30.12.2007 | 15:47
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga
Fyrir 13 árum skrifaði ég um fyrstu guðþjónustu gyðinga á Íslandi. Greinin birtist í DV, en ekki þótti það merkilegt framlag í því blaði og var greinin því sett einhvers staðar á milli bílauglýsinga og auglýsinga fyrir hjálpartæki ástarlífsins, sem Íslendingar þurftu svo mikið á að halda á þeim árum.
Guðsþjónustan var fyrsta löglega guðsþjónusta annarra trúarbragða en kristni, sem haldin hafði verið á Íslandi í 940 ár. Hún var haldin í Gúttó, Góðtemplarahúsinu, sem lá á bak við Alþingishúsið (Templarasundi 2) frá 1895 þangað til 1968 er húsið var rifið. Ég kom nokkru sinnum í þetta merka hús sem barn og þótti það bölvaður braggi. Ef ég man rétt, voru bókamarkaðir haldnir þarna.
Nú birti ég grein mína úr DV á ný. Ljósmyndirnar tók Sigurður heitinn Guðmundsson ljósmyndari og eru þær nú í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Texti innan hornklofa eru skýringar höfundar nú.
Hluti af hópmynd, sem tekin var í Gúttó 1940
Meðal fyrstu bresku hermannanna á Íslandi í síðari heimsstyrjöldinni voru gyðingar. Gyðinga á meðal eru sterk bönd og oft er sagt að það fyrsta sem gyðingar geri í landi, sem þeir heimsækja, sé að leita uppi trúbræður og systur. Þetta gerðist haustið 1940 á Íslandi. Hingað voru komnir nokkrir flóttamenn frá Þýskalandi og Austurríki og breskir hermenn sem sameinuðust í trúnni haustið 1940.
Sh'mah Yisroel Adonai Eloheinu Adonai Echod (Heyr ó Ísrael, Guð er drottinn, Guð er einn), stendur á hebresku á heimatilbúni altarisklæði úr gull- og kreppappír, sem sett var upp í Gúttó í Reykjavík haustið 1940. Það var Hendrik Ottósson, sem hafði ásamt breskum hermönnum, konu sinni og tengdamóður, sem voru flóttamenn af gyðingaættum, ákveðið að halda Yom Kippur (friðþægingardaginn) heilagan. Hendrik lýsir þessum atburði á skemmtilegan hátt í bók sinni Vegamót og vopnagnýr(1951). Upphaflega hafði ungur sargént, Harry C. Schwab, farið þess á leit við yfirmann herprestanna bresku, Hood að nafni, að gyðingum yrði veitt tækifæri til þess að koma saman til bænahælds. Hood hafði stungið upp á líkkapellunni í gamla kirkjugarðinum, en Hendrik tók þær aumu vistarverur ekki í mál. Þannig þróaðist það að Yom Kippur varð fyrsta samkunda gyðinga á Íslandi í 940 ár, sem ekki var kristin. Aðstæður voru frumstæðar, Gúttó var sýnagógan, enginn rabbíni var í landinu og helgihaldið uppfyllti heldur ekki ströngustu kröfur.
Einstæðar ljósmyndir
Í vetur komu ljósmyndir úr dánarbúi Sigurðar Guðmundssonar ljósmyndara á Þjóðminjasafn Íslands. Þar á meðal voru ljósmyndir hans af þessum einstaka atburði sem við vitum nú miklu meira um. Myndirnar voru nýlega birtar í blaðinu Jewish Chronicle á Bretlandseyjum og hafa þrír hermannanna, sem nú eru aldraðir menn, og ættingjar annarra sem látnir eru, gefið upplýsingar um atburðinn. Sumir hermannanna, sem voru breskir, skoskir og kanadískir, voru meðal þeirra fyrstu sem á land stigu á Íslandi. Þegar er búið að bera kennsl á Harry Yaros, sem var Kanadamaður, þá Philip Mendel og J. D. Wimborne frá London og Alfred Cohen (Alf Conway) frá Leeds, en hann las upp inngöngubænir og tónaði sálminn Kol Nidre þetta haustkvöld árið 1940. Meðal þeirra sem enn eru á lífi eru Bernhard Wallis frá Sheffield, Harry C. Schwab frá London og Maurice Kaye. Ræddi höfundur þessarar greinar við Harry nýlega og er hann hafsjór af fróðleik um þennan atburð sem og aðra frá fyrstu dögum hersetu á Íslandi. Schwab var seinna í herjum Montgomerys og fór með liði hans norður um alla Evrópu. Eftir stríð vann hann hjá Marks og Spencer og verslaði við Sambandið [SÍS]. Kom hann nokkrum sinnum til Íslands vegna vinnu sinnar. Schwab hélt tengslum við Hendrik Ottósson og skrifaði meðal annars minningargrein um hann í Jewish Chronicle 1966.
Í athöfninni haustið 1940 tóku einnig þátt mágur Hendriks, Harry Rosenthal og kona hans Hildigerður og Minna Lippmann, móðir Harrys og Hennýjar, konu Hendriks. Einn var þar Arnold Zeisel og kona hans Else, sem voru flóttafólk frá Vínarborg og hugsanlega bróðursonur Arnolds Zeisels, Kurt að nafni [það hefur síðar verið staðfest]. Daginn eftir safnaðist fólkið á myndinni saman á hótel Skjaldbreið og var kosin safnaðarstjórn, sem í sátu Harry C. Schwab, David Balkin, Alfred Cohen, Arnold Zeisel og Hendrik Ottósson. Þessi gyðingasöfnuður hélst meðan að Bretar voru hér og sá m.a. um fermingu (bar mitzva) Péturs Goldsteins sonar Hennýjar Ottósson. Síðar voru hér tveir söfnuðir bandaríska hermanna, sem einnig höfðu samband við þá flóttamenn sem héldu í trú sína hér á landi.
Fáir fengu landvist
Um leið og myndirnar sýna einstakan trúarlegan viðburð, eru þær til vitnis um giftusamlega björgun fólks, sem vegna trúar sinnar og uppruna þurfti að flýja brjálæði sem hafði gripið um sig meðal sumra þjóða í Evrópu. Þeir fáu sem landvist fengu á Íslandi nutu ekki alltaf gestrisni okkar. Snorri G. Bergsson sagnfræðingur hefur nýlega sýnt fram á að íslensk stjórnvöld virðast hafa viðhaft strangari reglur fyrir dvöl gyðinga á Íslandi heldur en annarra útlendinga. Ísland var það land í Evrópu sem tók hlutfallslegast fæsta flóttamenn [þessi niðurstaða Snorra ef aðeins yfirdrifin]. Jafnvel áður en ströng lög voru sett til að hindra komu flóttafólks árið 1938 var gyðingum hafnað á furðulegan hátt. Í skjölum sem höfundur þessarar greinar hefur rannsakað á Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn sést að gyðingum var þegar árið 1934 sagt að rita þýska sendiráðinu í Reykjavík til að fá upplýsingar um landvistarleyfi á Íslandi, meðan öðrum útlendingum, sem óskuðu að setjast að á Íslandi var í hæsta lagi bent á lög um atvinnuskilyrði frá 1927.
Það var einnig til fólk sem bjargaði mannslífum eins og Hendrik Óttósson. Helgi P. Briem og læknarnir Katrín Thoroddsen og Jónas Sveinsson, en hann skaut skjólshúsi yfir lækninn Felix Fuchs og konu hans Renate frá Vínarborg. Þeim hjónum var þó að lokum vísað úr landi eftir einkennilegt samspil íslenskra yfirvalda við þýska sendiráðsstarfsmenn og einn danskan, sem vingott átti við nasista. Talið er að þau hafi komist til Bandaríkjanna. [Sjá grein höfundar um hjónin í Lesbók Morgunblaðsins].
Margir Íslendingar tóku vel á móti flóttamönnum og greiddu götu þeirra og tóku þeim sem nýjum Íslendingum. Margir tóku einnig vel á móti erlendum her og blönduðu aldrei trú sinni á hreinleika fjallkonunnar við lánaða fordóma. Í dag, þegar kynþáttafordómarnir láta á sér kræla, og til er fólk sem er fullvisst um að Íslendingar séu betri en allir aðrir, er gott að minnast Hendriks Ottóssonar og þessa atburðar árið 1940.
______
Eftir að þessi grein birtist í DV laugardaginn 12. nóvember 1994, bls. 39, hefur höfundur skrifað um þennan atburð í dönsku tímaritin Udsyn og Rambam og í Jewish Political Studies Review, og sömuleiðis um flóttafólk í Lesbók Morgunblaðsins 1997 og 1998.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 17.10.2010 kl. 20:36 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 234
- Frá upphafi: 1353054
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 178
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Bestu þakkir fyrir mjög áhugaverða og læsilega grein - sem ég raunar hafði séð í DV á sínum tíma en fagna endurbirtingu hennar hér.
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 16:08
Mjög merkilegt
Árni þór, 30.12.2007 kl. 19:57
Þakka ykkur fyrir heiðursmenn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.1.2008 kl. 08:59
Flott, það merkilega er, að ég rakst á þessa grein í einni möppunni minni í gær (var að þykjast taka til og fór að fletta):
Ég er einmitt með hana hérna mér til hægri handar, orðinn nokkuð snjáð, tekin úr gamla DV.
Orginallinn er auðvitað merkari heimild...
En gaman að sjá þetta aftur.
Snorri Bergz, 3.1.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.