Leita í fréttum mbl.is

Flogið hátt, lotið lágt

Loftur Billjónair og vopnasali
 

Eins og hefur örugglega farið fram hjá flestum í ólifnaðinum nú yfir dauðahátíð kristinna manna, var Rússinn Viktor But (Bout) dæmdur í 25 ára fangelsi í Bandaríkjunum um daginn. But, sem er rússnesku útrásarvíkungur árgerð 1967, en betur þekktur sem „Kaupmaður Dauðans", fékk þennan harða dóm fyrir vopnasölu. Saksóknarinn vildi gefa honum 40 ár.   

Mér sýnist að það sem Viktor But hefur sér til saka unnið, sé afar svipað því sem Íslendingur nokkur, Loftur Jóhannesson, hafði lífsviðurværi af hér um árið. Ég rakst á hann við tilviljun í leit á tímarít.is,sama dag og dómur féll í máli Rússans But, þegar ég var að skrifa um greinina um Iceland Food Center í London sjá hér.

Myndin hér að ofan er úr einni af veislum íslendingafélagsins í London, n.t.t árið 1963. Veislurnar voru gjarna haldnar á dýrasta hótelinu í London, Dorchester. Minna mátti það auðvitað ekki vera. Sjármörinn Loftur Jóhannesson, sem síðar gerðist kaupmaður dauðans, sést hér á tali við dömu sem virðist éta hann eins og forrétt með augunum.

Flugkappi og vopnasali
Loftur vopnasali

Loftur fór á 7. áratugnum út í "íslenskt útrásarævintýri". Hann kom að mörgum fyrirtækjum sem fóru á hausinn, en auðgaðist að lokum á skítabisness á kanti laga og mannlegrar virðingar.

Sunday Times birti árið 1994 grein með upplýsingum um Loft Jóhannesson. Greinin var kölluð "British companies funded Stasi ": Loftur Johannesson, a businessman who lives in Victoria, central London, allegedly used the London firm to organise the shipment of 12 Soviet-made T-72 tanks to Saddam Hussein's army in Iraq. The British-based arms dealer used IMES, a Stasi arms company, to help facilitate the $26m deal in January 1987.

Þessi íslenski flugkappi dauðans þénaði einnig feitt á stríðinu í Biafra og fyrirtæki hans flaug með vopn til Gaddafís. Spiegel, Vikublaðið Pressan og Mogginn birtu um 1992 1994 og 2000 greinar um vafasöm viðskipti þessa íslenska ævintýramanns. Þessi íslenski captain from hell, les: íslenski athafnamaður á erlendri grund) var líklega haldinn sama brestinum og bankadrengirnir sem settu Ísland á hausinn. Hann stundaði áhættu og var heltekinn af græðgi. Bankadrengirnir gerðu það með fé saklaus fólks, Loftur með peninga fjöldamorðingja.  

Fer leynt - kannski dauður?

Fyrri kona Lofts, Irmgard Toft, dóttir Tofts kaupmanns í Reykjavík sagði frá aröbum á miður huggulegan, en hreinskilinn hátt, á sínum tíma. Í dag væri ekki hægt að skrifa þetta um araba á Íslandi. Irmy Toft skrifaði einnig á sínum tíma um ballett í Moggann. 

En eins og menn vita skipta flugmenn út konum eins og þeir skipta um flugvélar. Önnur kona Lofts flugkappa er franska aðalsdaman Sophie Dumas Jóhannesson (f. 1947). Hún gerðist íslenskur ríkisborgari, en er líka í vopnabransanum. Léttum vopnum þó, en hún var  var af einhverjum ástæðum í nefnd skylmingasambands Íslands sem sótti fundi Heimssambands skylmingamanna árin 2004 og 2008 í París. Sjá hér. Ætli vopnapeningar hafi farið til Skylmingasambands Íslands? Það væri nú aldeilis En Garde.

Spurningin er, hvort Loftur Jónsson hryðjuverkaflugmaður sé enn með viðskipti á Íslandi, kominn á tíræðisaldurinn? Fraktflug, fyrirtæki sem hann var skráður fyrir árið 2000 er enn hægt að finna á ja.is, en ef til vill er það ekki sami bisnessinn og hann var með. Hann situr situr líklega sem aflóga gamalmenni við sundlaugina í Maryland eða í höll í Frakklandi og lætur nudda úr sér gigtina með fyrir morðfé. Hann hefur á 21. öldinni verið örlátur á smáaura í kosningarsjóði Repúblíkana frá heimili sínu í við hina fallegu vík Shaw Bay (Bruffs Island Road) í Easton í Marylandfylki í BNA.

En hefði ekki átt að sækja svona íslenskan siðleysingja til saka, sem flaug um heiminn með vopn fyrir annan hvern einræðisherra arabaheimsins? Að sjálfsögðu!

Sjá einnig hér, hér og hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lotið lágt, það er réttnefni á þessum skrifum þínum. Nokkrir punktar kasta rýrð á trúverðugleika skrifa þinna sem virðast skrifuð af heift og biturð. ,,En eins og menn vita skipta flugmenn út konum eins og þeir skipta um flugvélar." Hvaða heimildir hefurðu fyrir þessu? Geturðu sýnt rannsóknir sem staðfesta þessa heimskulegu fullyrðingu?

Ef fjárframlög milljónsmæringsins teljast sem grunsamlega örlát skaltu rifja upp samlagninguna. Þetta eru innan við $2000 sem hann rætur rakna á árunum 2002 til 2008. Svakalega held ég að hann hafi Rebúblikana í vasanum?

Þú ert hlægilegur. Notaðu frekar kraftana í eitthvað uppbyggilegt.

Sigurður Arnarson (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 18:49

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ertu ekki læs Sigurður Arnarson? Smáaura skrifaði ég, sem endurskoðandi hans hefur greinilega sent til að balansara einhverja smáskatta sem maðurinn hefur í BNA, (því hann líkast til með restina af dauðapeningunum á reikningi í Sviss, þangað sem CIA og Stasi borguðu venjulega á reikninga með númerum sem auðvelt var að muna).

Googlaðu svo "Divorse rate among pilots" góði maður.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.4.2012 kl. 06:51

3 identicon

Hlægileg skrif. Hvaða reikninga á þessi maður í Sviss? Þú ert ótrúlegur smáborgari og skrif þín bera þess merki.

Sigurður Arnarson (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 16:43

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Við getum ekki öll verið stórborgarar, Sigurður. Viltu kaupa skriðdreka? 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.4.2012 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband