Leita í fréttum mbl.is

Gyđingar í Austurríki á 3. öld e.Kr.

Gold_Scroll

Áriđ 2000 fundu fornleifafrćđingar lítiđ hálsnisti í bćnum Halbthurn í Burgerlandhérađi. Svo mikill var fjöldi funda sem fannst á ţessum stađ, ađ ekki vannst tími til ađ rannsaka gripinn fyrr en áriđ 2006. Ţá kom í ljós ađ inni í honum var lítil gullţynna og á hana var krotađ međ stórum grískum bókstöfum í einni bunu:

 

Shemat

Textinn á ţynnunni er efst og orđin í byrjun hebresku bćnarinnar undir. Ţetta útleggst: Heyr ó Ísrael, Guđ er drottinn, Guđ er einn. Ţess má geta ađ ţessi bćn var klippt út í gullpappír og límd á vegginn í Gúttó viđ fyrstu guđsţjónustu gyđinga á Íslandi, áriđ 1940.

Ţessi merki fundur ţýđir ađ gyđingar voru í Austurríki áđur en forfeđur flestra ţeirra sem ţar búa í dag voru komnir almennilega úr ţjóđflutningunum. Forfeđur kynţáttahatarans Jörg Haiders voru til ađ mynda enn í Asíu, forfeđur gobenorssins Arnolds Schwarzeneggers voru rétt ađ yfirgefa Afríku og forfeđur foringjans Adolfs Alfonssonar voru ţegar farnir ađ skammast sín, eđa sisvona.

Mikiđ gleđst mitt forna hjarta. Sjá nánar hér , hér og hér.

 

Shema3

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fundust einhverjir ađrir gyđinglegir gripir ţarna?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráđ) 21.3.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvađ er "gyđinglegur" gripur? Hvađ er kristinn gripur, ef út í ţađ er fariđ?

Krossar finnast af öllum gerđum og ţurfa ekki alltaf ađ ţýđa ađ kristnir hafi gert ţá, átt ţá eđa dýrkađ.  Hins vegar eru gullţynnurnar ađ mínu mati óneitanlega vísbending um ađ gyđingar gćtu hafa veriđ í Austurríki á 3. öld. Gyđingar voru ţá komnir inn á ţađ svćđi sem viđ köllum Ţýskaland í dag og enn fyrr á franska svćđiđ.

Bćnin á ţynnunum er skrifuđ međ "framburđi", sem hćgt er ađ lesa ţar sem ţetta er skrifađ međ grískum bókstöfum, sem er mjög merkilegur og mér finnst ólíklegt ađ ađrir en gyđingar hafi búiđ ţennan grip til. Enn ólíklegra er ef einhverjir sem ekki voru gyđingar hefđu boriđ hann um hálsinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.3.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Pétur Björgvin

Áhugaverđ ábending, takk fyrir hana.

Pétur Björgvin, 22.3.2008 kl. 08:55

4 Smámynd: Loftur Altice Ţorsteinsson

Hér er áhugaverđ slóđ um Gyđinga í Rómarveldi:

 The Virtual Jewish History Tour - Rome

Loftur Altice Ţorsteinsson, 23.3.2008 kl. 11:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband