Leita í fréttum mbl.is

Margt varđ ekki birt

Dada son
 

Í nýrri bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um íslenska komma er sannleikurinn greinilega sumum svo sár, ađ aldnir Stalínistar og ţar ađ auki einhver sögulaus rumpulýđur á Eyjunni grefur nú síđustu skotgrafirnar til ađ fara á Hannesarveiđar, sem ţykir víst hiđ besta sport međal ákveđins hóps á Íslandi.

Tilsvör og athugasemdir á Eyjunni, sem ekki ber ađ taka alvarlegar en ţá veitu sem birtir ţćr, benda til ţess ađ til sé fólk á Íslandi sem ađhyllist ritskođun og -bann. Ekki ólíku ţví sem menn beittu hér áđur fyrr til ađ vernda ímynd Morđsovétsins, ţangađ  sem ţeirra sóttu nám sitt og fjárframlög til menningarmála, međan milljónir manna voru myrtar Austantjalds vegna skođana sinna, uppruna eđa bara útlits.  

Ekkja Sigfúsar Dađasonar fann sér tilefni til ađ skrifa skammargrein í Fréttablađiđ eftir ađ hafa gluggađ í lokaorđ nýrrar bókar Hannesar í bókabúđ í Reykjavík. Gćti veriđ ađ hún hafi ekki ţekkt mann sinn (sem hún giftist áriđ 1983) eins vel og hún hélt? Í dag bendir Hannes henni í Fréttablađinu á misminni hennar. Guđný Jónsdóttir hefur kannski rutt sannleikanum til hliđar eftir ađ draumsýn ţeirra hjóna hrundi og óţefurinn í fyrirheitna landinu varđ öllum lýđum ljós?

Ţađ var nefnilega mađurinn hennar, hinn siđfágađi frankófíll Sigfús Dađason, sem áriđ 1961 gagnrýndi opinberlega flóttamanninn Tibor Merlay, sem hingađ kom til ađ segja frá kúgun kommúnista í Ungverjalandi. Sigfús hafnađi áriđ 1963 ritgerđum Arnórs Hannibalssonar í Tímarit Máls og menningar um kúgun kommúnista í Ráđstjórnarríkjunum og ţjónkun íslenskra kommúnista viđ Kremlverja. Áriđ 1963 neitađi Sigfús Dađason ađ tjá sig opinberlega um uppgjör Halldórs K. Laxness viđ kommúnismann í Skáldatíma, ţótt Morgunblađiđ leitađi eftir ţví. Ţađ var Sigfús, sem hamađist gegn Doktor Zhivagó, eins og flestir Harđlínukremlverjar á vesturlöndum gerđu skipulega. Svo mikil var hin andlega kúgun og siđferđileg slagsíđa, ađ Sigfús Dađason fékk ekki einu sinni  birta gagnrýna grein eftir sjálfan sig í tímariti Máls og Menningar, sem hann ritstýrđi. Í dag liggur handaritiđ á Landsbóksafninu merkt af höfundi sjálfum sem „varđ ekki birt". Greinin varđ ekki birt frekar en annar sannsleikur um ógnarstjórn Sovétríkjanna og mannfyrirlitningu.

Sigfúsi lýstu margir ađ honum látnum sem siđfáguđum frankófíl sem bruggađi espresso úr Kaaber kaffi, einhvers konar heimsborgara í fjötrum lágkúru lands síns. Ég man sjálfur ađeins eftir honum sem geđvondum manni í strćtisvagni sem sussađi á börn. Viđ sem ferđuđumst međ ţessum heimsborgara í níunni eđa ţristinum veđjuđum á hvort hann myndi fara ađ reykja inni í vagninum eđa ekki, ţví hann hafđi ávallt sett sígarettuna í munninn áđur en vagninn kom ađ stoppistöđ hans, nćrri ţar sem hann bjó í „öreigablokk" í Hvassaleitinu. Hann kveikti iđulega á rettunni á tröppum vagnsins. Seinna las mađur ljóđ hans í MH og sá ađ mađurinn međ gulu reykingafingurna var merkilegt skáld.  

Međ bók Hannesar vitum viđ hins vegar betur, hvađ var oft bak viđ ytra lag og búning íslenskra  menningarvita og hve margt „varđ ekki birt": Ţađ er miđur falleg saga, sem fyrir suma er erfitt ađ minnast. Hannes Hólmsteinn hefur unniđ stórverk um vondu minningarnar, sem svo margir vildu gleyma. Ţađ er góđ sagnfrćđi og nauđsynleg!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Viđ skulum tala og skrifa af virđingu um Sigfús heitinn Dađason, ţann mćta menningarmann, en flest er ţó rétt hér sem ţú segir um ţjónkun Tímarits Máls og menningar viđ sovétkommúnismann, enda var Mál og menning á fjárhagsstyrk frá Rússum (Rúblan var húsiđ á Laugavegi ţví eđlilega kallađ) og sjálfur Kristinn E. Andrésson var á eftirlaunum frá Sovétríkjunum (sjá Moskvulínuna eftir dr. Arnór Hannibalsson) –– fyrir hvađ annađ en einhvers konar ţjónustu?! (og hef ég ţó mikiđ álit á Kristni sem bókmenntagagnrýnanda).

Sigfús var beittur penni, t.d. í skrifum gegn harđstjórn Frakka í Alsír, en hann varđ ađ hlífa harđstjórunum í Moskvu, sennilega ađ sumu leyti ţvert gegn vilja sínum, en Pasternak- og Tibors Merlay-málin eru honum ţó ekki til sóma.

Gagnrýni hans á innrásina í Tékkó-Slóvakíu 1968, sem „varđ ekki birt", skrifađi hann ţó, en hvort ţađ var hann, sem dró hana til baka eđa međritstjóri hans eđa einhver međ útgefandans vald, vitum viđ ekki, en líklegt ţykir mér, ađ úr ţví ađ hann gekk ţó ţetta langt ađ skrifa greinina, hafi máliđ veriđ, ađ hann hafi lotiđ í lćgra haldi fyrir einhvers konar hótun, t.d. um uppsögn hjá MM.

Fróđlegt vćri ađ vita, hvort hann hefur getiđ ţess í dagbókum sínum!

Ennfremur er löngu tímabćrt, ađ ţessi óbirta grein hans fái birtingu sem fyrst!

En ţakka ţér ţoriđ og frumkvćđiđ, doktor.

PS. Dr. Hannes gengur sennilega allt of langt (ég hef ţó ekki lesiđ bókina) gagnvart hinum ágćta Ţorsteini frá Hamri, og ég vísa um ţađ til greinar Ţorsteins í Baugstíđindum, alias Esb-Fréttablađinu, í dag.

Jón Valur Jensson, 22.11.2011 kl. 10:40

2 identicon

"Tilsvör og athugasemdir á Eyjunni, sem ekki ber ađ taka alvarlegar en ţá veitu sem birtir ţćr, benda til ţess ađ til sé fólk á Íslandi sem ađhyllist ritskođun og -bann.  "

            Hćgur félagi. Eru ađ lýsa sjálfum ţér hér?? 

thin (IP-tala skráđ) 29.11.2011 kl. 23:27

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann var ţunnur ţessi, hr./fröken/frú "thin"!

Jón Valur Jensson, 30.11.2011 kl. 03:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband