Leita í fréttum mbl.is

Pussubarningur í Reykjavík

Pussi Riot Reykjavík 6
 

Rússland er glæpaveldi sem óhemjumargir Íslendingar vilja hanga í pilsfaldinum á. Það er því ógeðfellt að verða enn einu sinni vitni að skítlegri framkomu íslenskra löggæslumanna, sem starfa alveg eins og kollegarnir í Pútín-Rússlandi, að minnsta kosti þegar þeir berja á mótmælendum við rússneska sendiráðið í Reykjavík. Aðfarir löggunnar að mótmælendum við rússneska sendiráðið um daginn var ljótt dæmi um vinnubrögð íslenskrar löggæslu. Ekki er útilokað að á vakt hafi verið sérstaklega óstilltir og illa gefnir einstaklingar innan lögreglunnar, en framkoma sú sást í frétt RÚV bendir til þess að enn fylkist illa gefnir aðilar í þessi mikilvægu og illa launuðu störf í þjóðfélaginu.

Það má einnig undra, að Íslendingar taki fyrst við sér í mótmælum gegn ógnarstjórn rússneska KGB-keisarans Pútíns, þegar brotið er á mannréttindum meðlima Pussy Riot, femínístískrar pönkhljómsveitar með sýningargirnd. Er aðeins mótmælt þegar atvinnu- og uppákomufemínistum er illt í pussunni? Eðlilegra hefði verið ef stöðugar mótmælastöður hefðu verið við sendiráð Pútu-zarsins í Reykjavík. Rússland er eitt versta  glæpaveldið í heiminum í dag, sem heldur verndarhendi yfir ógnarveldum eins og Íran og Sýrlandi.

Ekki er lengi síðan að ungt fólk, og það sem telur sig réttsýnna en annað fólk, sá hjá sér þörf að sigla á bátum til Gaza. En nú virðist enginn vera að undirbúa sig í úlfaldareisu til Damaskus til að berjast við gamlan vin og bandamann Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, al Assad, sem virðist lifa eftir mottóinu: Eitt fjöldamorð á dag kemur skapinu í lag. Enginn talar heldur um að slíta stjórnmálasambandi við Sýrland eða hjálparkokkinn í Moskvu.

Eitraði zarinn í Moskvu er helsti stuðningsmaður morðingjans á Sýrlandi, og vænt væri að sjá íslensk ungmenni mótmæla við rússneska sendiráðið vegna þess, en ekki bara vegna handtöku Pussy Riot. Ég ætla líka að vona, að Pussy Riot sé einnig að mótmæla stuðningi Pútíns við þjóðarmorð í Miðausturlöndum eins og svo mörgu öðru, sem og að Pútín haldi þeim ekki í dýflissunni eins og þúsundum öðrum, sem ekkert hafa til saka unnið en að minna kvikindið á, að hann er skriðdýr úr forarpytt sovétmorðveldisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steddi

Halló, geturðu aðeins einfaldað þetta, hvert ertu að fara?

Steddi, 14.7.2012 kl. 23:02

2 Smámynd: Steddi

Ég bíð, ert þú ekki þessi sem heldur því fram að Hitler hafi drepið svo og svo marga gyðinga í WW2?

Steddi, 14.7.2012 kl. 23:28

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Pútin er slúbbert og það er Assad líka. Próblemið er, að andstæðingar þeirra eru a.m.k. jafn miklir slúbbertar, trúlega enn meiri. Fari þeir frá völdum, koma aðrir enn verri. 

En það er gaman og gefandi fyrir vandlætara og hneyklunarhellur í öruggri fjarlægð að jesúa sig yfir vonsku stjórnvalda í fjarlægum löndum. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.7.2012 kl. 01:03

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nei, Vilhjálmur þjóðarmorð vekja ekki athygli lengur. Í það minnsta ef það þjónar ekki pólitískri rétthugsun.

Ragnhildur Kolka, 15.7.2012 kl. 11:16

5 identicon

Ertu ekki eithvað að ruglast í ríminu. Þeir sem sigla til Gaza, eiga að fara í úlvaldalest til Damaskus og berjast Á MÓTI Assad. Þeir eru meiri terroriatar en hann og það versta er, að þeir eru studdir af þúsundum heimskingja á vesturlöndum. Ástandið í Sýrlandi er hluti af arabíska vorinu og þú veist að það er forsmekkurinn að langvarandi stórstýrjöld sem enginn sér fyrir endann á. Það er enginn friður í múslimsku löndunum núna og ástandið á eftir að versna.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 12:26

6 identicon

http://www.interfax-religion.com/kosovo/#kosovo

Hér sést atferli múslima gagnvar öðrum trúarbrögðum og svona er þetta í öllum heiminum, þar sem þeir ráða ríkjum.

Nú eru múslimaprestar í Egyptalandi að tala um að eyða pýramítunum, sem ég vona að verði gert, eins og gert var með búdda líkneskin í Afganistan, svo alheimur sjái VIÐBJÓÐINN ISLAM í réttu ljósi og hægt verði að útríma þeim trúarbrögðum.

Ef uppreisnarmenn í Sýrlandi vinna á Assad, þá tekur sama við þar.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 17:15

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Við skulum vona að pýramídarnir lifi þessi ósköp af.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.7.2012 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband