Leita í fréttum mbl.is

Closed to import

 

Closed to import

 

Í mars áriđ 1924 tóku Íslendingar á ţađ ráđ ađ setja á innflutningsbann og hömlur á ýmsar "óţarfar" vörutegundir. Menn höfđu á Alţingi lengi veriđ ósáttir viđ hve óstöđugt gengi krónunnar hafđi veriđ í bönkum landsins. Eitthvađ varđ ađ gerast. Gengi krónunnar var meira ađ segja hćkkađ!

Ég kannast ekki viđ áhrif ţessa innflutningsbanns og eins árs gengishćkkunar, enda kom ţessi "kreppa" ekki niđur á mér. Hins vegar bárust fréttir um allan heim af ţessum ráđstöfunum Íslendinga.

Blađ nokkuđ í New York, The Knickerbocker Press í Albany, ţótti ţessi ákvörđun Alţingis mjög merkilegt og skrifuđu menn ţar á bć heila opnu um hana og Íslendinga undir yfirskriftinni Back to Primitive Caveman Life, og undirfyrirsögnin var:

"Isolated People of Iceland Decide to Prohibit Importation of Effete Modern Luxuries, to Scramble, Robinson Crusoe Fashion, for Existence the Next Two Years as Did Their Eearly Ancestors".

Ţetta var hin undarlegasta grein og myndirnar og teikningarnar, sem voru međ greininni, voru sér í lagi merkilegar. Dćmi um ţađ sést hér ađ ofan.

Öll ţau ár sem ég hef komiđ í mína árlegu heimsókn til Íslands (eđa oftar), og ţau rúm ţrjú ár sem ég bjó ţar, 1993-96, hefur mér blöskrađ kaupćđi Íslendinga og hirđuleysi um eigur sínar og eyđsluţörf ţeirra og flottrćfilshátt.

Eitt sinn kom ég á bóndabć í Borgarfirđi. Ţar átti bóndinn risastóra skemmu, fulla af ónytsömum "leikföngum" mótordrifnum, og ţvíumlíku. Helmingurinn var reyndar í lamasessi og hafđi líkast til ţess vegna veriđ hent út í ţessa risastóru skemmu. Inni hjá bónda í eldhúsinu, ţar sem mér var bođiđ í kaffi međ samstarfsmanni mínum, var hins vegar allt frekar hrörlegt.

Ég hef ekkert á móti kapítalisma, enda tel ég ađ ofeyđsla og ofneysla séu ekki samferđar"konur" kapítalismans. Hins vegar er óheft ofurneysla og loftkastalabygging eins og sést á Íslandi dćmi um ađ menn geta orđiđ fórnarlömb kapítalismans.

Er ekki  kominn tími til ađ rifa seglin? Annars er ég hrćddur um ađ ástandiđ á Íslandi verđi eins og á teikningunni af Íslendingum í Knickerbockers Press áriđ 1924, nema ađ ţví leyti ađ enginn verđur báturinn sem siglir ađ landi međ varning.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nú vilja menn kaupa gamla ţotu fyrir nćr milljarđ. Ţetta er lýsandi dćmi um veruleikaflóttann og eyđslugenin í Íslendingum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.3.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Snorri Bergz

En er ţessi 1924-stefna ekki enn ríkjandi í amk einum stjórnmálaflokki á Íslandi?

Snorri Bergz, 2.3.2008 kl. 14:13

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvađa flokkur ćtli ţađ sé? Var ekki Sjálfstćđisflokkurinn og Davíđ ađ segja okkur ađ rifa seglin?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.3.2008 kl. 16:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband