Leita í fréttum mbl.is

Jakki Kiljans Laxness

Laxness 2

Í dag kemur út í danskri ţýđingu bók Halldórs Guđmundssonar um Halldór Laxness. Ég hef ađeins komiđ ađ ţeirri útgáfu. Vitanlega ekki sem bókmenntalegur ráđunautur eđa neitt slíkt, heldur eins og eins konar tilfallandi Karl Lagerfeld án tagls og góđra haglda.

Í lok síđasta árs, ţegar ég var ađ vinna verkefni fyrir Forlaget Vandkunsten, sem gefur verkiđ um Laxness út, spurđi eigandi útgáfunnar mig hvađa lit ég tengdi Laxness og sem ég teldi henta á innbundna bókarkápu. Útgefandinn taldi sig sjá rautt ţegar hann hugsađi um HKL. Ţađ taldi ég af og frá. Ég settist makindalega niđur viđ hugmyndaflugsborđiđ á ţessari litlu en aflmiklu útgáfu og lét út úr mér ţađ fyrsta sem mér datt í hug:

Jú, Laxness var mikill tweedmađur, og gekk jafnvel í Isle of Sky-tweedi í 30 stiga hita í Hollywood, ţar sem pálmarnir vaxa. Ţví ekki ađ klćđa bókina í tweed?!"

Ţetta ţótti útgefanda og hönnuđi, sem ekki var ólíkur Laxness ungum, ţjóđráđ. Ţar sem ég taldi mig líka vita, ađ á Ţjóđminjasafni vćri til mosagrćnn tweedjakki af Halldóri, var ég samstundis settur í landssímann til ađ athuga máliđ. Jakkinn á Ţjóđminjasafninu er grófur og reyndist ekki nógu hentugur í prentvinnslu á kápunni. Áđur en honum var formlega hafnađ, var vinur minn Kristján Sveinsson sagnfrćđingur búinn ađ fara međ fótóapparat sitt upp ađ Gljúfrasteini og fá ađ taka nokkur bílćti af tweedfötum meistarans, sem ţar hanga í skáp.

Jakki Kiljans

Ţetta er efnisprufa

Ţessar myndir sendi Kristján svo útgáfunni Vandkunsten og hefur ein ţeirra veriđ sett á bókarkápu. Ţetta er ef til vill ekki fyrsta bókin sem klćdd er í tweed, en örugglega sú eina sem klćdd hafa veriđ í jakka Nóbelskálds sem líklega var keyptur í Herradeild P&O. Fötin skapa manninn og mennirnir bćkurnar.

Fyrir ţá sem eiga hinn mikla opus Halldórs Guđmundssonar á íslensku eđa öđrum tungumálum, sem ţegar er búiđ ađ ţýđa bókina á, er hćgt ađ kaupa dönsku ţýđinguna hér í forláta tweedjakka á mjög hagstćđu verđi / 399 danskar krónur fyrir 850 blađsíđur. Sniđiđ er einstakt. Nćrklćđnađur bókarinnar er alfariđ á ábyrgđ höfundar, en ég tel víst ađ ţađ sé föđurlandiđ.

Mađur verđur ađ vona ađ til sé nóg af gervileđri á bćkur um síđari kynslóđir íslenskra höfuđskálda, ţví tweediđ er búiđ.

Ţeir sem vilja panta og kaupa bókina klikka hér. Bókabúđir á Íslandi sjá auđvitađ sóma sinn í ađ hafa bókina á dönsku líka og öll bókasöfn eru skyldug til ađ kaupa hana.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţađ hefđi ekki veriđ hćgt ađ finna meira lýsandi mynd af karlinum. Flott kápa.

Ó, ég nýt ţess ađ lesa hann Kiljan

Ţví ég til ţess hef vitiđ og viljann.

En međ eitt er ég óhress,

ţá er mćlir hann Laxness,

ađ hve erfitt mér reynist ađ skilj'ann

Jón Steinar Ragnarsson, 18.1.2010 kl. 14:18

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ah og eh og umm og öh

og hxvad og hxvurs hans vani.

Soh og ih og suh og duh

en allt á hćrra plani.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.1.2010 kl. 14:25

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón ţakka ţér fyrir Laxness vísurnar. Hver orti?

Ég kem međ mynd af kápunni í tweedi, ţegar ég er búinn ađ fá bókina í hendur. Ljósmyndin á hlífđarkápunni (bókarsvuntunni eđa hvađ sem ţađ er nú kallađ) er líka hrein klassík.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.1.2010 kl. 14:38

4 identicon

Gott er ađ vita af meistaranum hlýlega klćddum í hinni köldu Kaupmannahöfn. Ţađ er vissara ađ viđ mörlandar sjáum um svona lagađ ţví ţeir hafa reynst brögđóttir skređararnir í Höfn ţegar ađ ţví kemur ađ sníđa klćđi á fyrirmenn. Hann H.C. skrifađi um svoddan kóna svo eftirminnilega hér um áriđ.

Pax.

Tweedskređarinn (IP-tala skráđ) 18.1.2010 kl. 16:35

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Flott kápa - til hamingju međ góđa hugmynd.

Anna Karlsdóttir, 18.1.2010 kl. 16:39

6 Smámynd: Rauđa Ljóniđ

Ég les svo sjaldan hann Kiljan
ţví amma vildi ei skiljan.
Međ hann var hún svo óhress
og vildi segja viđ hann bless
en samt hef ég reynt ađ skilja hann.

svig.

Kv Sigurjón

Rauđa Ljóniđ, 18.1.2010 kl. 20:18

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hugmyndin međ tweediđ er brilliant. Hlakka til ađ sjá árangurinn. Ţađ er annars alveg hćgt ađ ná fram ţessum effekt svona 'digitally'.

Fyrra hnođiđ er eldgömul limra frá mér, líklega nálćgt 30 ára gömul. Hitt er eitthvađ, sem ég setti bara saman beint í athugasemdardálkinn.  Auđvitađ hefđi döh átt ađ vera rímorđí ţriđju línu, en ţetta er jú hrađsuđa, svo slíkt hendir.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 05:37

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Auđvitađ lest sú seinni međ soghljóđum og sennilga vćri best ađ setgja  och í stađ og.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 05:41

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er önnur gömul um Vigdísi:

Hún Vigdís er kunnug ţeim hnútum

sem snúa ađ fransmannaskútum.

Ţví er á hana baunađ 

ađ hún fái ţađ launađ

í biskví og pompólabútum.

Hafđi gaman af ţessu sporti í dentid.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 08:34

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér eru ýmsar varíasjónir af tweedi. Sé ekki betur en ađ kallinn hafi ekki bundiđ sig viđ eitthvađ eitt ţar. Stundum krossröndótt, herringbone, Balmoral  eđa houndstooth.  Sumt er ţó meira lýsandi fyrir átfittiđ hans en annađ.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 08:44

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Steinar, Good Sport eins og Tweedklćddir segja. Ţakka ţér fyrir ţennan tweedkatalóg. Hann er eftir ađ reynast nytsamur ţegar einhver tekur ţađ ađ sér ađ greina ţađ tweed sem Laxness klćddist um ćvina.

Ég spái ţví ađ nú verđi mikil endurreisn í Tweedi og gćtu Íslendingar líkalega bođiđ upp á ýmislegt ţar, ef ţeir nenntu ţví.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.1.2010 kl. 09:45

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tally ho old chap., i dear say.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 10:59

13 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hef lítiđ átt leiđ á bloggiđ undanfariđ vegna próf anna, en er nú laus og mitt fyrsta verk var ađ líta viđ hjá ţér, Vilhjálmur.

Tek undir međ öđrum ađ ţetta er frábćr hugmynd og sýnishorniđ gćti ekki veriđ betra. Var einu sinni í breskum bókaklúbbi sem lagđi upp úr ţví ađ klćđa verkin í stíl viđ innihaldiđ; Kamelíufrúin bundin í emeraldgrćnt satíni međ blómiđ ţrykkt í hvítt og Homerskviđur í Macho striga međ svörtum alexandersbekk. Mađur heyrđi vopnaglamriđ viđ ţađ eitt ađ handfjatla verkiđ.

Tvíddiđ mun kljúfa ţá Dórana í sundur og ţađ verđur á kostnađ skrásetjarans.

Ragnhildur Kolka, 23.1.2010 kl. 17:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband