11.6.2010 | 15:34
Þjóðkirkjan á afvegum
Á vefnum tru.is sem haldið er úti af Þjóðkirkjunni, sýna nokkrir íslenskir prestar að þeir taka afgerandi pólitíska afstöðu, og það afar neikvæða gegn Ísraelsríki, og greinilega án haldbærra raka. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prestur og Samfylkingarmeðlimur skrifaði nýlega grein um litlu börnin á Gaza. Langar mig að biðja hana og aðra lesendur mína að skoða myndbandi hér fyrir ofan með opnum hug. Það lýsir mjög vel því hvernig komið er fyrir börnum á Gaza. Steinunn Arnþrúður spyr sig, hvort drengur sem hún birtir mynd af sér með sé enn á lífi. Arnþrúður, hvernig væri að ganga úr skugga um það, í stað þess að misnota hann í færslu sem er ætlað að sverta Ísraelsríki, og ekkert annað?
Þorgeir Arason, prestlingur austur á landi, hefur villst í þokunni þar eystra. Hann er að kenna hvaða skilning menn leggja í hugtakið Guðs útvalda þjóð", án þess að hann geri sér grein fyrir því hvað það hugtak þýðir í trú og guðfræði gyðinga. Þorgeir vill ekki heyra rök og fjarlægir athugasemdir sem honum henta ekki. Þorgeir ungprestur skrifar: Ljóst er að farþegar í skipalestinni [til Gaza] hafi ekki brugðist friðsamlega við truflun Ísraelsmanna, en eftir stendur sá ásetningur ísraelsku árásarmannanna, að gera þeim óleik, sem vildu standa með þjáðum Palestínumönnum".
Þetta er auðvitað ekkert annað en ógeðfelld lygi, sem Þorgeir Arason mun verða að svara fyrir, ef ekki í þessu lífi, þá örugglega frammi fyrir þeim Guði sem hann þjónar. Hann sleppur vart við það, ó nei! Elsku litli presturinn minn, lestu þér til um það sem þú skrifar áður en þú gerir það. Am Nivchar er ekki það sem fordómar þínir telja að það sé.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:15 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1352575
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Heill og sæll Vilhjálmur,
Nú ætla ég ekki að kommenta á hvað kirkjunnar menn láta út úr sér enda er ég bæði trúlaus með öllu og öfugur í þokkabót svo ég er vanur að heyra presta ausa úr skálum "visku" sinnar án þess að kippa mér mikið upp við það...enda tilheyri ég ekki þessu ríkis-apparati sem þjóðkirkjan er.
Þó finnst mér í þessu samhengi ástæðulaust af þér að segja að þessar skoðanir umræddra presta komi Þjóðkirkjunni nokkuð við, enda ríkir væntanlega enn skoðana og málfrelsi meðal presta jafnt sem annara þegna Klakans.
Það sem veldur mér hins vegar nokkrum heilabrotum er af hverju þú sérð allar gagnrýnisraddir á hið veraldlega ríki Ísraels, sem sumar hverjar eru réttlætanlegar og aðrar ekki eins og gengur, sem árás á Gyðinga og/eða Gyðingahatur!?
Nú er það svo að ég á nokkra góða kunningja sem eru gyðingar (frá USA) og mér hefur sýnst að gyðingar séu upp til hópa hvorki betra né verra fólk en aðrir. Það sem gerir fólk að fíflum er trúarofstæki, hvort sem það eru Íslamistar, Kristlingar eða harðlínu-"júðar" (afsakaðu orðbragðið - en þú hefur sjálfur notað neikvæð orð um ýmsa minnihlutahópa...so up yours).
Ég er að mörgu leiti jákvæður gagnvart Ísraels-ríki...þetta er jú eina lýðræðisríkið í mið-austurlöndum (og mannréttindi samkynhneigðra eru þar með skásta móti)... en vinsamlegast ekki taka allri gagnrýni á Ísrael sem "gyðinga-hatri".
Ísrael hefur beitt Palestínu-araba miklu harðræði í gegnum tíðina og það þýðir ekkert að bendla gagnrýni á Ísrael við gyðinga-hatur í því samhengi. Þó svo Hitler hafi verið vondur við ykkur hér í den þá býðst ykkur ekki að nota það sem afsökun við hvers konar stríðsglæpum og búast við því að umheimurinn fyrirgefi ykkur allt í nafni samúðar vegna Helfararinnar.
Ef Ísrael vill vera þjóð meðal þjóða þá verður það að hegða sér samkvæmt alþjóðlegum samþykktum um mannlega hegðun.
Þú virðist vera voðalega fastur í þeirri hugsun að öll gagnrýni á Ísrael sé gyðinga-hatur... það er bara ekki rétt. Það skiptir ekki máli hvort það er trúleysingi, gyðingur, nasisti, íslamisti eða kristlingur sem fremur voðaverk... glæpur er glæpur og því miður á Ísrael ýmislegt skuggalegt á samviskunni.
Róbert Björnsson, 11.6.2010 kl. 23:47
Hvar eru rökin þín Róbert? Hvaða neikvæð orð nota ég um minnihlutahópa? Mig langar í dæmi um það. Ertu ekki búinn að búa of lengi í BNA? þar sem má ekki kalla fólk það sama og það kallar sig sjálft, meðan allir kalla gyðinga "kikes" og hlæja. En dæmi takk!
Skoðanir prestanna tveggja, sem ég tók sem dæmi af www.tru.is, eru kynntar á vef Þjóðkirkjunnar. Kirkjan og biskupsstofa leggur því blessun sína yfir þær. Persónulegar árásir á mig sem komu frá ólánssömum presti án kalls á þessum vef um daginn voru fjarlægðar af umsjónamanni vefsins á Biskupsstofu. En árásir á heilt ríki og þjóð eru ekki fjarlægðar, þó svo að þær eigi ekki við rök að styðjast og hafi sýnt sig að vera of stórorð og skrifuð áður en hið sanna kom í ljós. Þetta eru ekki einu prestarnir sem sýna vanþekkingu og þóttafullar skoðanir á Ísraelsríki og ástandinu í kringum landið. Prestar eru í mjög valdamikilli stöðu hvað varðar skoðanamótun. Þeir geta, ef þeir vilja, heilaþvegið heilu kynslóðirnar á fermingaraldri. Prestar eiga heldur skv. eigin vinnureglum ekki að ljúga í málflutningi sínum.
Róbert, þú skilur greinilega ekki, að það eru vinstrimenn, nasistar og öfgamúslímar sem nota allir samlíkingar á Hitler-þýskalandi við Ísrael og það eru sömu hóparnir sem nota sömu sömu orðin og frasana og sömu teiknimyndirnar, sem notaðir voru í Hitler-Þýskalandi. Sumir afneita því meira að segja, að Gyðingar hafi verið ofsóttir í Evrópu. En á Ísraelsríki og Gyðinga, borgara Ísraelsríkis er settur sá stimpill að ríkið sé samsvörun við Þýskaland nasismans og íbúarnir séu að gera það sama við aðra, sem gert var við þá og forfeður þeirra. Allir þessir hópar, og þú, vaðið í villu. Það er ekki Ísrael sem vill útrýma Palestínumönnum. Það eru flestir Palestínumenn og stór hluti hins múslímska heims sem ætlar vill og ætlar sér jafnvel að útrýma gyðingum. Hlægilegur hópur hatramms fólks á vesturlöndum skrækir svo hásum rómi með og heimtar að Gyðingar flytji heim - til Þýskalands, Póllands, Úkraínu, osfr. Vilja men fá féð heim til að slátra því aftur? Því miður, það er bara ekki til í dæminu.
Löndin sem Gyðingar voru á flótta í gegnum aldirnar geta hins vegar leitt það af sér, að gyðingar sem í Ísraelsríki búa geti búið þar í friði án þess að verða fyrir árás fólks með miðaldahugsunarhátt og hatursofsa.
Þær samlýkingar sem þú gerir þig sekan um að setja fram hér og verja, eru í ESB taldar til gyðingahaturs. Það að líkja Ísraelsríki við Þýskaland nasismans. Í ESB liggja fyrir sáttmálar um skilgreiningu á því krabbameini og öfundsýki sem gyðingahatur er. Þeir sáttmálar eru ef til vill það eina sem hollt væri fyrir Ísland að lána frá ESB?
Ísrael framdi engan glæp á Mavis Marmaris. Ísrael hefur rétt til að verja sig gagnvart hópum sem styðja vilja alþjóðleg glæpasamtök, sem með andgyðinglega stjórnarskrá telja eyðingu Ísraelsríkis og fjöldamorð á gyðingum hvar sem í þá næst mikilvægasta verkefni sitt.
Kæmi einhver að ströndum þínum, sem styddi ríki sem eyða vildi Íslandi, hvað myndir þú gera?
Hatur og gagnrýni á Ísrael, sem í þínu tilfelli er varið með rökleysu, getur því líka verið gyðingahatur. Ef maður styður stjórnvöld eða samtök sem yfirlýst ætla sér að eyða Ísraelsríki og sem veldur dauða fjölda Ísraelsmanna á hverju ári, þrátt fyrir hernaðarlega yfirburði Ísraels, þá er maður að sjálfsögðu gyðingahatari. Í Ísraelsríki ("veraldlegu") búa gyðingar. Ísrael er og verður ríki Gyðinga. Ísraelsþjóðin er ekki á leiðinn heim til "Evrópu".
En kannski hefði besta lausnin verið að deyfa Þjóðverjum um alla Evrópu og Suður-Ameríku, Madagaskar og Úganda eftir stríð og gefa gyðingum Þýskaland og stóran hluta Póllands, svo pólverjar gætu gripið í fast í gyðingahatri sínu. Minna gæti það ekki verið. Og þá gætu Evrópuþjóðir fundir fyrir þýska vandamálinu og talað um helvítis "dojarana", Kraut-svínin, Helmutana. En vandmálið við það er, að það voru ekki bara Þjóðverjar sem áttu sök á örlögum gyðinga í Evrópu. Íslendingar, sem í dag hrópa sömu frasana og menn gerðu í Þýskalandi fyrir 70 árum og sem styðja hryðjuverkasamtök sem útrýma vill gyðingum um leið og þau afneita Helförinni, eru líka meðsekir.
Stundum er einföld þjóðfélagsleg skýring á hatri. Hefur nokkur spurt sig hvað pabbi formanns Palestínuvinafélagsins á Íslandi var í stjórnmálum á stríðsárunum og mikill fjöldi frænda hans úr Kjósinni?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.6.2010 kl. 06:43
Þú ert vígfimur maður Vilhjámur og kirkjan, sem gefst upp fyrir hverjum þrýstihópnum á fætur öðrum, á ekki roð í þig.
Ragnhildur Kolka, 12.6.2010 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.