Leita í fréttum mbl.is

Fyrst og fremst gyðingahatari

Bo Harder Weimann

Bo Harder Weymann, (upphaflega Weimann), heitir maður nokkur í Danmörku. Hann vinnur í stjórnunarstöðu hjá tölvufyrirtækinu DBC í Ballerup og er 53 ára. Eitt sinn tilheyrði hann hryðjuverkahóp sem kallaður hefur verið Blekingegade-banden. Hópur þessi varð fyrst og fremst til vegna haturs meðlimanna á Ísraelsríki og "baráttu" þeirra fyrir Palestínuþjóðina, þ.e.a.s, hryðjuverkasveitir Palestínumanna. 

Blekingegade-banden styrkti Palestínumenn með ránum og ofbeldi sem enduðu í ósköpum. Árið 1989 myrtu meðlimir hópsins lögreglumann sem reyndi að hindra pósthúsrán hópsins í miðborg Kaupmannahafnar.

Hópurinn var handtekinn og dæmdur fyrir ýmsar sakir, en enginn í hópnum viðurkenndi morð og önnur voðaverk sem þeir höfðu framið ... fyrir Palestínumenn.

Út hefur komið heilmikið ritverk blaðamannsins Peter Øvig Knudsens og málið hefur verið mikið til umræðu nýlega í Danmörku, enda komin ný kynslóð blaðamanna, sem sátu í barnavagni þegar glæpir hópsins voru framdir, og eiga því heilmikið ólært. 

En í gær hélt einn af félögum hópsins, Bo Weymann, blaðamannfund í tengslum við nýja kvikmynd um hópinn, sem ber heitið Blekingegade-banden, og sem Øvig Knudsen hefur verið ráðgjafi fyrir.

Bo sagðist ætla að leysa frá skjóðunni og biðjast afsökunar. Hann dró heldur ekkert úr. Hann sagðist hafa tilheyrt hryðjuverkahóp. Greindi frá aðild sinni að vopnuðum ránum, smygli á vopnum og öðrum glæpum, og er nú glaður yfir því að hafa sagt Dönum allt af létta.

En einu gleymdi þessi tölvufræðingur og fyrrverandi hryðjuverkamaður, sem reyndar var ekki  lengur með í Blekingegade-banden þegar hópurinn myrti ungan lögreglumann. Hann gleymdi að biðjast afsökunar á blóði drifnu hatri sínu í garð Ísraelsríkis. Eitthvað segir mér, að hann sé enn haldinn því hatri.

Hann safnaði einnig skipulega nöfnum á fólki í Danmörku sem tengdust Ísrael á einn eða annan hátt. Fyrst og fremst nöfnum og heimilisföngum  gyðinga, og þeim sem hann taldi óvini Palestínumanna. Hann hafði fólk til að aðstoða sig og njósna fyrir sig og hópinn. Hann bjó til spjaldskrá yfir "fjendur" Palestínumanna í Danmörku. Það var í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöld, að Dani  safnaði nöfnum á gyðingum. Síðast þegar það gerðist, var það til að koma þeim fyrir kattarnef.

Ég er ekki í vafa um að Bo Weymann og samverkamenn hans ætluðu sér að nota lista yfir gyðinga og stuðningsmenn Ísraels til glæpsamlegra aðgerða. Ef ungur lögreglumaður hefði ekki verið myrtur við rán í þágu PFLP, hefði hópur þessi framið glæpi gegn gyðingum í Danmörku.

Danir hafa hins vegar fyrst og fremst áhuga á lögreglumorðinu 1989 og bæði fjölmiðlar og höfundur ritverksins um Blekingegade-banden og kvikmyndarinnar um hryðjuverkahópinn hafa skautað létt yfir z-listann, sem spjaldskráin með nöfnum "óvinanna" er kölluð. Z er þar skammstöfun fyrir zíonista.

Því miður hefur metsölubók Øvig Knudsens ekki varpað ljósi á þennan lista, sem var geymdur með vopnum í Blekingegade á Amager.  Kvikmyndin um danska hryðjuverkahópinn gerir það heldur ekki. Til hvers var listinn? Söfnuðu hryðjuverkamennirnir gyðingum, eins og aðrir safna plötum eða Andrés Andar blöðum? 

Bo Weymann hefur iðrast hryðjuverkastarfsemi sinnar, en hann hefur ekki iðrast haturs síns á Ísrael og afbrigðlegum stuðningi sínum við Palestínuþjóðina.

Hvorki morð á lögreglumanni, né listar yfir gyðinga hjálpa Palestínumönnum.

Danir gleyma flestir, að félagarnir í Blekingegade-banden myrtu lögreglumanninn vegna haturs síns í garð Ísraels.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þetta voru fyrst og fremst krakkar að berjast gegn því óréttlæti sem þeir sáu í stofnun ísraelsríki og í leit að andspyrnuhreyfingu sem þeirra kynslóð gæti styrkt fundu þau PFLP sem þau sáu sem sósíalískan andspyrnuhóp í sama anda og danska andspyrnuhreyfingin var að upplagi. Að sjá í þeim einhvern hóp sem ætlaði sér að ráðast gegn gyðingum í Danmörku er soldið langsótt.

Héðinn Björnsson, 19.3.2009 kl. 17:49

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Áhugavert.

Víðar er gyðingahatrið en ég hugði. Það eru svo sem ekki margir sem stíga fram til varnar Ísrael þegar málefnin fyrir botni Miðjarðarhafs eru rædd hér á landi. Skiptir þar engu þótt Hamas séu hryðuverkasamtök sem eira engu, ekki einu sinni eigin þjóð.

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2009 kl. 18:18

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Héðinn Björnsson. Dönsk andspyrna gegn nasistum var langt frá því að vera bara sósíalístísk. Sósíalistar eiga ekki einkarétt á réttlæti, þótt margir þeirra haldi það í einfeldni sinni. Margir svokallaðir sósíalistar höfðu hins vegar nána samvinnu við nasista í stríðinu.

Blekingegade-banden var ekki andspyrnuhreyfing, og þetta voru ekki neinir krakkar. Bo Weymann var þeirra yngstur.

PFLP og PLO höfðu áform um árásir í Danmörku gegn gyðingum, m.a. fyrrverandi yfirrabbína landsins, Bent Melchior. Auðvitað ekki mikið um það í fréttum á Íslandi, en reyndar ekki heldur í Danmörku.

Hér hafa menn meiri áhuga á lögreglumanninum sem "andspyrnuhreyfingin" sem þú kallar svo, myrti. Engir kippa sér upp ef gyðingur yrði drepinn. Sumum þykir það bara réttlátt.

PET, leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, er afar illa við að gefa aðgang að skjölum sem varða rannsóknir á z-lista Blekingegade-banden.

Ég ritstýri Rambam, riti um sögu og menningu gyðinga í Danmörku. Fyrrverandi blaðamaður á Politiken og Weekendavisení Danmörku, sem fyrstur svipti hulunni af hryðjuverkahópum í Danmörku er að skrifa fyrir mig grein, en hann fær af óskýranlegum ástæðum ekki aðgang að gyðingalista Blekingegade-banden, eins og t.d. Øvig Knudsen, sem ekki fjallar um listann að neinu ráði í bókum sínum.

Ég tel mig vita ástæðuna. Lögreglumorðið sem Danir hafa áhuga á var slys (fyrir utan áætlun), en aðaláhugamál Blekingegade-banden var að vinna á stuðningsmönnum Ísraels í Danmörku. Hatrið var svo mikið og firringin enn meiri.

Svo var stofnun Ísraelríkis ekki óréttlæti, ein og þú heldur Héðinn Björnsson.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.3.2009 kl. 20:30

4 identicon

Du kan sgu ikke kræve etisk eller moralsk at folk fornægter eller fortryder deres følelser. Men åbenbart, det forlanger du i forhold til jøder og Israel. Er det ikke en slags følelsesmæssig racisme på vrangen?

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 20:56

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jakob Andersen, de følelser som Bo og banden nærede til Israel og jøder, var de samme følelser som dræbte den danske betjent i Købmagergade i 1989.

Hvis hr. Weymann fortryder noget som helst, skal han også være i stand til at erkende grunden til bandens forbrydelser. Hovedgrunden for bandens eksistens og virke var dens had til staten Israel og jøderne. simpelt er det. Hvis du ikke forstår det, er du både etisk og moralsk på afveje.

Jeg kan SKU både etisk og moralsk kræve det af hr. Weymann, at han tager stilling til sin makabre jødeliste. Jeg har mange venner, der var denne liste. Jeg kender de menneskers frygt.

Hvis du ser de danske medier i dag, kan du også sande, at den almindelige dansker ikke køber hr. Waymanns forklaring om at han ikke kender til politimorderens identitet. Jeg, derimod, køber ikke hans fortsatte had til staten Israel samtidig med at han angrer sin terrorvirksomhed.

Hans terrorvirksomhed byggede nemlig hans had til Israel og jøderne. For mig er han lige som en gemen Hippomand. Hippoerne og Blekingegade-banden havde stort set de samme interesser: At tjene en fremmed terrororganisation samt hadet til Israel og dets folk. Hitler havde jo også allierede blandt stifterne af de palæstinensiske terrororganisationerne i Mellemøsten.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.3.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband