Leita í fréttum mbl.is

Moskan og rugliđ

47787_590_415_0_0_0_0_3.jpg

Í umrćđunni um moskuna í Sogamýrinni,  hafa fjölmiđlar og ákveđnir ađilar gegniđ mjög langt til ná athygli og međ furđulegustu stađhćfingar. Framsóknarflokkurinn fékk tvćr konur inn í borgarstjórn vegna haturs sem greinilega ríkir í ţjóđfélaginu.

Um daginn dró blađamađur á DV meira ađ segja fyrrv. arabískan prins sem áđur hét Abdallah inn í umrćđuna. Hann átti ađ geta sagt eitthvađ um Framsóknarflokkinn, sem hann var í kjöri fyrir. Nú er komiđ ađ Sigţrúđi hjá Kvennaathvarfinu. Hún dregur inn sundurbarđar "múslímakonur". DV vitnar svo í athyglissjúkan ítalskan félagsfrćđing sem heldur ţví fram ađ múslímar séu gyđingar 21. aldarinnar, ađ samfélagsleg stađa ţeirra sé sú sama og á međal gyđinga á 19. öld. Langt er seilst!

Sigţrúđur er vćntanlega ađ tala um allar thailensku konurnar á Íslandi sem sumir íslenskir karlar fara vissulega illa međ.

Margar ţeirra eru múslímar. Ég hef einhvers stađar lesiđ ađ stór fjöldi kvenna í kynlífskössum Pattaya og Phuket séu múslímar og ţangađ sendar/seldar af fátćkum foreldrum eins og ađrar konur, t.d. ţćr sem eru Búddatrúar. Dćtur ríkra múslíma vinna einnig í ţessum "iđnađi" og hafa valiđ ţann veg til ađ komast hjá ađ bera hijab eđa annan klćđnađ. Sýn ţessara kvenna á Íslam er líklega ekki sú sama og ţeirra múslímsku karla sem í skynheilagleika heima í Arabíu eru góđir feđur og eiginmenn, en á Phuket eru ţeir kynlífsfantar sem ćtlast til ţess ađ ţrćlar ţeirra séu múslímar og undir lögaldri.

Ţegar konan er svo orđin "of gömul" fyrir kjötmarkađinn er hún stundum seld útlendingum, t.d. Íslendingum sem gat ekki náđ sér í íslenska konu, m.a. vegna fátćktar eđa annarra samfélagslegra eđa persónulegra vandamála, sem m.a. hefđi hugsanlega gert ađ verkum ađ hann hefđi bariđ hvađa konu sem var, íslenska eđa múslímska. 

Ég efast um ađ margar sundurbarđar thailenskar konur sem eru á pappírnum múslímar komi í bćnahús múslíma á Íslandi í dag. og ţess vegna ţykir mér mjög leitt ađ sjá forstöđukonu kvennahvarfsins skora "billeg" stig í hinni sýktu umrćđu sem hefur veriđ um moskumál á Íslandi. Moskan rís og ţar mun verđa bođuđ skođun Íslam á konum

Íslensk lög veita mönnum rétt til ađ reisa mosku, lóđ hefur veriđ lofađ og ţađ loforđ er ekki hćgt ađ taka til baka. Á Íslandi gilda íslensk lög, Ef Íslendingar hatast út í mosku og múslíma eru ţeir í vissum tilfellum ađ brjóta gegn ákvćđum í hegningarlögum og ef Múslímar gera ţađ sama ţegar ţeir koma međ hatursfullar yfirlýsingar í garđ ákveđinna ţjóđa, verđa múslímar á Íslandi ađ búa sig undir ađ fylgja íslenskum lögum. Ef heiđursdráp verđa framin á Íslandi, líkt og ţau hafa veriđ framin á öđrum Norđurlöndum, eru  ţađ íslensk lög sem dćmt er eftir, en ekki eftir skođunum Sigţrúđar.

Sundurbarđa múslímska konan á Íslandi er múslími ađ nafninu til, en ţegar hún verslar í matinn í búđ í Reykjavík er hún bara "tćja". Einu sinni heyrđi ég íslenska konu á sextugsaldri segja í Hagkaupum í Kringlunni, svo allir kringum hana heyrđu mćtavel "Sjáiđiđ helvítis tćjurnar, nú er kjöt á tilbođi".

Myndin efst ef frá Danmörku og sýnir upptöku á heimildakvikmynd um Ghazala Khan sem tekin af lífi af bróđur sínum eftir samantekin ráđ fjölskyldu ţeirra áriđ 2005. Aftakan fór fram fyrir framan lestastöđina í Slagelse á Sjálandi. Sök Ghazölu var ađ verđa ástfangin af og giftast manni frá Afganistan. Ghazala var ćttuđ frá Pakistan (sjá hér).  Ţađ er nefnilega ekki sama hver múslíminn er. Ég hef sjálfur heyrt múslímska menn tjá sig um ţeldökka og austurasíska múslíma eins og ţeir vćru annars flokks fólk. Ţađ er nefnilega til gott "Framsóknarfólk" víđar en á Íslandi, sem stundar skyldleikarćkt á fullu í nafni óskrifađra laga og trúar.


mbl.is Íslenskir karlar beita ofbeldinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 9. júní 2014

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband