26.3.2013 | 08:04
Dómsmálaráðuneytið leitar að miðli
Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru vitaskuld saklaus á morðinu á Natani Ketilssyni og Fjárdráps-Pétri. Það varðar auðvitað við alþjóðalög að bróðir Natans hafi hálshöggvið Friðrik og Agnesi, og Natan var ekkert annað en barnaníðingur sem níddist á vinnukonu sinni, Sigríði Guðmundsdóttur, barnungri. Sigríður sat kannski í Spunahúsinu í Kaupmannahöfn saklaus fyrir að hafa kálað barnaníðingnum, sem átti bara skilið að deyja. Þannig sjá að minnsta kosti margir hlutina með nútímaaugum.
Árið 1934 var fólk farið að kenna í brjósti um tvo meinta morðingja Natans, enda voru þau tekin af lífi á hinn hrottalegasta hátt, séð með nútímaaugum. Höfuð þeirra voru sett á stengur. Agnes Magnúsdóttir leitaði svo loks að handan til miðils á Bergþórugötunni í Reykjavík, sem lýsti dysjunarstað hausa Agnesar og Friðriks "í hásumar-sól-setursátt, séð frá aftökupallinum og skammt frá honum." Dularfull rannsóknarnefnd fór norður og gróf og er sögð hafa fundið allt nákvæmlega eins og miðill sagði fyrir um. Með leyfi Jóns Helgasonar biskups voru þessar jarðnesku leifar greftraðar í kassa í kirkjugarðinum á Tjörn á Vatnsnesi að ósk meints morðingja.
Ég legg til að Ögmundur Jónasson ráði sé miðil með mikla útfrymisgetu til að leysa morðgátunum um Geirfinn.
Ögmundur lét það verða sitt síðasta verk sem ráðherra að senda skýrslu rannsóknarhóps á Geirfinns- og Guðmundarmálum til embætti Ríkissaksóknara.
Maður tekur strax eftir mjög mikilli yfirlýsingargleði meðlima rannsóknarhópsins. Hinn virti prófessor Gísli H. Guðjónsson, sem var hópnum til hjálpar, tínir til hve dæmdir sakborningar sátu lengi í einangrun. Heldur Gísli H. Guðjónsson því fram að menn þurfi að fara alla leið suður í Guantanamó til að finna álíka einangrun. Það eru örugglega sæt orði í eyrum Ögmunds, sem vitanlega heldur að þeir sem á Guantanamó sitji séu blásaklausir.
Eins lítið og Guantanamór kemur Geirfinnsmálinu við, eins öruggt er það að prófessor Gísli H. Guðjónsson kann ekki að fara rétt með staðreyndir: Frændur okkar Danir hafa lengi legið undir ámæli fyrir óhóflega einangrunarfangelsun og haf a verið gangrýndir af alþjóðlegum samtökum (sjá hér)
Vissulega geta menn orðið geðveikir við einangrun í fangelsum, en sumir eru það áður en þeir framkvæma glæpi sína.
Líklega hefði rannsóknarhópurinn betur bætt við sagnfræðingi í stað þess að kreista litatúbur pólitískrar rétthugsunar.
Hver myrti Alfred Kempner ?
Árið 1939 var ungum gyðingi, Alfred Kempner, sem flýði til Íslands bolað úr landi. Á 7. áratug síðustu aldar komst íslenskur prófessor að þeirri niðurstöðu að Kempner hefði farist í Helförinni. Aldrei hefur neinum dottið í hug að krefjast rannsóknar á einangrunarfangelsun Alfred Kempners, brottvísun hans og meintum dauða. Íslenskur ráðherra, forfaðir pólitískrar erfðadæmis, fyrirskipaði brottvísunina, saksóknari framkvæmdi hana með mikilli heift og kynlegur kvistur við HÍ, sem vildi gera þýskan aðalsmann að kóngi á Íslandi, skrifaði bréf á þýsku fyrir embættin, þar sem íslensk yfirvöld buðust til að borga kostnaðinn við að senda Alfred Kempner áfram til Þýskalands nasismans, ef Danir vildu ekki taka á móti honum.
Ég sé fyrir mér hvað hefði gerst hefði Gísli H. Guðjónsson fengið þetta mál í hendur. Íslenskir ráðamenn hefðu verið kvittaðir af allri synd og sekt. Hann hefði, ekki frekar en sagnfræðiprófessorinn, sem sagði okkur frá dauða Kempners, farið að rannsaka heimildir í Danmörku, sem sýndu að Danir voru gáttaðir af óskammfeilni Íslendinga, sem voru greinilega enn meiri gyðingahatarar en Danir sjálfir.
En auðvitað var aldrei neinum á Íslandi sem þótti neitt athugavert við framgöngu íslenskra stjórnvalda í því "morðmáli". Að minnsta kosti ekki nógu mikið til að eyða tugmilljónum í rannsóknir á því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 1352763
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Eitthvað talaði Gísli nú um það að norðurlönd væru ekki barnanna best varðandi einangrunarvist.
Er fullvíst að Alfred Kempner hafi verið komið úr landi með því sjónarmiði að hann yrði drepinn? Er ekki morðsökinn þeirra sem drápu hann, þ.e. Þjóðverja?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 17:47
Bjarni Gunnlaugur, hann var ekki drepinn. Dönskum krötum þótti það einum of hve vaskir Íslendingar voru. Hann dó í Horsens í Danmörku.
Og þeir sem sendu hann úr landi vissu mætavel hvað gerðist og var gert við fólk í fangabúðum nasista, sem voru sumar hverjar komnar í gagníð áður en styrjöldin braust út. Þaðan áttu margir ekki afturkvæmt
FORNLEIFUR, 26.3.2013 kl. 18:47
Fornleifur, hvaða heimildir hefurðu fyrir því að ráðamenn hér hafi vitað "mætavel" 1939, hvað gert var við fólk í fangabúðum nasista?
Ég lagðist um daginn í smá grúsk á netinu um gyðinga en er bæði óskipulagður og gleyminn og hef því ekki heimildir á reiðum höndum, en þar sá ég grein um gyðinga sem sluppu úr útrýmingarbúðum og fóru heim til Ungverjalands að láta ráðamenn vita hvað yrði um fólkið sem var sent að menn héldu til nýrra heimkynna. Jú, hérna gúglaðist það upp http://en.wikipedia.org/wiki/Rudolf_Vrba
Þetta er svo seint sem 1944, að vísu harla ósennilegt að leyniþjónustur t.d. Breta og Bandaríkjamanna hafi ekki vitað neitt fyrr, en þessir blessaðir sveitakarlar upp á Íslandi, hvað gátu þeir þá vitað 1939?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 20:44
Bjarni Gunnlaugur, það er munur á útrýmingarbúðum og fangabúðum. Í fangabúðum var fólk líka myrt, t.d. Dachau, Buchenwald og Sachsenhausen. en ekki á skipulegan hátt. Það var hægt að lesa um þessar búðir í sumum dagblöðum á Íslandi. Dachau búðirnar voru opnaðarð 1933, Buchenwald 1937 og Sachsenhausen 1936.
FORNLEIFUR, 26.3.2013 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.