4.7.2011 | 20:37
Vitnisburður Landakotsbarna í molum ?
Í Fréttatímanum 24.6.2011 var greint frá því að fórnarlamb séra Georgs, Iðunn Angela Andrésdóttir, hafi verið í sumarbúðum í Riftúni áður en faðir hennar gekk á fund kaþólska biskupsins Hinrik Frehen og heimtaði að séra Georg yrði sendur til Hollands. Fréttatíminn greindi svo frá:
Kaþólska kirkjan keypti sumardvalarstaðinn Riftún á þeim tíma sem Iðunn var í skólanum. Hún var því send þangað ásamt skólasystrum sínum. Séra Georgs og Margrét Müller sögðu alltaf að klósettið væri bilað þannig að við þurftum að pissa úti. Svo stóðu þau yfir okkur á meðan. Ég man að ég þoldi þetta ekki. Og hann þóttist aldrei neitt vera að horfa. En í Riftúni þorði hann aldrei að kalla á mig."
Fljótlega var gerð athugasemd við að faðir Iðunnar hefði gengið á fund Hinriks Frehens áður en Iðunn fór í gagnfræðaskóla, þar sem Frehen kom ekki til Íslands fyrr en 1968. Þá var Iðunn reyndar í Ungverjalandi.
Ég gerði athugasemdir við þessa frásögu Iðunnar í síðustu færslu minni (sjá neðar á síðunni) og skrifaði m.a. :
- Iðunn Angela er fædd 1951.
- Faðir hennar fer á fund biskupsins árið 1963, ("sumarið áður en Iðunn byrjaði í gagnfræðaskóla"), og skömmu eftir að Iðunn segir foreldrum sínum frá hræðilegri reynslu sinni (heimild Fréttatíminn).
- Sumardvalarheimilið Riftún opnar fyrst árið 1964, (heimilið var vígt 7. júní 1964).
- Iðunn Angela er samt send þangað af foreldrum sínum (heimild Fréttatíminn). Kannski til að vera með séra Georg, kvalara sínum?
Ég bað jafnframt blaðamann Fréttablaðsins um að skýra þessar mótsagnir. Hún svaraði í dag:
Sæll Vilhjálmur!
Þú vekur athygli á að Riftún opni ekki fyrr en 1964.
Samkvæmt frásögn viðmælanda míns var hún í Landakotsskóla þegar Riftún var keypt og var send þangað þá. Á þeim tíma var Riftún bóndabær og meðal þess sem viðmælandinn segist hafa gert á meðan dvölinni þar stóð, var að rífa veggi í fjósi og hjálpa til við framkvæmdir. Hennar dvöl í Riftúni var því áður en sumarbúðirnar voru standsettar og komnar í gagnið.
Vonandi svarar þetta spurningu þinni.
bestu kveðjur,
Þóra Tómasdóttir blaðamaður á Fréttatímanum
Aftur hvái ég og bendi blaðmanni Fréttatímans og heimildamanni hans á að jörðin Riftún var keypt af kaþólsku kirkjunni haustið 1963. Bóndinn í Riftúni, Kristján Teitsson (1915-1990), brá búi haustið 1963 og það var ekki farið að breyta neinu á bænum fyrr en hann flutti þaðan. Þessu greinir dóttir hans, Hrafnhildur, sem býr í Danmörku, mér frá og sömuleiðis sonur hans Einar. Einar var 16 ára, þegar hann tæmdi hið þriggja ára gamla fjós og tók m.a. milliveggi úr því sem fóru á annan bæ í grenndinni. Þá var fyrst farið í að breyta nýbyggðu fjósinu eftir að Kristján Teitsson flytur frá jörðinni, og það er haustið 1963.
Ef Iðunn, sem upphaflega var sögð hafa verið á sumardvalarstaðnum Riftúni hefur í raun verið þar við verkamannastörf, þar sem hún mátti ekki pissa nema að það væri vaktað af konu frá Þýskalandi og presti frá Hollandi, þá hefur það verið frá haustinu 1963 til og með 6. júní 1964 þegar svefnskálinn var vígður. Þó svo að Iðunn hafi verið þarna 1963 eða snemma árs 1964, hafði faðir hennar þegar farið á fund biskups áður en hún fór í gagnfræðaskóla.
Hver sendir eiginlega barn sitt 13 ára gamalt sem orðið hefur fyrir nauðgun prests til að vinna með nauðgaranum við að rífa veggi í fjósi? Reyndar keypti kaþólska kirkjan fyrst Riftún eftir að Iðunn var hætt í Landakotsskóla og það voru samkvæmt samtímaheimildum nunnur og iðnaðarmenn sem unnu við að breyta fjósinu í Riftúni í svefnskála veturinn 1963-64.
Ég spyr, er Fréttablaðinu stætt á því að halda fast í frásögu sína og Iðunnar Angelu Andrésdóttur?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Löggæsla, Sagnfræði, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:03 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 227
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 172
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Sæll Vilhjálmur Örn,
Mér þykir þú vilja hraða þessu máli þó nokkuð og velti því fyrir mér hve mikinn aðgang þú hafir að rannsókninni sem ég mér skilst reyndar að eigi að hefjast með störfum rannsóknarnefndar þann 1. september næstkomandi.
Ert þú með fullnægjandi aðgengi að málsatvikum-vitnum-gögnum, til að meta einstaka þætti og finnst þér þú hafa heilstæða yfirsýn ?
Eins velti ég fyrir mér hvort þú hafir miklar áhyggjur af að verið sé að bera ljúgvitni gegn starfsmönnum kirkjunnar og að þér þyki ástæða til að ætla að ósamræmi í í framburði hinna og þessara málsaðila verði ekki skoðað af rannsóknarnefndinni ?
Gunnar Waage, 5.7.2011 kl. 04:14
Gunnar Waage (skólastjóri), Það er enginn asi í mér frekar en hjá Rannsóknarnefdinni sem þú segir að hefji ekki störf fyrr en 1. september næstkomandi.
En ert þú skoðanalögreglan sem bannar mönnum, sem t.d. hafa verið í Riftúni og eru ekki kaþólikkar, að rannsaka málið út frá þeim heimildum sem komið er fram í því? Málið er opinbert. Fólk hefur talað og svo breytir það frásögn sinni, sem samt getur enn ekki staðist skoðun.
Eru til málsatviks- og vitnagögn í þessu máli? Kaþólska kirkjan var reyndar að bíða eftir þeim, en gat ekki fengið, þar sem lögreglan í Reykjavík var ekki búin að rannsaka neitt. Það var annars búið að vísa málinu til lögreglu. Heyrðir þú ekki Ögmund ráðherra um daginn, þegar hann útskýrði feril málsins. Hann vildi helst að kirkjan færi niður á hné og bæðist afsökunar strax! Þannig virkar nú ekki réttarríkið nema að við viljum miðaldaaðferðir kirkjunnar eða framgangsmáta í nornaveiðum Ráðsstjórnarríkjanna.
Auðvitað hefur maður áhyggjur og ég hef fulla ástæðu til að ætla að ósamræmi í framburði málsaðila verði ekki skoðað af rannsóknarnefndinni. Prófessor Spanó nefndi ekki fólk með menntun í heimildarýni sem meðlimi í nefndinni og það vekur miklar áhyggjur mínar. Framburður gerenda er heldur ekki til staðar.
En það er greinilegt ósamræmi í framburði vitnis, svo alvarlegt, að ég verð að ætla að lögregla verði að rannsaka málið frekar áður en nokkur nefnd tekur til starfa.
Ég skrifa bara um það sem ég sé og les. Hefur lögreglan haft samband við þá sem bjuggu í Riftúni áður en sumardvalarheimilið var sett á laggirnar? NEI er svarið við því. Löggunni á Íslandi hefur alltaf vantað fólk með akademíska menntun út yfir lögfræðimenntun.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.7.2011 kl. 05:59
jú ég veit að þetta mál er inn á borði lögreglu og held að það sé hið besta mál. Nei ég sé ekkert athugavert við að fólk velti fyrir sér hlutum en um leið þá er rannsóknarvinnan eftir eins og þú segir þannig að málsgögnin liggja ekki en fyrir. Þess vegna er erfitt að taka svona eitt atriði út.
Mín tilfinning er að ef eitthvert misræmi er í tímasetningunni eins og þú nefnir þá erum við að tala um að tæplega 50 ár eru liðin. Um leið þá eru aðferðir til að meta framburð sem verður þá gert þegar að þar að kemur.
Það kæmi mér ekki á óvart þó að eitthvert misræmi væri í frásögnum flestra sem að eru að segja frá svo gömlum atburðum og á tímabili þar sem að viðkomandi skiljanlega var ekki í jafnvægi. Fólki hættir til að muna slík tímabil eins og í þoku.
En það sem auðveldar rannsóknina er líklega að þetta eru þó nokkrir aðilar sem eru langt frá því að vera allir að segja endilega svipaða sögu. Það liggur þó nokkuð ljóst fyrir að ástandið þarna innan veggja hjá biskupsdæminu í ofbeldis, eineltis og kynferðisafbrotum hefur verið hömlulaust.
Gerendur eru þó nokkrir sem og er hylming umfangsmikil. Stjórnsýslulega hefur biskupsdæmið ekki staðið sig sem er síðan önnur ella og en stærra mál.
Gunnar Waage, 5.7.2011 kl. 07:38
Gunnar Waage, hvort ástandið hefur verið hömlulaust, skal ég ekki dæma um. Ég var aðeins í Riftúni og ekki í Landakoti, og það sem kastaði skugga á veru mína þar var ein manneskja, Margrét Müller, sem lagði börn í einelti og hafði enga eiginleika eða hæfileika til að vinna með og fyrir börn.
Ég man hins vegar ágætlega hvað gerðist í Riftúni fyrir 40 árum og hvað börnin þar hétu. Ég tók myndir á Kodak instamatíkuna mína og skrifaði um dvöl mína árið 2009 hér á blogginu, án þess að skrifa nokkuð sem ég hafði ekki innistæðu fyrir. Ég á meira að segja bréf sem ég skrifaði og svör móður minnar og hef greint frá þeim á blogginu.
Kannski er ég óvenjulegur, en ef ég hefði lent í því að vera beittur kynferðislegu ofbeldi, sem ég hefði neyðst til að bæla með mér gegnum árin og barist við í sálarkvölum, hefði ég reynt að hafa sögu mína skothelda þegar ég loksins sagði hana.
Ég get ekki útilokað að glæpir hafi verið framdir, en ég veit úr sálfræðinni að fórnarlömb smyrja stundum of þykkt á sögu sína. Hvort það er tilfellið í þessu máli skal ég ósagt látið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.7.2011 kl. 08:10
Ég held, Vilhjálmur, að þú ættir að meta athafnir og orð annarra út frá fólkinu sjálfu í stað þess að meta málin út frá sjálfum þér. Það, hvort eitthvað er eða er ekki annarlegt miðað við þinn þankagang, er órelevant. Þú ert skrítin skrúfa – og, leyfi ég mér að fullyrða, afar óvenjulegt eintak af fólki. Þú ert raunar svo einkennilegur að mann fer að gruna að ekki sé allt með feldu. Þú minnir mig mjög á sumt af því ágæta fólki sem ég þekki sem hefur ódæmigerða eða væga einhverfu.
Það, að finna hjá sér þörf til að stofna á netinu rannsóknarrétt og blóðgúgla „meint“ fórnarlömb kynferðisbrota, auk þess að gera sitt besta til að pota göt í frásagnir þeirra – er einkennilegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ber með sér einhverja deyfð gagnvart mannlegum tilfinningum.
Vafalaust er einhver „akademísk“ fjarlægð gagnleg á vissum sviðum tilverunnar. Og andóf og gagnrýni er bráðnauðsynleg. En stundum er betra að þegja og fylgjast með. Þetta er slíkt dæmi. Því þótt maður hafi ekki nema efann að vopni – og viti ekki hvort sakirnar eru sannar eða ekki – þá lætur maður það vera að hefja prívat rannsókn á „fórnarlömbunum“ fyrir opnum tjöldum.
Ragnar Þór Pétursson (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 11:11
Ragnar Þór Pétursson, Í fyrsta lagi ertu hér að stimpla fólk sem sakborninga, án þess að vita nokkuð um sekt þess, og nægir það greinilega ekki, því þú ert líka í að reyna að svína mig til og ert með lúalegar persónuárásir á mig.
Ég gæti líka sagt þér að ég er ósammála þér, án þess að þurfa að segja þér að þú er það sem áður fyrr var kallað fífl. Trú þín og tilfinning í málinu skipti mig engu máli. Ég hef áhuga á rökum og sönnunargögnum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.7.2011 kl. 11:39
Saell Vilhjalmur og takk fyrir god og merkileg skrif eins og venjulega. Eins og vinur okkar Ragnar laetur i skina her ad ofan, po ad hann ordi pad ekki pannig, pa er pad alveg opolandi ad pu skulir dirfast ad hugsa og skrifa skyrt um petta mal. Af hverju geturdu bara ekki verid eins og allir hinir og latid adra um ad hugsa fyrir pig? Sjalfstaed og skyr hugsun er alveg opolandi a 21 oldinni pegar allir eiga ad gera pad sem peim er sagt og ekki ad vera spyrja spurninga sem ekki standast reglur Politisku Rett-trunadar Kirkjunnar. Folk sem okkur er illa vid (i.e. Kapolska Kirkjan par sem vid vitum fyrirfram ad allir medlimir hennar eru vondir) er sekt um leid og okkur finnst svo vera. Annad parf ekki. pessar spurningar pinar eru storhaettulegar og gaetu fengid folk til pess ad hugsa malid alvarlega og dypra og pad ma alls ekki gerast. Indridi G. porsteinsson sagdi eitt sinn i sjonvarpsvidtali fyrir all morgum arum: "Islendingar elska ad lata ljuga ad ser." Vonandi kemur sannleikurinn i ljos i fyllingu timans en pu matt ekki hugsa og skrifa svona Vilhjlamur minn, pvi pu att bara ad gera eins og allir hinir. Lattu Politisku Rett-trunadar Kirkjuna vera pitt leidarljos og haettu ollum svona skrifum strax!!!! Folk gaeti farid hugsa malid og hver vill pad!!!!
Jakob Valsson (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 14:11
Sæll pastor Jakob Valsson í Vesturheimi, þakka þér fyrir skemmtilega athugasemd, eins og oft áður.
Já, maður verður að fara varlega, en allar spurningar eru réttmætar í þessu tilviki enda ásakanirnar eru mjög þungar, og enginn ver þá sem verða fyrir þeim. Hvort það er Pétur eða Páll á götunni, eða sérstök rannsóknarnefnd sem leitar svara, ætti það ekki að skipta neinu máli.
Ég dvaldi í Riftúni 1969-70 og varð aldrei var við eða fyrir neinu illu af hendi séra Georgs. Þess vegna er mér spurn! Því nú er því haldið fram, að hann hafi lagst á stúlkur og drengi. Það slær að manni óhug, en mann langar líka til að leita svara við öllum þeim spurningum sem vakna.
Vandamálið er, að flestir eru þegar búnir að dæma, og ég er hræddur um að rannsóknarnefnd Spanós eigi að nota sem tæki til að ná "samningum", ekki til að leita sannleikans. Ég get ekki sætt mig við að orðstír manns, sem kannski hefur ekki gert neitt af sér, skuli eyðilagður um aldur og ævi, vegna þess að menn vilja ekki taka efnislega á málinu. Nauðgun þarf að rannsaka eins og alla aðra glæpi. En á Íslandi virðist vera svo í pottinn búið, að ef kona segist hafa verið nauðgað, svo kemur ekkert annað til mála, þó svo að engar sannanir liggi fyrir og frásögnin sé frekar götótt. Því miður eru ekki allar nauðgunarkærur byggðar á sannleika. En á Íslandi lýgur enginn, eins og við vitum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.7.2011 kl. 15:06
Mér þykir þessi umfjöllun þín Vilhjálmur vera ótímabær. Ég á erfitt með að skilja af hverju þú bíður ekki eftir niðurstöðum rannsóknaraðila.
Því miður þá er málflutningur þinn afar veikbyggður og fálmkenndur. Hann er litaður af kunningsskap þínum og veru þinni í Riftúni þar sem að þú varst einn af þeim fjölmörgu sem ekki var brotið á.
Það faglega í þessu er að bíða eftir rannsóknarniðurstöðum og þau atriði sem þú ert að draga upp eru eitthvað sem þú getur verið fullviss um að rannsóknaraðilar fara vel yfir ef ástæða þykir til.
Þú þarft að hafa eitthvað í höndunum sem að styður tilgátur þínar Vilhjálmur, að öðrum kosti lítur þetta ekki vel út hjá þér.
Gunnar Waage, 5.7.2011 kl. 15:21
Gunnar Waage, mér er í rauninni alveg sama hvað þér finnst. Ef þú sérð ekki augljósan veikleika í framburði eins þolandans, þá er það í versta falli þitt vandamál. Ef þú vilt láta mata hlutina niður í þig af nefnd, er það þitt val. Ég blanda mér ekki í það og bið þig vænstan að spara ráðleggingar um að gerast ógagnrýninn móttakandi niðurstaðna frá nefnd sem er ekki orðin til. Þetta gjálfur hjá þér minnir mig dálítið á austantjaldshugsunarhátt.
Ég er alveg fullviss um að nefndin mun lesa það sem ég hef til málanna að leggja. Vinnan við Riftún er örugglega skráð í heimildum og sjölum kaþólsku kirkjunnar, líkt og skólalok Iðunnar og margt annað. Þetta hlýtur allt að verða rannsakað.
Bara þér til upplýsingar, svo hef ég ekki haft samskipti við neinn sem var í Riftúni þegar ég var þar, síðan 1970!!! Þegar þú tala um litaðan kunningsskap, þá gerir þú þér grillur, sem birtast einhvers staðar í fantasíum þínum, og ferð að trúa þeim í næstu setningu.
Við vorum örugglega mörg sem ekki urðum fyrir kynferðislegu ofbeldi í Riftúni. En hvernig veist þú fyrir víst, að nokkur hafi orðið fyrir því fyrir utan þá 4-5 einstaklinga sem nú hafa komið fram og sumir með afar illa samhangandi sögur, sem meira að segja er breytt eftir hentugleika, þegar blaðamaður á Fréttatímanum nær tali af fórnarlambinu. Fyrst var hún í sumarbúðum og svo var hún að brjóta niður veggi. Hvaða veggi? Það var byggður veggur í FJósinu til að mynda gang, og sonur bónda var búinn að fjarlægja milliveggi í fjósinu og koma þeim til nágranna áður en faðir hans fór yfirgaf jörðina í september 1963. Er hann kannski að ljúga?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.7.2011 kl. 15:54
Ég endurtek að það er því miður ekkert sem að styður tilgátur þínar. Mín fyrsta krafa til þín hlýtur að vera að þú sért með aðgengi að málsatvikum aka málinu í heild sinni.
Þú segir;
"Ég blanda mér ekki í það og bið þig vænstan að spara ráðleggingar um að gerast ógagnrýninn móttakandi niðurstaðna frá nefnd sem er ekki orðin til."
Já, þar sem að nefndin er ekki orðin til hvernig ætlar þú þá að fjalla um niðurstöður nefndarinnar ?
Gunnar Waage, 5.7.2011 kl. 16:08
Ég endurtek, ég er ekki með tilgátur, framburður vitnis var breytt. Þð liggur fyrir á prenti.
Já, hr. Waage, ég get ekki tekið afstöðu til einhvers sem ekki er komið í gang. Prófessor Spanó þar fyrst að finna hæft fólk. Þangað til er öllum heimilt að tjá sig um málið og um skoðanir sínar, þó svo að ruglingslegur maður trommi áfram og áfram og áfram og áfram ... eins og vitlaus auglýsingaapi með Berec rafhlöður í rassinum.
Takk fyrir innlitið Gunnar. Ég hef móttekið skoðun þína. Þú vilt ekki að málið sé rannsakað af öðrum en rannsóknarnefnd. Það er þín skoðun. Aðrir hafa aðrar skoðanir. Sådan er livet! Eyddu batteríunum í eitthvað annað.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.7.2011 kl. 16:28
Það sem ég er að benda þér á Vilhjálmur Örn er að málflutningur þinn stenst engar faglegar kröfur.
Þú rannsakar ekki mál sem þú hefur engan aðgang að í heild sinni.
Kannski hef ég rangt fyrir mér en í síðustu athugasemd þinni þá fæ ég ekki betur séð en að þú sért að óska eftir því að þessar umræður fari í burtu ?
Spurning hvort að þú endurskoðir þá ekki bara þessa loftfimleika þína í garð Iðunnar Angelu Andrésdóttur, allavega myndi ég ráðleggja þér það eindregið.
bkv
Gunnar Waage, 5.7.2011 kl. 16:40
Gunnar, ég biðst afsökunar á minni stóru synd og vona að kirkja hinnar pólitískrar rétthugsunar fyrirgefi mér.
Gerið þið ódýrar syndaflausnir í samloku á milli obláta? Nú vonum við bara að allar gagnrýnar hugsanir og þær sem eru örðuvísi en þær viðteknu hverfi og allir geti lifað glaðir og frelsaðir í Hálsaskógi.
Svo verð ég að viðurkenna, að ég er í raun special squad munkur frá Opus Dei, sem hef drepið hann Vilhjálm og hef tekið bloggið hans tröllataki til að vernda hina heilögu kirkju
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.7.2011 kl. 17:14
Er nú ekki full mikið í lagt að segja málflutning allra Landakotsbarna (í flt.)í molum þótt framburður/minni eins þess virðist á reiki?
Matthías (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 18:24
Saell aftur Vilhjalmur. Eg er ekki ennpa ordinn "Pastor" par sem eg er ennpa Djakni (po ekki fra Myrka, en eg verd vigdur prestur i nainni framtid) og svo eru prestar innan Anglikonsku kirkjunnar almennt kalladir "Rector" eda "Vicar" (pu ert vaentanlega mjog spenntur yfir ollum pessum titlum). par sem pu nu titladir mig vitlaust, og ollir mer med pvi miklu hugarangri og salarangist, pa se mer pann kost einan ad kaera pig fyrir netofbeldi og hreinlega netmisnotkun par sem ego mitt mun seint gjalda pess baetur ad hafa verid vitlaust titladur. Eg aetladi po ad bida pangad til ad pu vaerir allur svo ad eg gaeti nu gert sem mest ur malinu, en nu lendi eg i gridarlegri krisu par sem eg ekki veit hvort ad Vilhjalmur heitinn hafi skrifad svarid ad ofan eda pa hinn onefndi Opus Dei munkur sem sendi Vilhjalm yfir moduna miklu. Hvern skal nu kaera? Og verst af ollu er ad nu munu ekki lida morg ar a milli atburdarins og kaerunnar svo ad petta litur mjog illa ut fyrir mig nuna. Eg hefdi getad fengid pvilika samud og medaumkun ef morg ar hefdu fengid ad lida a milli, en nu verdur ekkert ur pessu pokk se einhverjum Opus Dei munki sem eydilagdi allt fyrir mer. En eg get kannski bara kaert hann fyrir pad (eftir morg ar) og pa fe eg kannski eitthvad gott ut pessu ollu saman. Svo skapast lika endalaus taekifaeri fyrir hinna og pessa bloggara sem olmir vilja sig sla til riddara med pvi ad skrifa um malid an pess ad pekkja nokkud til pess og lata pannig alla sja hvad peir eru godir, vidsynir, hlutlausir og rettlatir. Serstaklega ef peir bera sig saman vid Vilhjalm Hinn Vonda heitinn sem aldrei poknadist Politisku Rett-trunadar Kirkjunni i lifanda lifi og var stodugur pyrnir i sidu hennar. Vlihjalmur heitinn var sekur um netvonksu (eg held ad petta se nyyrdi hja mer, en po gaeti pad vel verid ad adrir hafi fundid petta ord upp a undan mer) pvi hann hugsadi og skrifadi a allt odrum notum en postular Politisku Rett-trunadar Kirkjunnar og leyfdi ser ad hugsa sjalfstaett. Sem betur fer sliku folki ort faekkandi (kannski er pad markmid Opus Dei Politisku Rett-trunadar Kirkjunnar) og nu horfum vid fram til betri tima par sem enginn hugsar neitt nema pad se i takt vid Bodord og Logmal Politsku Rett-trunadar Kirkjunnar.
Jakob Valsson (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 18:32
Sæll Matthías, rétt er það, en það var líka spurningarmerki (?) á eftir fyrirsögninni. Hugsanlega leynast brotalamir í frásögum hinna þolendanna. Ef svo er, mun það fljótlega koma fram, þ.e.a.s. í fyrsta lagi eftir 1. september.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.7.2011 kl. 18:37
Þú ert réttur maður á réttum stað Vilhjálmur og athugun þín er þakkarverð og rétt.
Þér er augljóslega ekki sama hvernig dómar falla og margir eru á sama máli og þú og vilja sanngjarna rannsókn á þessu máli.
Í þessu samhengi er vert að ryfja upp orð Elie Wiesels..."to remain silent and indifferent is the greatest sin of all..." :
Að bara horfa á ( dóm æsifréttamiðla ) og láta sér fátt um finnast; en það getur vitaskuld vísað til hvors tveggja fórnarlamb glæps - eða þann sem er ásakaður um glæp. Ég legg engan sérstakan dóm á þetta mál að svo komnu máli en tek nótís af því sem þú hefur fram að færa.
Rannsókn er því alfa og ómega í öllu þessu máli ef þursinn á ekki að vinna.
Guðmundur Pálsson, 5.7.2011 kl. 19:30
Miðað við umræðuna á netinu almennt og ekki síður í samfélaginu, þá verður að segjast að umræðan sem hér fer fram er einhver sú hógværasta sem ég hef séð.
Við getum ekki dæmt í máli þar sem aðeins annar aðilinn er til frásagnar án þess að skoða það frá öllum hliðum. Það er því undir trúverðugleika frásagnanna komið hver framvinda málsins verður. Uppistandararnir eru ekki beinlínis trúverðugir og það eru gloppur í frásögn Iðunnar Angelu sem kalla á nánari skýringar. Kannski er um eðlilegt misminni að ræða, en í því andrúmslofti sem nú ríkir er ekki gott að láta lausa enda dingla.
Vilhjálmur, sem einnig býr að ákveðinni reynslu af því fólki sem nú liggur undir ákæru er aðeins að gera grein fyrir því sem hann veit sannast. Það hlýtur að teljast innlegg í umræðuna.
Ragnhildur Kolka, 5.7.2011 kl. 21:42
Jakob Valsson, Opus Dei Special Forces, kvittar hér fyrir móttöku á síðustu athugasemd þinni á rammgerðri Vesturíslensku. Það tók greiningardeild Páfastóls langan tíma að komast fram úr þessu dulmáli. Lengri tíma tekur örugglega fyrir rétttrúnaðarkirkjuna að lesa þetta, því þeir lesa líka á milli línanna og frá hlið, skáhallt og þriðja hvern staf.
Gaman til hliðar, netvonskaer gott orð fyrir heilagt fólk. Mig grunar að Vilhjálmur sé risinn upp frá dauðum og at hann sitji við hægri hönd Davíðs Oddssonar á moggablogginu og dæmi mann og annan.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.7.2011 kl. 07:53
Undarlegt að greinarhöfundur þurfi sérstaklega að fjalla um "Iðunn er fædd árið 1951, og ef eitthvað lítur hún út fyrir að hafa yngst örlítið frekar en hitt, síðustu 13 árin. Sæmilega undómleg kona um sextugt gæti kannski þakkað detoxinu þessa "gullhamra" mína, en það hefur Iðunn fengið í tvígang hjá Jónínu Ben, og rómaði það mjög í Vikunni í september árið 2010" . Gæti verið að hans útlit hafi eitthvað með það að gera að hann þurfi að hafa það í flimtingum hvað Iðunn lítur vel út? Eða skyldi þetta vera hluti af einelti sem fólk verður fyrir, frá fólki eins og greinarhöfundi sem á við andlegt ójafnvægi að stríða.
thin (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 15:00
Thin, nafnleysingjar eru venjulega ekki velkomnir með skítkast hér á www.postdoc.blog.is, en ég veiti undanþágu, þar sem þú virðist vera þunnur þrettándi.
Iðunn fær þó gullhamra hjá mér, en ekki ásökun um ljóta glæpi eins og þá sem hún setur fram um fólk. Hvað kallar maður slíkt, ef hún getur ekki sannað mál sitt? Eins og ég greindi frá, þá var þetta úttekt á þeim upplýsingum sem voru á takteinum, og eina túlkunin. Ég vona ekki að konur séu orðnar vondar yfir því að menn segi að þær líti vel út og Jónína Ben getur vart haft neitt á mót því að ég spyrji hvort detoxið hennar virki svona vel. En það segir Ingunn reyndar sjálf.
Svo farðu norður og niður hr. eða frú þunnildi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.7.2011 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.