Leita í fréttum mbl.is

LÍN

l_n.jpg

Ţó ég sé atvinnulaus og hafi ekki lengur neinar tekjur og bćtur sem atvinnuleysingi, hef ég skyldur viđ sjómenn, smiđi og jafnvel bankamenn ţá sem unnu fulla vinnu á fullum en mislélegum launum , međan ég var í námi sem ţeir greiddu fyrir međ skattgreiđslum sínum - sumir hverjir.

Ég reyni í ár ađ greiđa svokallađa fasta afborgun af námslánum mínu, sem er vísitölutryggđ greiđsla, en hef beđiđ um greiđsludreifingu.

Ég hef heyrt af tannlćkni í Flórída, Steingrími N. Hermannsyni ađ nafni, af fínni og fjöllyndri heldri manna ćtt á Íslandi, sem neitar ađ greiđa af lánum sínum, ţó ađ tekjur af hálfri tönn myndu vćntanlega borga árlegar greiđslur hans til LÍN og íslensku alţýđunnar sem vann međan ađ hann menntađi sig á ţeirra kostnađ.

Ég segi bara eins og farísearnir. Ţannig er ég ekki. Ég gćti aldrei greitt fyrir ţjónustu ţá sem Dr. Hermannsson veitir í Flórida. Tennurnar rotna í mér, ţví ég reyni ađ greiđa af námslánum, en hann hlćr alla leiđ i bankann.

Enn... LÍN verđur ađ taka sig saman. Í langan árafjölda hef ég jafnan fengiđ greiđsluseđla of seint frá ţessari stofnun. Líka núna.

Síđasti greiđsluseđilinn frá LÍN var sendur mér 20. febrúar samkvćmt stimpli á umslagi. Hann barst mér fyrst í dag 26, febrúar. Útgáfa hans er ekki dagssett. Gjalddagi er 01.03.2015. Mönnum er, eins og ţiđ sjáiđ, ekki gefinn mikill tími, og líklegast berst slíkur greiđsluseđill enn síđar til tannlćknis í Flórída, ţar sem póstburđarmenn taka víst póstinn međ sér heim, ţví launin eru svo lág.

Ţađ fyndna er, ađ ţegar ţ. 4. febrúar 2015 hefur LÍN sett á heimasíđu sína upplýsingar um "Umsóknir um undanţágu frá gjalddaganum 1. mars", sem "hefur nú veriđ opnuđ á Mínu svćđi hjá LÍN". Ég get fariđ ađ sćkja um undanţágu áđur en ég fć rukkun. Ţetta er nú meira rugliđ.

Svona er tilveran nú á Íslandi í ESB og Flórída. Á Íslandi kunna menn ekki stjórnsýslu, í Danmörku búa fleiri fátćklingar en á Íslandi, ţó menn vilji ekki trúa ţví, og í Flórída eru framdir margir glćpir. Líklega er hvergi gott ađ búa - og ekki verđur íslensku námskuldamönnum léttur róđurinn eins og sumum ţeim sem fengu skuldaniđurfellingu á kúlulánin sín. Ísland, rotiđ niđur í kjölinn ađ vanda.

 


Bloggfćrslur 26. febrúar 2015

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband