Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Bloggar

Skítmenni undir verndarvćng Ţýskalands

Kamphoto

Morđingi skálar

Tvöfeldni Ţýskara (vá, ţađ er lengi síđan ég hef notađ orđiđ Ţýskari, en ţađ á viđ hér) er enn mikil. Stríđsglćpamađurinn Sřren Kam, morđhundur sem slapp undan réttvísinni eftir stríđ, er nú verndađur af ţýskum yfirvöldum. Hann sveik ćttjörđ sína fyrir Ţýskaland nasismans og gerđist ţýskari til ađ sleppa frá réttarhöldum í Danmörku.

Danir hafa reyndar ekki stađiđ sig sérstaklega vel í ţví ađ reyna ađ koma honum til réttra yfirvalda í Danmörku. Ţeir gerđu fyrst átak í ţví í fyrra. En ţegar Ţýskarar höfđu upphaflega samband viđ Dani vegna máls Kams (fyrir 35 árum) og leituđu álits Dana á glćpum hans, reyndist áhuginn á honum afar takmarkađur í Danmörku. Danir vildu ekki láta minna sig á einn af ţeim 6000 dönsku dáđardrengjum sem börđust fyrir Hitler í Waffen SS.

Stríđsglćpamađurinn Werner Best, sem stýrđi ţýsku hersetunni í Danmörku, hafđi mikiđ dálćti á Sřren Kam. Hann bauđ honum oft til sín í ađalbćkistöđvarnar í Dagmarhus. Líklegt er, ađ Kam hafi veriđ međal ţeirra dönsku SS-manna, sem safnađi saman gyđingum sem ekki tókst ađ flýja til Svíţjóđar í október 1943. Gyđingarnir voru sendi til Theresienstadt búđanna, og fáeinir til Sachsenhusen og ţađan beint í dauđan í Maidanek. Best slapp viđ dauđadóm í Danmörku. En fyrst nú er ađ renna upp fyrir Dönum, ađ Best hafđi svo margar ţumalskrúfur á dönskum stjórnmálamönnum, ađ ţeir neyddust til ađ sleppa honum međ frekar vćgan fangelsisdóm. 

Sřren Kam framdi morđ og hefur ekki tekiđ út refsingu fyrir ţađ. MORĐ FYRNAST EKKI. Ţótt hann sé orđinn hrörlegt gamalmenni, 85 ára ađ aldri, verđur hann ađ taka út refsingu fyrir glćpi sína. Viđ getum ekki treyst á ađ hann fari til helvítis. Hann hefur lifađ í vellystingum í Ţýskalandi og tekiđ ţátt í starfi fyrrverandi SS-manna, sem enn dásama Hitler og hafa samstarf viđ nýnasista.

Kam var reyndar “smákrimmi” miđađ viđ nokkra ađra Dani í röđum SS. Ég var fyrsti sagnfrćđingurinn í Danmörku sem skrifađi um ţann Dana, sem framdi flesta stríđsglćpi í ţýskri herţjónustu, í grein sem birtist í Danska helgarblađinu Weekendavisen ["En dansk krigsforbryder", Weekendavisen, Kultur,  28. januar-3. februar 2005, s. 11].  Alfred Jepsen hét sá og var hengdur fyrir ódćđisverk sín áriđ 1947. Dönsk yfirvöld fóru leynt međ mál hans og réttarhöldin yfir honum í Ţýskalandi og reyndu einnig áriđ 2005 ađ hindra mig í ađ greina frá glćpum hans og dómi. Mig grunar ađ margir Danir eigi oft afar bágt međ ađ sjá styrjaldarárin á skýran og raunsćjan hátt.

 


mbl.is Ţýskur dómstóll neitar ađ framselja fyrrum nasista til Danmerkur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svör óskast nú!

Ég verđ ađ greina frá fćrslu Sigurđar Ţórs Guđjónssonar (Nimbus) í dag, ţar sem hann setur fram mjög ţarfar spurningar um örlög flóttamanns á Íslandi, sem allir verđa ađ lesa. Viđ höfum öll rétt á ţví ađ fá svar viđ ţessum spurningum. 

Tietz

Hér er ljósmynd af flóttamanni, sem tók sitt eigiđ líf í Kaupmannahöfn í júní 1941. Enginn tók eftir ţjáningu hans og angist. Dönsk yfirvöld framfylgdu ófsóknum nasista gegn honum. Hann hafđi veriđ dómari í Berlín. Dómarar af gyđingaćttum voru taldir hafa framiđ stćrstu glćpina gegn ţýsku ţjóđinni. Dönsk yfirvöld byrjuđu ađ innheimta ţćr sektir sem nasistar dćmdu Rudolf Martin Tietz í. Enginn tók eftir angist hans, fyrr en starfsliđiđ á Hotel Astoria tók eftir ţví ađ vatnsmćlirinn fyrir herbergi Tietz sýndi mjög mikla neyslu. Allt vatniđ, sem Tietz notađi til ađ skola burt blóđi sínu.  


Kynlíf

Kynlíf fer hríđminnkandi í Danmörku vegna útrásar Íslendinga

Ţetta var frétt ađ hćtti Ekstra Blađsins – Mun ţetta auka lestur bloggsins míns?

« Fyrri síđa

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband