Leita í fréttum mbl.is

LÍN blóđmjólkar aumingjana

Jobless men keep going

Ég er alls óhrćddur viđ segja fólki opinskátt af högum mínum, ţótt ađ ţessu bloggi mínu sé ekki ćtlađ ađ vera upplýsing um ţađ sem ég er ađ hrćra í pottinum eđa hvađ kemur í koppinn ţegar ég stíg fram úr fletinu snemma morguns.

Nú ćtla ég ađ gera smá undanţágu og hafa ţetta ég - um mig - frá mér  - til mín blogg, í stađ ţess ađ vera macho-karl sem ber erfiđ örlög sín mannalega en brotnar ađ lokum undan ţví eins og lítil stúlka.

Í júní á síđasta áriđ missti ég atvinnuleysisbćtur í Danmörku. Ég hafi í lengri tíma, on and off, veriđ atvinnulaus áđur en ţađ gerđist, en getađ fengiđ ágćtar atvinnuleysisbćtur. Síđan ég missti bćturnar, hef ég ekki haft neinar tekjur. 0 kr. Ekkert! Ég get heldur ekki fengiđ neina styrki frá bćjarfélagi mínu, ţar sem tekjur konu minnar sem er yfir ákveđnu marki, valda ţví ađ ég verđ ađ lifa á hennar tekjum.

Ég er eins og "bara heimavinnandi" konurnar í gamla daga, sem "sátu" heima og urđu ađ sćtta sig viđ ađ kerlingardrćsur á vinstrivćngnum kölluđu ţćr eldhúsmellur. Ég er hins mjög vegar stolt "eldhúsmella" og stéttvís. Ţví áđur en konurnar fóru út atvinnumarkađinn voru fyrirvinnunnar oftast međ hćrri laun en einn maki / fyrirvinna hefur í dag. Svo hart er nú í koti mínu - og margra annarra. Um 20.000 manns eru í sömu sporum og ég í velferđarparadísinni Danmörku.

Ég tók á sínum tíma gríđarleg námslán og hef eins og margir mikla námslánaskuld, sem ekki minnkar, eđa hverfur eins og kúlulán krimmanna. Reglur LÍN gera ráđ fyrir ţví ađ menn get sótt um undanţágu frá afborgunum. Ég sótti um daginn um slíka undanţágu eftir ađ ég var búinn ađ útvega fjögur mismunandi gögn sem stađfestu atvinnuleysi mitt, skattamál og ţar ađ auki tekjumissinn af völdum atvinnuleysis og stöđvunar atvinnuleysisbóta. Ég fór eftir ţessari leiđbeiningu sem mér barst frá starfsmanni LÍN: "Ef sótt er um vegna atvinnuleysi og ekki hćgt ađ senda stađfestingu á atvinnuleysi erlendis frá ţá er ađ senda stađfestingu um ađ ţú sért á skrá en eigir ekki rétt á greiđslum, eđa stađfestingu frá ráđningaskrifstofu og ţá tímabil skráningar, eđa umsóknir um störf ef sótt er um í gegnum netiđ ţá senda afrit af ţví. Sendu einnig stađfestingu frá kontanthjćlp um ađ ţú eigir ekki rétt á greiđslum frá ţeim og ţá tímabil."

Ég hef uppfyllt ţessa ósk um upplýsingar um atvinnuleysi, en LÍN telur enn ađ ég hafi tekjur ţótt ţađ komi hvergi fram á ţví sem ég sendi ţeim af gögnum frá opinberum stofnunum og skattayfirvöldum. Ekki er laust viđ ađ LÍN gefi í skyn ađ atvinnuleysi mitt sé mér sjálfum ađ kenna. 

 

Námslánskuldarar í vanda eru rúnir međan fjárglćfrafólki er verđlaunađ

En ţetta er auđvitađ íslenska kerfiđ, ţar sem kúlulánakrimmarnir sleppa viđ endurgreiđslur, međan atvinnulausir menn og algjörlega tekjulausir sem ekki hafa rćnt banka eru rúnir, ţegar aldur, of mikil menntum (já, ţiđ lesiđ rétt) og almennt atvinnuleysi, sem er ţjóđhagslegt vandamál í löndum Evrópu ESB (Danmörku), veldur atvinnuleysi sumra ţeirra. Vonandi er LÍN ekki ađ halda ţví fram ađ ég sé sjálfur valdur ađ ađ atvinnuleysi mínu og fjárhagsörđugleikum?

Mig gruna ađ sumt fólk á Íslandi haldi ađ atvinnuleysi sé meira böl á Íslandi en annars stađar í nágrannalöndunum og heldur ađ mađur fái bara starf ef mađur sćki um. Ţannig er ástandiđ ekki einu sinni í gósenlandinu Noregi, ţar sem ég sótti nýlega um stöđu.

Ég er búinn ađ setja mál mitt undir úrskurđ stjórnar LÍN og vona ađ menn ţar sjái, ađ ástandiđ á Íslandi er kannski betra en víđa annars stađar.

LÍN ćtlar ţó varla ađ fara ađ ţurrmjólka "ofmenntađan" og gamlan aumingja eins og mig, međan sleipir kúlánakrimmar sleppa viđ borga af lánum sínum. Hver veit? Innheimtufyrirtćki LÍN hefur líka sérhćft sig í ađ bjarga kúlulánakrimmum.

Oh elskurnar mínar, klukkan orđin svona margt. Nú er best ađ fara ađ undirbúa kvöldmatinn, og ég ţarf líka ađ hengja upp tau, sem sat á hakanum međan ég deildi ţessum öngum mínum međ ykkur.


Bloggfćrslur 12. apríl 2013

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband