Leita í fréttum mbl.is

Aumingja Assanginn

Conference hooker
 

og íslenskur talsmaður hans, sem meikaði það ekki hjá RÚV, "fela" sig einhvers staðar á Englandi eftir að hafa flúið úr neðanjarðarbyrgi í Södermalm í Stokkhólmi. MI5 veit hvar hann er.

Það sem verður þessum manni, sem telur sig vera boðbera sannleika og friðar, að falli, eru ekki morðplön vondu ríkjanna sem hann er að hrella með innbrotum sínum.  Nei það eru svokallaðar ráðstefnumellur (conference hookers). Það eru konur sem heillast af "gáfuðum" mönnum sem halda lærða fyrirlestra eða karlpeningi sem er í sviðsljósinu. Slíkar konur sitja gjarnan á fremstu bekkjum, þar sem frægir menn opna munninn. Þessar konur vilja ekki endilega ná sér í slíka menn fyrir eiginmenn. Helst vilja þær eignast með þeim afkvæmi. Ýmsir karlar, sem halda lærða fyrirlestra vita þetta og notfæra sér. Prófessorar eru svo sem ekki óþekktir fyrir að skemmta sér með stúdínum sem dást af þeim og fá jafnvel líka góða einkunn fyrir ómökin.

Ekki ætla ég að gera lítið úr konunum sem heilluðust af Assange i Svíþjóð, og urðu svo skelfingu lostnar þegar hann sýndi allt annað en atferli hins venjulega gáfumanns, sem venjulega er talinn vera ljúflingur og meðalgóður í rúminu - en ekki ruddalegur nauðgari. Samkvæmt saksóknara í Svíþjóð enduðu þessi skyndikynni kvennanna með áhuga á mönnum í sviðsljósinu með nauðgun og afbrigðilegu athæfi. Íslendingar hafa hina mestu andstyggð á slíku atferli, sbr. skoðun þeirra á biskupi sem nauðgaði, presti sem káfaði og predikara sem er meiri hormónabomba en sjálfur megasjarmörinn George Clooney.

Sannast sagna, var ég nokkuð viss um að Assange væri hommi, fyrst þegar ég heyrði um eða tók eftir kauða. Ég er þannig ekkert betri mannþekkjari en konurnar sem hann á að hafa ráðist á í Svíþjóð eftir fyrirlestur sem þær fóru heillaðar á. En helvítið hafa þær nú haft vondan smekk. Myndin hér að ofan sýnir að Assange er kynlegur kvistur og alls ekki hommi. Mér sýnist bara að hann sé að dorga þarna í stólnum og sé kominn með gullfisk á öngulinn.

Stórveiði
Hér er hann hins vegar að skemmta þremur dömum með slúðursögum frá Reykjavík. Klikkið tvisvar á myndina til að sjá hana stærri. Gott ef hann er ekki að sýna þeim stærðina á honum litla sínum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir það fyrsta voru þessar stúlkur sendar á Assange af sænska ríkinu, og það er ekki hægt að nauðga neinum sem býður upp á sig.  Orðið nauðgun er komið af orðinu nauð, og er í sama meið eins og neyð.

Assange er bara judas geit, og ekki til vit í hausnum á honum og enn síður efni í Prófessor.  Gögnin sem hann hefur er ekki fengin við inbrot.  Því þessi gögn þessi benda á hleranir á sendiráðum, og einkasamtölum .... þetta er alþjóða brot, af hálfu ríkja eins og Svíþjóðar að skjalfesta samtöl innan sendiráða.

Assange stýrir ekki heiminum og það gerir ekki Svíþjóð heldur. Svíþjóð og Ísland eru að fikta við hættulegan leik, sem þessar þjóðir munu tapa ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 21:55

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Leiðinlegt dæmi um blogg af ógelslegara taginu. Finnst ég frekar skítugur efir að hafa lesið þetta. Vonandi finnur höfundurinn einhverja fróun í þessum pælingum...

Hörður Þórðarson, 3.12.2010 kl. 22:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Veit MI5 að þú veist að MI5 veit hvar maðurinn er?  Er Mossad orðið svo lausmált að það er ekki einu sinni hægt að vera leyniþjónusta í friði fyrir þeim?  Hvernig er það...er ekkert samkeppniseftirlit þarna í leynileyndólandi?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.12.2010 kl. 23:26

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

"Stúlkur sendar af Sænska ríkinu á Assange"; Assange er bara judas geit" (syndahafur???);  Þú ert alveg makalaus Bjarne Örn Hansen.

Hörður Þórðarson, þakka þér fyrir æðsta dóminn. Notaðu grænsápu og vítissóta til að þvo þér með, fyrst ég hef óhreinkað á þér hreinu allaballasálina. Nei, ég fæ ekki fróun í því að sýna eða segja sannleikann eins og Assanginn. Myndirnar tala sínu máli. Það gera málsskjöl sænska ríkisins líka.

Jón, Mossad vinnur ekki í dag, það er shabbat. Vertu ekki að trufla helgina fyrir okkur. Hver veit, kannski er Assange gyðingur í fullri vinnu fyrir Ísrael?

En Kína verður líka rauðglólandi nú þegar Assanginn er búinn að uppljóstra því að Kínamenn voru að njósna hjá Kára Klón. Líklegast sitja Kínverjar nú með allt erfðamengi Íslendinga og hlægja sig máttlausa yfir því. Óskipulagðasta genasafn í heimi - Ha, ha, har, har, har hamma. 中國 Djúongoo pígú!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.12.2010 kl. 08:49

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú skemmtir þér, doktor, það er greinilegt! En hvaðan hefurðu þetta, að "Kínamenn" hafi verið að "njósna hjá Kára Klón"? Sú "frétt" hefur nú ekki farið hátt hér, ætli menn vilji ekki ræða þetta, ef satt er?

Annars sýnast mér þessar myndir ekki sanna neitt á karlinn – nema kannski það, að einhverjar (vafasamar / útsendar?) stúlkur hafa eitthvað leitað til hans – og eru ekki að fela mikið efnislegt ... Virkar eins og þeim sé ætlað að vera agn fyrir hann.

Jón Valur Jensson, 4.12.2010 kl. 13:43

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Valur, ég hef þetta svo sem bara frá "sannleiksveitunni" Wikileaks, af pappír sem sendur var af Laufásvegi í Reykjavík til State Dept. Washington, þar sem fréttir herma að Kínverjar séu að njósna um erfðafræðirannsóknir á Íslandi. Lítið er nú bitastætt í þeim nema hjá Kára. Kári hefur verið með Kínverja í vinnu og á vissu stigi var Kári litli að gefa það í skyn, að njósnir færu fram hjá DeCode.Ég skemmti mér ekki, heldur græt ég af gleði. Þetta er í raun tragíkómísktÞessar myndir af honum Julian, með þessum hálfkínversku "glæsikvendum", sýnir bara að kvenfólk sækir í hann eins og flugur að mykjuskán (nema að hann hafi sótt í þær). Sumir menn eru bara heppnir. Kannski hafa brandarar karlsins fallið þessum konum í geð. Kaþólskar sýnist mér ekki að þær séu. En myndirnar voru teknar löngu áður en honum skrikaði fótur í Svíþjóð.Myndirnar eru frá ráðstefnu Hack in the Box í Malasíu árið 2009. Á heimasíðu Hack in theBox skrifaði einhver í UK þetta um ásakanirnar gegn Assange (og allt auðvitað löðrandi í ofsóknarbrjálæði):Source: THINQ (UK)

Smear campaign against Julian Assange / Wikileaks begins
Posted by
l33tdawgon Saturday, August 21, 2010 - 02:02 PM (Reads: 3770)

Source: THINQ (UK) L33tdawg: Having personally met Julian Assange (heck he was our keynote speakerat HITB2009 Malaysia!), I am without a doubt that these claims are utter rubbish - Does the US .gov really think we haven't watched Wag The Dog?
WikiLeaks spokesman Julian Assange has become the focus of a smear campaign in what appears to be effort to pile pressure on the whistle-blower ahead of the the expected publication of thousands more classified US military documents. The documents are likely to lift the lid on more atrocities committed by forces in Afghanistan in the polluted name of freedom.

A Swedish tabloid claims Assange is facing rape charges from two women. A Google translation here provides some clue as to what the allegations against Assange consist of. The
translation
suggests Assange has been charged in absentia, based on recent claims levelled against him.

On its Twitter page WikiLeaks said it was warned of, "an impending "dirty tricks campaign," and links to the translation of an article that appeared in the Swedish tabloid Expressen. WikiLeaks said it has received no notification of the charges from any official source. Meanwhile, over inWashington, Pentagon lawyers are apparently trawling through the law books trying to find a way of bringing Wikileaks to heel.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.12.2010 kl. 14:44

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eins og þú sér Jón Valur, á sannleikurinn ekki góða daga hjá hökkurunum. Ofsóknarbrjálæðið er ríkjandi kenn hjá þeim og þessir drengir hafa horft á of margar Hollywoodmyndir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.12.2010 kl. 14:57

8 identicon

Hér er hlekkur á vidtal úr Sveriges Radio P1 frá í gaer vid Íslendinginn Herbert Snorrason um Julian Assange og Wikileaks. Vidtalid er ad hluta til á ensku og lýsir Herbert Snorrason Assange og adferdum hans sem " bolsivijtiskum" og mjög "toppstýrdum". Og thví er hann  haettur ad starfa fyrir Assange. Einnig segir HS Assange  gera sitt eigid "lekaúrval" og sé hann naesta einrádur.

Einnig vidtal vid adstandanda heimildarmyndar sem sýndur verdur hér í sjónvarpi í naestu viku.

 http://sverigesradio.se/sida/default.aspx?programid=1650

S.H. (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 16:50

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þakka þér fyrir þessar upplýsingar S.H.  Ég ætla að hlusta á þetta í kvöld.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.12.2010 kl. 17:35

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samkcæmt nýjustu fréttum, þá er Assange sekur um að nota ekki smokk í samförum við tvær konnur. Það varðar við lög í Svíþjóð, sem er eina landið í heiminum sem státar af svo súrrealískri forræðishyggju.

 Eðlilegt að Interpol blandi sér í málið og jagti hann um víðan völl. Ekki dettur mér í hug að það sé vegna Wikileaks sem þeir vilja koma á hann böndum. Maðurinn er náttúrlega flökkufallbyssa. Heimurinn notrar að undirstöðum. Gúmmískortur. End of the world as we know it.

Kannski fær hann hæli og fallbyssun hjá Vatíkaninu fyrir vikið.

En eitt er mér ráðgáta Villi.  Af hverju er þetta mál þér svona hugleikið að þú hyperventilerir svona yfir því? Er það wikileaks eða bólsiðirnir sem ráða þar mestu? Ef það er Veflekandinn; hvað snertir það þig?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2010 kl. 18:02

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir leiðréttinguna með Mossad. Auðvitað eru þeir líka í kennitöluflakki eins og önnur ljósfælin fyrirtæki, hvernig læt ég.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2010 kl. 18:11

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ef smokkaleysi er vandi Svía, samkvæmt fréttastofu Jóns Steinars, þá er ekki gott að það sé faraldur af veflekanda.

Þú gerir allt of mikið úr þessu. Málið er einfalt. Assange, sem lítur á sig sem einhvers konar frelsara, eins og margir blaðamenn eiga það líka til, er eftirlýstur fyrir glæpi í Svíþjóð. Mér leiðist þegar þú ert að gera lítið úr réttarríkinu Svíþjóð.

Skil ég þig rétt, Jón Steinar Ragnarsson, að ég megi ekki hafa áhuga á lekanda og Assanga? Þvílík frekja og bölvaður dónaskapur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.12.2010 kl. 18:16

13 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón, helgin er yfirstaðin og Mossad hlustar aftur á símann þinn, horfir með á tölvunni þinni og stingur göt á smokkana þína. Þú ert hvergi hultur frekar en Kristinn Hrafnsson og Julian Assange, sem nauðgar án smokks.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.12.2010 kl. 18:19

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Óskaplega ertu argur Villi. Ég var bara að spyrja þig hvað valdi áhuga þínum.  Langt í frá er ég að banna þér að hfa skoðanir og ekki er ég svo vitlaus að ætla að það sé á mínu valdi.

Vitneskja mín um málið byggir einfaldlega á lestri blaða. Kannski ættir þú að prófa það.  Réttarríkið Svíðþjóð sér alveg hjálparlaust um sína minnkun ef þetta er tilfellið, enda hefur Páfanum ekki einu sinni dottið í hug að svona lagasetningar væru mögulegar.

Það er er aldeilis heiður fyrir afdalamann á norðurhjara að Mossad nenni að eyða tíma í að hlusta á hann og fylgjast með tölvunotkuninni.  Þeir hefðu þá sannarlega mátt vita af fréttinni, sem ég tengi á hér að ofan. 

Leitt að valda tannagnístri þínu þarna handan hafs. Það var ekki meiningin. Ég er einungis að leggja út af skrifum þínum, sem þér virðist nnt um að menn lesi.  Þau skýra raunar ekki nokkurn hlut í þessu máli enda að uppistöðu Ad Hominem grautur.  Ég vildi þvíi halda þér upplýstum um leið og ég reyni að ráða í hvaða mótivasjón þú hefur fyrir krossferðinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2010 kl. 21:53

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er það argumentum ad hominem , að undrast yfir því að menn telji það ekki nauðgun, þegar kona biður mann um að hætta samförum, þegar smokkur hefur rifnað? Er það argumentum ad hominem þegar ég sýni myndir af Assange með fögrum konum á ráðstefnum? 

Assange er krossfari, ekki ég. Þú ferð bara offari. Allir mega fjalla um Assange. Hann hefur svo sannarlega boðið upp á það.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.12.2010 kl. 22:02

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já Vilhjálmur það er akkúrat Argumentum ad hominem að ráðast á manninn en ekki málefnið. Þú ert ekki að hafa áhyggjur af hreinlífi manna eða bólsiðum. Málið snýst um Veflekandann og áhrif hans og það breytir ekki nokkru um eðli og áhrif þeirrar staðreyndar hvort stofnandinn hafi ekki notað smokk í bólinu.

Það eru svo undarleg rök að kalla það nauðgun, þegar samfarir fara fram til enda með gagnkvæmri sátt og ljóst er að áður en lagt upp í reiðina að enginn er smokkurinn.  Ekki þvingaði hann sig á þær, batt þær eða barði. Þær hafa sagt oh what the heck og látið sér vel lynda.

Það er einnig stórkostlega undarlegt að þrjár konur komi fram með þessar ásakanir úr sinni hverri áttinni eftir casual sex úti í bæ. Nokkuð sem er algerlega án fordæma.  Það segir manni aðeins eitt.  Maðurinn var freimaður. Annað hvort leitt undir hann eða fylgst með honum til að ná einhverju á hann.

Þetta stendur þó allt utan eðlis umræðunnar  um Wikileaks, svo, enn og aftur Ad hominem er það og Ad hominem skal það heita, sem þú hefur hér frammi.  

Farðuu í boltann en ekki manninn og segðu okkkur að hvaða leyti þér finnst Wikileaks ógna þér. Legðir þú í þessa slandurkrossferð á manninn ef hann væri bara maður úti í bæ, sekur um að sleppa smokknum?  

Ég fæ ekki betur séð en að þessi veflekandi sé hið besta mál og ekki hefur neitt komið fram sem ógnar nokkrum hlut. Mig gruna þó að þú óttist einna helst það sem snýr að Ísraelsmönnum í leyndólandi. Er einhver ástæða til kvíðans og reiðinnar? Eru menn ekki með tandurhreina samvisku þar?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2010 kl. 01:20

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessar dömur á myndunum birtust þarna óboðnar til að búa til kódakmóment fyrir þessa kjánalegu og barnalegu herferð.  Maður fær slíkan aulahroll að maður þarf að bregða sér í lopapeysu.

Rís hugmynaflug leyniþjónustanna ekki hærra en þetta?  Átta þeir sig ekki á að skaðinn er skeður og það muni ekkert stoppa birtinguna?  Er verið að vekja enn meiri athygli á málinu en ella hefði orðið? Af hverju vekja grunsemdir og enn meiri áhuga á efninu svona fyrirfram?

Fólk spyr sig: Hvað er svona rosalegt í þessum skjölum sem knýr menn í að ráða sér mannorðsleigumorðingja honum til höfuðs? Best að fylgjast náið með.

Kannski hefur Assange eitthvað unir höndum, sem hann telur of eldfimt til birtingar?  Kannski situr hann á því þar til honum þyki sýnt að lífi hans er ógnað?  Kannski verður þessi herferð aðeins til þess að það komi fram sem aldrei stóð til að yrði?

Það er tvennt í þessu.  Annað hvort eru leyniþjónusturnar skipaðar freyðandi idíótum eða þá snillingum sem setja þetta allt á svið til að koma villandi upplýsingum frá sér til að breiða yfir eitthvað verra.  Verið að "lækna" söguna pínulítið.  Trivían í því sem birt hefur verið bendir til hins síðara.

Hmmm? Kannski er Assange CIA eða Mossad? Kannski er þetta allt svona reverse PSYOP?  Þvílik schinilld væri það!

Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2010 kl. 01:46

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og svo að lokum. Það var skemmtilegur broddur í kommenti Pútíns á Wikileaks. Hann sagði að það kæmi honum mikið á óvart hversu vel ritfærir sendiráðsmenn Bandamanna væru og hversu skýrslur þeirra væru vandaðar og nákvæmar. (engu líkara en að allir væru rithöfundar, sem þar starfa)

Pútín var ekki að dásama bandarísku utanríkisþjónustuna, ef þú skilur hvað ég meina. Hann er húmoristi og veit nákvæmlega hvað er á ferðinni.

Sagan um frústreraða embættismanninn í Kína sem rústaði google af því að hann sá neikvæða grein um sig á vefnum, hlýtur að fara á spjöld sögunnar sem fáránlegasta fantasía seinni tíma. En hver veit nema að þessir snillingar toppi sjálfa sig frekar. Kannski hafa þeir klónað Dan Brown þarna hjá leyniþjónustunni?

Þetta verður ólíkindalegra með hverri birtingunni. Og svo sitja stórblöðin nú þegar með allann bálkinn og birta eins og Munchausen framhaldsöguna í Æskunni forðum. Der Spiegel, Le Monde og bara nefndu það. Enginn hrófla við þeim, því þetta á allt að fara út.

Hver á þessi blöð Villi? Cui Bono?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2010 kl. 03:54

19 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Málefnið er að ég treysti ekki nauðgurum, sem segja að allt sé vont í heiminum. Ameríkanahatur er ekki góð leið til að bjarga sjálfum sér úr vondum málum.

Ef þú heldur að Pútan í Kreml sé húmoristi, þegar hann hótar nýjum kjarnorkukapphlaupi í þætti hjá Larry King, þá ertu vitlausari en ég hélt, Jón Steinar Ragnarsson (þó ég viti að þú sért með greindarvísitölu sem er hærri en flestra ráðherra í íslenskum ríkisstjórnum síðan 1944 (skjall, sem ég hef ég lært af Könum)).

Kannski, kannski, ef til vill og samsæriskenningar er ekki neitt sem ég velti fyrir mér. Ég er sólginn í hard facts. Fyrir utan margar gamlar fréttir frá Assange, er ein áríðandi, það er sú staðreynd að gripurinn er eftirlýstur í landi sem ekki er þekkt fyrir að hanga í pilsfaldinum á þeim sem hann þykist vera að afhjúpa. Assanginn er að reyna telja heimi samsæriskenningafíkla trú um að Svíar séu í vasanum á "vöndu öflunum". Þvílíkur afglapi. Hann er bara að fríka út með núverandi birtingum, til að leiða sjónum manna, (heldur hann), frá glæp sem hann hefur framið í Svíþjóð.

Vandamálið með Assange er, eins og með marga af hans kynslóð", að hann hefur horft of mikið á sjónvarp og lifað sig of mikið inn í bíómyndir. Sumir trúa líka öllu sem þeir lesa á netinu eins og nýju neti.

Það er staðreynd, að Assange er eftirlýstur fyrir glæp í frændríki Íslands. Allt hitt eru gamlar fréttir og blaður. Hvað heldur þú að það standi í rapporteringum annarra landa um Bandaríkjamenn: "Heimskir", "yfirborðskenndir", "fávitar", ekki inni í hlutunum (nema Kissinger), "gráðugir", etc. og það er oftast allt satt. 

Assange var ekki að skapa heiminn. Það er ekkert nýtt að til Íslands hefur aldrei verið sendur rjóminn af utanríkisþjónustu Kananna. Ekki einu sinni til "stóru" Danmerkur. Ég hef skoðað skjöl dönsku Utanríkisþjónustunnar frá fyrri tímum og þar er margt "sjokkerandi" og ég hef jafnvel kríað út skjölum sem enginn mátti sjá. http://postdoc.blog.is/users/3d/postdoc/files/varia/en_dansk_krigsforbryder_4278.pdf

Danskir gerðu mikið úr því að lýsa t.d. Íslendingum á í stjórnmálunum og konum þeirra, vergjörnum og drykkfeldum prímadonnum. En ég hef ekki staðið í því að nauðga konum meðan ég var að vinna við þessar "uppljóstranir" mínar (sem með tíð og tíma koma út í bók).

Sagnfræðingar sem rannsakað hafa sögu utanríkisþjónustu ríkja fá bara minna að gera fyrir það tímabil í sögur BNA, sem Assange er búinn að hakka sig inn á og spreða á netinu. Sagnfræðingar hugsa honum líka þegjandi þörfina og er Valur Ingimundarson þegar búinn að klaga á Eyjunni.

Hér kemur svo samsæriskenning bara fyrir þig, Jón Steinar: Assange fær upplýsingar frá BNA, því þar er allt falt fyrir dollara (fordómar en satt). Peninginn til að kaupa upplýsingarnar fær Assange m.a. frá Dubai og væntanlega fleiri löndum. Ef Assange hefði reynt að múta einhverjum Rússa værum við líklega að fá fréttir úr rússneskum sendiráðum um stórfelld kaup Pútunnar í Kreml á listaverkum og fyrirskipanir um að drepa fólk hér og þar. Upplýsingar sem sýna að græðgin er einnig drífandi afl í Kreml, líkt og í Washington.

En eins og málin standa nú, hefur Assanginn aðeins brotist inn í tölvukerfi  State Dept. (með hjálp gráðugra, amerískra einfeldninga og samsærisfíkla) og sýnt okkur mannlegt eðli "SO WHAT"???.

Eftir situr, að hann er eftirlýstur fyrir nauðgun. Viltu draga það í efa?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.12.2010 kl. 07:19

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki veit ég hvort það er bleslinda þín Villi, en hann er ekki eftirlýstur fyrir nauðgun, helur fyrir að mæta ekki til yfirheyrslu um meinta verjuvöntun.  Bara svo það sé á hreinu.

Í öðru lagi, þá er ég ekki að taka upp hanskann fyrir þessu gerpi, heldur er ég bara að benda þér á að anverjublæti hans koma meginmálinu ekkert við. Ég hef hinsvegar miklar efasemdir um að allt sé eins og það sýnist með þetta veflekandamál og beni á ýmislegt því til stuðnings.

T.d. þessi ótrúlega trivia, sem mjatlað er út frá egi til dags, semer ekki merkilegri en svo að sjálfri Hillary finnst þetta hillarious og flissar eins og smápíka. 

Samsæriskenningar eða ekki, þá er ljóst að niðurstaðan af þessu öllu verður sú að skorður verða settar á netið og netnotkun það skimað og manipúlerað af vænisjúkum leyniþjónustum undir formerkjum þjóðaröryggis. Cui Bono, spurði ég. Mér finnst það alveg ljóst.

Þú ættir ekki að kvarta yfir hlut Ísraela, því aðeins hafa komið fram gögn sem ýta unir réttlætingu stríða gegn Íran og Pakistan og einnig því að púlla út úr Afganistan með fyrirsjáanlegum afleiðingum til að fókusera á draum ykkar um allsherjarstríð við múslima.

Kannski oftúlka ég villja Ísraelsmanna þar, en það er allavega ljóst að þið eruð misnotaðir og manipúleraðir í þessum tilgangi til að auðvelda lanvinninga í orkuþverrandi heimi.  Þið eruð hafðir að fíflum og mönnum virðist nokk sama um örlög ykkar í því samhengi. Er ekki komið nóg af þeirri vitfirringu? Á holocaust gyðinga ekki að taka enda fyrr en búið er að ýta þeim út í að ganga frá sjálfum sér á upplognum forsendum heimsvaldadrauma?

Við skulum bara fylgjast með næstu misseri og sjá hvernig þetta þróast. Hafðu þessar efasemdir mínar samt bakvið eyrað. Ef Assange er þessi anti war, anti corporative krossfari, þá ætti hann væntanlega að djá einhvern árangur í þá veru. Ég held þó að þetta ýti okkur nær stríði og komi auðvalinu á færri og voldugri hendur þegar upp er staðið og því ætla ég að tilgangurinn með Veflekananum sé þveröfugur en menn ætla. Ætlunin er að ikta upp fleiri ógnir, svo fólk heimti fleiri skorður og fleiri stríð. Það er gömul saga og ný. 

Hlakkar til að sjá uppljóstrunarbók þína og vona að þú náir að koma henni út. Þar verður þú í hlutverki beraða besefans og ættbróður þíns, en þó held ég að þú hafir ekkert hulið agenda á borð við hann, heldur aðeins þá hugsjón að koma á framfæri skemmtilegri fortíðartrivíu í ana Hvem, Hvad, Hvor, er það ekki?

Peace.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2010 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband