9.7.2010 | 08:16
Óeðli í Árborg
Í fréttatíma sjónvarps í gær var sagt frá nýju óeðli sem upp er komið í Árborghrepp. Hreppsfíflin hafa nú bannað ketti nema í bandi. Hvað er eiginlega að fólki? Sáuð þið aumingja köttinn sem einn karlinn í hreppnum hafði í bandi í garðinum sínum. Akfeitt kykvendi, sem aldrei fær að lifa eðlilegu og kattsæmandi lífi. Karlinn sagði að kötturinn bæði um það sjálfur. Var það ekki?
Ef Ísland fer í ESB, og það segir Össur hreppstjóri að við munum gera, fæ ég þessu vistarbandi katta í Árborgarhreppi slitið. Kettir eru guðlegar verur, ættaðar suður af landinu helga. Þeir eiga ekki að vera spikfeitar hlussur í bandi, vegna þess að einhver rottufangari á Selfossi, Þröstur Már Arnarson, er farinn að fá of mikla samkeppni af köttunum. Víglundur Hrappsson lögreglustjóri er líklega farinn að hlakka til að fá að skjóta ketti sem ekki eru í hengingarólinni.
Að lokum til fólksins sem er svo annt um litlu, sætu fuglana. Þið eruð flest úr sveit, ómagarnir ykkar, þar sem mýrar hafa verið ræstar fram og þjóðarmorð hefur verið framið á vissum fuglategundum. Íslenska sveitamenn ætti frekar að setja í bönd en ketti. Yfirvöld Árborgarhrepps ættu að skammast sín. Ég stoppa aldrei í hreppnum eftir þetta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 1352813
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Er þetta hyski hrokkið upp af standinum? Tjóðra kött eins og hvert annað hundsrassgat. Hvar er kattavinafélagið, dýraverndarsamtök allra landa og Árni hvalur? Hann öskraði sig hásan ef stungið yrði upp á því að setja óargadýrin hans í spotta svo þau ætu ekki allan fiskinn.
Fréttin hefði átt að vera um handtöku dýraníðingsins með þann feita. En neeei...Fréttin var um innleiðingu níðingsskapar á dýrum í bæjarfélaginu með reglugerð.
Verð að skammast yfir þessu betur seinna. Man ekki nóg af illyrðum í bili til að hella yfir þennan böðulsskap.
Dingli, 9.7.2010 kl. 09:27
Þetta var nú ágætt Dingli.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.7.2010 kl. 10:03
Sæll Vilhjálmur
Þetta með kettina er mjög gott framtak hjá sveitarfélaginu þar sem kettir hafa verið margir og eigendur þeirra greinilega ekki þeim vanda vaxnir að geta hugsað um sína ketti þar sem þeir eru komandi inn um glugga hjá fólki og gerandi þarfir sínar á tröppum og við hurðir íbúða í fjölbýlishúsum.Þannig að eigendur þessara katta hljóta að þurfa að hugsa um sína ketti eins og aðrir þurfa að hugsa um sín dýr.Síðan virðast kettirnir bara vera látnir út þegar fólk fer í frí.Þannig að þorpsfíflin eru að gera rétt þar sem þessi reglugerð er búin að vera til í nokkur ár og var sett í tíð samfylkingar og VG ásamt framsóknar en engu að síður mjög gott framtak og löngu tímabært
Guðmundur Baldursson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 10:46
Samþykkt um kattahald í Árborg
Löngu tímabær samþykkt
Nr. 587 18. júní 2009
SAMÞYKKT
um kattahald í Sveitarfélaginu Árborg.
1. gr.
Kattahald í þéttbýlisstöðunum í Sveitarfélaginu Árborg sætir þeim takmörkunum sem settar eru í samþykkt þessari. Samkvæmt lögum um dýravernd, nr. 15/1994, fer Umhverfisstofnun með mál er varða dýravernd. Þéttbýlisstaðirnir sem hér um ræðir eru Eyrarbakki, Selfoss og Stokkseyri.
2. gr.
Stjórnsýsla.
Bæjarstjórn er heimilt að veita lögráða einstaklingum sem búa í sveitarfélaginu leyfi til kattahalds. Leyfið er bundið við nafn og heimilisfang einstaklings og óheimilt er að framselja það. Leyfið er einnig bundið við þann kött sem sótt er um heimild fyrir hverju sinni.
3. gr.
Við skráningu skal eigandi/umráðamaður framvísa vottorði frá dýralækni um örmerkingu eða húðflúrmerkingu, sbr. 3. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 1077/2004 um aðbúnað og umhirðu gælu-dýra og dýrahald í atvinnuskyni.Merking katta og ormahreinsun.
Þeir sem óska eftir leyfi til kattahalds skulu sækja um það á skrifstofu áhaldahússins á Selfossi að Austurvegi 67 eða á þjónustuskrifstofunni á Eyrarbakka að Túngötu 40 og þar fær eigandi hans afhenta númeraða plötu með skráningarnúmeri kattarins, sem alltaf skal vera í ól um háls dýrsins.
Greiða skal skráningargjald sem nemur sannarlegum kostnaði vegna skráningar kattarins.
Árlega skal kattareigandi framvísa vottorði dýralæknis um að kötturinn hafi verið hreinsaður af spóluormum. Þá skal, ef óskað er, framvísa vottorði dýralæknis um að kötturinn hafi verið hreinsaður af öðrum sníkjudýrum.
4. gr.
Kattahald í fjöleignarhúsum.
Skilyrði fyrir kattahaldi í fjöleignarhúsum er að hlutaðeigandi íbúðareigendur veiti sam-þykki í samræmi við ákvæði laga nr. 26/1994 og skal leggja fram skriflegt samþykki þar um við skráningu kattarins.
5. gr.
Lausagangur, ónæði og óþrif af völdum katta.
Kettir skulu ekki vera lausir úti við í þéttbýli og ber eigendum og/eða forráðamönnum að gæta þess að kötturinn valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum, óþrifum eða raski ró manna. Kattareiganda ber að greiða allan kostnað við að fjarlægja dýrið gerist þess þörf.
6. gr.
Fjöldi katta á heimili.
Óheimilt er að láta kött dvelja lengur en einn mánuð á heimili án þess að sótt sé um leyfi fyrir köttinn.
Ekki er leyfilegt að hafa fleiri en tvo ketti eldri en þriggja mánaða á sama heimili. Hægt er að veita undanþágu frá þessu ákvæði í sérstökum tilfellum, svo sem ef kettir eru ræktaðir í atvinnuskyni, sbr. reglugerð um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni nr. 1077/2004. Nr. 587 18. júní 2009
7. gr.
Kattahald í opinberum stofnunum, matvælafyrirtækjum, matvöruverslunum o.fl.
Óheimilt er að hafa ketti í opinberum stofnunum, skólahúsum, matvöruverslunum eða öðrum þeim stöðum sem tilgreindir eru í fylgiskjali 3 í reglugerð um hollustuhætti, nr. 941/2002, matvælafyrirtækjum samkvæmt ákvæðum reglugerðar um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla, nr. 522/1994, eða vatnsveitum, vatnsbólum og verndarsvæðum þeirra, brunnum og sjóveitum.
8. gr.
Handsömun katta.
Bæjarstjórn er heimilt að láta fanga ómerkta ketti. Meiriháttar föngun villikatta í þéttbýlisstöðunum skal auglýst með a.m.k. viku fyrirvara. Kettir sem fangaðir eru skulu færðir í kattageymslu sveitarfélagsins. Ef eigandi vitjar ekki kattarins innan 7 sólarhringa er heimilt að aflífa köttinn án frekari fyrirvara, sbr. þó ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 1077/2004, um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni. Sé kvartað undan ágangi katta í sveitarfélaginu er dýraeftirlitsmanni heimilt að veiða í búr og aflífa ómerkta ketti, sbr. þó ákvæði 8. gr. reglugerðar nr.1077/2004, án þess að það sé auglýst sérstaklega.
Ef merktir kettir sem lenda á flækingi eru handsamaðir af dýraeftirlitsmanni skal hann strax hafa samband við skráðan eiganda sem fær köttinn afhentan gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Hafi kattarins ekki verið vitjað innan 7 sólarhringa af réttum eiganda og hann greitt áfallinn kostnað vegna handsömunar og vörslu dýrsins, skal dýrinu lógað. Við endurtekna handsömun sama kattar skal að auki greiða sekt samkvæmt gjaldskrá.
9. gr.
Dýraeftirlitsmaður.
Fyrir hönd bæjarstjórnar annast dýraeftirlitsmaður framkvæmd og eftirlit með kattahaldi í Sveitarfélaginu Árborg. Dýraeftirlitsmaður starfar undir eftirliti og á ábyrgð heilbrigðisnefndar við sín eftirlitsstörf. Eftirlitsmaður getur leitað aðstoðar lögreglu við framkvæmd starfa sinna, ef köttur er að mati eftirlitsmanns hættulegur umhverfi sínu og/eða vörsluaðili kattarins hindrar starf eftirlitsmanns samkvæmt samþykkt þessari og almannahagsmunir og/eða heilbrigðissjónarmið valda því að nauðsynlegt er að leita atbeina lögreglu við að fjarlægja dýrið.
10. gr.
Gjaldtaka.
Gjald samkvæmt 3. mgr. 3. gr. og 2. mgr. 8. gr. skal greitt samkvæmt gjaldskrá sem sveitarfélagið setur að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar og í samræmi við ákvæði 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Sveitarfélagið skal láta birta gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda.
11. gr.
Viðurlög.
Brot gegn samþykkt þessari varða sektum rúmist þau jafnframt innan refsiákvæða hlutaðeigandi laga, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Skulu þau brot sæta þeirri málsmeðferð sem boðin er í lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Nr. 587 18. júní 2009
12. gr.
Lagastoð.
Framangreind samþykkt bæjarstjórnar Árborgar staðfestist hér með samkvæmt ákvæðum 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, og öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi samþykkt nr. 1209/2005 um kattahald í Sveitarfélaginu Árborg.
Umhverfisráðuneytinu, 18. júní 2009.
F. h. r.Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir.
B-deild – Útgáfud.: 3. júlí 2009
Set þessa samþykkt hér þér til fróðleik og væntanlega taka önnur sveitarfélög upp svipað verklag þar sem vandamál eru með lausagöngu katta þar sem eigendur þeirra eru ekki að valda því verkefni að eiga kött og hugsa um hann
Guðmundur Baldursson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 11:12
Guðmundur: Þar kom það! Þessi árátta VG að banna allt sem fellur ekki að margbrotnum skoðunum margskonar delluhugsjónista, sem safnast hafa saman í þessu kompaníi er þeirra versti löstur. En að Sjálfstæðismenn taki að sér að koma afbrigðilegum hugarflækjum ruglukolla í framkvæmd, er to must.
Hvað með sjálfstæði kattanna? Svona nauðgun á eðlishvöt þeirra mun aldrei ganga. Á að hafa þá í búri þegar þeir eru inni, svo verður að vera, því annars má aldrei skilja eftir opin glugga eða rifu á hurð þá eru þeir farnir. Fullt af köttum mun alltaf sleppa og hvernig á bundin köttur til dæmis að verja sig? Vörn taparans er að forða sér, það getur bundinn köttur ekki. Mörg önnur dæmi má tína til en aðalatriðið er að þessi alræðisfyrirskipun er hreinn og klár skepnuskapur í garð katta.
Þessu máli er ekki lokið skal ég segja þér. Fari þessi frétt með þeim feita á netið, verða vúdú-dúkkur í líki Eyþórs A. snúnar úr hálsliðnum af öllum börnum og dýravinum margra vetrabrauta.
Dingli, 9.7.2010 kl. 11:51
Guðmundur Baldursson, með allri virðingu, þetta eru ekkert annað en ógrundaðar staðhæfingar. Eðli katta verður ekki breytt, og það skilja hundaelskendur greinilega ekki.
Vissulega þurfa menn að hafa eftirlit með dýrum sínum. En kettir fara sínar leiðir (Katten er sin egen eins og Daninn segir). Það er miskunnarlaust og ómannúðlegt að drepa heimilisketti vegna þess að þeir finnast fyrir utan eitthvað "Whiskas gettó" sem fólk heimtar að þeir lifi í.
"Köttur hættulegur umhverfi sínu" stendur í þessu ofsóknarskjali. Þetta eru ofsóknir. Kattahatur og ekkert annað.
Eitthvað segir mér, að þetta verði stríð. Hundur fyrir kött. Kattavinir munu fá nóg.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.7.2010 kl. 11:58
Dingli
Sammála þér með VG
Vilhjálmur
Ég er ekki á móti köttum og er nokkuð sama hvort fólk heldur ketti svo framarlega sem þeir eru ekki komandi inn um opna glugga hjá mér en það hefur verið alger plága það hefur ekki verið hægt að opna glugga hér þá eru komnir kettir inn og gera sig heimakomna en þetta er mál eigendanna að sjá til þess að þeir valdi ekki tjóni eða beri ábirgð á því tjóni sem þeir valda og séu ábirgir katta eigendur
Guðmundur Baldursson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 12:45
Vísir, 01. júl. 2010 16:16
Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð
„Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt," segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni.
Það var þó núna í nótt þegar köttur réðist á konu hans og klóraði hana svo hún þurfti að leita til læknis. Hann spyr sig hvort reglugerðir um kattahald séu ekki til og biðlar til kattaeiganda í hverfinu að halda köttum sínum inni á næturnar.
Búinn að míga og skíta í gluggakistuna
„Það var í nótt þegar enn einn kötturinn kemur inn og frúin fer á fætur. Þegar hann sér hana hleypur hann að næsta glugga sem er lokaður. Hún labbar þá að honum og ætlar að hleypa honum út en þá tryllist hann og stekkur á hana," segir Ari en kona hans er komin rúmlega níu mánuði á leið. „Ég kem svo fram og þá hleypur hann út. Þegar ég lít í gluggakistuna er hann búinn að míga og skíta hana alla út."
Kötturinn klóraði og beit eiginkonu hans það illa að hún þurfti að fara til læknis. „Hún fékk sýkingu í puttann og puttinn er fjórfaldur, hún þurfti að fá sýklalyf og stífkrampasprautu," segir Ari. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur."
Enginn segir neitt þegar kettir eiga í hlut
Hann segist hafa spurt sig að því hver munurinn sé á að eiga ketti og hunda. „Ef að hundur bítur eða glefsar í einhvern þá er honum lógað eftir korter. Þú mátt alls ekki hafa lausan hund því þá er löggan komin strax. En ef þú átt kött eða ketti þá mega þeir hlaupa, skíta og míga um allt og enginn segir neitt. Er engin reglugerð um kattahald eða slíkt? Þetta er mjög undarlegt mál og það eru allir hér á Kársnesinu komnir með kött."
Ari á tvo hunda sjálfur sem hann læsir inn í herbergi á næturnar af virðingu við nágranna sína. „Svo þeir séu ekki á vappi allar nætur og gelta ef þeir sjá hreyfingu," segir Ari sem kveðst ekki vera vinsæll nágranni ef þeir væru geltandi allar nætur. „Þetta er bara mál sem þarf að spá betur í, kattahald almennt, fólk getur ekki keypt sér ketti og læst síðan öllu á nóttunni."
„Mér er bara alls ekki sama"
Ari segist kvíða næstu vikum og mánuði því nú sé hann að fara eignast barn á næstu dögum. „Núna er ég að fara eignast ungabarn, það er í vagni úti og í vöggu inni, hvað veit ég nema kettirnir séu að sækja í vagninn og liggja ofan á kerrunni? Mér er bara alls ekki sama." Hann segir Kársnesið besta stað í heimi, fyrir utan kettina.
„Fólk hlýtur að geta hugsað um þessa ketti sína. Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt, setja klór og edik og allan pakkann en það virkar ekkert. Ef milljón kettir eru að berjast um sama fermetrinn er þetta orðið eins og villta vestrið," segir Ari sem segist þurfa að loka öllum gluggum á næturnar en síðustu nótt hafi einn gluggi gleymst opinn. „Ef maður getur ekki lengur sofið með opna glugga þá er þetta orðið svolítið hart finnst mér."
Ari hafði samband við Kópavogsbæ sem bentu honum á að tala við heilbrigðiseftirlitið. „Þar fékk ég bara þau svör að þetta væri í höndum bæjaryfirvalda," segir Ari að lokum og bætir við að hann ætli að tala við nýjan meirihluta í bænum.
Vitna í frétt í Vísi þetta er bara eitt af mörgum dæmum um ágang katta ættu ekki eigendurnir að skoða sinn gang þetta er ekki köttunum að kenna heldur eigendunum það þarf ábyrga katta eigendur
Guðmundur Baldursson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 12:53
Kettir hafa lengi verið í bæjum. Gera má ráð fyrir að það hafi stundum gerst að þeir komi inn í hús og geri sig heimakomna og hafi jafnvel klórað einhverja öll þessi ár. En fólk gerði ekki of mikið veður út af þessu. Fyrr en allt í einu núna. Óþolinmæði og ofsóknaræði gegn öllu sem lífsanda dregur er nú ú mjög í tísku. Einn maður á feisbúkk sagðist mundu drekkja ketti sem villtist inn í íbúðina hans í baðkarinu. Þetta er mentalitetið! Ill meðferð á dýrum viðgengst víða. En menn froðufella ekki yfir því eins og þegar einhver köttur álpast inn í ókunnugt hús. Það er svo hreinlega svívirðilegur rógur, runninn af mjög mjög annarlegum hvötum, óduldum animalpervertisma, að það eina sem segja megi um ketti sé að þeir geri ekkert nema míga og skíta. Og það gjöra hatendur þeirra svo sannarlega líka. Oft á dag! Og skeina sig svo, þessar pjattrófur! Kattaeigendur eiga að vera ábyrgir en það getur verið erfitt eð fylgjast með köttunum sínum ef þeir eru úti á annað borð en sumir kettir eru innikettir. Miklu heldur vildi ég fá kött óboðinn inn í mína vistarveru en kattahatara. Ég myndi þá þegar í stað klóra úr honum augun og hræða úr honum lítilmótlega líftóruna. En kettinum gæfi ég mjólk og við myndum taka mal saman. Kettir eru fróð dýr og vitur sem margt má af læra hafi aumir mennirnir til að bera auðmýkt gagnvart þeim sem standa þeim framar frá náttúrunnar hendar. Þessar kattafárssögur sem nú geisa eru stórlega ýktar, miðað við heildar ástandið og eru runnar undan rifjum kaldrifjaðara kattafasista sem einskis svífast og aldrei skyldu þrífast.
Mali Sigurðsson
sem hér fær að verja málstað meðbræðra sinna inni á bloggi Nimbusar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.7.2010 kl. 14:02
Heyr!
Ég hef nú bara aldrei á minni ævi fyrr heyrt um ketti hættulega umhverfi sínu. Hins vegar oft um ófáa mennina.
Brjánn Guðjónsson, 9.7.2010 kl. 14:35
Það ætti að tjóðra alla þessa kattahatara sjálfa við staura ef forsendurnar eru þær að kettir séu slæmir fyrir umhverfið.
Og þeir sem halda því fram að kettir mígi og skíti á tröppur fólks og við útihurðir opinbera algjöra vanþekkingu sína og þar með fordóma gagnvart þessum dýrum. Allir alvöru kattareigendur vita að kettir grafa sitt í jörð og hvorki míga né skíta annars staðar nema í algjörri neyð.
Þú sérð ALDREI kattarskít á gangstétt eða á öðrum hörðum fleti.
Þeir kettir sem álpast til að fara inn um opinn glugga fyrir forvitnissakir eru yfirleitt með varann á sér og drífa sig strax út ef stuggað er við þeim og koma þá yfirleitt ekki aftur ef þeir finna að þeir eru óvelkomnir.
Ef þeim er hins vegar tekið vel, verða margir þeirra glaðir og ánægðir og líklegir til að kíkja inn síðar og fólk sem kann að meta ketti hefur auðvitað bara gaman af því.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 15:42
Þakka þér fyrir Mali minn, þú ert jafnvel greindari en hann matpabbi þinn. Hvenær kemur hann af sjónum? Geturðu ekki hringt og mailað til katta sem þú þekkir, t.d. til katta DoctorsE til að láta þá klóra kattarhatara sem kynnu að koma hingað. Þó ekki Guðmund Baldursson, hann er bara reglugerðardýravinur.
Guðmundur Baldursson, Ari maður óléttu konunnar á Kársnesinu á tvo hunda, sem hann lokar inni í herbergi á nóttunni í íbúðarhverfi. Finnst þér þetta ekki hljóma sjúklega?
Ólétta konan hans lyktar örugglega af þessum slefandi dýrum sem lokuð eru inni og ætli kötturinn hafi ekki orðið yfir sig hræddur og örvingla, þegar hann fann af henni stybbuna og hefur líklega haldið að þarna væri kominn ólétt tík, 1,75 á hæð. Kettir hafa mjög næmt lyktarskin.
Sjúkdómar sem menn gætu fengið að köttum er stífkrampi, sem ekki er algengur í köttum á Íslandi. og Toxoplasmosi (héraveiki) sem ég tel ekki að sé til á Íslandi. Óléttar konur þurfa ekki að vera hræddar við ketti, nema að þær séu með ofnæmi, en sú í Kársnesinu hefur það líklega ekki fyrst maðurinn hennar heldur tvo hunda inni í herbergi. Innyflaormar sem hundarnir í herberginu gætu verið með eru hættulegri en allt það sem köttur gengur með. En maðurinn er hættulegastur. Honum eru gefnar vit og gáfur, en notar þær ekki. Kötturinn fær sitt vit, og það er greinilega meira en hjá fólki í Kársnesinu.
Komdu bara með fleiri svona kattarsögur. Þetta er þrælfyndið. Fólk sem lokar hunda inni á herbergi - sem sagt dýraníðingar í útistöðum við nágranna - að fárast yfir smáklóri af loppu kattar.
Mjá, mikið á mannskepnan bágt.
En hér er fersk saga af hundavini http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/07/09/hundar_fodradir_a_likamsleifum_astkonu/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.7.2010 kl. 15:43
Var það ekki heilög Jóhanna sem vildi koma böndum á kettina.
K.H.S., 9.7.2010 kl. 16:13
Fyrir hönd norskra skógarkatta mótmæli ég þessari aðför að öllum köttum á Selfossi, hreinræktuðum sem öðrum. Bændur og búalið á Selfossi eru á villigötum. Þegar músa- og rottuplága verður orðin yfirþyrmandi munu yfirvöld sjá að sér. Ég trúi því að Eyþór Todmobile og sjálfstæðisflokkurinn muni leiðrétta þessi afglöp. VG, Samfylking og Framsókn saman er hættuleg blanda. Næst kemur reglugerð sem takmarkar útreiðar á skjóttum hestum.
Guðmundur St Ragnarsson, 9.7.2010 kl. 22:40
Þvílíkur trúður þessi Guðmundur sem hér skrifar.
Það að svona fólki líkar illa við ketti, á ekki að verða til þess að þeir verði bannaðir, eða neyddir í múl.
Þvílíkt lið................
Þór (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.