15.7.2008 | 21:32
Svart fólk á Íslandi - þriðji hluti
Í öðrum hluta frásagnar minnar um svarta menn á Íslandi setti ég fram líkleg rök fyrir því að svartur maður hafi fyrst komið til Íslands árið 1667. En er lokum fyrir það skotið að negrar hafi komið til Íslands fyrr en 1667?
Lengi hefur sú meinloka lifað með þjóðinni, að ræningjarnir í Tyrkjaráninu hafi verið mjög dökkir á hörund og jafnvel þeldökkir. Þessi mýta lifi enn góðu lífi. Við vitum lítið sem ekkert um það. Margir sjóræningjanna voru hins vegar álíka hvítir og Íslendingar, ættaðir úr Niðurlöndum eða af Bretlandseyjum. Síra Ólafur Egilsson, einn af þeim sem rænt var, lýsir ekki neinum negrum í Reisubók sinni, en talar m.a. um ræningja sína á þennan hátt: "Sumir bjartir, sumir svartir". Hann ritaði um :
.. .hverninn illþýði þetta er að ásýnd og búnaði. Þá er það af því að segja, að það fólk er misjafnt, bæði til vaxtar og ásýndar, sem annað fólk. Sumir geysi miklir, sumir bjartir, sumir svartir, því það voru kristnir úr ýmsum löndum, enskir, franskir, spánskir, danskir, þýzkir, norskir, og hafa þeir hver sitt gamla klæðasnið, sem ei kasta trú sinni. Mega þeir alt vinna, það til fellur, og hafa stundum högg til... En Tyrkjar eru allir með uppháar prjónahúfur rauðar...
Vafalítið gætu svartir menn hafa verið á meðal skipverja á ræningjaskipunum árið 1627. Ólafur Egilsson greindi frá því að skipverjar sem tóku hann og fjölskyldu hans til fanga væru enskir og einn þýskumælandi maður var þar á meðal. Síðar þegar hann lýsti komu sinni til Alsír, ritaði hann um Alsírmenn sem Tyrki, en á þessum tíma var Tyrki samnefnari fyrir múslíma hjá Evrópumönnum. Má vera, að ekki sé alveg hægt að treysta því, að svartir menn sem Ólafur nefnir hafi verið "negróíðir" menn ættaðir frá Afríku. Hann gæti alveg eins hafa verið að lýsa mönnum með dekkra litarhaft en gekk og gerðist á Íslandi.
Verslun Portúgala með þræla frá Vesturströnd Afríku blómstraði þegar á 15. öld. Myndin hér úr frönsku handriti frá 15. öld sýnir vel hvernig áhafnir skipa voru á þessum tíma. Þrælar voru seldir víðs vegar um álfuna. Þess vegna er ekki lokum fyrir það skotið að svertingjar hafi komið með erlendum skipum til Íslands á 15. eða á 16. öld. Hér og hér má lesa greinar mína í Lesbók Morgunblaðsins um þrælaverslun við Íslandsstrendur og þátttöku Kólumbusa í henni.
Skipakomur Hollendinga voru tíðar frá því á 16. öld og einhverjir svertingjar gætu auðvitað hafa verið um borð á skipum þeirra. Engir annálar eða síðari tíma heimildir eru þó til frásagnar um það svo kunnugt sé.
En ekki eru allar heimildir á Íslandi af bók eða blöðum, þótt það hafi lengi verið eini efniviðurinn sem íslenskir sagnfræðingar virtust geta ráðið við. Í Þjóðminjasafni hékk lengi sérkennilega útskorin fjöl, sem var skráð í bækur Forngripasafnsins árið 1881. Á fjölinni er negri. Fjölinni er lýst á eftirfarandi hátt í aðfangabókum Forngripsafnsins:
"Eikarfjöl, útskorin beggja vegna, lengd 124,5 cm., breidd 17,6 -17,5 cm., þykkt. 1,6 - 2,7 cm., vantar af báðum endum, skiptist í 4 reiti og eru bekkir á milli og frammeð röndum. Í reitunum eru upphleyptar myndir, annars vegar skákross, og 3 mannamyndir, sín með hvoran svip, ein virðist vera blámannsmynd, allar eru þær vangarmyndir og sjér niður á brjóst. Hins vegar er hluti af skrautmynd, 2 englamyndir fljúgandi og og skákross. Mannamyndirnar eru einkennilegar og allvel skornar, virðast benda á allvanan útskurðarmann, eru útlendar án efa og viðast vera frá 16. öld. Ártalið 1563 er skorið á fjölina, öfugt og illa, og virðist miklu yngra en svo að það hafi getað verið skorið það ár. Fjölin er líklega úr skipi, en mun hafa verið notuð fyrir rúmfjöl". Neðanmáls stendur "Óljósar sagnir munu hafa verið um, að hún hafi verið kölluð "rúmfjöl Daða í Snóksdal".
Daði í Snóksdal, sem eignuð er fjölin, var Daði Arason, kallaður Dalaskalli, sonur Ara lögréttumanns í Snóksdal og fyrri konu hans Guðríðar Bjarnadóttur. Daði var orðinn sýslumaður í Snæfellssýslu árið 1459. Hann lifði fram yfir aldamótin 1500 og lést einhvern tíman fyrir 27. júní árið 1502. Daði beitti sér mjög í hinni gjöfulu sýslu sinni og bregður fyrir í ýmsum samtímabréfum. Daði var sömuleiðis einn þeirra höfðingja, sem sat á Lundi í Lundareykjadal árið 1480 og setti innsigli sitt við klögubréf ritað Kristjáni konungi fyrsta vegna veru útlendinga á Íslandi.
Í bréfi þessu má meðal annars lesa þetta:
"Sýslumenn og lögréttumenn norðan og vestan á Íslandi gera góðum mönnum kunnugt með þessu voru bréfi að vér vorum þar hjá og heyrðum á á almennilegu Öxarárþingi at almúginn af öllu landinu klagaði sig um vetursetu er (útlenskir menn) hefðu hér, hvað oss leist og öllum almúganum úti frá vera stór skaði fyrir landið sakir þess að þeir halda hér hús og garða við sjóinn og lokka svo til sín þjónustufólkið að bændurnir fá ekki sína garða upp unnið eða nein útvegu haft þá er þeim eða landinu mega til nytja verða. Hér með selja þeir ónytsamlegan pening inn í landið og taka þar fyrir bæði skreið og smjör og slátur og vaðmál all for dýrt framar meir enn sett er og samþykkt. (Nú með því að hirðstjórinn og lögmennirnir og allur almúgi heyrðu), hvern skaða landið mátti hér út af fá, þá var það samþykkt að hirðstjóranum Heyndrik Daniel og lögmönnunum báðum, Brandi Jónssyni og Oddi Ásmundssyni og öllum almúganum, utan lögréttu og innan, at hér skyldi enginn útlenskur maður vera í landið eða vetursetur hafa nema sá sem föður er og innborinn í míns herra Norges konungs ríki, hvað oss líst nu ekki haldið vera eftir því sem vor lands lagabók og sáttmáli útvísar að hér skuli enginn hirðstjóri vera í landinu nema sá hjér er innlendur af gömlum hirðstóra ættum. ( - ) Skrifum vér yðar náð því soddan (bréf til) at oss þykja lögmennirnir í landinu heldur sljóvir í vera að rita til yðar náðar, hvert lagaleysi í landið er hvað almúgann stendur.
Útlendingar ollu greinilega heldri mönnum landsins áhyggjum og undan mörgu var kvartað árið 1480. Þá voru menn ekki í ESB-stellingu með rassinn upp í loftið eins og lóða tík. Þótt klögur hafi gengið út af Englendingum og þeim væri bönnuð verslun, voru það samt fyrst og fremst höfðingjar landsins, sem voru bestu kaupnaut þeirra.
En ef fjölin með negranum hefur tilheyrt Daða, vaknar spurningin um hvaða þýðingu hún hefur fyrir þessa frásögn og hvaða sögu hún segir.
Dalaskallinn hafði afskipti af erlendum mönnum í sýslu sinni og gæti hafa fengið fjölina hjá þeim. Fjölin gæti líka hæglega og bókstaflega hafa rekið í fjörur Daða, og hún segir auðvitað ekkert um að Daði, eða aðrir, hafi rekist á blökkumenn á Íslandi. Því er óvíst hvort Daði hafi yfirleitt túlkað vangamyndina sem negra eins og gert var í Forngripasafninu árið 1881. En ekki er þó lokum fyrir það skotið að útlendingar þeir sem Daði klagaði yfir, og sem vetursetu höfðu á Íslandi, gætu hafa haft einn eða tvo svarta menn með í för til að vinna þrælaverkin. Svartir menn voru komnir til Hansabæja og til Bretlands í lok 15. aldar. Þeir gætu t.d. hafa litið út eins og negri sá sem Albrecht Dürer teiknaði árið 1508.
Fyrir utan blámanninn sem prýðir fjölina, sem virðist aðeins bera trefil eða klút um hálsinn, bendir klæðnaður hinna tveggja mannanna á fjölinni, bæði hattar og kragar á tísku síðasta hluta 15. aldar eða frekar byrjunar 16. aldar. Hinir vængjuðu englar, putti, sem einnig eru á fjölinni benda einnig stílfræðilega til sömu tímasetningar.
X-laga kross er á báðum hliðum fjalarinnar. Hann er hægt að túlka á marga vegu, sem ekki varpar frekari ljósi á fjölina. Gæti m.a. verið um að ræða rómverska táknið fyrir 10 eða gríska bókstafinn chí, sem er fyrsti stafurinn í nafni Krists. Andrésarkrossinn var einnig x-laga og var merki marga landa og borgríkja. Gunnfáni Skota t.d. hvítur Andrésarkross á bláum fleti, en ekki tel ég spýtuna vera skoska.
Sérfræðingar á sjóminjasöfnum og listasöfnum í Hollandi og Belgíu telja fjölina ekki vera frá Norður-Evrópu, þó þeir geti ekki bent á svipaðan útskurð frá Suður-Evrópu. Alþýðulist, eins og myndmálið á fjölinni, var sjaldan varðveitt í söfnum fyrrverandi stórvelda heimshafanna. Freistandi er þó að halda að fjölin tengist á einhvern hátt siglingum Portúgala eða annarra í Norðurhöfum í lok 15. aldar. Hvernig hana rak á fjörur Dalaskallans verður þó aldrei upplýst.
Ég tel mig vera búinn að leysa gátu fjalarinnar. Kross sá sem sést á fjölinni hefur komið fyrir í fyrri færslu minni hér á blogginu og var hann tákn mikils veldis í Afríku á 15. og 16. öld., sem Portúgalar höfðu afskipti af. Burtséð frá þeim vangaveltum sem fram komu fyrr í þessum pistli, gæti nefnilega hugsast að Daði hafi líka haft afskipti af Portúgölum sem voru í mjög vafasömum erindagjörðum hér við land í lok 15. aldar.
Meira um það í fjórðu grein minni síðar.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 5.12.2008 kl. 16:56 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 1352581
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Það brá svo við í dag að tvær konur, ein sem býr í Bandaríkjunum og hin sem sagðist búa á Kleppi, (sumir segja að það sé nú eitt og sama landið), skrifuðu athugasemd við 2. kafla frásagnar minnar um svarta manninn á Íslandi.
Þær ásökuðu mig um kynþáttafordóma vegna greina minna um sögu svarta mannsins. Konur þessar virtust alls ekki hafa lesið greinar mínar né bloggið mitt og gerðu ekki greinarmun á því sem ég vitnaði í og því sem ég skrifaði sjálfur. Palladóma fólks, sem ekki getur lesið sér til gagns, er ég vanur að senda í ruslatunnuna. Ég bið þessar konur vel að lifa og virða þá ákvörðun mína.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.7.2008 kl. 22:10
"Vafalítið gætu svartir menn hafa verið á meðal skipverja á ræningjaskipunum árið 1627." Er nú doktorinn digurmælti farinn að draga í land? Vil vinsamlegast benda þér á bréf Guttorms Hallssonar ritað úr Barbaríinu börnum hans og vinum á Íslandi. Þar getur hann m.a. um "mart af heiðnum konum, bæði svörtum og hvítum." Ennfremur "Hér er margskonar fólk samankomið, fyrst Tyrkjakynið, þar næst Mórafólkið og svarta-fólkið." Svo leyfir doktorinn djarfi sér að skrifa: "Lengi hefur sú meinloka lifað með þjóðinni, að ræningjarnir í Tyrkjaráninu hafi verið mjög dökkir á hörund og jafnvel þeldökkir. Þessi mýta lifi enn góðu lífi. Við vitum lítið sem ekkert um það." (! sic).
Í fullri alvöru, ágæti Vilhjálmur Örn, hver er menntun þín? Maður sem kann ekki - og sér ekki sóma sinn í að meðtaka það sem sannara er - er ekki menntamaður.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 00:05
"Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson komst í fjölmiðla í Danmörku fyrir nokkrum árum þegar hann reyndi að fletta ofan af framgöngu Dana gegn gyðingum. Eins og kunnugt er voru danskir gyðingar ferjaðir yfir sundið til Svíþjóðar haustið 1943 og björguðust flestir með þessum hætti. Vilhjálmi taldi að þessir atburðir hefðu tekið á sig mynd goðsagnar og vildi fá að komast í skjöl útlendingaeftirlitsins til að sanna að í Danmörku hefði verið rekin andgyðingleg stefna. Úr þessu varð talsverð rekistefna.
Áður varð Vilhjálmur frægur á Íslandi þegar hann reyndi af miklum ákafa að sýna fram á að silfursjóður sem fannst á Miðhúsum í Egilsstaðahreppi hefði verið falsaður. Hann lét þar ekki staðar numið heldur lét að því liggja að hjónin sem bjuggu á Miðhúsum hefðu sjálf falsað sjóðinn. Fyrir þetta var Vilhjálmur rekinn úr starfi á Þjóðminjasafninu og var síðar dæmdur til að greiða hjónunum miskabætur.
Hér er texti af netinu, frá Jerusalem Center for Public Affairs þar sem Vilhjálmur ber Íslendingum á brýn gyðingahatur. Meðal annars er það vegna þess að Íslendingar eru hallir undir málstað Palestínuaraba - Vilhjálmur segir að viðhorf til Ísraelsríkis sé besti mælikvarðinn á gyðingahatur.
Manni liggur við að segja að þetta sé kjánaskapur. Vandinn er bara sá að þessi hræsnisfulla og margnotaða lumma er notuð til að hylja grimmdarverk, drepa á dreif umræðu um þau, og veita þeim sem fremja þau siðferðilega réttlætingu sem þeir hafa enga innistæðu fyrir."
Doktor Rugli
Doktor Rugli reigir sig
og ritar línur "lærðar".
Blogg hans síst þó blekkir mig
bullið telst til stærðar.
Vinsamlegast leitaðu þér hjálpar fagmanna.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 00:46
Hilmar Þór, þú ert að tala um allt annan hlut en ég. Svart fólk í Barabaríinu er ekki það sama og svartir sjóræningjar á Íslandi 1627, sem ég útiloka þó alls ekki. Guttormur Hallsson ritar um fólk í Alsír, ekki þær manneskjur sem hann sá á Íslandi. Það fjallar grein mín um. Ég gæti alveg eins hafa ritað um Jón Ólafsson Indíafara, því hann hitti líka fyrir svarta menn, en ekki á Íslandi. Áttu erfitt með að skilja það?
Annars frábið ég mér skítkast eins og þú sendir í annarri athugasemd þinni og sem er ættuð frá Agli Helgasyni. Hann sletti úr klaufunum þegar ég mótmælti sérmeðferð kynþáttahatarans Bobby Fischers á Íslandi. Rannsóknir mínar á afdrifum gyðinga eru komnar út í bók og ég hef fengið mjög góða dóma fyrir hana. Þú getur fengið hana lánaða í íslenskum bókasöfnum. Önnur bók er á leiðinni.
Þess má geta að með bók minni tókst mér það sem gjörvöllum heimi múslíma langar í (án þess að ég væri svo sem á höttunum eftir því): að fá afsökunarbeiðni danskra yfirvalda. Danski forsætisráðherrann baðst afsökunar á meðferð gyðinga í Danmörku á 4. og 5. áratug 20. aldar. Fogh Rasmussen bað sérstaklega um bók mína áður en hún var kominn í búðir og hjólaði ég sjálfur með hana til hans.
Varðandi starfslok mín á Þjóðminjasafni árið 1996, veður þú og rauðhausinn í brotajárninu hjá RúV í villu. Ég var ekki rekinn vegna Miðhúsamálsins svo kallaða. Ég var rekinn vegna gangrýni minnar á yfirmann stofnunnar, manns sem síðar gat ekki gert grein fyrir tugum milljóna króna sem hann átti að halda um og var rekinn. Miðhúsamálið kom ekki til tals í uppsögn minni, þar sem ég var settur í ævarandi atvinnubann á Þjóðminjasafni Íslands. Bann sem ekki er formlega enn búið að afturkalla. Ég Er líklega eini maðurinn sem hefur lent í því að vera settur í ævilangt bann án þess að hafa stolið af kassanum eða nauðgað einhverjum. Miðhúsasilfrið er hins vegar vond samviska annarra en mín. Silfursjóðir sem finnast oáfallnir og sem nýjir í jörðu eru og verða ávallt dularfullir fornleifafundir. Á Íslandi má ekki tala um slíka fundi.
Hilmar Þór, þar sem þú átt greininga við það alvarlega vandamál að stríða, að þú þarft að rægja fólk og ráðast á það með svo miklum ofsa að það hlýtur að teljast til veiklu, verð ég að biðja þig vel að lifa og leita þér aðstoðar annars staðar en með í skítkasti á mig.
Þú verður að lesa hlutina, áður en þú tekur þátt í umræðunni.
Skortur þinn á heimildagagnrýni sást vel hér um daginn í umræðu þar sem þú heldur því fram að á Íslandi hafi verið heill heimur Íra, áður en norrænir menn komu til landsins um miðbik 9. aldar og að írskir munkar hefðu verið í Flórída, langt á undan Leifi okkar heppna. Heimildir þínar eru því miður rugl og rökleysa. Þú eltist við "þöglar heimildir" og mýtur.
Sjá ttp://gudmundurmagnusson.blog.is/blog/gudmundurmagnusson/entry/585020/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.7.2008 kl. 07:35
Átti að vera:
http://gudmundurmagnusson.blog.is/blog/gudmundurmagnusson/entry/585020/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.7.2008 kl. 07:37
Sæll Einar,
vinstri menn eiga við mikinn vanda að stríða, þegar kemur að umræðu um fjölbreytileika mannkyns. Fjölbreytileikinn er og hefur alltaf verið versti fjandi sósíalismans. Þess vegna voru trúarbrögð bönnuð af kommum og þess vegna var reynt að bæla niður og jafnvel útrýma minnihlutum í ráðstjórnarríkjum. Síðustu og verstu daga heilagir, sem ekki þola að heyra og sjá orð eins og svartur, negri og gamalt orð eins og blámaður, eru ef til vill sjálfir að berjast við einhverja fordóma innra með sér eða halda að þeir séu með í bandaríkskri bíómynd, þar sem N-orðið, S-orðið og B-orðið eru bönnuð.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.7.2008 kl. 09:36
Það ber vott um rasisma að tala um svart fólk sem negra. Jafn menntaður maður og þú hlýtur að gera sér grein fyrir þeim neikvæðu gildum sem þetta orð er og hefur löngum verið hlaðið. Þó uppruni orðsins se "negro" sem þýði einfaldlega svartur, sbr. "negro y blanco" (svart og hvítt) þá hefur orðið undantekningalítið verið notað í niðrandi samhengi enda náskylt orðinu niggari. Það er því góð pólitík, jafnan tíðkuð af þeim sem vilja ekki bendla sig við rasisma, að nota önnur og jákvæðari orð eins og "þeldökka" eða "blökkumenn".
Birkir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 16:05
Afar skemmtileg og fræðandi grein.
En ótrúleg er þessi réttrúnaðarvitleysa um hvaða orð má nota yfir svertingja. Einusinni las eg í erlendu blaði um það að bleiknefji í ameríku hafi slysast til að nota orðið niggardly á einhverjum fundi og samstundist gengu allir hörundsdökkir menn af fundinum.
Þó er það svo að orðið niggardly á að vera komið úr norræna orðinu níðgarðslegr eður einhverju svipuðu, en ekki skylt orðinu negri eða niggari eða öðrum svipuðum orðum.
Ef fram fer sem horfir verða réttrúnaðarmenn bráðum að finna nýtt orð yfir hrísgrjón, enda nota kynþáttahatarar það orð einnig yfir niðja og nágranna Gengis Khan. Jafnvel þó Gengis Khan hafi að sögn snætt afar lítið af þeim.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.