22.1.2009 | 08:37
Gyðingar á Grænlandi
Frá páskahátíð gyðinga í Thule
Það hljómar vissulega framandi, en það var engu að síður tilfellið. Þeir voru líka þar. Það var þó ekki stofnaður nasistaflokkur á Grænlandi til að stemma stigu við veru þeirra, líkt og gerðist meðal ýmissa dáindisdrengja á Íslandi, sem vildu Nýtt Ísland líkt og menn vilja í dag, enda Grænlendingar sjálfir fórnarlömb þjóðar sem telja sig betri en alla aðra. Já, ég á við Dani, sem höfðu mikið samneyti við Þýskalands nasismans, bæði nauðugir, en aðallega þó viljugir.
Fyrir fáeinum árum skrifaði ég grein á dönsku, sem má lesa hér í tímaritinu Rambam (12:2003), sem ég ritstýri nú, um þá gyðinga sem dvalið höfðu á Grænlandi í lengri eða skemmri tíma fyrir 1970. Þeir voru margir þegar Bandaríkjamenn voru enn með stórar herstöðvar á Thule Air Base og í Søndre Strømfjord. Nyrstu guðsþjónustur gyðinga, sem sögur fara af, voru líklega haldnar á Thule Base fyrir 40-50 árum. Ég komst í samband við manninn sem fyrstur stóð fyrir helgihaldi meðal gyðinga í bandaríska hernum í Thule.
Einn þeirra gyðinga er dvaldi á Grænlandi, áður en bandaríkjamenn komu, var Fritz Löwe (1895-1974), sem var samstarfsmaður jarðfræðingsins fræga Alfred Wegeners, þess sem setti fram landrekskenninguna. Fritz Löwe lenti í hremmingum á Grænlandjökli veturinn 1930-31 og kól á tám. Skera varð flestar tær hans af með vasahníf, og þurfti Löwe að kúra í snjóhúsi á Grænlandsjökli þar til voraði. Wegener dó hins vegar á ísnum í þessum rannsóknarleiðangri ásamt grænlenskum aðstoðarmanni. Síðar, er Löwe slapp frá Þýskalandi Hitlers, gerðist hann þekktur jarðfræðingur í Ástralíu.
Þetta og margt annað getið þið lesið um í grein minni um gyðingana á Grænlandi. Góða skemmtun.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Gyðingdómur, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:45 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 231
- Frá upphafi: 1353051
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 175
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Ágæti Vilhjálmur.
Við sem stundum tölum um nauðsyn þess að endurvekja Nýtt Ísland leggjum þá merkingu í hugtakið eins og Páll Skúlason fyrrv. háskólapróffesosr, lýsti svo ágætlega að endurvekja gömul gildi um heiðarleik, samábyrgð og samvinnu. Við viljum draga úr spillingu og samþættingu peningavalds og stjórnvalda. Þetta á ekkert skylt við nasisma og ég afþakka að vera spyrtur við þá stefnu og treysti því að þú virðir það.
Sigurður Þórðarson, 22.1.2009 kl. 10:12
Hvernig er Nýtt Ísland þess fólks sem ræðst á þing þjóðarinnar?
Peningavald og stjórnvöld er ekki hægt að skilja að, ef fólk vill góðu tímana aftur. Velferð byggir á fjármunum. Viltu kannski það sem Steingrímur J. kallar á? Skila þeim smáaurum sem okkur hefur verið lánað til að reisa á rústunum.
Það er því miður minni munur en þú heldur á grunnum óskum þeirra sem krefjast nýs Íslands í dag, og þeirra nasistahræja sem kröfðust nýs heims á 4. og 5. áratugnum.
Efnið er Grænland, ekki Nýtt Ísland!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.1.2009 kl. 10:30
Þú ættir nú að vita að danir björguðu flestum dönskum gyðingum. Földu suma heima en komu öðrum yfir sundið til Svíþjóðar. Og þeir tóku þeim líka fagnandi við heimkomuna eftir stríðið.Flestar þjóðir evrópu voru miklu samvinnuþýðari við nasistana en danir. Það nægir t.d. að nefna frakka, ungverja og slóvaka.
Sigurður Sveinsson, 22.1.2009 kl. 15:24
Síst af öllu myndi ég vilja líkjast nasistum. Ég hef á síðunni minni og annarsstaðar talað gegn ofbeldi er ekki tengdur VG og tek þetta ekki til mín og trúi því heldur ekki að það sé þannig meint. Greinin þín er hins vegar bæði fróðleg og skemmtileg. Takk kærlega fyrir að deila henni með okkur. Strax sem barn las ég allt sem ég komst yfir um Grænland en það voru einkum danskar ferðasögur og hef síðan verið heillaður af því landi án þess að hafa komið þangað þó skömm sé frá að segja. Ég á það sameiginlegt með þessum nágrönum okkar að ég er alinn upp á selkjöti og selspiki. Feðgarnir Róbert og Tumi (Grétar) fengust aldrei til að borða þennan ágæta mat þó Róbert borðaði flest. Nafni, mér þykir gott að heyra þetta um Dani sem bætir það góða álit sem ég hafði á þeim.
Sigurður Þórðarson, 22.1.2009 kl. 16:47
Siggarnir tveir, þið ættuð kannski að fá bókina mína Medaljens Bagside að láni á einhverju Bókasafni á Íslandi eða kaupa hana. Þetta er mikil bók, sem leiddi m.a. til þess að danskur forsætisráðherra baðst opinberlega afsökunar á aðild fyrrverandi danskra stjórna og embættismanna í Helförinni.
Þetta var ekki eins rósarautt eins og Danir vilja oft segja heiminum.
Danir björguðu ekki flestum gyðingum í Danmörku. Flestir gyðingar í Danmörku björguðu sér sjálfir, þeir komu sér yfir til Svíþjóðar og borguðu sumir með aleigu sinni. Þjóðverjar héldu einnig að sér höndum. Þetta var miklu flóknara en svo, að Danir geti leyft sér að segja að þeir hafi bjargað. Sumir halda því fram, að þjóðverji hafi bjargað gyðingunum, en það er líka óundirbyggð óskhyggja, sem ég hef líka skrifað um:
Lestu grein mína í ársritinu Rambam 15:2006 http://postdoc.blog.is/users/3d/postdoc/files/Ducky/ich_weiss_2244.pdf
Lestu grein mína og Bent Bludnikows. http://www.jcpa.org/phas/phas-vilhjalmur-f04.htm
Eins eru nýlega komnar út niðurstöður rannsókna, sem sýna í raun, hvernig var tekið á móti gyðingum, sem sneru aftur frá Svíþjóð. Það fer tvennum sögum af því. Annars vegar hefur fólk ekki þorað að segja frá þessu, því meðal sumra gyðinga ríkti óskrifað samkomulag um að "vera þakklátir og sleikja sögufölsun danskra Krata". Hins vegar hafa sagnfræðingar fyrst verið að fá aðgang að lokuðum skjalasöfnum og áhuga á því að sagan var ekki einsleit og hún hefur verið framreidd í marga áratugi.
Það tekur mjög mikinn tíma að breyta þeirri ímynd og rangfærslum um stórmennsku Dana, ekki minnst vegna þess "orðspors" sem Dönum tókst að skapa í BNA. Það hef ég líka skrifað um lærða grein í Ritinu Denmark and the Holocaust (2003), http://www.diis.dk/graphics/CVer/Personlige_CVer/Holocaust_and_Genocide/Publikationer/holocaust_DK_kap_5.pdfog sýnt að ýmsum sögum var komið á kreik af áróðurssveit Dana í BNA á stríðárunum.
Svo Sigurður Sveinsson, þú ert víst að segja manni sem hefur rannsakað þetta meira en flestir, að þú þekkir söguna betur hann. Eða misskil ég þig.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.1.2009 kl. 18:48
Takk, ég ætla að skoða þetta um helgina.
Ég verð að viðurkenna að þetta hljómaði betur hjá nafna mínum. Maður finnur mannlega breskleika hjá öllum þjóðum þegar þær eru undir einræði. Það eru alltaf einhverjir til að vinna skítverk og níðast á samborurum sínum. Annars veit ég ekki hvað manni er hollt að taka inn á sig svona löngu liðna atburði? Ég kannast við mann (við vorum reyndar skipsfélagar) sem fór yfirfum við að lesa átakanlega sögu eftir Martin Gray en hann hefur áreiðanlega verið tæpur fyrir.
Sigurður Þórðarson, 22.1.2009 kl. 19:54
Ég hef ekki haldið því fram að ég sé einhver sérfræðingur í þessum efnum. Ég hef þó í áratugi lesið mikið um þriðja ríkið, helförina og seinni heimsstyrjöldina. Það er bara svo að það eru ekki allir sammála þér. Og ég verð nú að segja að mér finnst umfjöllun þín um morðæðið á Gaza sem hófst undir lok síðasta árs vera ákaflega einhliða.
Sigurður Sveinsson, 22.1.2009 kl. 20:49
Hér kemur þá þriðji Sigginn en hann getur aldrei sagt neitt af viti! En hann kann stundum að hlusta.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.1.2009 kl. 22:57
Sigurður Þór, þetta er ekki satt. Þú ert að mínu mati einn vitrasti maðurinn hér á blogginu. Hef ég heyrt, að áður en allt fór í klessu út af bankavíkingunum, voru þeir að spá í að greiða nokkrum bloggurum laun fyrir vitrar færslur. Mér er sagt að þú hafi verið meðal þessara vitringa. Ég trúi því.
Sigurður Þórðar. Ef þú ert eins tæpur og vinur þinn sem fór yfirrum á að lesa Martin Gray, ættir þú kannski ekki að lesa bók mína. Margar konur hafa tjáð mér að bók mín hafi valdið gráttúrum hjá þeim. Ég grét líka stundum þegar ég skrifaði hana.
Sigurður Sveins, ég er alltaf einstrengingslegur þegar kemur að baráttu við hryðjuverkasamtök. Obama er eftir að sjá eftir því að hann lokar Guantanamóa, nema að hann sé Messías eða Súpermaður. Pyntingarnar í Guantanamóa hef ég ekki séð neinar sannanir fyrir og einn fanginn hér frá Danmörku, sem sagði að hann hefði verið pyntaður, kom heim, lýsti því yfir að hann væri enn á beljandi Jihad, gerðist svo póstur undur nýju nafni og rændi greiðslukortum og vegabréfum fyrir baráttuna fyrir Kalífatið, og er nú aftur í steininum. Líkast til pyntar danska lögreglan hann líka.
Efni þessa bloggs voru Gyðingar á Grænlandi. Hefur einhver einhverju við það að bæta? Þekkið þið ekki Cohen i Kulusuk eða Diamond í Disko-flóa?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.1.2009 kl. 23:20
Nú er ég ekki að hlusta!
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2009 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.