19.2.2010 | 10:45
Maður kafnar á falaffelsamloku í Dubai
Dubai er griðastaður glæpahyskis. Ég skil ekki af hverju forseta íslenska lýðveldisins og fyrrverandi klyfjahesti hans og særingameistarans, Össuri utan Ríkis, þyki spennandi að heimsækja Dubai. Forsetafrúin sá á ákveðnu tímabili fyrir sér Dubai Norðursins á Íslandi, þegar hún var ekki að skammast út í öryggisgæsluna í Ísrael, sem tók bara ekkert tillit til þess að hún segðist vera First Lady of Iceland.
Ég er hins vegar á því, að Dubai sé ekkert annað en bölvað ræningjabæli, þar sem vopnasalar hafa aðsetur og eiga viðskipti við eftirlýsta hryðjuverkamenn. Einn þeirra var Hamas-leiðtoginn sem haldið er fram að hafi verið kæfður í Dubai um daginn. Dubai er einnig staðurinn, þar sem stórar fjárhæðir Íslenskra prangara hafa verið á ferðinni á síðustu árum. Hver er að rannsaka þau viðskipti?
Heimurinn, sem hatar Ísrael, og auðvitað gamli fréttamaðurinn og skrímslafræðingurinn Þorvaldur á fréttastofu RÚV, er að farast vegna þess að meintir Mossad-liðar fóru til Dubai á fölskum vegabréfum og drápu Hamas-leiðtoga frá Al Quassam sveitunum, Mahmoud al-Mabhouh, sem var að kaupa vopn. Hann var að sögn kæfður með púða á lúxusherbergi sínu í Dubai, sem verður að teljast frekar friðsamleg endalok fyrir mann sem í öðru hvoru orði boðaði dauða og hefnd. Í fyrra tók Al Jazeera viðtal við þennan sakleysingja í Damaskus, þar sem hann sagði m.a.: I am very cautious, thank God. Eventually, only God determines when our lives end. We know the price to going on this path. Vonandi var það vilji Allah sem framfylgt var á hótelinu í Dúbai, þegar Mahmoud kafnaði í falaffelsamloku sinni, var kæfður eða dó úr reiðarslagi með rússneskri vændiskonu inni á herbergi sínu. Einu sinni voru Ísraelar að sækja fjöldamorðingja til Argentínu og út um allar jarðir. Er ekki betra að stoppa þá áður en þeir fremja fjöldamorðin?
Af hverju fagna menn því ekki, að enn einn kaupmaður dauðans er fallinn í valinn? Þetta var maður sem yfirlýst og opinbert vildi útrýma eina lýðræðisríkinu í Miðausturlöndum. Hann var eftirlýstur fyrir hryðjuverk. Hvað er eiginlega að því að leyniþjónusta Ísrael og annarra ríkja ryðji honum úr vegi, ef Dubai tekur hann ekki fastann? Hann hefur vonandi verið eftirlýstur af Interpol eins og meintir banamenn hans eru nú. Hann var meira að segja hættulegur sinni eigin þjóð, sem samkvæmt síðustu fréttum vann með Mossad í því að granda þessum Dúbaifara. En sannanir fyrir því að hann hafi verið myrtur vantar algjörlega. Lögreglan í Dubai er víst líka dálítið dúbíus. Rökin í þessu máli eru eins og í máli týnda drómedarans frá 2006. Engar sannanir og allt rennur út í sandinn. Hverjum er ekki sama um hryðjuverkakaupmanninn Mahmoud al-Mabhouh?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Löggæsla, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:15 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Það er svívirðilegt ef leyniþjónustur nota vegabréf saklaus fólks og valda þeim þar með miklum vandræðum. Það er sambland af bleyðiskap og miskunnarleysi. Mossad er glæpasamtök eins og allar aðrar leyniþjónustur. Að drepa fólk með leynd og vita að þeir þurfi aldrei að svara til saka. Ekki er hægt að leggjast lægra. Og hana nú!
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.2.2010 kl. 10:55
Leyniþjónustur eru því miður nauðsynlegar í þessum heimi, þar sem snarvitlausir menn leggja á ráðin gegn saklausu fólki í nafni einhvers guðs sem þeir taka í gíslingu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.2.2010 kl. 11:01
En eru ekki leyniþjónustur af baka saklausu fólki vandræðum, láta það jafnvel verða eftirlýst og skotspón hryðjuverkamanna. Tillitssleysið er algert og það að tilgangurinn helgi meðalið. Svo slakar þetta fólk bara á eftir vel unnið dagsverk meðan aðrir þurfa að líða fyrir gerðir þeirra. Endurtek það sem ég hef áður sagt og hnykki á: Leyniþjónustur eru mestu bleyðusamtök sem fyrirfinnast.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.2.2010 kl. 11:09
Viltu þá frekar hryðjuverk en verk leyniþjónusta sem miða að því að koma í veg fyrir fjöldamorð?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.2.2010 kl. 11:11
Vilhjálmur, ég er alveg viss um að nafni minn styður ekki Hamas og vill ekki hryðjuverk, hvað þá fjöldamorð. Ég held að engum manni detti í hug að þessi aftaka knésetji Hamas hvað þá að hún komi í veg fyrir hryðjuverk. Kannski er hún olía á eld? Með þessum orðum er ég ekki að þykjast kunna neina lausn. Ég vona bara að gáfaðari menn en ég leggist yfir málið.
Sigurður Þórðarson, 19.2.2010 kl. 11:49
Það eru þegar margar olíutunnur undir eldinum í þessum heimshluta, Sigurður 2.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.2.2010 kl. 11:59
Já Vilhjálmur, stundum er gott að hafa einfalda söguskoðun, en óttalega þykir mér hún fátækleg.
Steinþór Kristjánsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 12:25
Steinþór, þú ert heppin að búa á Íslandi, þar sem menn hafa fallega og góða söguskoðun. Sums staðar, fyrir botni Miðjarðarhafs, eru menn drepnir fyrir að hafa skoðun og trú. Við skulum vona, að við þurfum ekki leyniþjónustu sem drepur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.2.2010 kl. 13:45
Þessi sendiför MOSSAD var tactical success en því miður stratical failure. Já þau drápu þennan Kakkalakka (vopnasala). En það eru fleiri hundruð svipaðir kakkalakkar tilbúnir að taka við hans störfum. Skaðinn sem MOSSAD gerði fyrir Ísrael er miklu meiri en það gagn sem þeir unnu. Þetta operation var sjálfsmark. Það er lágmark að leyniþjónustumenn séu einmitt í "leyni". En ekki forsíðuefni allra dagblaða heims. En auðvitað er gott að þessi morðingi hafi verið myrtur. En það er samt orðið aukaatriði.
Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 23:19
Málið er einfaldlega það að þegar leyniþjónustur eða ríkisstjórnir eru með einhverjar aðgerðir gegn vafasömum aðilum á það ekki að bitna á saklausum. Það er sjónarmið mitt númer eitt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.2.2010 kl. 00:22
Sigurður, að sjálfsögðu þætti mér ekki gaman að lenda í því að vegabréf mitt væri notað á þann hátt. Ég myndi fara í mál og vinna það, en við hvern?
Ég er sammála þér Jón Gunnarsson, þessi sendiför Mossads eða hvers sem það nú var, var afar illa undirbúin. Yoram og Avi ættu að skammast sín fyrir léleg gervi, eða voru það þeir, og Raffi er ljótur án hárs? Ef ég segði þér það sem ég veit, þyrfti ég að skjóta þig, eins og þeir segja sem starfa í þessum bransa.
Meira segi ég ekki í máli þessu, nema að ég gleymdi að segja, að Mahmoud átti auðvitað fjölskyldu, sem missti son, bróður, föður og mann, og sem mun sakna hans sárt. Það gera fjölskyldur fórnalamba hans líka.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.2.2010 kl. 06:58
Það er svo hverju orði sannara að það eru margar púðurtunnurnar þarna fyrir Miðausturlöndum. Þessar deilur eru svo harðar að fólk er dregið í dilka og jafnvel fordæmt fyrir að vera af tilteknu þjóðerni, trú eða stjórnmálaskoðun.
Sigurður Þórðarson, 20.2.2010 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.