Leita í fréttum mbl.is

Íslenskir gyðingar koma út úr fylgsnum sínum

Marx Brothers

 

Skrif mín um gyðingdóm, örlög gyðinga og Ísraelsríki eru um 20% af því sem ég skrifa hér á blogginu. Ekki neita ég því og ekki skammast ég mín fyrir það. Það sem ég skrifa virðist fara í taugarnar á mörgum, enda er stuðningurinn við Ísrael á Íslandi mjög lítill og þekking Íslendinga á sögu gyðinga almennt mjög ómerkileg. Hatur tengist vanþekkingu, og ég hef verið að reyna að benda mönnum á að öfgafullar skoðanir í garð Ísraels og gyðinga sé vanþekking og mjög oft líka lánaðir fordómar.

Að undanförnu hefur það gerst, að upp á yfirborðið koma íslenskir gyðingar, sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til. Þeir gefa sig til kynna til að gangrýna mig og skrif mín, sem er ágætt, en taka svo líka eina atrennu gegn Ísraelsríki og réttlæta það með meintum gyðingagenum í sér.

Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðamaður afhjúpaði þannig að hann væri komin af faríseum af Musterishæð og einhver Mangnús IP tala skráð opinberaði í gær að hann væri af ætthvísl skráðra IPsteina (ekki er hann skyldur Einstein, svo mikið er víst). Fyrir nokkrum árum skrifaði maður ættaður af Skagaströnd í DV og réttlætti svæsnar skoðanir sína á Ísraelsmönnum með göfugu gyðingakyni sínu, og taldi sig líka, líklega vegna augljóss skyldleika við Krist, geta gangrýnt gyðinga sem á sínum tíma vildu koma stríðsglæpamanni á Íslandi fyrir dómara.

Óljós ættfræði þessarra þriggja nýgyðinga er notuð til að réttlæta skoðanir þeirra á Ísraelsríki og gyðingum og sem hluti af stuðningi þeirra við málstað Palestínumanna. Þrátt fyrir fáein gyðingagen, eru þessir heiðursmenn afar fráhverfir vitund og þekkingu á meintum uppruna sínum

Nú er hins komið er í ljós að H. Heiðdal er alls ekki kominn af Fiðlaranum á Þakinu heldur bakara af Holtsetalandi, sem var svo heppinn að ekkert gyðingablóð rann í æðum hans. Herra Berndsen ættaður frá Skagaströnd, sem ég skrifaði um í DV 12.7. 2001 vegna þess að hann taldi sig kosher gagnrýnanda Ísraels, var kominn af manni sem á unga aldri þegið te og brauð fyrir að kveikja á ljósum og ofnum gyðinga á hvíldardeginum,og var ekki frekar gyðingur en Egill Skallagrímsson. Berndsen skrifaði um "hina samhljóða rödd gegn ofsóknarbrjálæði Ísraelsmanna".

Nú bíð ég eftir að ættfræði Magnúsar með IP töluna og ljóta orðbragðið komi á hreint. Kannski er hann kominn af Marx bræðrum.

(Meintur) uppruni manna gefur þeim engan rétt til að leika dómara yfir  ætt og þjóð sem forfeður þeirra yfirgáfu í stað þess að styðja og hvetja, þó svo að hjarta þeirra slái fyrir aðrar þjóðir sem geta ekki hætt að lýsa yfir útrýmingu Ísraels.

Ég óska laungyðingum Íslands til hamingju með 60 ára afmæli þjóðríkis þeirra. Gagnrýni sakar ekki, en hún ætti ekki að vera drifin áfram af hatri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég hef fulla samúð með öllum sem sæta kúgun og lítilsvirðingu. Það væri þó svo miklu auðveldara að hafa samúð með þér og þínum málsstað ef þú sýndir ekki nýbúum þá lítilsvirðingu, fyrirlitningu og hroka sem þú gerir stundum. Sjálfum finnst mér fátt eins lítilmannlegt og þegar gyðingar af öllu fólki sýna öðrum þjóðarbrotum og aðfluttu fólki hroka og yfirlæti og kúga svo Palistínumenn og lítilsvirða með líkum hætti og þeir sjálfur hafa þurft að sæta víða  um aldir. - Það er eins og þeir sem  það gera hafi ekkert lært af meðferðinni á gyðingum.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.5.2008 kl. 02:25

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

„Gagnrýni sakar ekki, en hún ætti ekki að vera drifin áfram af hatri.“ Laukrétt hjá þér, og taki þeir til sín sem eiga. Ég er annars búinn að svara gusunni frá þér á fimmtudaginn og vildi hvetja þig og aðra til að lesa svarið: Dylgjum zíonista svarað.

Vésteinn Valgarðsson, 3.5.2008 kl. 02:45

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hansakaupmenn voru gyðingar eins og þú veist og áttu þeir að sögn nokkurn hóp launbarna á Íslandi, þannig skilst mér að ég, ásamt flestum löndum mínum eigi ættir að rekja til gyðinga. En breytir það nokkru?

Sigurður Þórðarson, 3.5.2008 kl. 02:47

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Sigurður Þórðarson, Þú hefur greinilega sofið í sögutímunum. Gyðingar voru ekki í Hansa bandalaginu ellegar Hansa-kaupmenn. Gyðingar bjuggu enn ekki að ráði þeim bæjum sem stjórnuðu Hansa versluninni.

Það er því enginn heil Hansa hylla í þessum rökum þínum og það breytir akkúrat öllu!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.5.2008 kl. 06:04

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Helgi Jóhann Hauksson, gera gyðingar það sem þú segir þá gera?

Hvaða þjóð vill ekki að gyðingar búi í Ríki þeirra? Rétt svar er Palestínuríkið, en þú hefðir líka fengið rétt svar hjá mér ef þú hefðir svarað "nærri allur heimur araba/múslíma". Af hverju búa 0 gyðingar í Lýbíu; Af hverju voru gyðingar ofsóttir í aldaraðir í heimi múslíma líkt og í heimi kristinna? Það var vegna öfga þeirra trúarbragða sem hreykja sér af náungakærleika og ást og vegna öfundar, sem var reyndar dauðsynd meðal kristinna. Þú ert greinilega enn haldinn henni og hatri í ofanálag,  svo miklu að þú sleppir heilum köflum úr mannkynssögunni til að skýra deilur á okkar tímum milli þjóðar sem er fremst á meðal jafninga og hópa sem vilja stýra sér aftur í myrkar miðaldir.

Ísraelsmenn sýna Palestínumönnum meiri virðingu en Palestínumenn hafa nokkru sinni sýnt Gyðingum/gyðingum.

Mundu tilvist Ísraelsríkis er m.a. þér og öðrum ekta Evrópumönnum að þakka. Þið eruð hinn eini óvinur Palestínumanna ef þið styðjið ekki Ísraelsríi sem þið áttuð þátt í að stofna.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.5.2008 kl. 06:20

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

„Gagnrýni sakar ekki, en hún ætti ekki að vera drifin áfram af hatri.“ Laukrétt hjá þér. Vegna þess að það er lokað fyrir athugasemdir við síðustu færslu hjá þér, þá vildi ég benda þér á svar mitt við henni: Dylgjum zíonista svarað.

Vésteinn Valgarðsson, 3.5.2008 kl. 06:21

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Frímann, margt er rétt í þessu hjá þér. Gyðingar voru neyddir undir Íslam í blóðugum útrýmingarherferðum og eru því þeir sem lifðu það af og ekki gátu flúið ættfeður sumra Palestínumanna. Gyðingar voru neyddir til að gerast kristnir og gætu því einhverjir böðlar nasismans hafa haft "gen" gyðinga í sér. En gyðingdómur er fyrst og fremst trúarbrögð. Ísraelsríki er hins vegar ekki fyrst og fremst trúarbrögð, því í landinu búa aðrir en gyðingar. Það er orðið erfitt fyrir aðra en Múslíma að búa í "múslímskum ríkjum".

Þeir "gyðingar" sem ég nefni í grein minni eru náttúrulega ekki gyðingar og ekki held ég að þeir séu kynþáttahatarar heldur. Þeir eru bara illa upplýstir og  Kynþáttahatur eru ekki trúarbrögð heldur safn af ljótum mannlegum kenndum sem geta sýnt sinn ljóta haus alls staðar í heiminum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.5.2008 kl. 06:58

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Vésteinn, ég sé engin líkindi með Jenín, Gaza og Varjsá! Ef þú læsir söguna vel kæmist þú örugglega að sömu niðurstöðu.

Ég styð einnig málstað Palestínumanna en greinilega ekki eins og þú og ég gerði þeim bjarargreiða við það að líkja ástandi þeirra og öfgum í dag við örlög saklauss fólks sem ófsótt var í Evrópu og heimi Múslíma í aldaraðir. 

Palestínumenn fá aldrei frið ef þeir fara með ófriði, og misþyrma sögu gyðinga, örlögum þeirra og lýsa yfir óskum um að útrýma Ísraelsríki.

Barátta Palestínumanna á ekkert skylt við þá litlu baráttu og mótþróa sem gyðingar gátu veitt á 4. og 5. áratug síðustu aldar. Þjóðir báru ekki vopn á gyðinga og landamærum var lokað á fólk á flótta.

Flóttafólk Palestínumanna er borið á gullstóli víða um lönd og billjónir eru gefnar þeim til stuðnings. Mikill hluti þeirra sjóða hafa farið í bruðl og til einknota Arafats, og til vopnakaupa. 

Þó þú sért örugglega oft með "hressileikann í fyrirrúmi" eins og þú lýsir yfir í fyrirsögn bloggs þíns, þá held ég að hressileiki þinn í samlíkingum á örlögum 6 milljón gyðinga við Gaza sé ekki talið "cool" meðal flestra gyðingum og annara.

Zíonisti er ég, þú þarft ekki að taka það fram, það hef ég verið síðan ég var barn enda væri annað óeðlilegt fyrir mig. Ég sagði mig úr "Róttæka félaginu" sáluga í MH, þegar félagar mínir þar samþykktu að leggja yrði niður Ísraelsríki. Ég tel að friður sé einn af hornsteinum Zíonisma.

Samlíkingar á milli Ísraelsmana og Nazi-Þjóðverja er Holocaust relativismi sem er næsti bær við afneitun herfararinnar. Ekker sem gerst hefur í samskiptum Palestínumanna og Gyðinga getur talist til þjóðarmorðs, nema vera skyldi stuðningur Palestínuleiðtoga við Hitler og yfirlýsingar sumra Palestínumanna um að útrýma beri Ísrael. Þú ættir að kynna þér hvernig menn skilgreina slíka hluti og grafa dýpra í svörðinn en þú gerir.

Ég er nú að leita að upplýsingum um ráðstefnu þá sem þú fórst nýverið á í Kaíró. Þæði ég vísun til hennar á www. Mér þykir mjög skrítið að maður sem er yfirlýstur friðarsinni, leyfi sér að setja samasemmerki á milli örlaga gyðinga í Evrópu á 20. öld og Þeirra þráskákar og pattstöðu sem Palestínumenn eru búnir að koma sér í. Fyrir mér eru það öfgar og öfgar laðast gjarnan að öfgum.

Ef þér finnst Zíonisminn öfgar, þykir mér leitt þín vegna að ekki hafi tekist betur til í hreinsunarherferð Hitlers. Þá hefði allt örugglega verið betra, ekki satt? En þá er ég viss um þú hafði fundið annan syndahafur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.5.2008 kl. 07:22

9 Smámynd: Upprétti Apinn

Þegar ríki með mismunandi þjóðfélagshópa brotna upp er það opinber stefna alþjóða samfélagsins að skipta landinu upp milli þessara hópa og fara stærðir hinna nýju ríkja eftir hlutfallegri stærð þjóðfélagshópana.  Nýjasta dæmið um þetta er skipting Serbíu á milli Serba og Albana þar sem Albanir hafa fengið héraðið Kósóvó sem sitt eigið ríki.

Einu heimildirnar um fjölda gyðinga í Ottómanaska heimsveldinu þegar það lagði upp laupana eftir Fyrri Heimstyrjöldina setur hlutfall þeirra á um 5% af mannfjöldanum.  Krafa þeirra um eigið ríki byggt uppúr rústum Ottómanaveldisins var lagt á sama borð og kröfur annarra þjóðfélagshópa eins og Armena, Grikkja, Araba og annarra.  Langmesta samansafn gyðinga var á svæði sem Bretar höfðu nefnt Palestínu, en hafði ekki verið aðgreint sem sérstakt ríki af Ottómönum.  Bretar stóðu mikið í veginum fyrir stofnun Gyðingaríkis þar sem þeir töldu hagsmunum sínum betur borgið meðal Araba.

Flestir sem nenna geta lesið söguna sem fylgdi á eftir, en útkoman var sú að ríki gyðinga í dag, að meðtöldu herteknu svæðunum er minni en 1% af stærð Ottómanaheimsveldinu, og samkvæmt öðrum úrlausnum Alþjóðasamfélagsins mun minna en gyðingar hefðu geta krafist.  Réttur Ísraels á herteknu svæðunum er vandamál sem krefst lausnar, en það er ekki stærra vandamál en t.d. herteknu svæði Kýpur sem Tyrkir halda eða önnur hertekin svæði.  En öll þessi mál byggja í raun á einni einfaldri spurningu.  Á Ísrael tilverurétt?

Öll önnur vandamál Ísraels byggja á því að Múhameðstrúarmenn skv Kóraninum mega ekki gefa til baka lönd sem þeir hafa áður hertekið.  Ísrael er nýjasta landið sem þeir hafa tapað og hatur þeirra á því er trúarlegs eðlis.  Ef þeim einhvern tíman tekst að uppfulla draum sinn um að eyða því landi, þá er Spánn, Ítalía og Suð-Austur Evrópa næst á dagskrá.  Ef einhver efast, þá er hægt að benda á það að hryðjuverkin á Spáni voru gerð af Norður Afríkubúum og tengjast kröfu trúarleiðtoga þeirra um að Kristnir menn skili þeim Spáni (sem þeir kalla Al Andalusia).

Ísraelsríki og Palestínuvandinn er notað sem skálkaskjól fyrir einfalt gyðingahatur.  Að mínu mati er slíkt hatur ein besta mælistikan á stig persónubrests og þroska samfélags. 

Upprétti Apinn, 3.5.2008 kl. 09:46

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vilhjálmur, þú ert sagnfræðingur og öðrum mönnum fróðari um málefni gyðinga hér á norðurslóðum. Þess vegna langar mig að leita í smiðju til þín.  Ég hef fyrir satt að danski konungurinn (veit ekki ártalið) hafi gefið út tilskipun um að aðrir en lútherstrúarmenn gætu haft vetursetu á Íslandi. Þessi tilskipun var ekki gefin út í þágu kaþólikka eða ásatrúarmanna svo dæmi séu tekin. Þessi tilskipun mun hafa verið gefin út að ósk kaupmanna, sem ferðuðust yfir hafið við erfiðar aðstæður og gátu orðið innlyksa til næsta vors. Í minni sveit gekk sú þráláta flökkusaga að þessir menn hafi getið af sér fleiri börn en þeim voru kennd og jafnframt að einhvejir þeirra hefðu verið gyðingar.

Sigurður Þórðarson, 3.5.2008 kl. 09:49

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þakka þér fyrir "Api". Þú ert einn uppréttasti einstaklingurinn á MBL blogginu. Mikið væri íslenskt þjóðfélag vel stætt ef fleiri hefðu þína glöggskyggni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.5.2008 kl. 10:20

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurður, ekki man ég eftir þessu og mér finnst ýmislegt útiloka það, ef þetta á að hafa gerst eftir ca. 1550. En aldrei að segja aldrei. Eins og þú getur lesið hér er til heimild um mann af gyðingaættum sem fór til Íslands árið 1620. Hann hét Daniel Salomon og var frá Póllandi. Hann gerðist kristinn með pomp og prakt í Frúarkirkju í Kaupmannahöfn að viðstöddum Danakonungi áður en hann hélt til Íslands á styrk frá Hafnarháskóla. Þá hét hann Jóhannes Salómonsson

Ert þú ekki bara afkomandi hans Salomons, Sigurður? Kannski er hann með í Íslendingabók en kannski drukknaði hann á leið til Íslands.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.5.2008 kl. 12:14

13 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Vilhjálmur: Ég hef nú litið á bloggið þitt áður og ekki hnotið um margt hingað til sem benti til þess að þú styddir málstað Palestínumanna, en gott að vita það. Það kemur mér þá spánskt fyrir sjónir að þú segir það vera Palestínumenn sem fara með ófriði. Hver var það aftur sem hertók hvern í þessu máli?

Styður þú málstað þeirra kannski með því að ráðleggja þeim að þegja og sætta sig við að húsin þeirra, ólífulundirnir, vatnsbólin og mannleg reisn séu tekin af þeim?

Telur þú að herskáir Palestínumenn, með handvopn og fljúgandi þakrennur með sprengiefni inni í, séu aðsteðjandi ógn við Merkava-skriðdreka eða Apache-þyrlur og líklegir til að fylgja digurbarkalegum yfirlýsingum eftir með blóðbaði á strætum Tel Aviv eða Haifa? Hefur hvarflað að þér að hernámið eigi einhvern þátt í því að þeir streitist á móti? Og annað, þú áttar þig á muninum á fyrirbærunum „Ísraelsríki“ og „gyðingar“, er það ekki? Hvernig litist þér á eitt stórt ríki þar sem menn lifðu jafnir og sáttir?

Þú ert væntanlega ósammála Ze‘ev Jabotinsky og kenningu hans um Járnvegginn?

„Holocaust relativism“ hef ég ekki heyrt áður svo ég muni. Ef maður vill taka helförina alvarlega, þá tekur maður hana ekki út fyrir sviga mannkynssögunnar, eins og eitthvað alveg ósambærilegt nokkru öðru. Að eðlinu til hefur verið framin urmull annarra þjóðarmorða, og að umfanginu til nægir að nefna Maó Tse-tung eða Leópold Belgíukonung til samanburðar. Þýsku nasistarnir voru náttúrlega eins og þeir voru, sameinuðu feiknalega umfangsmikið þjóðarmorð, rasískt inntak og eitthvað furðulega grimmdarlegt attitjúd – en þeir voru samt mennskir, og það sem menn gátu gert þá geta menn gert aftur. Það þarf ég varla að segja þér. Þess vegna er það stórhættulegt ef það er bannað að benda á þá til samanburðar. Ekki eins, en sitthvað skylt. Ríki byggt á trú/kynþáttahyggju, kynþáttamisrétti/aðskilnaður, þjóðernishreinsanir og landrán, hóprefsingar – hringir þetta einhverjum bjöllum? Athugaðu að það var ekki ég sem setti samasemmerki, það varst þú sem gerðir það. Ég tjáði bara þau hugrenningartengsl sem blasa við. Það gerir þetta auðvitað alveg sérlega kaldranalegt að það sé fólk af sama trú/þjóðernishópnum og var fórnarlamb einu sinni, sem nú beitir nágranna sína svona hörðu.

Vegna þess að þú hefur skotið að mér nokkrum gyðingahaturs-pílum, þá er best að taka það fram líka að þær bíta ekki á mig. Hins vegar hef ég takmarkaða þolinmæði fyrir skætingi, persónuárásum, dylgjum og útúrsnúnungum, svo ég vildi biðja þig að leggja þessi stílbrögð til hliðar ef þú getur, ef þig langar að rökræða þetta við mig.

Ráðstefnan hefur nú satt að segja ekki eins mikið presens á netinu og hún ætti að hafa, en þú getur fundið eitthvað um hana hér og eitthvað hér. Ég get annars alveg sagt þér ýmislegt um hana ef þú vilt. Þarna voru ýmiss konar vestrænir friðar- og lýðræðissinnar saman við friðarsinna, lýðræðissinna, sósíalista, íslamista, þjóðernissinna og fleiri frá Egyptalandi og fleiri arabalöndum.

Já, og meðan ég man: Í athugasemd við síðustu færslu þína „hótaðirðu“ því að senda einhverjum „sérfræðingum í gyðingahatri“ þessa færslu af blogginu mínu. Blessaður gerðu það, og gleymdu svo ekki að senda afrit til Mossad og Shin Bet, og láttu það líka fylgja að ég sé í „svokölluðu“ Félaginu Íslandi-Palestínu og meira að segja líka í slagtogi við „sjálfhatandi gyðinginn“ Elías Davíðsson.

Vésteinn Valgarðsson, 3.5.2008 kl. 12:18

14 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Bara smá hugmynd Vilhjálmur,er ekki rétt að þú drullist bara héðan?Þér líkar ekki íslendingar og ert með hausinn á kafi uppí rassborunni á Ísrael,hvað ertu að gera hér?Blessaður pakkaðu niður og farðu.Ég skal borga fyrir þig flug til Tel Aviv.FRIÐUR FÆST EKKI MEÐ FORDÓMUM HVORU MEGIN SEM ÞEIR BIRTAST.

Haraldur Davíðsson, 3.5.2008 kl. 12:58

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Friður er greinilega með þér Haraldur Davíðsson. Ég er þegar fluttur, bý í Danmörku en þakka þér fyrir flugmiðann. Eru þetta báðar leiðir á bisness? Kósher fæði verð ég að fá.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.5.2008 kl. 13:20

16 identicon

Góð færsla Vilhjálmur.

Haraldur: "if U dont like Am´rca u cen just gjeeeeetout!!!1!111

Þú ert landi og þjóð til sóma

Jakob (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 14:31

17 identicon

Upprétti Apinn

"Þegar ríki með mismunandi þjóðfélagshópa brotna upp er það opinber stefna alþjóða samfélagsins að skipta landinu upp milli þessara hópa og fara stærðir hinna nýju ríkja eftir hlutfallegri stærð þjóðfélagshópana."

Þú þarft því miður að fara aftur í sögubækurnar, eða hvaðan það nú er sem þér dettur í hug að vísa í "opinbera stefnu alþjóða samfélagsins [sic]".

Sjálfstæði Kosóvó er til komið vegna stuðnings stórvelda, fyrst og fremst BNA, því næst ESB, í óþökk Rússa (sem hafa ítrekað reynt að koma í veg fyrir afskipti Vesturlanda á Balkansskaganum en hafa þurft að láta í minni pokann fyrir hagsmunum ofangreinda).

Svo virðist sem þú hafir ekki úr mörgum sögubókum að moða heldur því að  "[e]inu heimildirnar" þínar um gyðinga undir Ottómönum segja þá aðallega hafa sest að í Palestínu. Þetta er ekki rétt því að um aldamótin 1900 (þegar Ottómanir voru enn í fullu fjöri) var metið að um 78 þús Gyðingar eldu mannin í Palestínu en um 283 þúsund í Tyrklandi og Balkansskaganum!! (sjá  einu heimild mína

Loks er það alveg absúrd að vísa í milliríkjadeilurnar milli Tyrkja og Kýpverja um Kýpur í samhengi við Palestínu. Nær væri að tala um Kúrdistan og Kúrda, en það er spurning hvort að minnst er á það í sögubókunum þínum?

Loks lýkurðu pistli þínum með staðlaða klisju sem kemur upp um fáfræði þína á Íslam. Vertu blessaður

Hrafn Malmquist (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 15:46

18 identicon

Sæll Vilhjálmur

Ég sé að þér er hugleikin þessi bútur sem ég skrifaði um að í mér leyndist gyðingablóð. Það var ættingi minn sem sagði mér þetta en ég hef aldrei kannað það nánar. Kanski er þetta í gegnum einhverja af þeim konum sem Bernhöftar kunna að hafa kvænst. Veit það ekki og kemst ekki lengra að sinni.

En það sem ég fæ út úr þessum samskiptum við þig en sönnun þess að þú situr tjóðraður við þinn keip og að þú elskar ekki þá sem þú kallar vinstri menn. Og að þú ert frekar ófyrirleitinn og stimplar alla gagnrýni á Ísrael sem gyðingahatur. Þú afhjúpaðir þig pínulítið um daginn þegar þú fjallaðir um Skúlamálið. Hreini og klár rasismi Skúla er í þínum augum „ekki kynþáttastefna“ vegna þess að hann beinist gegn öðrum en gyðingum. Maður eins og þú, sem er með sérþjálfað nef til að þefa uppi minnsta vott af gyðingahatri, missir allt lyktarskyn þegar það hentar. Þú skrifaðir: „Prófessor Wolfgang Benz frá Berlín, sérfræðingur í gyðingahatri, sló því föstu á ráðstefnu á Akureyri árið 2006, að samlíkingar á sögu Ísraelsríkis við sögu þriðja ríkisins væru ávallt í anda gyðingahaturs, ef ekki hreint og beint gyðingahatur.“

Hvað segir þú þá um þessi skrif Avraham Burg: “Ísraelsríki er ekki laust við viðhorf sem einkenndu Þýskaland nazismans. Það verður að leggja niður Ísrael sem gyðingaríki. Ísrael hefur notfært sér Helförina til að afsaka eigin voðaverk á hendur Palestínumönnum og Líbönum. Hugmyndin um gyðinga sem Guðs útvöldu þjóð hefur stutt við bakið á kynþáttakenningum gyðinga”.

Avraham Burg er fyrrverandi þingmaður og þingforseti þjóðþings Ísraelsmanna, Knesset. Hann var einnig forseti Alþjóðasambands Síonista og í skamman tíma forseti ísrael. Avraham Burg olli miklu uppnámi í Ísrael þegar hann skrifaði bók þar sem hann gerir upp við ísraelsríki. Avraham Burg hefur nú yfirgefið Ísrael og telur það á barmi hyldýpis: „Ríki sem ekki byggir á réttlæti á sér enga framtíð” segir hann í kveðjuskyni.

Hér hlýtur þú að finna stæka lykt af gyðingahatri hjá gyðingi sem nú gagnrýnir Ísrael.

Ég veit vel að þú munt afgreiða herra Burg sem svikara, glæpamann eða rugludall líkt og þú afgreiddir annan merkan gyðing sem ég vitnaði til á bloggi þínu um daginn.

Hjalmtyr Heiddal (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 17:21

19 Smámynd: Upprétti Apinn

Hrafn, ég þakka dæmigerðan pistil pólitískrar rétthugsunar:  Ef menn koma með skoðanir sem PR er ekki sátt við, þá er strax farið ráðist á menntun og gáfnafar mótaðilans í stað þess að ræða hlutina á málefnalegan hátt. 

En til að svara málefnarökum sem þú kemur fram við þá hefur verið til pólitísk samtök þjóðríkja allt frá enda Fyrri Heimstyrjaldarinnar (sögulega lengra aftur), fyrst í formi Þjóðarbandalagsins og núna Sameinuðu Þjóðanna, Evrópusambandsins, NATÓ, Arabasambandsins og svo mætti lengi telja.  Öll þessi sambönd hafa opinbera stefnumörkun í hinum ýmsu málum, ekki alltaf þau sömu, og ekki eru öll ríkin sem standa að samtökunum alltaf á sama máli.  Í gegnum tíðina hafa ákvarðanir í einu máli verið notað sem fordæmi fyrir annað og skapast þannig viss stefnumörkun í alþjóða pólitík.  Einnig eru til marvíslegir sáttmálar sem setja upp stefnu og reglur í slíkum málum.

  Skiptingar landa á milli trúar, þjóðfélags og pólitískra fylkinga hefur fest sig sem lausn á átökum sem eiga sér stað bæði við upplausn ríkja og milli stríðandi ríkja.  Sameiniðuþjóðirnar hafa setið fyrir samningum um þessar skiptingar og séð um að halda fylkingunum í sundur allt frá stofnun samtakana.  Líbanon, Ísrael, Kýpur, Fyrrum Júgóslavía, Kórea, Súdan og Georgía eru sum þessara verkefna.  Öll þessi mál eru flókin og tengjast langt út fyrir landamæri þessara ríkja.  T.d. er afstaða Rússa á Balkanskaganum lituð af menningarlegum tengslum slavneskra þjóða.  Þessi staðreynd er ein megin ástæða þessara íhlutunar alþjóða samfélagsins, þar sem bæði Fyrri og Seinni Heimstyrjaldirnar voru mikið til tilkomnar vegna þess að innanríkisvandamál eins ríkis var látið sjóða uppúr og draga önnur ríki inní átökin.

Það eru ekki margar heimildir fyrir þjóðernisskiptingu Ottómanaveldisins.  Heimildir Ottómana sjálfra voru meira og minna bundnar því svæði sem nú kallast Tyrkland.  Þjóðarráðið og þeir meðlimir sem tóku yfir ráðstjórn hinna ýmissa svæða Ottómana gerðu manntöl sem gefur einhverja mynd af mannfjöldanum.  Samkvæmt þessum heimildum voru gyðingar taldir allt að 5%.  Deyfingin var langt frá því jöfn yfir öll þessi ríki, en þegar ég segi samansafn þá á ég ekki við flestan mannfjölda, deyfðin var meiri annarsstaðar samkvæmt skýrslu Bresku yfirvalda svæðisins.  Landflótti gyðinga hófst við upprisu Arabíska þjóðernisbaráttu á 19du öld, en gyðingar voru auðveld skotmörk í þeirri baráttu.  Flóttamannastraumurinn náði síðan hámarki eftir Seinna Stríð og baráttu gyðinga fyrir eigin heimalandi.

Kúrdistan er ekki einsdæmi, en það eru í raun fá ríki í heiminum sem ekki hafa fleiri en einn þjóðfélagshóp.  Bretland er annað dæmi.  Kúrdar hafa langa og átakamikla sögu, eftir Fyrra Stríð var svæðum Ottómana skipt af oft óupplýstum Vesturveldum með eigin hagsmuni að leiðarljósi.  Palestína ver búin til og það sama á við um Írak, Sádí Arabíu og nánast hvert einasta ríki sem áður var hluti Ottómanaveldisins.  Í Írak bjuggu 3 ólíkir þjóðfélagshópar, Arabískir Shíar, Arabískir Súnníar og Kúrdar.  Ein hugmyndin um lausn Íraksvandans í dag er að skipta landinu upp á milli þessara hópa, hræðslan við að slíkt gæti dregið Íran og Sádi Arabíu inn í stríðsátök heldur aftur af mönnum eins og er. 

Bretar börðust gegn stofnun Ísraelsríkis sem sjálfsstæðs ríkis en vildu frekar að það fengi heimastjórn gyðinga sem litu ríkisstjórn konungsríkis Palestínu (sem núna heitir Jórdan).

Það væri betra að fá nákvæmlega og málefnalega ábendingu á fáfræði mína á Íslam, en ég hef lesið Kóraninn og eitthvað af Hadith og öðrum bókum um Íslam.  Ef þú hefur lesið eitthvað annað sem segir aðra hluti en standa í Kóraninum og telst jafn áreiðanlegar heimildir um Íslam þá væri gott að fá þær fram. 

Í heimi Múhameðstrúarmanna er heiminum skipt í tvennt, Dar al-Islam (heimur/hús Íslam) og Dar al-Harb (heimur/hús í stríði).  Fyrri heimurinn eru þau svæði sem Íslam hefur yfirráð yfir, en seinni heimurinn er "heimurinn þar sem stríð fyrir yfirráð Íslam er háð" Sheikh Yusuf al-Qaradawi

Það er dauðasynd fyrir Múhameðstrúarmenn að gefa upp land sem fellur undir Dar al-Islam, og eru Múhameðstrúarmenn skyldaðir til að stunda Jihad til að ná landinu til baka.

Eins og þú sér hef ég forðast að uppnefna þig í þessum pistli en reynd að svara þér á málefnalegan og kurteisan hátt.  Ég vona að þú sýnir sömu kurteisi í framtíðarpistlum þínum.

Upprétti Apinn, 3.5.2008 kl. 17:30

20 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hjálmtýr Heiðdal, sá sem var mér  inpírasjón fyrir þessa færslu, vegna meints gyðingdóms í framættum hans, er víst enn í vafa um þann göfuga uppruna. Hann virðist þó nokkuð viss í sinni sök og samur við sig þegar hann skrifar svona:  "Maður eins og þú, sem er með sérþjálfað nef til að þefa uppi minnsta vott af gyðingahatri, missir allt lyktarskyn þegar það hentar". Af þessum orðum þínum, Heiðdal, leggur leiðan fnyk.

Þú týnir til Avraham Burg, aflóga stjórnmálamann í Ísrael, sem alla tíð hefur verið tengdur "Peace Now" samtökunum sem frekar mætti kalla "Death now". Hann er ekkert átorítet á hvað Ísrael hefur gert. Hann er víst bara beiskur vinstrisinni, sem telur að hann hafi einkarétt á friðarhugtakinu. Gæti því verið frændi þinn, ef þú heldur enn í hálmstrá um að Bernhöft hafi brostið með gyðingakonum sem ólmar vildu ná sér í goy. 

Reyndu svo að koma því inn fyrir Bernhöftin á höfuðskelinni á þér, Hjálmtýr Heiðdal, að hugtakið "Guðs útvalda þjóð" útlegst öðruvísi af gyðingum en af þér.  Þú hefur heldur ekki minnstu hugmynd um hvað þú ert að tala í því sambandi.

Kynntu þér hvað Am Nivchar þýðir, áður en þú blandar ofurmennaskilgreiningu nasista og kristinna öfundsmanna gyðinga við hugtakið. Kannski getur þú aldrei skilið hvað það þýðir, og ef svo er vona ég að nefið á þér vaxi ekki eins og á spýtukarlinum Gosa í takt við allar lygarnar og rangfærslurnar sem þú spreðar hér á bloggsíðum réttlátra og nefstórra manna.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.5.2008 kl. 18:17

21 identicon

Ég get ekki fylgt þér eftir í gyðingafræðum, það er þinn heimavöllur. Ég vissi svo sem að Avraham Burg fengi ekki háa einkunn hjá þér. En hann er skrambi langur listinn yfir gyðinga sem eru ekki Zíonistar og sjá með eigin augum hroðalega glæpi gegn Palestínumönnum. Eitt dæmi er Susan Nathan. Susan er einn þeirra Ísraela sem hafa stigið það skref að kynna sér aðstæður og málstað Palestínuaraba. Hún skrifar: “Ísraelar verða að svara þeim erfiðu grundvallarspurningum sem aðferðirnar við stofnun Ísraelsríkis vöktu. Þeir verða að horfast í augu við fortíðina og biðja um fyrirgefningu á gerðum sínum. Það er ekki fyrr en að þeir hafa viðurkennt hið sögulega óréttlæti í garð Palestínuþjóðarinnar árið 1948, sem þeir geta hafist handa við að bæta fyrir það”

Hvað dóm fær hún hjá þér?

Hjálmtýr Heiðdal (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:38

22 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég ætla ekki að segja neitt um Susan og Avrom, Leshon hara er ljótur siður. Nef þeirra eru greinilega þín sérgrein. Susan Nathan og aðrir gangrýnendur mega gagnrýna að vild og hafa sínar skoðanir. Það er frelsi í Ísrael og sumir segja að skoðanir séu álíka margar og Ísraelsmenn. Það frelsi sem menn njóta í Ísrael væri óskandi að menn gætu haft í heimi Íslams, þmt Palestínu, sem og á Íslandi. Palestínuþjóðin hefur orðið fyrir órétti, satt er það, en versta vandmál hennar hafa leiðtogar hennar skapað, vegna þess að þeir elska ekki réttinn til að gagnrýna, eins leyft er í Ísrael og víðar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.5.2008 kl. 18:57

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir góð svör Vilhjálur, mér var sagt þetta af manni sem ekki var þekktur af því að fara með fleypur en hann er löngu kominn undir græna torfu svo ekki fæ ég þetta staðfest hjá honum. Í mínum huga er þetta áhugavert ef þú finnur út úr þessu yrði ég þér þakklátur ef þú létir mig vita. Ef ég verð fyrri til skal ég skrifa þér. 

Sigurður Þórðarson, 3.5.2008 kl. 21:39

24 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vésteinn mælti:

Já, og meðan ég man: Í athugasemd við síðustu færslu þína „hótaðirðu“ því að senda einhverjum „sérfræðingum í gyðingahatri“ þessa færslu af blogginu mínu. Blessaður gerðu það, og gleymdu svo ekki að senda afrit til Mossad og Shin Bet, og láttu það líka fylgja að ég sé í „svokölluðu“ Félaginu Íslandi-Palestínu og meira að segja líka í slagtogi við „sjálfhatandi gyðinginn“ Elías Davíðsson.

Ég hafði samband, Mossad kannaðist við þig og skaffaði  mér mynd sem ég setti við næstu færslu um ráðstefnuna sem þú fórst á í Kaíró.

Er Eliahu ben David Kahn "sjálfhatandi gyðingur"?  Ekki vissi ég það. Hverjir skrifa eða segja svo ljótt. Mig minnir frekar að hann haldi því fram að hann væri Palestínumaður, en ekki ætla ég að blanda mér í "Identity crises" sem hann kynni að vera haldinn. Gott að hann sér vin, og enn betra að sá vinur umgengst Múslímabræðralagið, sem afneitar örlögum ættingja Eliahus.

Ég man vel eftir Elíasi, þegar ég sentist fyrir Ríkisútvarpið og var sendur með peningaglaðning til tónskáldsins Eliahu ben David Kahn í Kópavogi. Við gengum saman í Keflavíkurgöngum þar sem hann hrjáði samferðamenn sína með nikkuspili. En sjálfhatari, það eru þín orð Vésteinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.5.2008 kl. 22:32

25 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ekki mín orð, heldur frá zíonistasíðunni Masada2000.org, sem heldur saman lista yfir "Self-Hating and/or Israel-Threatening" gyðinga. Í kaflanum D-E er Elías, í góðum félagsskap. "Jewish anti-Jew" er hann kallaður þar.

Vésteinn Valgarðsson, 3.5.2008 kl. 23:40

26 Smámynd: Sema Erla Serdar

"Ísraelsmenn sýna Palestínumönnum meiri virðingu en Palestínumenn hafa nokkru sinni sýnt Gyðingum/gyðingum"

Ég verð svei mér þá að fara út í búð á morgun og kaupa mér sterkari gleraugu, ég hreinlega trúi því ekki að ég sé að lesa rétt!! 

Sema Erla Serdar, 4.5.2008 kl. 01:59

27 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vésteinn, svona listi um "vonda" gyðinga er auðvitað smekkleysa. Jafnmikil smekkleysa var þegar Eliahu vinur þinn stóð upp í fundi í Reykjavík og varði eistneskan stríðsglæpamann, af því er virtist í baráttu sinni fyrir Palestínuþjóðina. Vona að Eliahu hafi séð myndina af Ruth, fórnarlambi mannsins sem hann varði hér um árið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.5.2008 kl. 07:53

28 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sema Erla, í Ísrael eru fjölmörg samtök sem tala máli Palestínu þjóðarinnar. Eru til samtök meðal Palestínumanna sem tala máli Ísraels? Jafnvel hempuklæddir palestínuprestar (mótmælendur jafnt sem kaþólskir) sem tala um "frið"  nota öll tækifæri til að hampa sjálfsmorðsárásarmönnum sem heilögum hetjum.

Meðan gyðingar voru fremstu sérfræðingar í sögu og menningu þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs (á 20. öld) kepptust þau þjóðarbrot sem byggðu svo kallaða Palestínu við að eyðileggja menningarverðmæti sem sýndu tilvist Gyðingaþjóðarinnar.

Flestir Palestínumenn eru múslímar og helg bók þeirra, Kóraninn, inniheldur ósóma og hatur í garð gyðinga, sem hefur verið notað til að réttlæta áróðurinn og árásir gegn Ísraels.  Guð Palestínumanna er ber ekki einu sinni virðingu fyrir gyðingum.  Ég man ekki eftir því að Gyðingdómur innihaldi vanvirðingu um Palestínumenn.

Ísraelsmenn hafa byggt háskóla fyrir araba. Hafa Palestínumenn reyst háskóla fyrir gyðinga. Gyðingar mega ekki einu sinni setjast að á landi sem þeim er heilagt.

Ísraelsmenn afhentu Palestínumönnum yfirráðin á Gaza og fluttu gyðinga nauðuga frá landsvæðinu. Palestínumenn fengu þúsundir gróðurhúsa. Það fyrst sem þiggjendurnir gerðu var að fara og eyðileggja gróðurhúsin. Hugsaðu þér allan matinn sem hefði verið hægt að rækta í húsunum. Hatrið er greinilega sterkara en matarlystin.

Í dagblöðum arabalandanna eru nær daglega ógeðslegar teikningar af gyðingum og Ísraelsríki. Teikningar sem sækja listræn gildi til Nasistanna. Í Ísrael eru slíkar teikningar ekki birtar. Viðtöl eru við Palestínuleiðtoga í Ísraelskum fjölmiðlum. Í Palestínu og víðast hvar í arablöndunum er ritskoðun.

Eins og ég hef oft sagt við þig áður. Kynntu þér söguna áður en ræðir um hana. Þú þarft kannski ný gleraugu en hugsanlega vantar þig eitthvað en mikilvægara. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.5.2008 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband