Leita í fréttum mbl.is

Gyðingahatrið í Gaza-umræðunni

sveinn_runar_hauksson.jpg

Í hvert sinn sem stríð hefur blossað upp milli Palestínumanna og Ísraela á síðari árum, fyrst og fremst vegna þess að sumir Palestínumenn og stuðningsmenn þeirra á Vesturlöndum vilja útrýma Ísraelsríki,  hefur stór hópur Íslendinga farið yfir um í umræðum á bloggum og á fasbók. Viðbrögð Íslendinga sem halda með útrýmingarherferð Hamas, eru oft hreinræktað gyðingahatur.  Íslendingar halda að þeir einir geti vaðið í gyðingahatri án þess að það hafi nokkrar afleiðingar.

 

visir_is_1241292.jpg

Annars dagfarsprútt fólk og vel menntað byrjar að tala um flutninga gyðinga á afskekktar slóðir (nú síðast Utah sem er kannski ekki afksekktur staður en frekar leiðinlegur) meðan aðrir lýsa því yfir að þeir sjái eftir því að Hitler hafi ekki lokið ætlunarverki sínu. Enn aðrir vilja ekki hafa viðskipti við gyðinga. Endalaust nota Íslendingar á vinstri vængnum og nasistar samlíkingar á Ísraelríki við Þýskaland nasismans og Gaza er auðvitað fyrir löngu orðið að gettói sem fólk sem notar þessar andgyðinglegu samlíkingar veit ekkert um. Holocaust-relativism er gerð af gyðingahatri og óbeinni helfararafneitum, þar sem gyðingum og Ísraelsmönnum er núið um nasir að þeir séu eins og nasistar,  að gera það sama við Palestínuþjóðina og nasistar gerðu gyðingum. Slíkar samlíkingar lýsa ekki bara hatri, heldur einnig einfeldni og fávisku.

untitled-duplicated-09.jpg
hef_i_kosi_hana.jpg
 

Í gær sá ég á blogg Hlyns Þórs Magnússonar umræðu þar sem maður er heitir Rögnvaldur Bjarnarson lýsti því yfir að hann hefði viljað sjá "guttann" (Hitler) ljúka ætlunarverki sínu, það er að myrða alla gyðinga (sem er einnig ætlunarverk Hamas). Sami maður lýsir á fasbók sinni hrifningu sinni á framsóknarkonunni miklu sem ekki vill mosku í Sogamýrinni. Hvað kallar maður mann sem bæði er með óþol fyrir moskum og gyðingum?

Í sömu umræðunni hjá Hlyni fyrrverandi fangaverði tekur þátt kona sem býr á Ísafirði, sem skreytir um þessar mundir fasbók sína með palestínskum fána. Faðir hennar gekk 17 vetra í Waffen-SS. Það dregur greinilega ekki úr mönnum kjarkinn þegar að hatrinu kemur. Kannski gengur þetta í ættir.

Rithöfundinn Þorsteinn Antonsson falsar söguna (eða tekur sér skáldaleyfi) og skrifar að Ísraelsmenn eigi ættir sína að rekja til " hinna ýmsu ættbálka sem upp eru taldi í nefndri heimild [Dómarabók] og bjuggu á því sama landsvæði á ritunartíð þessarar bókar, fyrir þúsundum ára, sem tilheyrði svo Palestínuaröbum fram til þess að Vesturveldin stefndu gyðingum á þennan reit upp úr lokum síðari heimstyrjaldarinnar til að fría sig sambúðarvanda sem löngum hefur fylgt þessum þjóðflokki, gyðingum."

_orsteinn_antonsson.jpg
 

Samkvæmt íslenskum rithöfundi, Þorsteini Antonssyni, fengu gyðingar Ísraelsríki svo "Vesturveldin gætu friðað sig af sambúðarvanda af gyðingum". Þorsteinn Antonsson er greinilega svæsinn gyðingahatari og sögufalsari, sem líklega hefur aldrei heyrt um þjóðarmorðið á 6 milljónum gyðinga í síðari heimsstyrjöld, styrjöld sem faðir Herdísar Hübner tók virkan þátt í, og gefur henni ástæðu til að skreyta sig með Palestínufána í hatri sínu á gyðingum Ísraelsríkis sem verja sig gegn samtökum sem hafa það sama á stefnuskrá sinni og Hitler.  Herdís er greinilega pabbastelpa.

 

_ortsteinn_antonson_svarar.jpg
Þorsteinn getur ekki svarað
 
Íslendingar bera einnig ábyrgð á úrslitum síðari heimsstyrjaldar, því þeir voru ekki til í að hjálpa landflótta gyðingum á 4. áratugnum. Hins vegar kom Rauði Kross Íslands, (Lúðvík Guðmundsson og Sigurður Sigurðsson) föður Herdísar til Íslands úr fangabúðum fyrir SS-liða á Englandi en samtökin höfðu engan áhuga á að hjálpa gyðingum. Og svo þurftu gyðingar sem fluttu til Íslands eftir stríð að skríða meðfram veggjum.

Þannig eru (sumir) Íslendingar - Ekkert nema hræsnin og óþverrahátturinn. Jafnvel talsmaður múslíma á Íslandi þakkar fyrir sig með dálitlu gyðingahatri þegar hann skrifar þetta á fasbók einni í gær:

salman.jpg
Mundu Salmann Tamimi, að sumt fólk sem hatar moskuna þína hatar líka gyðinga, t.d. Rögnvaldur Bjarnason.

Bloggfærslur 21. júlí 2014

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband