14.7.2008 | 21:53
Svart fólk á Íslandi - annar hluti
Hvenær sá næpufölur almúginn á Íslandi fyrst svartan mann?
Það gæti hafa verið árið 1667 þegar "Gullskipið" margumtalaða, það er hollenska austurindíafarið Het Wapen van Amsterdam, strandaði á Skeiðarársandi. Leiðréttið mig ef það er rangt.
Hollenska nunnan Dr. Marie Simon Thomas, sem dvaldist um tíma á Íslandi á 4. tug síðustu aldar, greindi frá því í doktorsritgerð sinni um siglingar Hollendinga til Íslands á 17. og 18. öld, sem ber heitið Onze Ijslandwvaarders in de 17de en 18de Eeuw (1935), að svartur skipverji hafi bjargað mörgum mönnum úr skipinu á strandsstað, en í síðustu ferðinni hafi hann sjálfur drukknað. Mun lík hans hafa rekið á land og hafa verið dysjað í Skollamel. Enginn veit í dag hvar sá melur hefur verið.
Sennilega er erfitt að segja til um hvort þessi blámaður hafi verið það sem Hollendingar á 17. öld kölluðu Mára, moors,sem voru hörundsdökkir menn ættaðir frá Afríku norðan Sahara eða frá Indlandi og Ceylon (Sri Lanka), sem kallaðir voru svo til aðgreiningar frá biksvörtum mönnum, sem gengu undir heitinu caffers, og má mönnum vera ljóst af hverju það heiti er dregið. Sömuleiðis gæti þessi þjóðsaga verið uppspuni frá rótum, en söguna hafði Simon Thomas eftir Sigurði Arasyni (1887-1977) bónda á Fagurhólsmýri. Saga Sigurðar Arasonar er áhugaverð, því ekki var óalgengt að skipverjar á skipum VOC (De Vereenigde Oost-Indische Compagnie) væru "márar" og negrar. Flestir af þeim blökkumönnum, sem kallaðir voru caffers af Hollendingum, voru þrælar á skipum Hollendinga. Ólíklegt er að svartir menn hafi komið með öðrum en Hollendingum til Íslands, nema þá helst á portúgölskum skipum, sem gætu hafa slæðst hingað á 17. öld. Myndin hér að ofan er af málverki af tveimur caffers. Málverkið var málað af engum öðrum en meistara Rembrandt van Rijn árið 1661. Það er því fræðilegur möguleiki fyrir því, að ein af fyrirsætum Rembrandts hafi verið skipverjinn á Het Wapen van Amsterdam sem dysjaður var í Skollamel.
Blámannsglímur
Greint er frá glímum við blámenn í Gunnars Sögu Keldugnúpsfífls. Sagan er skrifuð um aldamótin 1300, og höfundur gæti því tæknilega hafa séð blámann, t.d. ef hann hefur stundað nám einhvers staðar í Evrópu. Ólíklegra þykir mér að "blámáður" hafi verið í Noregi um 900, þegar sagan á að eiga sér stað, nema að átt hafi verið við eitthvað annað en blökkumann. Líklegast er því að sagan lýsi glímu sem átti sér stað í Noregi með augum 13. aldar manns. (Sjá hér). Einnig er lýst blámannsglímu í Kjalnesinga Sögu, en hún er rituð á 17. öld, skáldskapur með ívafi eldri heimilda.
Jón Árnason segir einnig frá blámannsglímu í Þjóðsögum sínum.
Hans Jónatan Schimmelmann
Það taldist lengi til undra og fyrirbæra að sjá svartan mann á Íslandi, enda voru þeir aldrei margir. Fyrsti maðurinn sem settist að á Íslandi, sem vitað er að gat rakið ættir sínar til blökkumanna, var Hans Jónatan Schimmelmann (f. 1784), sem var fæddist á nýlendu Dana á eyjunni St. Croix í Vestur-Indíum. Hann var líklegast sonur dansks ritara landstjórans á St.Croix og negraambáttar sem hét Emiliana Regina. Eftir dauða landstjórans, Ludvigs von Schimmelmanns, flutti ekkja hans Hans Jónatan til Kaupmannahafnar eins og hvern annan innanstokksmun og gerði hann að þjóni sínum. Bar hann jafnan ættarnafn þeirrar fjölskyldu. Líkaði honum illa vistin og reyndi oft að komast úr þeirri þrælkun. Það tókst loks og hann komst á skip til Íslands og réði sig sem búðarþjón á Djúpavogi. Fljótlega giftist hann íslenskri konu, keypti jörð og eignaðist börn og buru. Alls eru um 500 Íslendingar stoltir afkomendur hans. Best er að fræðast um sögu Hans Jónatans hér .
Kaninn kemur
Nú verðum við að fara mjög hratt yfir sögu. Það vakti athygli í júnímánuði 1942 þegar til landsins kom 50 manna hópur blökkumanna, sem vinna áttu í mötuneytum Bandaríkjahers. Þessi hópur var á skjön við óskir Hermanns Jónassonar og ríkisstjórnar hans, sem komið var á framfæri við Bandaríkjastjórn 1941 er nýbúið var að ganga frá herstöðvasamningnum milli Íslendinga og Bandaríkjastjórnar. Orðsending sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi til bandarískra yfirvalda, þar sem hann segir frá óskum Hermanns, var stutt og laggóð: "Forsætisráðherrann óskar eftir því, að engir negrar verði í sveitinni sem skipað verður niður hér". Skiljanlega var ekki auðvelt fyrir Hermann Jónasson og aðra Íslendinga, sem töldu sig vera að verja hinn íslenska kynstofn auka hann og efla, að sjá upp á 50 blökkumenn þramma í land á Íslandi í júní 1942 án þess að viðhafðast neitt. Hermann, pabbi Steingríms og Lúðvíks, hafði strax samband við sendiherra Bandaríkjanna, sem sendi skeyti til stjórnar sinnar, sem sá til þess að svartir hermenn yrðu fluttir á brott, On the double, frá Íslandi. Þessi fjöldi negra á Íslandi sumarið 1942 fór fyrir brjóstið á öðrum en Framsóknarmönnum. Í slúðurdálki Morgunblaðsins, Úr Daglega Lífinu, birtist þessi frásögn sem ég endurtek:
Margar sögur ganga úr "ástandinu" og margar upplognar, en sumar sannar eins og gengur. Lygasagan þessi þykir mér einna bragðlegust. Blökkumaður á hafa komið inn í skrautgripabúð hér í bænum, vel svartur á hörund. Því að hér eru menn með alls konar litarhátt, eins og allir vita. Á sá svarti að hafa spurt eftir hálsfesti. Voru honum sýndar festar og keypti hann eina þeirra.
En næsta dag á hann að hafa komið inn í sömu búð og sagt sínar farir ekki sléttar. Að hálsfestin, sem hann hafði keypt þar daginn áður hafði reynzt of stutt.
Búðarmaður, sem annaði afgreiðsluna á að hafa véfengt þennan framburð negrans og talið þetta fásinnu hina mestu. En sennilegt að sagan sé hugsuð þannig, að afgreiðslumaðurinn hafi ekki álitið að sá dökki hafi haft tækifæri til að mæla háls sinnar útvöldu síðan í gær. Og hafi því haldið fram, að slík festi næði utan um hvaða háls sem væri.
En þá á á svarti að hafa dregið ljósmynd upp úr vasa sínum af þrifalegum peysufatakvenmanni, og sagt að þarna væri hún, sem of gild væri um hálsinn fyrir festina.
Svona tala illar tungur um kvenþjóðina okkar.(Mbl. Sunnud. 26. júlí 1942, s.6).
Mannavalið var oft mikið í bröggunum og litarhættirnir margir
Illa haldinn íslensku karlpeningur, sem hræddist afleiðingar ástandsins hjá kvenþjóðinni, lét óspart í ljós skoðanir sínar og má lesa um það hér í fyrri færslu höfundar.
Lengi hafa svartir menn valdið því að Íslendingar fengu glápu og störu. Óstaðfestar heimildir herma að þegar svartur maður dvaldi í Þistilfirði á 8. áratug 20. aldar hafi Dagur á Akureyri skrifað um atburðinn þann 9. febrúar 1977. Sjá hér hjá HUX fyrrverandi skólafélaga mínum.
Sagan af blaðamanninum sem fylgdist með Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna í París í september árið 1948 er einnig afar einkennandi fyrir sinn tíma. Hann skrifaði í Morgunblaðinu:
"Jeg hafði setið skamma stund í mínum stól, er Parísarklædd blökkukona settist mjer við hlið. Jeg hafði aldrei fyrr átt tal við mann af hennar kynstofni og bauðst nú það tækifæri. Þótti líka gaman að því, ef jeg þar kynntist "kollega" frá einhverri svo fjarlægri þjóð. Það leyndi sjer ekki, að þessi sessunautur minn kunni ekki allskostar vel við sig í þessum alþjóða fjelagsskap þarna á svölunum. Þótt hún væri tískuklædd í besta máta, og kynni sjálfsagt heimsborgarasnið í allri framgöngu, gat hún ekki leynt feimni sinni af hverju, sem hún var runnin.
Sú nýbreytni er tekin upp á þessu þingi, að áheyrendur fá heyrnartól af svipaðri gerð og menn, sem auka þurfa við heyrn sína svo þeir geti fylgst með mæltu máli. Áhald þetta hengja menn á brjóst sjer og setja heyrnartól fyrir eyrun. En með því að stilla talnaskífu á áhaldi þessu, geta menn valið á hvaða aðaltungumáli þeir heyra ræðurnar, sem fluttar eru. Við hjálpuðumst að blökkukonan og jeg, að finna hvernig menn ættu að nota þetta undratæki og hlustuðum síðan á ræðurnar á ensku, þótt þær væru fluttar á frönsku og spönsku. Áður en fundi lauk, fekk jeg að vita, að þessi sessunautur minn var kona þingfulltrúa úr svertingjaríkinu Líberíu. (Mbl. þriðjud. 28. sept. 1948, 9).
Fréttaritari Morgunblaðsins í París hefði getað sleppt síðustu setningunni. Ég var farinn að sjá rómantískt stefnumót við feimna, en tískumeðvitaða blökkukonu við Signubakka, þar sem talnaskífur voru stilltar með tungukossi á tunglskinsnótt.
Í þriðja og síðasta hluta sögunnar um mismunandi brúnt fólk á Íslandi gref ég enn dýpra í svertingjasöguna á Íslandi.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 15.4.2014 kl. 23:53 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.3.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Hér finnst mér gleymast að Danir voru þrælasalar fyrr á öldum og ráku
þrælahald í nýlendum sínum í Karabiska hafinu. Margir voru í kompaníi
við dönsku íslandskaupmennina og svart fólk kom hér fyrr á öldum
á þeirra vegum. Þar af eru komnar sögurnar um blámenn sem kaupmenn komu með hingað til að láta hrausta íslendinga glíma við.
Bestu kveðjur - Sigurgeir
Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 12:44
Sæll Sigurgeir, ef þú þekkir einhverjar heimildir um þessar blámannaglímur þætti mér fengur í að fá þær.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.7.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.