31.3.2008 | 06:07
Vinir útlendinganna og minningar mínar um vinsemd Íslendinganna
Mér leiðist hjal þeirra manna sem gera sig heilaga á kostnað innflytjenda og útlendinga. Þeir sem hæst tala um útlendingarhatur nú á dögum sá ég nefnilega síðast í Keflavíkurgöngum hér á þeim árum þegar þjóðin söng með Ríó Tríóinu um náin tengsl Íslendinga við verndara vora (eða réttara sagt þvottafólk þeirra): "Ekki plagar okkar þjóð, vakkfódedillafodædódey, úrkynjun né gamalt blóð, því börnin fæðast brún og létt, með boginn fót og trýnið grett, sem Filippseyjafólkið nett".
Ég veit vel að það hefur aldrei verið sælan að vera útlendingur á Íslandi, jafnvel þótt maður sé ekki fæddur með boginn fót. Ég átti föður sem gekk með brennimark útlendingsins. Þótt hann hefði fengið sér íslenskt nafn eins og lög sögðu til um, og ríkisborgararétt líka. Hann var alltaf annars flokks borgari í augum sums fólks. Þolinmæði og umburðalyndi Íslendinga við þá sem ekki töluðu málið nógu vel var ekki mikið. Það var ekki gaman að upplifa hvernig fullorðið fólk var að herma eftir bjöguðum beygingum og framburði föður míns. Maður gerðið það líka sjálfur eins og "sönnum Íslendingi sæmir".
Öfundsýki var líka landlæg á Íslandi. Það versta sem gat gerst í borgaralegu umhverfi var ef einhver útlendingur var að þykjast vera eitthvað. Það var nú ekki siður föður míns, en hann var mikið fyrir að vinna í garðinum sínum og var búinn að ganga frá sínum garði áður en nágrannarnir voru farnir að slétta úr sínu moldarflagi. Það var rangt merki að senda út til nýrra "landsmanna" sinna. Eitt árið keypti pabbi 500 túlípanalauka. Það hefði hann betur látið ógert. Þegar þeir komu upp og blómstruðu var greint frá þeim í dagblaðinu Vísi með mynd á baksíðu. Það var dauðadómurinn. Daginn eftir voru börn nágrannanna í óða önn við að stunda skemmdarverk á túlípanabeði föður míns. Börn gera oft það sem fyrir þeim er haft.
Við áttum líka nágranna sem var sjúklegur útlendingahatari. Hún lét einu sinni frænda sinn, sem var varðstjóri lögreglunnar í Reykjavík, senda tvo lögreglumenn heim til okkar til að rannsaka "smygl" sem faðir minn átti að vera með í kjallaranum. Lögreglumennirnir, sem komu leðurklæddir í grænni cortínu, sem löggan notaði þá, voru afar neyðarlegir þegar þeir "komust ekki í feitt". Þeir báðust innilega afsökunar á þessu upphlaupi, þegar þeir voru búnir að rannsaka kjallarann. Þeir skildu ekki neitt í neinu. Börn þessarar konu stunduðu þann leik að kasta moldarkögglum og eggjum á hús okkar. Svona var 7. áratugurinn í minningu minni og þessi dónaskapur varaði við eitthvað fram á þann 8.
Eitt sinn fréttum við að önnur nágrannafrú, sem var gift manni sem síðar reyndist vera annálaðasti bankaræningi Íslandssögunnar, sagði við nágrannana: "Nú verður maður að flytja, þegar svona fólk kemur í hverfið". Hún var þýsk. Hún bannaði syni sínum, sem var rauðhærður mjög eins og hún, að leika sér við mig. Þetta særði mig, því Tommi litli var hinn besti drengur og gat ekki gert að uppeldi og innrætingu móður sinnar. Hann man það líklegast ekki lengur, að ég varði málstað hans fyrir hrekkjusvínum sem stríddu rauðhausum. Að stríða rauðhærðum tók ég ekki í mál því pabbi minn var líka rauðhærður. Nógir voru nú fordómarnir.
Þegar faðir minn var að byrja verslun á 6. áratugnum gat hann ekki fengið bankalán nema með því skilyrði að hann hefði lögheimili sitt og heildsölu sína í Keflavík. Sá sem setti þá afarkosti, sem náttúrulega áttu enga stoð áttu í lögum, hafði eitt sinn verið meðlimur í Þjóðernissinnaflokki Íslendinga. Pabbi var hins vegar ekki bitur og leit á Ísland sem gjöf og leit á sjálfan sig sem Íslending, þótt hann væri aldrei álitinn vera það. Það voru fáir útlendingar sem Íslendingar sættu sig við að fullu í sveitamennskuheimi sínum. Jafnvel ef menn væru hálfgerðir sveitamenn eins pabbi, þótt hann væri fæddur og uppalinn í tveimur frægum borgum í Evrópu, þar sem forfeður hans höfðu búið síðan á 17. öld.
Útlendingahatur Íslendinga er því ekkert nýtt nýtt fyrirbæri undir sólinni hjá mér. Íslendingar geta verið fjári leiðinlegir í framkomu og líklega hefur það ekki batnað mikið síðan útlendingar komu til landsins í meirum mæli. Móðurmálfasisminn hefur síst af öllu batnað og sífellt er verið að senda þau skilaboð til fólks, að ef það læri ekki íslensku reiprennandi, verði það aldrei almennilegir borgarar og heldur ekki börnin þeirra.
Við þessa færslu læt ég fylgja mynd af pabba þar sem hann er í Reykjavíkurferð með vini sínum af Vellinum. Myndin er frá 6. áratugnum. Hann var tíður gestur á Vellinum þegar hann varð að búa í Keflavík samkvæmt "boði" íslensks nasista. Hann var meira að segja með fast gestavegabréf númer 10. Ekki ber að gleyma því að umgangur við Kanann var líka afar illa séður. Það mátti ekki fara hátt að ég fór iðulega á Völlinn með föður mínum sem barn.
Löngu síðar fór ég með "skoðanasystkinum" mínum í MH upp á Völl til að kynnast heimi hernámsliðsins, sem ég þekkti þá þegar mjög vel af eigin reynslu. Þá sá ég fyrst að herstöðvaandstaða mín átti ekki mikið skylt við hreint Ameríkanahatur (rasisma) annarra rauðliða úr MH. Upplýsingafulltrúinn, sem tók á móti okkur, Thayer að nafni, gæti hugsanlega munað eftir þessari heimsókn okkar, og eftir þeim dónaskap sem rigndi yfir hann frá íslenskum menntskælingum í Hekluúlpum og Kínaskóm, sem þóttust hafa höndlað sannleikann um ástand alheimsins. Stór þáttur herstöðvarandstöðu Íslendinga var einmitt útlendingahatur og eins og allir vita einkenndist almenn afstaða yfirvalda til Varnarliðsins einnig af kynþáttastefnu. Mismunandi ríkisstjórnir Íslendinga gerðu Bandaríkjamönnum það klárt að t.d. negrar væru ekki æskilegir á Íslandi.
En aftur fram í nútímann. Þegar hinir hreinhjörtuðu hræsnarar hrópa "útlendingahatur" er það iðulega sem svar við gagnrýni á fólk sem kemur til landsins úr ruslakistu ráðsstjórnarríkjanna fyrrverandi. Allt of stór hluti þeirra kemur því miður til þess eins að ræna, rupla, selja dóp, nauðga og hóta. Gagnvart þeim er aðeins ein tunga sem skilst. Það er sú tæpitungulausa. Slíkt fólk á ekkert erindi á Íslandi. Það nóg af alíslenskum krimmum fyrir. Ég skil ekki þá útlendingavini sem geta staðið í að tala máli afbrotamanna. Miklu nær væri að líta í eigin barm og horfast í augu við eymd og fátækt sem ekki er búið að útrýma á Íslandi. Heiðvirðir útlendingar muna örugglega spjara sig á Íslandi eins og fyrr, en engin ástæða er að tala máli glæpamanna.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:31 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 232
- Frá upphafi: 1353052
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 176
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Takk fyrir færsluna - það er þarft að rifja upp Söguna. Augu okkar Íslendinga margra ætla seint að venjast birtunni eftir að klöngrast var uppúr moldarkofunum.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 31.3.2008 kl. 08:15
Að vera vinir útlendinga hefir ekkert að gera með að verja land og þjóð fyrir þeim. Faðir þinn plantaði þér hér og þú ert íslendingur og þakkaðu honum fyrir að hann þraukaði. Við höfum orðið fyrir innrás tug þúsunda manna alla á ungu skeiði bara þeir gætu náð öllum konum sem eru lausar á þessu tímaskeiði. Reyndu að hugsa rökrétt þetta er ekkert hatur í garð útlendinga. Hugsaðu skýrt þetta er að reyna að verja það sem við eigum. Land og þjóð. kannski ert þú ekki nema hálfur íslendingur og hefir því ekkert stolt til lands og þjóðar. kannski.
Valdimar Samúelsson, 31.3.2008 kl. 14:21
Valdimar, hvað ertu að reyna að segja? Hver ætti helst að hugsa rökrétt?? Og skýrt?? Lastu greinina til enda...skildirðu hana?
Mér finnst þetta kjánalegt komment hjá þér.
Benedikt (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 15:35
Ég kannast við margt af þessu líka. Þessi Thayer sem þú nefnir er faðir minn, Marshall Thayer. Eins og þú segir þá var hann upplýsingafulltrúi varnaliðsins en við fjölskyldan bjuggum í Njarðvík. Við vorum auðvitað nánast með skotmark við húsið okkar, JO númerin á bílnum í innkeyrslunni. Ég man að maður kippti sig lítið upp við eggjakastið o.þ.h. enda höfðum við varla lifað við annað síðan ég mundi eftir mér. En þeir voru margir ameríkanarnir sem voru lítið skárri á þessum tíma og fengum við oft að finna fyrir því upp á velli að við vorum ekki síður útlendingar þar. En á heildina litið hefur þetta allt saman reynst hið besta veganesti.
Tryggvi Thayer, 31.3.2008 kl. 18:07
Fyrirgef Vilhjámur. las ekki síðasta kaflan. Ég er nær nákvæmlega sammála þér. Burt með glæpahyskið en eins og ég hef skrifað áður þá fylgir það að eilífu farandsverkamönnum. Þetta hatur sem þú ert að tala um frá í gamladaga er ekki lengur s.s nágranna hatur en ég vil ekki alla þessa farandsverkamenn sem þú raunar segir sjálfur. Fyrirgef aftur. Mundu ef þú býrð í danmörk þá eru þeir virkilega góðir að fylgjast með grönnum þetta gera allar þjóðir. Kv V
Valdimar Samúelsson, 31.3.2008 kl. 19:37
Þakka ykkur öllum herrar mínir, fyrir góðar athugasemdir.
Tryggvi Thayer, mikið er ég ánægður að sjá að minni mínu fer ekki aftur. Nafn föður þíns kom eiginlega upp úr undirmeðvitundinni í höfðu mínu þegar ég var að skrifa þetta og rifja þetta upp um leið. Ég var ekki einu sinni viss um að ég hefði munað nafnið rétt.
Það sem man sérstaklega vel eftir í fari föður þíns var sú kurteisi sem hann sýndi rútufylli af rugluðum unglingum úr Reykjavík, sem ætluðu í heimsókn á Völlinn í blindbil, til að sjá úrkynjun Kananna eða eitthvað annað "lásí". Okkur var m.a. hleypt inn á PTO (PTA)-carnival í flugskýli stóru, en á slíka hátíð hafði ég farið oft á sem barn. Þótti sumum félögum mínum það nú dæmigert fyrir ómenningu Bandaríkjamanna. Mér fannst bara gaman.
Ætli eggjakast sé gamall Íslenskur siður til að bjóða útlendinga velkomna?
Það var eiginlega eftir þessa ferð á Völlinn og yfirlýsingu félagsmanna Róttæka Félagsins í MH um Ísrael, að ég ákvað að ganga mínar eigin leiðir í stað þess að vera með í hópi fólks sem aðeins gat "fúnkað" með því að vera algjörlega sammála í hatursglósum. Ég uppgötvaði að ég var ekki hinn dæmigerði kommi.
Ég er hjartanlega sammála þér um að þetta einkennilega hegðunarmynstur umhverfisins var gott veganesti, sem hefur gefið manni innsýn í ýmislegt, sem aðrir ekki sjá.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.3.2008 kl. 20:15
Athyglisverð grein Vilhjálmur, eiginlega stórgóð. Gott að þú segir frá þessari reynslu þinni. Ég geri ráð fyrir að faðir þinn hafi verið Gyðingur, þar sem þú virðist vera að segja okkur að hann hafi verið merktur gyðingastjörnunni. Ég er soldið hissa á því, mér fannst alltaf sjálfri, alla vega í minni fjölskyldu var mikil virðing borin fyrir Gyðingum. En mér finnst þeir einstaklingar sem gerðust Íslendingar hér í den, hafa virkilega sýnt okkur og kennt, hvað hægt var að gera, en í einhverri heimóttarhegðun og tortryggni til þess sem að utan kom, mótuðu þessa hallærislegu hegðun. Mér þykir bara leiðinlegt að heyra þetta.
En mikið lifandis ósköp og skelfing er ég fegin skrifum þínum um skælingana í MH í hekluúlpunum, og Kínaskónum.....Orð í tíma töluð, mér fannst svo leiðinlegt að horfa upp á þetta.
Sólveig Hannedóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:40
ég er mjög leið eftir að hafa lesið um framkomuna í garð föður þíns - ég vil trúa því að hlutirnir hafi skánað því þetta er skömm Íslands og það er engin leið að komast yfir hana nema sætta sig við orðinn hlut, iðrast og breytast.
ég bý útá landi og því fleiri útlendingar sem koma hingað því betri verða samskiptin milli þeirra og innfæddra. Ég vildi að það gæti orðið algilt fyrir allt landið, reyndar er fólkið sem kemur hingað flest ef ekki allt af "góða" taginu.
halkatla, 1.4.2008 kl. 00:16
Takk, takk, fyrir að fá að deila þessari frásögn með þér. Það er ekki ofsagt um okkur íslendinga, minnimáttarkenndin og hvernig oft er brugðist við henni. Stórgóðar greinar hjá þér Vilhjálmur.
Bíð spenntur eftir meiru. Blessiþig GH.
Gestur Halldórsson, 3.4.2008 kl. 19:13
Góð grein og er ég þér loksins sammála í einhverju. Það er ekki útlendingahatur að vilja ekki sjá erlenda glæpamenn á landinu.
Samt þetta með tungumálið, mér finnst að við ættum að gera það sama og Svíðþjóð, skilda alla í tungumálakennslu, annars færðu bara ekki að vinna. Ég ætlast á engan hátt til að útlendingar tali lýtalausa íslensku, enda er það óraunsætt. Eiginmaður frænku minnar er útlendingur, hana talar hana mjög vel, en beygingarnar vilja stundum ruglast hjá honum, maður leyðir bara slíkt hjá sér.
Íslenskan er eitthvað sem öllum Íslendingum þykir vænt um (eða ættu að þykja það), og það er leiðinlegt þegar pabbar okkar og mömmur, afar og ömmur geta liggur við ekki lengur farið út að borða vegna tungumálaörðuleika. Ég þekki hörkuduglega útlendinga sem eru heiðvirðir og gott fólk, en sumir þeirra leggja engan metnað í að læra stakt orð í íslensku og fer það alltaf jafn mikið í taugarnar á mér.
Gott mál að ég skuli vera þér sammála í einhverju, enda erum við ekki að ræða mikið hitamál okkar beggja, þ.e. Pelstínu og Ísrael:)
Aron Björn Kristinsson, 8.4.2008 kl. 16:01
Einstaklega skemmtileg grein til aflestrar. Mikið satt í henni hvað viðhorf fólks varðar. Ég held að það geti verið erfitt að vera "útlendingur" í hvaða landi sem er og misjöfn viðbrögðin hjá skrílnum sem lengst hefur búið á viðkomandi landsspildu. Ég á t.a.m. erfiðara með að búa í BNA eftir því sem ég er lengur hér, ekki endilega margir sammála eða á sömu bylgjulengd. Kannski er einhver samheldni sem er nauðsynleg mannssálini og að missa af henni eða finna fyrir tilgangslausum mótþróa getur verið sárt og valdið reiði og tilfinningu um útskúfun.
Kenni dóttur minni íslensku og velti stundum fyrir mér hvort hreimur hjá henni geri henni kleift "að nokkurn tímann verða íslensk." Við sjáum bara hvernig þetta þróast.
Ólafur Þórðarson, 10.4.2008 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.