Leita í fréttum mbl.is

Kreppa, hvađ?

 

great_depression_soup_line

 

Međ hluttekningu og samúđ fylgist ég međ kreppunni á Íslandi, um leiđ og ég útfylli umsóknareyđiblöđ um ríkisborgararétt í ýmsum löndum sem betur eru stödd en Ísland. Ýmis Afríkulýđveldi heilla. Green Card umsóknin til BNA er auđvitađ komin í pappírstćtarann.

En nú ţegar allir eru líklega farnir ađ sjá ađ "útrásin" var bara árás á ţjóđina í frumskógarstríđi fyrirtćkjagamma, langar mig ađ benda á ađ kreppa getur leitt af sér góđa hluti. Í stađ ţess ađ grenja og heimta patentlausnir eins og sterkan mann (sem er ekki til), ţjóđstjórn eđa Evru, er miklu nćr ađ sérhver Íslendingur sé sterkur og stjórni ţjóđ sinni í átt ađ betri tímum. Ég er ekki ađ tala um neitt alţýđulýđveldi Steingríms J., ţar sem dansađ verđur á líkkistu síđasta kapítalstans međ undirspili Bubba Mortensis sveitasönglara og ţar sem traktorar verđa ađalfararskjótarnir. Eyđsla, bruđl, grćđgi og ránseđli ţađ sem einkennt hefur Íslendinga, vinstri menn sem og hćgri, síđan um 1980, verđur ađ dempa. Ímyndunarveikina verđur ađ lćkna.´

Ísland gegnir ekki hlutverki á međal ţjóđanna og ćtti strax ađ stöđva allt rugl um setu í Öryggisráđinu. Öryggiđ heima fyrir er miklu mikilvćgara en stuđningur viđ hryđjuverkamenn í öđrum heimsálfum. Flottrćflaháttur kostar 300.000 manna ţjóđ dágóđan skilding. Hćgt vćri ađ kaupa olíu fyrir ţađ sem sparast og dálítinn mat fyrir afganginn. Loka ber helmingi allra sendiráđa landsins. Safnast ţegar saman kemur.

Gleymiđ ekki ađ mótmćla


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţökk fyrir ráđin góđu. Vera má ađ ţú verđir orđinn ríkisborgari í Kongó ţegar ţú lest ţetta. En hér höldum viđ sjó. Rifum seglin, beitum upp í vindinn og ausum dallinn ţurran.


Auđvitađ vantar okkur evru. Ţađ sem hér er viđ ađ etja umfram vanda annarra kapítalískra efnahagskerfa er ónýtur gjaldmiđill sem brýnt er fyrir okkur ađ losna viđ. Ţví fyrr sem ţađ getur tekist, ţví betra. Ţađ er engin patentlausn, heldur knýjandi nauđsyn ţví ónýtum gjaldmiđli fylgir uppnám í fjármálum. Og ţađ er sannarlega öryggismál. Ćtti ađ líta á ţađ sem slíkt og hćtta hinum fáránlega og óskiljanlega rembingi viđ ađ halda brostnum gjaldmiđli sem hvorki á sér efnahagslegar né pólitískar forsendur lengur. Er orđinn spilapeningur hinna óprúttnu, ásćlnu og gírugu sem engu skeyta um hagsmuni almennings. Vita skaltu ađ slíka fósa er bćđi ađ finna međal stertimanna markađarins og í hćgindum embćttismanna.

Ađ einu leyti hefur ţú rétt fyrir ţér. Ógćfa frjálshyggjunnar hófst um 1980. Ţađ er hauslaus hugmyndafrćđi og viđ súpum seyđiđ af ţví nú ađ henni var fylgt. Hér á landi og miklu víđar.  Hún kom ekki frá vinstri.

Og ég er öldungis sammála ţér um ţađ ađ ţađ vćri hiđ mesta lán ef Ísland verđur ekki kosiđ inn í Öryggisráđ S.Ţ. Og sendiráđum örríkisins mćtti sannarlega fćkka. Ekki veit ég tli hvers ţau eru ađ sendast. Eđa fyrir hvern.

Kristján Sveinsson (IP-tala skráđ) 2.10.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Skattborgari

Ţetta er eina fćrslan sem ţú hefur skrifađ sem ég er sammála.

Stjórnmálamenn hugsa um ţađ ađ sýnast stćrri en ţeir eru međ ţví ađ reyna ađ komast í öryggisráđiđ og koma upp flottum gagnlausum sendiráđum.

Kveđja Skattborgari.

Skattborgari, 3.10.2008 kl. 02:07

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurđsson

Fín fćrsla.

Kjartan Pétur Sigurđsson, 3.10.2008 kl. 09:19

4 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Hjartanlega sammála ţessari fćrslu.

Arafat í sparifötunum, 3.10.2008 kl. 12:24

5 identicon

Vá hvađ ég er heppin ađ vera međ Svissneskan ríkisborgararétt!! Held ég fari ađ setja oní töskur, nenni ekki ađ fara út í búđ og fylla búriđ af hveiti, sykri, haframjöli.........

Ragnheiđur Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráđ) 3.10.2008 kl. 13:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband