.10.2013 kl. 21:02
Ég hefði átt að hugsa mig tvisvar um áður en ég skrifaði athugarsemd hjá moggabloggara. Fæ ekkert nema déskotans heimsku til baka í andlitið.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 01:32
Þetta er hættulegur staður, varaðu þig.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.10.2013 kl. 09:07
Mér finnst þessi umræða um umskurn fáránleg. Gyðingar hafa verið umskornir í 4000 á, múslimar í 1400. Margir karlmenn eru umskornir á barnsaldri í Bandaríkjunum og örfáum stöðum öðrum í heiminum.
Síðan kemur eitthvað strákgrey (með fullri virðingu fyrir honum og hans skoðunum) og finnst það hræðilegt að hafa verið umskorinn að sér forspurðum og allt verður vitlaust.
Óþarfa viðkvæmni að mínu áliti.
Tala karlmanna sem hafa verið umskornir í aldanna rás hleypur á mílljónum og lang, lang, langstærstur meirihluti þeirra kvartar ekki né kveinar.
En það er með þessa umræðu eins og svo margar aðrar. Það er einblínt á smaátriðin og það sem er "neikvætt" og maður sér ekki skóginn fyrir trjánum.
Hér í Svíþjóð finnst eitthvað sem heitir (mín þýðing) "samviskufrelsi". Það þýðir að ekki er hægt að þvínga hjúkrunarfólk til að gera eitthvað sem brýtur gegn samvisku þess. Einstaka læknir getur neitað að framkvæma eitthvað (umskurn í þessu tilfelli) samvisku sinnar vegna en eins og Vilhjálmur bendir á er það lögbrot þegar yfirmaður deildar bannar öðrum að framkvæma það sem hann persónulega er á móti.
Umskurn er það stór þáttur í menningu og trú bæði gyðinga og múslima að það stríðir gegn mannréttindarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna að banna hana.
Þess vegna er svo mikil umræða um þetta.
Hefði verið betra ef fólk einbeitti sér að því að reyna að minnka glæpi og stríð í heiminum en að vera að fjargviðrast yfir typpum.
Viktor Harðarson (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 12:59
Viktor Harðarson, hefur það ekki líka fylgt múslimum frá upphafi að gifta smábörn gömlum mönnum? gefur það þeim heimild / leyfi til að halda slíku áfram vegna þess að það er partur af þeirra menningu árið 2013?
Sævar Einarsson (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 16:05
Viktor, það að banna þessa ákveðnu aðgerð er ekki lögbrot af hálfu læknisins (ef þú veist um íslensk lög sem skylda lækni til að framkvæma valfrjálsar aðgerðir þá máttu endilega birta hlekk á viðkomandi lög).
Síðan er það fullkomlega eðlilegt fyrir lækni á LSH að hafna þessari aðgerð á þeim grundvelli að hún á ekkert heima á LSH heldur hjá þeim fjölda af lýtalæknum sem starfrækja sínar eigin stofur og þannig sóa ekki tíma og auðlindum lækna LSH.
Það eina sem breytist er að fólk sem velur þessa leið þarf að borga fullt gjald fyrir það.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 18:04
Aftur Viktor, það er rík hefð í mörgum ríkjum múslima að umskera stelpur.
Finnst þér það stríða á móti mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðana að við bönnum slíkt athæfi á Íslandi?
Ef þér finnst það ekki í lagi, hver er munurin?
Reynið að muna að grundvallar lög okkar og nágrannaþjóða okkar er að allir mega trúa því sem þeir vilja en það þýðir ekki að þeir megi gera það sem þeir vilja.
Við takmörkum trúfrelsi eftir því siðferði sem er í okkar menningu því annars opnum við flóðgáttir þess kjaftæðis sem allir menningarheimar plánetu okkar hafa haldið uppi síðastliðin árþúsund. Mannfórnir, nauðganir, barnamorð, norna brennur allt í nafni þess að þetta er trúarlegur og menningarlegur arfur einhvers. Nei takk.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 18:19
Vilhjálmur, það er ekki rétt hjá þér að nazistarnir vildu útrýma bæði gyðingum og múslímum. Múslímar voru helztu bandamenn nazistanna, einmitt vegna viðhorfsins til gyðinga. Eitt sinn kom einn stórmúftí í heimsókn í Auschwitsch-Birkenau og kvartaði undan því, að útrýmingin gengi ekki nógu fljótt fyrir sig.
Varðandi umskurð á drengjum, sem auðvitað er engin læknisfræðileg ástæða til, var notað til forna meðal gyðinga til að mismuna fólki. Þeir gyðingar, sem ekki létu umskera sig og þeir voru álitnir annars flokks af þeim "útvöldu". Umskornir karlmenn í Judeu og Galileu sem voru ókvæntir, af ákveðnum ættum og vígðir til trúarlegs embættis af einhverjum toga voru "hreinir". Allir aðrir voru "óhreinir" í mismunandi mæli, þ.á.m. óumskornir menn, konur, veikt fólk og þeir sem höfðu komizt í ónáð. Það voru ákveðnir staðir (byggingar), sem hinir óhreinu máttu ekki vera.
Umskurður stúlkubarna í mörgum ríkjum Afríku svo og Indónesíu er viðbjóðslegur siður byggður á heimsku, fáfræði, hjátrú og kvenfyrirlitningu. Umskurður drengja hjá gyðingum er sömuleiðis byggður á þeirri bábilju, að það sé til guð sem hefur valið einhvern þjóðfélagshóp (réttrúaða, umskorna gyðinga) til að vera fremri öllum öðrum.
Það væri æskilegt að gyðingar tækju Jesú sér til fyrirmyndar. Hann fór ekki í manngreiningarálit og hlaut ávítur fyrir það af hálfu íhaldssamra gyðinga sem urðu honum samferða.
Aztec, 6.10.2013 kl. 19:00
Það átti að standa: "Þeir gyðingar, sem ekki létu umskera sig voru álitnir annars flokks af þeim "útvöldu".
Aztec, 6.10.2013 kl. 19:02
Samkvæmt Wikipedia er þriðjungur karlmanna í heiminum umskorinn. Sagnfræðingar telja þennan sið ævafornan, jafnvel eldri en 15.000 ára.
Ein kenning um tilurð umskurðar er að sigrandi þjóðir hafi merkt sér undirgefnari þjóðir með þessum hætti. Það stemmir ágætlega við kröfur Biblíunnar um umskurð, reglurnar um mataræði virðast teknar frá Assýríumönnum sem takmörkuðu fæðuval undirgefinna þjóða (allur "lúxusmatur" var þeim bannaður). Fjölmargar reglur Biblíunnar ganga sem sagt út á að gyðingar sýni Guði undirgefni (íslam).
Egyptar stunduðu umskurð eins og sjá má af veggristum eldri en 4.000 ára. Ekki er vitað hvers vegna, en ljóst að það var m.a. gert af trúarlegum ástæðum. Vinsæl kenning (en víst alveg ósönnuð) er að á eyðimerkursvæðum sé verra að hafa forhúð því sandur leggist milli forhúðar og glans og valdi sársauka.
Umskurður karla dregur úr líkum á HIV smiti, krabbameini í glans og legkrabbameini hjá kvenkyns rekkjunautum, einnig úr líkum á papilloma smiti.
Að gyðingar hafi notað umskurð til að mismuna fólki (eins og Aztec heldur fram) er algjörlega úr lausu lofti gripið. En á fyrstu öld virðast margir gyðingar hafa forðast umskurð, samanber hversu mikla áherslu Páll leggur á það að umskurður sé ekki nauðsynlegur Gyðingum (Kristni var ekki til sem sjálfstæð trúarbrögð á tímum Páls, heldur sem grein innan Gyðingdóms). Á Hellenískum tíma virðast margir Gyðingar hafa skammast sín fyrir umskurð og reynt að fela hann, samanber Makkabeabækur.
Bann á umskurði mun ekki koma í veg fyrir umskurð Gyðinga og Múslíma, þeir munu einfaldlega gera það í heimahúsum eða í öðrum löndum þar sem bannið er ekki við lýði.
Persónulega er mér illa við umskurð nýfæddra barna, helst vildi ég sjá að menn tækju sjálfir ákvörðun þegar þeir hafa þroska til, en það virðist ekki tímabært að fara fram á slíkt, því miður.
Að barátta gegn umskurði barna sé merki um gyðingahatur á kannski við í einhverjum tilfellum, en ekki öllum eins og Vilhjálmur virðist vera að segja. Það er vel hægt að vera á móti sumum siðum annarra hópa án þess að hata þá.
Að lokum, Aztec, það er nú heldur stórt upp í sig tekið að segja að Múslímar hafi verið helstu bandamenn Nasista. Muftinn í Jerúsalem, sem þurfti að flýja land, var vissulega á tímabili í Berlín og umgekkst Nasista, og Nasistar kynntu sér þjóðarmorð Ottómana á Armenum til að fá hugmyndir til eigin þjóðarmorðs. Nasismi var útbreiddur meðal margra þjóða, líka í Mið-Austurlöndum, en gyðingahatur var aldrei útbreitt meðal Múslíma - það er Kristið fyrirbæri sem á uppruna sinn fyrst og fremst í Evrópu. Á síðari tímum hefur gyðingahatur farið vaxandi meðal Araba, fyrst og fremst vegna stofnunar Ísraelsríkis.
Margir Arabar á umboðssvæði Breta sáu þá sem helsta óvin sinn og töldu sig þess vegna eðlilega bandamenn Þjóðverja í stríði gegn Bretum. Hins vegar voru Arabar ekki hrifnir af andgyðinglegri stefnu Nasista sem hafði lengst af þau sýnilegu áhrif að Gyðingar streymdu til Palestínu.
Brynjólfur Þorvarðsson, 7.10.2013 kl. 05:54
Ég er alls ekki sammála þér í þessu, Brynjólfur, enda er það andstætt því sem ég hef kynnt mér. Svo að ég hverf ekki frá því sem ég skrifaði í fyrri athugasemd.
Aztec, 7.10.2013 kl. 11:17
í fyrsta lagi er engann veginn hægt að bera saman umskurð drengja og stelpna. Það er fáránlegt. Ef þið fattið ekki af hverju.... google....
hvað þá að setja þetta undir sama hatt og giftingar barna...???? er ekki allt í lagi???
í öðru lagi á umræddur læknir ekki landspítalann og getur þar af leiðandi ekki bannað eitt eða neitt. Honum er frjálst að hafa skoðanir og viðra þær og er það bara eðlilegt, en að meina öðrum læknum að vinna vinnuna sína minir helst á "bully" sem stundar einelti.
Viktor Harðarson (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 15:47
skelli inn einum link...
http://www.spiked-online.com/newsite/article/the_intolerant_crusade_against_circumcision/14117#.UlbMPlBEEVh
Viktor Harðarson (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.